Morgunblaðið - 23.07.1988, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
Við tölum oft og skrifum um
risaveldin (d. supermagt, e.
super power). Okkur dettur
ekki í hug að kalla þau „súper-
veldi“.
Nú er mikil breyting að ger-
ast á bensínmarkaðinum, en
hver um annan þveran talar þá
um „súperbensín". Fyrir löngu
hafa málnæmir menn lagt til
nýyrðið kraftbensín. Það fer
mjög vel og er meira að segja
einu atkvæði styttra en útlenda
orðið og þeim mun þjálla.
Nú hvet ég ykkur Öll til að
sameinast um orðið kraftbensín
og festa það í málinu. Einkum
skírskota ég til fréttamanna,
og svo auðvitað starfsmanna
olíufélaga sem selja og auglýsa
þessa vöru. Kraftbensín er
krafa dagsins, segir máltækið,
sbr. hinar alkunnu bflvísur
Bjöms botnans frá Botnastöð-
um:
Kraftbensín er kjamafæða bílsins,
komdu bara og sannprófaðu það.
Af þvi fær hann afl og styrkieik fílsins.
Ertu bún’að koma þér af stað?
Enn langar umsjónarmann
til að minnast á samruna (cont-
amination. Menn eru stöðugt
að rugla saman orðum og orð-
tökum.
Dæmi eitt: Undir mynd af
særðum manni stóð í blaði á
dögunum: „Þessi maður steig á
jarðsprengju og ber þess aldrei
bætur.“
Hér er ekki fimlega til orða
tekið. Ruglað er saman orð-
tökunum að bera einhvers
merki og bíða (aldrei) ein-
hvers bætur. Maðurinn á
myndinni ber þess lengi merki
að hafa stigið á sprengjuna og
biður þess því miður aldrei
bætur. I þessu sambandi merk-
ir sögnin að bíða=hljóta, fá.
Dæmi tvö: í lýsingu á knatt-
spyrnuleik var hvað eftir annað
sagt að þessi eða hinn væri á
„fríum sjó“. í knattspymu geta
menn verið fríir, þegar enginn
gætir þeirra, og skip geta verið
á auðum sjó, þegar íslaust er.
Ekkert er á móti því að tala
líkingamál, ef menn kunna með
líkingamar að fara og mál
þeirra verður ekki nykrað.
„Frír“ knattspyrnumaður getur
verið á auðum sjó, í líkingu við
skipið.
Dæmi þijú: í bréfi til þáttar-
ins var athygli vakin á orðasam-
bandinu „að bera í brestina".
Eins og bréfritari (Haukur Eg-
gertsson í Reykjavík) telur, er
hér afbakað orðtakið að beija
í brestina.
í 22. kafla Njálu segir frá
ráðagerð Njáls Þorgeirssonar
bónda á Bergþórshvoli til handa
Gunnari Hámundarsyni bónda
á Hlíðarenda er bjóst til að
heimta fé frændkonu sinnar,
Unnar Marðardóttur gígju,
undan Hrúti Heijólfssyni bónda
á Hrútsstöðum. Njáll réð Gunn-
ari að taka á sig gervi Kaupa-
Héðins sem var maður marg-
mæltur og skapillur; þóttist einn
allt vita. Hann rak oftlega aftur
kaup sín og flaug á menn, þeg-
ar eigi var allt gert sem hann
vildi. Njáll sagði m.a. svo:
„Síðan munt þú fara í braut um
morguninn eftir ok koma á
næsta bæ Hrútsstöðum; þar
skalt þú láta falt smíðit ok hafa
þat uppi af, er verst er, ok beija
í brestina."
„Einar Ólafur Sveinsson
prófessor skýrir: „Orðtækið
beija í brestina merkir upphaf-
lega; dylja brestina með því að
beija í þá.“
í doktorsritgerð Halldórs
Halldórssonar segir:
„BERJA í BRESTINA = fegra,
afsaka gallana." Orðtakið er
kunnugt úr fommáli [síðan
kemur Njálutilvitnunin].
Líkingin er mnnin frá gulls-
míði. Frummerking er „slá sam-
an rifur á gull- eða silfurmuni".
445. þáttur
Til em þeir sem vilja hér
miða við fleiri smíðar en úr
gulli og silfri. Fjórða dæmi:
I knattspymulýsingu var talað
um að „reka endahnútinn" á
eitthvað. Hér var náttúrlega
blandað saman orðtökunum að
binda endahnútinn og að reka
smiðshöggið á eitthvað.
Og svo vom það hjónin sem
lýstu hvort öðm með svofelldum
orðum. Hann: Hún hefur svo
sannarlega vaðið fyrir neðan
nefið. Hún: Karlauminginn ger-
ir ekki annað en beija höfðinu
við lóminn.
í bréfí frá Bemharð Haralds-
syni á Akureyri segir m.a. á
þessa leið.
„í auglýsingariti, sem einnig
birtir dagskrá sjónvarpsstöðv-
anna beggja og dreift er í hús
á Akureyri og e.t.v. víðar, er
að finna auglýsingu, sem hefst
á fyrirsögninni „Hestasveit".
