Morgunblaðið - 23.07.1988, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988
27
Pakistan:
Stj ómarandstæðing-
ar snúa bökum saman
Karachi, Pakistan. Reuter.
Stjórnarandstöðuflokkar í
Pakistan velta því nú fyrir sér
hvemig þeir skuli bregðast við
þeirri ákvörðun Zia-ul-Haqs for-
seta landsins að banna þeim að
bjóða fram í þingkosningum í
nóvémber. Benazir Bhutto,
stjórnarandstöðuleiðtogi, safn-
aði öðram úr stjórnarandstöð-
unni á fund i gær til að ákveða
SAMEINUÐU þjóðirnar fóru
þess á leit við aðildarriki sín í
gær að 42 milljónir dollara (tæp-
lega tveimur milljörðum
íslenskra króna) yrði veitt til
hjálpar flóttafólki í Afríkuríkj-
unum Eþiópíu og Malavi.'
Að sögn talsmanns SÞ er áætlað
að tæplega helmingur fjárins renni
til sómalskra flóttamanna sem flúið
hafa til Eþíópíu undan innanlandsá-
tökum í Sómalíu. Stærstur hluti
upphæðarinnar rennur til kaupa á
matvælum en einnig er skortur á
hvernig bregðast skyldi við þess-
um tiðindum.
Zia tilkynnti í gær að stjórn-
málaflokkum yrði ekki leyft að stilla
upp frambjóðendum og þeir mættu
einungis styðja ákveðna einstakl-
inga. Daginn áður hafði Zia sagt
að óhentugt væri að kjósa 27. ágúst
eins og stjórnarskráin kveður á um
heldur skyldi gengið til atkvæða
teppum, fötum, vatni og húsaskjóli
þar sem flóttamennimir hafast við,
rétt austan við bæinn Jijiga í
Eþíópíu.
Hinn helmingur peninganna á að
renna til hjálpar flóttamönnum frá
Mósambík sem hafast við í Malaví.
Þeir tóku að streyma til Malaví
fyrir tæpu ári þegar átök blossuðu
upp á milli ríkisstjómar og skæm-
liðahreyfíngar í Mósambík.
SÞ hafa áður farið þess á leit
að flóttamönnum í Malaví verði
veitt aðstoð en síðan þá hefur þörf-
in aukist til muna.
16. nóvember. Þessar ákvarðanir
forsetans hafa verið gagnrýndar
harðlega af stjómarandstöðunni.
„Zia hefur landið að leiksoppi og
það getum við ekki liðið,“ sagði
Mairaj Mohammad Khan, formaður
Quami Mohaz-i-Azadi, eins af
smærri flokkunum í stjórnarand-
stöðunni, Hreyfingu fyrir endur-
vakningu lýðræðis (MRD). Sumir
fundarmanna hjá Benazir Bhutto
sögðu að reynandi væri að leggja
málið fyrir hæstarétt landsins.
Mushahid Hussain, fyrmrn rit-
sjóri óháðs dagblaðs í Pakistan,
skýrir ákvörðun Zias á þann veg
að hann vilji veikja stöðu stjómar-
andstöðunnar svo hann eigi auð-
veldar með að hafa áhrif á hið ný-
kjöma þjóðþing. Hann telji sig þá
geta valið forsætisráðherra að eigin
vild. Hussain gagmýndi einnig nýtt
fyrirkomulag varðandi framkvæmd
kosninganna. Hingað til hefur hver
flokkur haft sitt tákn á kjörseðlin-
um vegna þess að metra en tveir
þriðju hlutar landsmanna em ólæs-
ir. Til dæmis er spjótið tákn Þjóðar-
flokks Pakistans (PPP), flokks
Benazir Bhutto. Nú hefur hins veg-
ar verið ákveðið að tákna nöfn
flokkanna með bókstöfum og er það
talið geta valdið miklum mglingi.
## Reufcer
Olkær
eiturslanga
Ástralski þjóðgarðsvörðurinn
Ian Cawood heldur hér á 1,7
metra langri eiturslöngu, sem
fannst heldur illa á sig koinin.
Hafði hún líklega verið að lepja
upp leifamar í bjórdós en gat
síðan ekki losað sig við hana.
Hún var að sjálfsögðu fegin að
losna við þetta óþægilega höf-
uðfat en fékk þó ekki að fara
fijáls ferða sinna, heldur var
henni komið fyrir í dýragarði.
Kýpur:
Kýpur-
leiðtogar
funda í
New York
Sameinuðu þjóðirnar. Reufcer.
LEIÐTOGAR tyrkneska- og
grískahlutans á Kýpur hafa
orðið við beiðni aðalritara Sam-
einuðu þjóðanna að funda um
innanlandsmál á Kýpur. Fund-
urinn mun fara fram 24. ágúst
í aðalstöðvum Sameinuðu þjóð-
anna í New York.
Þetta kom fram í tilkynningu
aðalritara Sameinuðu þjóðanna,
Javier Perez de Cuellar, í gær.
Þess má geta að þetta er ekki
í fyrsta skipti sem Sameinuðu
þjóðimar hafa afskipti af deilum
á Kýpur því eftir borgarastyijold
í landinu árið 1964 vom sveitir
Sameinuðu þjóðanna sendar til
eyjanna.
Tíu ámm seinna komust Tyrkir
til valda í norðurhluta landsins.
Árið 1983 lýstu þeir yfir sjálf-
stæðu tyrknesku ríki á Kýpur.
Tyrkir einir viðurkenndu þetta
ríki.
