Morgunblaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JUU 1988 1,81% hækk- un bygging- arvísitölu VÍSITALA byggingarkostnaðar fyrir ágústmánuð hækkaði um 1,81% á milli mánaða. VÍsitalan er reiknuð eftir verðlagi um miðjan júlímánuð. Hún reyndist vera 123,5 stig og hefur hækkað úr 121,3 stigum fyrir júlímánuð. Þessi hækkun samsvarar 24% árshækkun. Hagstofa íslands reiknar vísitöluna. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækk- að um 23,1%. Síðustu þrjá mánuði hefur hún hækkað um 11,5% og samsvarar það 54,3% árshækkun. Helstu ástæður hækkunarinnar nú eru hækkun sementsverðs og steypu, sem olli 0,4% hækkun, hækkuð leiga byggingamóta olli 0,2% vísitöluhækkun og hækkað gatnagerðargjald olli 0,3% hækkun vísitölunnar. Verðhækkun ýmissar vöru og þjónustu hækkaði vísi- töluna um 0,9%. Vísitalan nú er miðuð við grunn- töluna 100 fyrir júní 1987. Sam- svarandi vísitala miðuð við eldri grunn, desember 1982 = 100, er nú 395 stig. Þessi hækkun nú er mun minni en varð á milli júní og júlí. Þá hækkaði vísitalan um 8,40%, sem samsvaraði 163,2% árshækkun og miðað við þrjá mánuði 55,1% hækk- un. Sú hækkun vegur þyngst í þró- un byggingarvísitölu það sem af er árinu. Vísitalan fyrir janúar síðast- liðinn var 107,9 stig, febrúar 107,4 stig, mars 107,3 stig, apríl 108,7 stig, maí 110,8 stig, júní 111,9 stig, júlí 121,3 stig og nú fyrir ágúst 123,5 stig. Úr grasagarðinum í Glasgow. Garðaskoðun innanlands og utan Á morgun, sunnudaginn 24. júlí, á að fara fram hin árlega „garða- skoðun“ á vegum Garðyrkjufélags Islands, en sá liður í starfsemi fé- lagsins nýtur jafnan mikilla vin- sælda. Að þessu sinni munu 6 garð- eigendur víðsvegar um Breiðholtið í Reykjavík hafa garða sína opna þennan dag frá kl. 1—6 og eru þeir upptaldir í fréttabréfinu „Garð- inum“ sem vonandi hefur borist öllum félagsmönnum í hendur í tæka tíð. Það er óhætt að segja að þessir „garðaskoðunar“-dagar hafi í ár- anna rás veitt félögum GÍ ómælda ánægju, — þeir hafa kýnnst áður óþekktum plöntum, ttjám og runn- um og séð með eigin augum hversu margvíslega má koma hinni og þessari tegundinni fyrir í garðinum og ótal hugmyndir hafa fæðst um uppbyggingu og skipulag. En látum þetta nægja um garðaskoðun GÍ og víkjum nokkrum orðum að garðaskoðun GÍ á erlendri grund. Snemma vors 1987 fór 20 manna hópur í fyrstu utanlandsferð GÍ og þá til Hollands á þeim árstíma sem það land skartar sínu heimsfræga blómlaukaskrúði. Um miðjan júní sl. var svo lagt upp í viku ferð til Skotlands, — þátttakendur voru 40 og tókst ferðin vel í alla staði, það er hreint með ólíkindum hvað hægt var að komast yfir að sjá og skoða á ekki lengri tíma. Flogið var til Glasgow og strax á fyrsta degi var skoðaður bráðmerkilegur garður í einkaeign í grennd við borgina. Á öðrum degi var m.a. skoðaður Branklyn-garðurinn, sem er í tölu þekktustu garða landsins og er skammt frá borginni Perth. Þá var haldið norður yfir hálendið til borg- arinnar Inverness í góðu og all- björtu veðri. Leiðin norður verður okkur vafalaust lengi minnisstæð ekki síst sakir hins fagra heiðagróð- urs. Það er ævintýri líkast að aka kílómetra eftir kílómetra með al- blómgaða „sópa“ í stórum gulum flekkjum á báðar hendur