Við lestur kemur í ljós, að verið
er að bjóða börrium og ungling-
um til nokkurra daga dvalar á
sveitabæ og er sérstaklega tek-
ið fram, að farið verði á hestbak
einu sinni á dag. Ég spyr þig
álits á þessu orði „hestasveit",
sem ég skil ekki og er ósáttur
við.“
Umsjónarmaður er alveg
jafn-ósáttur við orðið í þessari
merkingu og bréfritari. Ég hef
reyndar aldrei heyrt eða séð
orðið, en fyrsta hugsun mín
hefði trúlega orðið sú, að annað-
hvort merkti það hestahópur
eða þá sveit, þar sem mikið
væri af (góðum) hestum.
Gamalt „reseft", lagfært að
vísu af manni „úti í bæ“:
Akureyrar Apótek
O.C. Thorarensen
Hafnarstræti hundrað og fjer.
Hristist áður en brúkað er:
Rauðsprettuflök í piparrótarsósu.
Rauðsprettuflök
Heimilishorn
Bergljót Ingólfsdóttir
Oft er fáanleg góð rauðspretta
og fisksalar bjóða þá upp á flakað-
an fískinn, taka þar með af okkur
ómakið. Þegar heil rauðspretta er
matbúin fínnst víst flestum að roð-
ið sé alveg ómissandi. Öðru máli
gegnir með flökin, stundum er
nauðsynlegt að fletta því af þó
mörgum þyki þá illa farið með
góðgæti. Roðið er að sjálfsögðu
látið halda sér ef flökin eru steikt
eða grilluð í heilu. En í uppskriftun-
um sem hér fylgja á eftir eru flök-
in matreidd án roðsins.
Rauðsprettuflök
í góðri sósu
600 g rauðsprettuflök,
1 físksoðsten. + 2 V2 dl vatn,
1 sítrónusneið,
1 msk. smjör,
1 msk. hveiti,
1—IV2 tsk. karrí,
2 msk. sherry (má sleppa),
100 g rækjur eða sveppir,
salt og pipar.
Vatn, soðten. og sítrónusneið
sett í pott og suðan látin koma
upp, flökunum skipt í tvennt eftir
endilöngu og vafín saman, sett út
í soðið og látið sjóða hægt í ca. 7
mín. Fiskurinn tekinn upp ásamt
sítrónu og haldið heitum á meðan
sósan er búin til.
Smjör og hveiti hrært saman og
hrært út í soðið, karrí og sherry
bætt út í og sósan látin sjóða í 4—5
mín. Þá er ijóma bætt út í ásamt
kryddi og meira karrí ef þurfa þyk-
Er líf úti í geimi?
Raunvísindi
Egill Egilsson
Lesandinn kann að hafa séð
þessa spumingu oftar en einu
sinni áður. Víst er hún ekki frum-
leg. En á hinn bóginn eru að
gerast vissir atburðir þessi árin
í stjörriúfræði sem varpa ljósi á
spuminguna. En stjömufræðing-
ar em einmitt þessi árin að greina
ummerki um fyrstu fylgihnetti
utan um aðrar fastastjörnur. Ein-
mitt þar má hugsa sér að líf
þrífíst.
Hvaða efni þarf til?
Öll þekkt fonn lífs nota efnin
kolefni, súrefni, vetni og köfnun-
arefni. Sé litið á alheiminn í
heild, era öll þessi efni á meðal
hinna algengustu. Að svo komnu
era einföldustu lífrænu efnin ekki
aðeins bundin við jörðina, heldur
hafa amínósýrur fundist í loft-
steinum utan úr sólkerfínu.
(Amínósýrar era undirstöðuefni
annarra flóknari lífrænna efna.)
Ein þeirra, glýsín (C2H502N)
hefur fundist í geimþoku úti í
Vetrarbrautinni. Þetta eitt ætti
að nægja til að almennt væri
meir trúað á líf úti í geimnum en
áður.
Hvaða aðstæður þarf til?
í fyrsta lagi þarf hiti að vera
hæfílegur. Líklegt má telja, að
líf byggist m.a. á notkun vatns
í vökvaformi. Þetta setur okkur
það skilyrði að hiti sé ekki allfj-
arri því sem gerist hér á jörð-
inni, hver sem þrýstingur kann
að vera. Að sjálfsögðu leitum vér
þá svarsins á hugsanlegum reiki-
stjörnum (sólkerfum) annarra
fastastjama (sóla).
„Sjást“ þær reikistjörnur?
Það er ekki fyrr en á allra
síðustu áram að hægt hefur ver-
ið að færa sönnur á reikistjöm-
ur, eða a.m.k. efni á hringhreyf-
ingu í kringum næstu reikistjöm-
ur. Væru næstu fastastjömur á
stærð við sól, myndu þær sjást
undir homi sem er um þúsund-
asti hluti úr bogsekúndu. Engin
ljóstæki greina ’nluti sem sjást
undir þessu horni, og fastastjörn-
ur koma aðeins fram í þeim sem
lýsandi punktar. Þeim mun erfið-
ara væri að greina reikistjömur
sem þær era ekki nema brot af
móðurhnettinum að stærð.
