Morgunblaðið - 23.07.1988, Page 22

Morgunblaðið - 23.07.1988, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988 Ráðstefna um málefni norðurheimskautssvæða: Þörfin fyrir ýtarlegi’i rann- sóknir og samstarf er brýn - segir Franklyn Griffith prófessor í alþjóðastjórnmálum Á HÓTEL Örk í Hveragerði þinga þessa dagana fjórtán emb- ættis- og fræðimenn frá átta þjóðlöndum sem eiga sameigin- legan áhuga á málefnum norður- heimskautssins. Þessi hópur hitt- ist nú fyrsta sinni. Verkefni fundarins er að móta áætlun um rannsóknir á norðurslóðum sem eiga að varpa ljósi á þau vanda- mál sem við er að etja í þessum heimshluta. „Fundurinn er óformlegur og við komum hing- að sem einstaklingar, ekki full- trúar rikisstjórna eða stofnana. Sóknin inn á norðurslóðir verður sífellt meiri og breytingarnar sem fylgja í kjölfarið byltingar- kenndar. Þörfin fyrir nánara samstarf og rannsóknir á þessu sviði er mjög brýn,“ sagði Frank- lyn Griffith prófessor í alþjóða- stjórnmálum við háskólann í Tor- onto og annar aðalhvatamanna ráðstefnunnar. Af hálfu íslendinga situr Gunnar Gunnarsson stjórnmálafræðingur ráðstefnuna. Hópinn mynda sér- fræðingar frá Bandaríkjunum, Kanda, Sovétríkjunum og Norður- löndunum fimm. Ráðstefnan er skipulögð af Franklyn Griffíth og starfsbróður hans Oran Young sem er sérfræðingur í alþjóðastjóm- málum við Dartmouth-háskólann í Bandaríkjunum. Þeir höfðu for- göngu um að afla styrkjar til verk- efnisins hjá rannsóknarstofnun í Chicago. Verkefnið hefur mætt miklum skilningi og þegar er búið að fjármagna fundi hópsins næstu árin, að sögn Gunnars. Nýjar aðstæður kalla á ferskar hugmyndir „Viðhorf okkar til norðurheim- skautsins hefur gengið sér til húð- ar. Þær öru breytingar sem eiga sér stað kalla á nýjan hugsunarhátt og ferskar hugmyndir. Það hvílir mikil og sameiginleg ábyrgð á þeim ríkjum sem eiga lönd á norðurslóð- um að bregðast við breyttum efna- hagslegum og félagslegum aðstæð- um,“ sagði Oran Young. „Áhrifín af vaxandi hemaðarum- svifum og aukinni sókn í auðlindir verða ekki séð fyrir. Vistkerfí norð- urheimskautsins er ákaflega við- kvæmt og þau spjöll sem þar eru unnin mást aldrei burt. Því er mikil- vægt að menn fari sér hægt og kanni hlutina til hlítar." Verðfall á gasi og olíu síðastlið- inn áratug leiddi til þess að olíuleit á norðurslóðum varð minni en margir höfðu spáð. Griffíth kvað þetta tímabundið ástand. Þegar orkuverð á heimsmarkaði hækkaði að nýju myndu olíufyrirtækin sækja af fram af fullum þunga á þessu svæði. Flutningur á eldsneyti frá lindum á norðurhjara væri gífurlegt vandamál. Miklar framkvæmdir og auknar samgöngur byltu lífí frum- byggja á þessum slóðum. Hætta væri á mengun eða slysum við meðferð þessara efna og afleiðing- arnar gætu orðið mjög alvarlegar. Þurfum að skoða alla þætti í samhengi „Við þurfum að fyrirbyggja óhöpp og leysa vandamálin áður en þau koma upp. Þegar á hólminn er komið er of seint að setjast niður og hugsa málið upp á nýtt. Nú er rétti tíminn," sagði Griffíth. „í þessu efni stoðar lítið að vera sér- fræðingur