og rhodod- endron-runna sem villtan gróður. Frá Inverness var farin dagsferð í Inverewe-garðinn á vesturströnd- inni, en sá garður er víðfrægur og mikið sóttur af ferðamönnum frá öllum heimshomum. Gróðurinn þar er líka frá öllum heimshomum og hitabeltisgróður sem lifir þar góðu lífi hefur ekki hvað síst orðið til þess að vekja á honum athygli. Síðustu tvo dagana vomm við í Glasgow og nágrenni. Þá var og farið í grasagarðinn í Edinborg. Um þann víðfræga garð má benda á litla grein eftir Herm. Lundholm í Garðyrkjuritinu 1982. Þessi „kon- unglegi" garður (Royal Botanic Garden) er opinn alla daga ársins að nýársdegi einum undanskildum. í Glasgow er einnig fallegur grasa- garður sem að hluta til liggur á bökkum árinnar Kelvin og okkur gafst tækifæri til að skoða þann garð á hlýrri og fagurri morgun- stund. Þá má geta þess að degi var varið til þess að fara á svokallaða garðhátíð þ.e. Glasgow Garden Festival ’88. Hún var opnuð 28. apríl sl. og stendur til 26. sept. nk. Þar er mikið um dýrðir þó ekki höfði allt beinlínis til áhugafólks í garðrækt, þótt talsvert sé þar um blómskrúð og fallega gróna reiti. í raun er þetta stórkostleg sýning á vömm og hverskyns búnaði með ívafi af margvíslegustu sýningarat- riðum, söng og tónlist, þar sem fram koma skemmtikraftar hvað- anæva af heimsbyggðinni, við hitt- um t.d. á dans- og tónlistarfólk frá Shri Lanka og til gamans má geta að hljómsveitir frá íslandi hafa komið þar fram. Hér hefur verið stiklað á stóm og aðeins nefndur litill hluti af því sem fyrir augu bar í þessari eftir- minnilegu garðaskoðunarferð, sem lesendur fá e.t.v. meira að heyra um þótt síðar verði. Bolungarvík Til sölu er lítið íbúðarhús í Bolungarvík (ca 30 fm). í húsinu er stofa, eldhús, bað og risloft. Brunabótamat er kr. 679.000. Staðgrverð kr. 450.000. Til greina kem- ur verðtryggt lán til 2ja ára fyrir 60% af andvirði hússins. Upplýsingar í síma 94-3975. Vestur-þýskir vörulyftarar G/obus? LAGMULA 5. S. 681555. Amerísku Coleman fellihýsin sem hafa slegið í gegn kosta með öllu kr. 249.000.- Opið virka daga kl. 10-18. Sö/usýning iaugardag kl. 10-18 og sunnudag kl. 13-17. Koma ekki aftur á þessu ári. \grleikur88 Skeifan 3G símar 686204 og 686337. Námskeið í seglbretta- siglingum NÁMSKEIÐ í seglbrettasigling- um eru nú að hefjast í fyrsta sinn á íslandi samkvæmt alþjóð- legu „Eurosurf“ kerfi, segir í fréttatilkynningu frá Siglinga- klúbbi Garðabæjar. Námskeiðunum lýkur með prófi og útgáfu skírteina, auk vatns- þéttra skírteina ef óskað er, segir í fréttinni. Víða um heim er nú krafist skírteina við siglingar á segl- brettum svo og ef seglbretti em tekin á leigu. Kennari á námskeið- unum verður Dian V. Dentchev, sem auk þess að hafa „Eurosurf" kennsluréttindi, hefur áralanga reynslu af kennslu í seglbréttasigl- ingum. Kennt verður við Sjávargmnd í Garðabæ, þar sem Siglingaklúbbur Vogs hefur aðstöðu. Kennt verður á kvöldin og um helgar til að bytja með. Allur búnaður sem nauðsyn- legur er til kennslu verður útvegað- ur á staðnum, þar sem aðstaða er einnig góð. Nánari upplýsingar og skráning á staðnum. tlöfóar til XX fólks í öllum starfsgreinum! jjMttgmiMfifrife
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.