Morgunblaðið - 23.07.1988, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988
Kona í fyrsta skíptí vaJin for-
maður sérsambands innan
sænska Alþýðusambandsins
eftir Pétur Pétursson
Jafnrétti milli kynja hefur lengi
verið á dagskrá innan verkalýðs-
hreyfingarinnar eins og jafnrétti og
braeðralag á breiðum grundvelli. A
hveiju sambandsþingi hafa verið við-
höfð fogur orð um þessar hugsjónir
og hún verið sameiningartákn. Varð-
andi launajafnrétti hefur þessi bar-
átta skilað góðum árangri þótt ekki
séu allir á einu máli um það hvort
takmarkinu sé náð eða ekki. En jafn-
rétti það sem verkalýðsfélögin hafa
á stefnuskrá sinni er sem sagt ekki
takmarkað við launaumslagið. Talað
hefur verið um menningarlegt jafn-
rétti, stjómmálalegt og félagslegt
jafnrétti kynjanna og ýmiss konar
jafnréttisnefndir og ráð hafa nú
árum saman starfað innan verka-
lýðsfélaganna, á vinnustöðum og
stofnunum.
Jafnrétti og „bræðralag“
Á Alþýðusambandsþinginu 1976
var samþykkt: Að verkalýðshreyf-
ingin hvetji konur til að auka þátt
í menntun innan félaganna og að
þser verði látnar sitja í fyrirrúmi og
sérstaklega leitað eftir því að þær
taki þátt í framhaldsnámskeiðum
fyrir starfsmenn félaganna. Þessi
barátta hefur þó ekki náð upp í sjálf-
an toppinn í Alþýðusambandinu. Þar
hafa eingöngu setið karlar og sitja
enn og hið raunverulega „bræðra-
lag“ aðeins náð til helmings mann-
kynsins, þ.e.a.s. karlkynsins. En nú
má segja að þessi barátta hafi skilað
árangri og nú hefur þetta einveldi
verið brotið. Á næsta ári mun kona
taka við völdum í stærsta sérsam-
bandinu innan Alþýðusambandsins
og er þar með komin í lykilhlutverk
innan verkalýðshreyfingarinnar í
heild.
Fjölmennasta
sérsambandið innan
Alþýðusambandsins
Kommunalarbetarförbundet, sem
er samband þeirra innan Alþýðu-
sambandsins sem vinna hjá níci og
sveitarfélögum, er stærsta sérsam-
band innan sænska alþýðusam-
bandsins og telur innan sinna vé-
banda ekki færri en 640 þús. fé-
laga. Langstærsti hluti þeirra eru
konur, eða rétt rúmlega 500 þús-
und. Hvorki þetta sérsamband né
önnur sérsambönd innan Alþýðu-
sambandsins (Landsorganisationen,
LO) hafa haft konu sem formann.
Það má því segja að það hafi verið
kominn tími til breytinga í því karla-
Stíg Malm forseti sænska Alþýðusambandsins fagnar gangastúlkunni Lillemor Arvidsson eftir að hún
var valinn næsti formaður sambands starfsmanna ríkis og bæja (Kommunalarbetarförbundet). Á inn-
felldu myndinni er Sigvard Marjasin sem hefur komið fram sem sterkur verkalýðsleiðtogi af gamla
skólanum í launadeilum starfsmanna ríkis og bæja innan Alþýðusambandsins. Hann lætur af störfum
næsta ár og fer á eftirlaun.
kerfi sem stéttarfélögin eru bæði hér
í landi sem og annars staðar. í Al-
þýðusambandinu (LO) eru milljón
konur og um 1,3 milljónir karla.
Ástandið er nokkuð betra í öðrum
stéttarfélögum. í TCO, samtökum
þeirra sem vinna þjónustu- og skrif-
stofustörf, eru konur einnig í meiri-
hluta. Það hafði á fyrra ári á að
skipa 4 konum sem formönnum sér-
sambanda innan sinna vébanda af
20 slíkum sérsamböndum. í félagi
háskólamenntaðra (SACO/SR) eru
karlar í nokkrum meirihluta en þar
eru 7 af 25 formönnum konur.
Það var því sögulegur atburður
er kona var valin á nýafstöðnu þingi
Kommunalarbetarforbundets í Al-
þýðuhúsinu í Stokkhólmi þar sem
40Ö fulltrúar vorujnættir. Hún verð-
ur eftirmaður Sigvards Maijasins
sem lætur af störfum næsta haust,
en hann hefur verið mjög svipsterk-
ur og ákveðinn í stöðu sinni og tek-
ist á við ríki og bæ sem atvinnurek-
endur í nokkrum mjög mikilvægum
launadeilum undanfarin ár. Eftir-
maður hans verður 45 ára gömul
gangastúlka, Lillemor Arvidsson,
sem hefur um nokkurra ára skeið
gegnt hlutverki varaformanns sam-
bandsins.