á einu sviði. Við þurfum að skoða alla þætti í samhengi til þess að geta mótað heildarstefnu. “ Ein af mörgum ástæðum þess hversu náttúra norðurskautsins er viðkvæm fyrir mengun er lítil úr- koma. Skaðleg efni skolast ekki burt heldur setjast fyrir og hlaðast upp í umhverfinu. Young benti á að loftmengun yfír norðurpólnum væri orðin svo mikil að veðurfræð- ingar töluðu um viðvarandi móðu, „the artic haze“. Þá hleðst koltví- sýringur upp í andrúmsloftinu og stuðlar að eyðingu ósonlagsins. Þetta hefur svo aftur áhrif á veðra- kerfi á norðurhveli. Öryggismál verða í brennidepli þessa samstarfshóps. Hemaðarum- svif í norðurhöfum hafa farið vax- andi og norðurskautið er mikilvæg siglingaleið skipa og kafbáta. Stór- veldin hafa tekið fyrsta skrefíð í átt til kjamorkuafvopnunar, en að- spurður sagði Young að menn væm ekki á eitt sáttir um áhrif hennar á þróun mála í þessum heimshluta. „Ef stórveldin ná samkomulagi um fækkun langdrægra kjamorku- vopna getur brugðið til beggja vona. Vígvæðing í höfunum gæti aukist og hlutverk kafbáta orðið mun mik- ilvægara. Það eru margir sam- verkandi þættir sem ákvarða hem- aðarlegt mikilvægi þessa svæðis,“ sagði Young. Tillit tekið til skoðanna og réttinda frumbyggja „Tæknimenningin hefur rofið einangrun fmmbyggja á norður- slóðum og gjörbylt lífi þeirra á skömmum tíma. Þessar öm breyt- ingar valda félagslegan vanda og margir vísindamenn spyija sig hvort ekki hafí verið hætt á tæp- asta vað,“ sagði Griffíth. „fbúar þessara svæða telja að örlög þeirra séu í hendi ráðamanna sem hafa lítinn eða engan skilning á aðstæð- um. í þessari umræðu er nauðsynlegt að taka tillit til sjónarmiða fmm- byggjanna og tryggja sjálfsákvörð- unarrétt þeirra. Farsælasta stefnan yrði eflaust sú að minnka miðstýr- ingu og veita þeim aukið sjálf- stæði, en það þýðir að ríkisstjórnir þurfa að láta völd af hendi,“ sagði Griffíth. „Það má hugsa sér að þessi svæði verði vemduð eins og þjóðgarður. En þar með er ekki sagt að hags- munir íbúanna verði tryggðir. Við þekkjum dæmi þess að aðgerðir til náttúmvemdar, svo sem friðun dýrategunda, hafí kippt fótunum undan lífsafkomu fmmbyggjanna,“ sagði Young. „Það er einstakt í sögunni að eitt heimssvæði sé á þennan hátt í brennidepli, en takist okkur að leysa þessi margþættu vandamál á sviði náttúruvemdar, efnahags og sam- félagsmála væri ugglaust hægt að draga af því lærdóm sem nýst get- ur í öðmm heimshlutum." Þeir Griffith lögðu áherslu á að hópurinn starfaði sjálfstætt, óháð stjómvöldum og hefðu meðlimir hans ólíkar skoðanir á málefninu. „Við viljum eiga frumkvæði að rannsóknum, sem geta varpað ljósi á þá kosti sem stjómvöld standa frammi fyrir. Sjónarmiðið hefur til þessa verið of þröngt, en með vísýni ætti að vera hægt að fyrirbyggja mistök. Þessi hópur mun láta í sér heyra og við trúum því að eftir skoðunum okkar verði hlustað," sagði Young. ísland leikur Iykilhlut- verk í áætlunum NATO Melvin Conant vann að rann- sóknum á sviði alþjóðastjómmála fyrir Bandaríkjaher á ámnum eftir síðustu heimstyíjuöld. Hann réðst