Hinsvegar hefur verið sýnt
fram á með öðram aðferðum en
venjulegum ljósfræðilegum, að
efni er að finna í kringum nokkr-
ar af hinum nálægari fastastjöm-
um Vetrarbrautarinnar. Þ. á m.
era stjömumar Vega og Beta-
Pictoris. Fastastjömur myndast
við þéttingu úr skýi af Iausu efni.
Þau líkön sem hafa verið gerð
af myndun fastastjama fela í sér
að hluti efnisins þéttist utan
móðurhnattarins, og mynda
reikistjömur. Reikistjömur era
þannig taldar vera eðlilegir og
algengir „fylgifískar" fasta-
stjama, aðeins séu þær of litlar,
séu þær utan okkar eigin sólkerf-
is til að þær séu greinanlegar. í
okkar vetrarbraut einni saman
eru um eitt hundrað milljarðar
stjama, og hugsanlega tíu millj-
arðar sólkerfa. Áætla má fyölda
reikistjama þar sem líf kæmi til
greina. Sumir stjömufræðingar
hafa áætlað að fy'öldi „heims-
menninga" innan Vetrarbrautar-
innar einnar slagi hátt upp í millj-
ón.
Hvar eru þá þessir
vinir okkar?
Ein algengustu rök gegn Hfí
era að við höfum ekki enn orðið
vör við það. Ef við geram ráð
fyrir að líf breytist almennt í ein-
hvers konar „menningu" með til-
heyrandi tæknikunnáttu, ættum
við að hafa fengið það í heimsókn
eða a.m.k. heyrt frá því merkja-
sendingar.
Það þarf þó ekki svo að vera.
Meginskýringin á því era óraví-
ddir geimsins. Hraðskreiðustu
eldflaugar mannsins til þessa
væra um hundrað þúsund ár að
komast til næstu fastastjörnu.
Og hver segir að þar sé að fínna
reikistjömur, hvað þá líf.
Við ráðum að vísu yfír nógu
öflugum tækjum til að koma út-
varpsmerkjum til þeirra staða
geimsins þar sem líf kann að
vera að finna, en við þyrftum
óneitanlega að bíða lengi eftir
svari. Ef við ætlum að ferðast
til einhverra staða, þarf farar-
tækið að ná veralegum hluta ljós-
hraðans, eða a.m.k. þúsundföld-
um þeim hraða sem hefur náðst
hingað til. Þetta er þó ekki öllu
lengra undan en svo, að vel má
hugsa sér að það verði leyst
tæknilega á næstu öld. Fyrst
þarf þó að leysa hið erfíða tækni-
vandamál að geta látið kjamas-
amrana fara fram hægt og „ró-
lega“, en ekki eins og hingað til,
í vetnissprengjum. Það mál telja
menn almennt að verði leyst
löngu áður en öld er iiðin. Að
öðra leyti nýtir svona geimflaug
ekki annað en venjulega nútima
tækni.
Rauðsprettuflök í góðri sósu.
ir. Fiskurinn, rækjur eða sveppir
sett út í sósuna og hitað með. Góð-
ar kartöflur bornar fram með.
Ætlað fyrir fjóra.
Rauðsprettuf lök í
piparrótarsósu
600 g rauðsprettuflök,
2 tsk. salt,
1 msk. sítrónusafi,
1 msk. smjör eða smjörlíki
1 msk. hveiti,
1 msk. rifín piparrót,
IV2 dl mjólk,
steinselja.
Flökin tekin sundur í miðju eftir
endilöngu, salt og sítrónusafí sett
yfir flökin, þeim rúllað upp og sett
í víðan pott eða pönnu. Sósan er
löguð á eftirfarandi hátt: Smjörið
brætt, hveiti stráð yfír, piparrótin
sett saman við og mjólkin notuð til
að þynna með. Suðan látin koma
upp og síðan hellt yfír fískinn sem
látinn er malla við vægan straum
í 6—8 mín. Steinselju stráð yfír um
leið og borið er fram. Soðnar kart-
öflur og grænmetissalat borið með.
Ætlað fyrir fjóra.
Rauðsprettuflök
í sveppasósu
600 g rauðsprettuflök,
250 g sveppir,
3—4 tómatar,
2 litlir laukar,
50 g smjör,
salt og pipar,
sítrónusafí eða hvítvín.
Sveppimir skomir í sneiðar, lauk-
urinn brytjaður og hýðið tekið af
tómötunum (næst af ef stungið er
augnablik í heitt vatn). Smjörið
brætt í potti, sveppimir settir út í
ásamt lauknum og brytjuðum tóm-
ötum, kiyddað að smekk.
Flokkunum er skipt í tvennt eftir
endilöngu, salti stráð á og þeim
rúllað upp. Rúllumar settar ofan í
sósuna í pottinum, sítrónusafa eða
hvítvíni hellt yfír og fískurinn látinn
malla við vægan straum í 8—10
mín. Soðnar kartöflur eða soðin
hrísgijón borin með. Ætlað fyrir
flóra.