Morgunblaðið - 23.07.1988, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 23.07.1988, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988 7 Morgunblaðið/Bjami Flotbryggjur fyrir Viðeyjarferju UNNIÐ er að bættri aðstöðu fyrir Viðeyjarfeij- una á nýju landsvæði, sem verið er að fylla upp norðan Korngarðs í Sundahöfn. í því skyni hafa verið keyptar tvær flotbryggjur frá Svíþjóð sem bíða þess að verða komið fyrir á hinum nýja stað og er gert ráð fyrir að lokið verði við það verk fyrir afmælisdag Reykjavíkur, hinn 18. ágúst næstkomandi. A myndinni er verið að koma annarri flotbryggjunni fyrir í Austur- höfninni þar sein þær verða geymdar þar til lokið verður við undirbúningsframkvæmdir norðan Korngarðs. Fastir vextir draga úr áhættu fyrir lántakendur segir Tryggvi Pálsson, bankastjóri TRYGGVI Pálsson, bankastjóri Verzlunarbankans, segir að fastir raunvextir af verðtryggð- um lánum séu ákjósanlegir fyrir hagstjórn og dragi úr áhættu fyrir lántakendur. A hinn bóginn aukist áhætta bankanna. Nefnd um verðtryggingu fjárskuld- bindinga telur að það eigi að vera meginregla að vextir af verðtryggðum lánum verði fast- ákveðnir við samningsgerð, en ekki breytilegir eins og nú er algengast. væru heldur hærri en á lánum með breytilegum vöxtum, eða 10,75% í stað 9,25%. Tryggvi sagði að Iðnað- arbankinn byði einnig verðtryggð lán með föstum vöxtum og fastir vextir væru algengir á fjármagns- markaðinum utan bankakerfisins. Erlendis hefur þróunin verið á þann veg að taka upp breytilega vexti, að sögn Tryggva, en fastir vextir séu þar miklu algengari en hér. Aðspurður sagði Tryggvi að stjómvöld gætu hvatt til þess að bankar tækju upp fasta vexti, en það væri ætíð heppilegast að láta markaðinn ráða því. Ef það væri krafa viðskiptavinanna að fá lán með föstum vöxtum myndi bankinn að sjálfsögðu bregðast við því og sú þróun væri reyndar þegar hafin. Viðamiklar breyt- Tryggvi sagði að Verzlunarbank- inn hefði fyrir nokkmm vikum farið að bjóða verðtryggð lán, sem séu að minnsta kosti til tveggja ára, með föstum vöxtum. Vextir á þeim 9000 hafa séðChagall SÝNING Listahátíðar á verkum rússneska listamannsins, Marc Chagall, hefur vakið mikla at- hygli og hefur aðsókn að sýning- unni verið mjög góð, segir í frétt frá Listahátíðarnefnd. Nú þegar hafa á níunda þúsund manns séð sýninguna, sem stendur til 14. ágúst í Listasafni íslands. Þar er opið alla daga, nema mánu- daga, frá klukkan 11-17. Ellilífeyr- isþegum er nú boðið að sjá sýning- una á sérstökum kjömm á þriðju- dögum og miðvikudögum, en auk þess er aðgangur ókeypis fyrir börn í fylgd með fullorðnum. ingar á Þórscafé VEITINGAHÚSIÐ Þórscafé hef- ur verið lokað að undanförnu, en verður opnað aftur um miðjan ágúst þegar lokið hefur verið við að gera breytingar á innrétting- um. Staðnum verður framvegis ætlað að höfða meira til yngri aldurshópa en verið hefur. í veitingahúsinu Þórscafé hefur verið boðið upp á skemmtiatriði, matseðil og lifandi tónlist og verður sami háttur hafður á eftir breyting- arnar en með breyttu sniði, að sögn Ragnars Björgvinssonar, fram- kvæmdastjóra staðarins. Gestir hafa verið á aldrinum frá tvítugu til sjötugs, sagði Ragnar, en ætlun- in er að höfða til þrengri aldurs- hóps, eða frá 20-35 ára. Diskótekinu verður breytt og það lokað af svo afdrep verður fyrir þá sem vilja sitja og spjalla, sagði Ragnar. Lýsing verður aukin og bætt og mun hún vera stór þáttur í nýju innréttingunni. Lifandi tónlist verður áfram á annarri hæðinni, en skipt verður örar um hljómsveit- ir en verið hefur. Skemmtiatriði verða áfram, en smáréttamatseðill kemur í stað þriggja rétta máltíða. í sömu húsakynnum og Þórscafé, eru Vetrarbrautin og Norðurljósa- salurinn einnig starfrækt. Vetrar- brautin skiptist í matsal og dans- sal, en Norðurljósasalurinn er leigð- ur út fyrir einkasamkvæmi. Rekstur þeirra verður áfram með sama sniði. Dr. Jens G. JENS Gunnar Hald lyffræðingur andaðist sunnudaginn 17. júlí sl. í Gentofte-sjúkrahúsinu í Dan- mörku. Hann var á 83. aldursári. Dr. Jens Gunnar var fæddur þann 12. október 1905 í Thisted á Jótl- ani. Á yngri árum, eftir 1930, starf- aði hann um skeið í Laugavegsapó- teki sem lyffræðingur. Þegar hann futtist aftur til Danmörku gerðist hann starfsmaður hjá lyfjafyrirtæk- inu Medecinalko í Kaupmannahöfn, sem seinna hlaut nafnið Dumex og veitti hann um áratugabil forstöðu rannsóknarstofu þeirra fyrirtækja. Jens Gunnar Held gerði uppgötvan- ir á sviði lyfjafræði. M.a. fann hann upp ásamt öðrum hið þekkta lyf antabus. Jens G. Hald var kunnur maður í heimalandi sínu, vinmargur og virtur borgari. Hann var íslandsvin- ur mikill enda tengdur þjóðinni traustum böndum, kvæntur Haldlátinn íslenskri konu, Hildi Grímsdóttur. Hafa margir íslendingar notið gest- risni og ræktarsemi þeirra hjóna í Danmörku um hálfrar aldar skeið. laugardaga 8QP-I8QP sunnudaga IIPP-I8QP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.