síðar til olíufélagsins Standard Oil og vann í þijá áratugi við upplýs- Morgunblaðið/Þorkell „Það hvílir mikil og sameiginleg ábyrgð á þeim ríkjum sem eiga lönd á norðurslóðum að bregðast við breyttum efnahagslegum og félagslegum aðstæðum," sagði Oran Young, prófessor í alþjóða- stjórnmálum við Dartmouth- háskólann. ingaöflun um allan heim fyrir stjómendur þess. í tíð Ford forseta var Conant kvaddur sem ráðgjafi í Hvíta húsið. Fyrir nokkrum árum stofnaði hann ráðgjafarfyrirtæki sem selur þjónustu sína stórfyrir- tækjum og ríkisstjómum víða um heim. „Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á málefnum norðurheim- skautsins sérstaklega því sem lýtur að eldsneytisöflun og öryggismálum á þessu svæði," sagði Conant. „Undanfama áratugi höfum við orðið vitni að hervæðingu í norður- höfum sem enginn sér fyrir endann á. Þetta svæði er frá sjónarhóli öryggismála eitt hið mikilvægasta í veröldinni. Þar leikur ísland lykil- hlutverk, sem er ekki sambærilegt við stöðu neins landssvæðis í heim- inum. Atlantshafsbandalagið legg- Breskur og bandarískur kafbátur f norðurhöfum. Morgunblaðið/Þorkell „Við þurfum að fyrirbyggja óhöpp og leysa vandamálin áður en þau koma upp. Þegar á hólm- inn er komið er of seint að setj- ast niður og hugsa málið upp á nýtt. Nú er rétti tíminn," sagði Franklyn Griffith prófessor í al- þjóðastjórnmálum við háskólann í Toronto. ur eftirlit með GIUK-hliðinu til grundvallar í vamaráætlunum sínum og engin vafi leikur á að yfírstjóm bandalagsins verður að vera tilbúin að leggja allt í sölumar til að tryggja sér traust og stuðning íslenskra stjómvalda við fram- kvæmd hennar.“ Hulunni svipt af kaf- bátum undir ísnum Conant benti á að kafbátar þyrftu ekki lengur að sigla yfir norðurheimskautið til þess að kom- ast í skotfæri við Bandaríkin eða hvar sem er í norðurhöfum hæft skotmörk á Atlantshafsströnd Bandaríkjanna svo dæmi væri nefnt. „Það eru einkum tvö atriði sem huga verður að í þessu sambandi. Kafbátamir hafa til þessa haft skjól af íshellunni og heita má að norður- póllinn sé eini staðurinn þar sem þeir geta leynst. Bæði stórveldin þróa nú tækni til þess að svipta þessari hulu af, þannig að hægt verði að fylgjast með kafbátaferð- um undir ísnum. Næsti áratugur mun einkennast af kapphlaupi um það hvor aðilinn verður fyrri til að fullkomna þessa tækni. Þá er líklegt að kafbátar muni í framtíðinni geta hæft hvaða skot- mark sem er nánast hvaðan sem er. Þessi atriði verða eflaust tekin inn í myndina í viðræðum stórveld- anna, þannig að ógjömingur er að segja fyrir um hvaða stefnu örygg- ismál þessa heimshluta taka,“ sagði Conant. Mildi að slys hafi ekki orðið við olíuvinnslu Conant sagði að olíuleit í norður- héruðum Kanada og Alaska hefði ekki borið þann árangur sem vænst var. Þessar rannsóknir hafi nú stað- ið yfír í þijá áratugi en undanfarin tuttugu ár hafí engar nýjar olíulind- ir verið uppgötvaðar. „Hér hefur langur tími og gífur- legir fjármunir farið til spillis. Von- brigðin hafa verið mikil og menn eru hræddir við að endurtaka sömu mistökin.