Leiðtogi af gamla skólanum
hverfuraf sjónarsviðinu
Maijasin hafði ekki ætlað sér að
láta af embætti þrátt fyrir það að
lög sambandsins kveði á að starfs-
menn þess eigi að víkja eftir að þeir
verða sextugir. Hann hafði undir-
búið breytingatillögu við þessi lög
þar sem gert var ráð fyrir að þessi
aldurstakmörk gætu verið breytileg,
þannig að hann og nokkrir aðrir í
stjóm sambandsins gætu setið
áfram. Bæði yfirstjóm sambandsins
og laganefnd stóðu fyrir þessu fmm-
varpi sem búist var við að gengi í
gegn því stærstu samtökin innan
sambandsins voru höfð með í ráðum.
Það var greinilegt að Maijasin ætl-
aði sér að vera formaður á næsta
sambandsþingi sem haldið verður
eftir 5 ár.
En áform formannsins stóðust
ekki þá stemmniftgu sem var á þing-
inu fýrir breytingum í stjóminni, þó
svo að Maijasin nyti almenns trausts
þingfulltrúa. Margir vom orðnir
óþolinmóðir að bíða eftir að sjá konu
í þessari stöðu og nú kom tækifærið
sem var notað. Þegar til atkvæða-
greiðslu kom var tillagan um breyti-
legan eftirlaunaaldur felld með 295
atkvæðum á móti 131. Þá tók við
val formanns og var Maijasin valinn
einróma, en tryggt var að hann
sæti ekki lengur en eitt og hálft ár.
Þá var valinn eftirmaður hans vegna
þess að næsta þing sambandsins
verður ekki fyrr en að fimm ámm
liðnum eins og áður segir og var
Lillemor þá valin með stómm meiri-
hluta, einnig með miklu lófaklappi
og fagnaðarlátum.
Kerfisbreyting og
ný sjónarmið
Maijasin hefur á sínum tíu ára
ferli verið þekktur fyrir að vera ein-
arður og ósveigjanlegur þegar um
er að ræða launadeilur og hefur
hann á stundum sætt ámælum fyrir
það á meðan átökin hafa staðið yfir
en þessi framgangsmáti hans hefur
yfirleitt styrkt stöðu hans innan
sambandsins eftir á. Hann hefur
einnig beitt þessum ósveigjanleika
þegar um er að ræða að halda utan
um sambandið og neita sérhópum
að skilja sig frá og mynda sjálfstæð
stéttarfélög eða ganga inn í önnur
félög. Hann hefur einnig gengið
hart gegn þeim staðbundnu félögum
sem hafa viljað gera sérsamninga
og farið nýjar leiðir í launabarát-
tunni. Skemmst er að minnast að-
gerða slökkviliðsmanna sem tóku til
sinna ráða vegna óánægju með þá
samninga sem sambandið hafði stað-
ið að fyrir þeirra hönd.
Talið er að ýmislegt breytist þeg-
ar nýi formaðurinn tekur við. Lille-
mor vill skipta ábyrgðinni niður á
fleiri og talið er að hún hafí ekki
eins mikla þörf og forverar hennar
til þess að vera sjálf með töglin og
hagldimar alls staðar. Sambandið
er vel skipulagt kerfí stofnana sem
gengur vel þegar um miðstýrða
samninga og ákvarðanir er' að ræða.
En það hefur komið í ljós á undan-
fömum ámm að þetta skipulag er
að mörgu leyti óhentugt og aukinn
vilji er fyrir því að hin staðbundnu
félög hafi meira að segja til um
samningaviðræður og tilhögun
þeirra og verði sjálfstæðari í samn-
ingum við atvinnurekendur.
Úrelt slagorð
Mörg hinna minni starfsgreinafé-
laga em mjög óánægð með að þurfa
að hlýta miðstýringu varðandi samn-
inga við vinnuveitendur vegna þess
að þeim finnst ekki nægilega tekið
tillit til sérstöðu þeirra við starfsmat
og fleira. Aðstæður em mjög ólíkar
í hinum ýmsu atvinnugreinum, fyrir-
tækjum og stofnunum og einnig eft-
ir landsvæðum. Nýtt viðmiðunar-
kerfi hefur verið samþykkt sem felur
í sér að ekki er til þrautar haldið
fram gömlu stefnu Alþýðusam-
bandsins um sömu laun fyrir sömu
vinnu. Það er ekki lengur hægt að
ganga út frá því að gangastúlka í
Sundsvall fái sömu laun og ganga-
stúlka í Stokkhólmi. Þeir sem fylgja
þessari línu halda því fram að þegar
á heildina sé litið þá sé hægt með
þessu kerfi að hækka rauntekjur
stórra hópa innan sambandsins.
Það ber e.t.v. vott um nýja tíma
varðandi stöðu og hlutverk verka-
lýðsfélaga að þegar jafnréttið nær
upp á toppinn í stéttarsamböndunum
þá skuli gamla slagorðið um sömu
laun fyrir sömu vinnu vera orðið
úrelt.
Höfundur er fréttaritari Morgun-
blaðsins íSvíþjóð.