“ Conant nefndi sem dæmi olíulind nyrst í Alaska sem nefnd hefur verið „Muckluck“. Þetta er að líkindum dýrasta borhola í ver- öldinni, kostaði hátt á þriðja millj- arð bandaríkjadala eða 140 millj- arða íslenskra króna. Borholan gef- ur ekkert af sér í dag. „Við höfum verið ákaflega hepp- in og engin stórslys hafa orðið við olíuboranir á norðurslóðum. í raun er ótrúlegt að ekkert hafi komið upp á. Eitt slys á borð við það sem varð á borpalli í Norðursjónum á dögunum eða alvarlegur olíuleki myndi valda hræðilegum skaða á vistkerfínu ef það gerðist á norður- hjara. Jafnvel þeir sem leggja mælistiku gróðans á alla hluti gera sér grein fyrir því að slík óhöpp draga dilk á eftir sér. Almenningsálitið snérist gegn þeim sem bæri ábyrgð á slíku slysi. Olíufélögin hafa tekið þennan þátt með í reikninginn, sem aftur veldur því að miklu dýrara er að vinna olíu á þessum slóðum en ann- arsstaðar. Markmiðið er ekki aöeins að tryggja fjárfestinguna heldur einnig að vemda umhverfíð." Eitt slys legði efnahag íslendinga í rúst Conant sagði að íslendingar yrðu að hafa vakandi auga með olíubor- unum og flutningi eldsneytis um- hverfís landið. Stór olíuskip væru nú gjarnan skráð í löndum þar sem kröfur væru minni og eftirlit slak- ara. Hann benti á að hingað sigldu Morgunblaðið/Þorkell „NATO leggur eftirlit með GIUK-hliðinu til grundvallar í varnaráætlunum sinum... yfir- stjórn bandalagsins verður að vera tilbúin að leggja allt í söl- urnar til að tryggja sér traust og stuðning íslenskra stjórnvalda við framkvæmd hennar," sagði Melvin Conant, sem rekur ráð- gjafafj'rirtæki á alþjóðavett- vangi reglulega sovésk olíuskip, en lítið væri vitað um þær kröfur sem til þeirra væru gerðar. „Afkoma ykkar byggist á físk- veiðum og eitt slys gæti lagt efna- hagslífið í rúst. Það þyrfti ekki að gerast í grennd við Island, því allt vistkerfíð er samþætt og ástand hrygningarsvæða, hafstraumar og margbrotin fæðukerfí hafa áhrif á vöxt fískistofnanna við landið. Það er því full þörf á því að íslendingar hugi að þessum málum og beiti áhrifum sínum á alþjóða vettvangi, þar sem ákvarðanir eru teknar um þessi mál.“ Hann sagði ólíklegt að lítil þjóð eins og íslendingar gæti haft ávinn- ing af olíuvinnslu í náinni framtíð. Ef hægt væri að anna eftirspum innanlands gæti spamaður þjóðar- búsins vissulega orðið mikill, en framleiðsla í heiminum í dag væri þegar umfram eftirspurn og sölu- horfur því ekki vænlegar. „Olíuríkin framleiða um 15 millj- ónir tunna á dag umfram eftir- spum. Olíuvinnsla á norðurslóðum er margfallt dýrari en annarstaðar í heiminum. Ef við miðum við dýr- ustu olíulindir Bandaríkjamanna má áætla að kostnaður við fram- leiðslu hverrar tunnu verði 9-10 dalir [400-450 krónur], en á sama tíma er hægt að framleiða eina tunnu í Mið-Austurlöndum fyrir 25 sent [11 krónur]. íslendingar hafa nýtt jarðhita í mun meiri mæli en aðrar þjóðir, en kostir hans umfram aðra orkugjafa em ótvíræðir. Hvergi í heiminum má fínna jafn mikla þekkingu á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.