SKÁLHOLTSHÁTÍÐIN 1988:
Guðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Ólaf-
ur Skúlason, vígslubiskup prédik-
ar. Altarisþjónustu annast sr.
Sigurður Guðmundsson vígslu-
biskup, sr. Guðmundur Óli Ólafs-
son og sr. Sigurður Sigurðarson.
Kór Bústaðakirkju syngur, organ-
isti og söngstjóri Guðni Þ. Guð-
mundsson. Einsöngvari Ingibjörg
Marteinsdóttir. Trompetleikarar
Jón Sigurðsson og Jón Hjaltason.
Samkoma kl. 16.30. Kirkju-
málaráðherra, Jón Sigurðsson,
heldur ræðu. Ingibjörg Marteins-
dóttir syngur verk eftir Hándel
og Bach, orgelleikari Guðni Þ.
Guðmundsson og Daði Kolbeins-
son óboleikari. Hljómeyki syngur
verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson.
ÆSKULÝÐSSAMBAND
REYKJAVÍKURPRÓFASTS-
DÆMIS: Fundur í Neskirkju kl.
20.00. Farið verður í kvikmynda-
hús. Stjórnin.
ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Organisti Ari Agnars-
son. Sr. Ólafur Jens Sigurðsson
messar. Sóknarnefndin.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sr.
Sigurður Pálssón prédikar. Sr.
Lárus Halldórsson þjónar fyrir
Guðspjall dagsins:
Matt.7.: Um falsspámenn
altari. Organisti Jónas Þórir. Sr.
Lárus Halldórsson. Mánudagur
25. júlí: Orgelleikur í kirkjunni kl.
11.30—12.00. Organisti Jónas
Þórir.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guös-
þjónusta kl. 10. Anders Jósefs-
son.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA:Guðs-
þjónusta kl. 11. Organisti Nína
Margrét Grímsdóttir. Sr. Guð-
mundur Karl Ágústsson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl.
11. Einsöngvari Sigrún Þorgeirs-
dóttir. Sr. Jón Bjarman. Þriðju-
dag: Fyrirbænaguðsþjónusta kl.
10.30. Beðið fyrir sjúkum.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Sr. Jón Bjarman.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.
Sr. Arngrímur Jónsson. Kvöld-
bænir og fyrirbænir eru í kirkj-
unni á miðvikudögum kl. 18. Sr.
Arngrímur Jónsson.
HVERAGERÐISKIRKJA: Messa
kl. 14. Sr. Þórarinn Þór prédikar.
Sr. Jón Kr. ísfeld þjónar fyrir alt-
ari. Félag fyrrverandi sóknar-
presta.
KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Þorbergur Krist-
jánsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja
Guðbrands biskups. Guðsþjón-
usta kl. 11. Prestur sr. Sig. Hauk-
ur Guöjónsson. Organisti Jón
Stefánsson. Heitt á könnunni
eftir athöfn. Sóknarnefndin.
LAUGARNESSÓKN: Guðsþjón-
usta í Áskirkju kl. 11. Sr. Árni
Bergur Sigurbjörnsson. Sóknar-
prestur.
NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Orgel- og kórstjórn Reynir
Jónasson. Sr. Guðmundur Óskar
Ólafsson.
Miðvikudag: Fyrirbænamessa kl.
18.20. Sr. Guömundur Óskar
Ólafsson.
SELTJARNARNESKIRKJA:
Bænaguðsþjónusta kl. 11. Um-
sjón Sighvatur Jónasson.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíla-
delfía: Safnaðarsamkoma kl. 14.
Ræðumaður Garðar Ragnars-
son. Almenn samkoma kl. 20.
Ræðumaður Hafliði Kristinsson.
KFUM & KFUK. Samkoma á
Amtmannsstíg 2B kl. 20.30:
Rannsaka mig, Drottinn. Upp-
hafsorð Ölver. Jón Jóhannsson.
Ræða Helgi Hróbjartsson.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn
samkoma kl. 20.30. Hermenn
stjórna og tala.
NÝJA POSTULAKIRKJAN:
Messa á Háaleitisbraut 58—60
kl. 11.
GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Arnfríður Guðmunds-
dóttir prédikar. Svala Nielsen
syngur. Organisti Gunnar Gunn-
arsson. Sr. Bragi Friðriksson.
H AFN ARFJ ARÐARKIRKJ A:
Morgunsöngur kl. 11. Organisti
Helgi Bragason. Sr. Gunnþór
Ingason.
INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA:
Guðsþjónusta kl. 9.30. Kór
Keflavíkurkirkju syngur. Organ-
isti og stjórnandi Örn Falkner.
Ath. breyttan messutíma. Sr.
Ólafur Oddur Jónsson.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Kór Keflavíkurkirkju
syngur. Organisti og stjórnandi
Órn Falkner. Sóknarprestur.
BORGARPRESTAKALL: Messa í
Borgarneskirkju kl. 11. Messa í
Akrakirkju kl. 14. Og messa í
, Áftártungukirkju kl. 16. Sóknar-
prestur.