Sameinuðu þjóðirnar:
Hjálp til flóttafólks
Genf. Reufcer.
Landsfundi Demókrataflokksins lokið í Bandaríkjunum
Reuter
Dukakis er talinn hafa bætt stöðu sína verulega í baráttunni gegn George Bush, frambjóðanda repú-
blikana. Á myndinni sjást Dukakis (t.h.) og Bentsen í hópi fagnandi landsfundargesta í Atlanta.
Ræða Dukakis:
Ákaft höfðað tilmiðju-
manna meðal kjósenda
Atlanta, Bandarfkjunum. Reuter.
MICHAEL Dukakis, forsetafram-
bjóðandi demókrata við kosning-
arnar í Bandarikjunum í nóvem-
ber, hvatti menn til dugnaðar og
baráttu fyrir bandarískum hug-
sjónum i ræðu sinni á landsfund-
inum á fimmtudagskvöld. Dukak-
is sagði kominn tíma til að menn
lyftu á ný merki þeirra Kennedys
og Johnsons frá sjöunda áratugn-
um. Blökkumannaleiðtoginn
Jesse Jackson, sem keppti við
Dukakis um útnefningu Demó-
krataflokksins, hvatti í gær stuðn-
ingsmenn sína til að styðja fram-
boð Dukakis og Bentsens, vara-
forsetaefnis flokksins. Sagði
Jackson að blökkumenn hefðu nú
öðlast meiri virðingu og nýtt hlut-
verk sem síðar yrðu til að fleyta
blökkumanni inn í Hvíta húsið.
Bjartsýni var einkennandi í mál-
flutningi Dukakis á landsfundinum
á fimmtudagskvöld. Það er einnig
ljóst að honum er mikið í mun að
hrista af flokknum það orð að demó-
kratar séu menn sem vilji hækka
skatta og séu eyðslusamir á al-
mannafé, veikir í hnjáliðunum er
þeir standi andspænis Sovétmönnum
og svartsýnir á framtíð Banda-
ríkjanna. í ræðu sinni talaði Dukak-
is spænsku er hann minntist á Willie
Velasquez, sem barðist fyrir því með
góðum árangri að fá spænskumæl-
andi kjósendur til að komast á kjör-
skrá og taka virkan þátt í stjóm-
málum.
„Eins og við demókratar trúum
því að engin takmörk séu fyrir því
hvað sérhver borgari geti gert þá
trúum við því að getu Bandaríkjanna
séu heldur engin takmörk sett,"
sagði Dukakis. Hann sagði einnig
að tími væri kominn til að velta því
fyrir sér hvers vegna ríkið hefði
safnað meiri skuldum á síðastliðnum
átta árum en næstu 200 ár þar á
undan. Mesta hætta sem ógnaði
Bandaríkjunum væri ekki stjóm
sandinista í Nicaragua heldur fíkni-
efnin sen streymdu inn í landið og
sködduðu bandarísk börn. Kosning-
amar myndu ekki snúast um hug-
myndafræði heldur um hæfileika,
ekki um merkimiða heldur bandarísk
gildi. Gömul gildi eins og áreiðan-
leika, ábyrgðartilfinningu og sann-
leiksást.
„Ég er hreykinn af því hvemig
við tókum framfömm en jafnvel enn
hreyknari af því hvemig við fómm
að því - með því að vinna saman,
hafna engum og taka öllum opnum
örmum, hvort sem þeir vom athafna-
menn eða launþegar, kennarar,
stjórnmálamenn eða venjulegir borg-
arar. Allir deildu ábyrgðinni, skipt-
ust á skoðunum, treystu framtíð-
inni.“
Viðbrögð Sovétmanna:
Utanr íkisstefnu
Dukakis hrósað
Moskvu. Reuter.
MÁLGAGN sovéska kommún-
istaflokksins, Pravda, sagði í gær
að tímabil eindreginnar hægri
stefnu væri senn á enda í Banda-
ríkjunum og bandarískir kjós-
endur vildu nú leggja áherslu á
friðsamlega uppbyggingu en
ekki vígbúnaðarkapphlaup. Um
Dukakis sagði blaðið að hann
væri allvel greindur og var
stefnu hans í utanríkismálum
hrósað. Hins vegar var sagt að
hann ætti útnefningu sína að
miklu leyti heppni að þakka.
Blaðið sagði að brotthvarf Gary
Harts úr prófkjörsslagnum hefði
komið sér afar vel fyrir Dukakis.
Einnig sagði að demókratar þætt-
ust nú eygja sigur í forsetakosning-
um í fyrsta sinn um langa hríð og
hefði það komið greinilega í ljós á
landsfíindinum; fulltrúamir hefðu
beinlínis verið sem ölvaðir af sigur-
vonum. Of snemmt væri þó að slá
því föstu. að Dukakis myndi sigra
George Bush, frambjóðanada repú-
blikana, í nóvember.
Pravda sagði að Dukakis styddi
slökunarstefnu þá sem Reagan hef-
ur tekið upp gagnvart Sovétríkjun-
um en fór ekki nánar út í þá sálma.
Dukakis væri hins vegar ósammála
forsetanum varðandi málefni Mið-
Ameríku. Um stuðning Dukakis við
ísrael sagði að líklegasta ástæðán
væri „hrikalegur fjárstuðningur frá
gyðingum af borgarastétt við flokk
demókrata." Blaðið sagði að Duk-
akis myndi reynast erfitt að fá
Vestur-Evrópumenn til að auka
framlög til hefðbundinna vopna þar
sem vitað væri að slík vopn væru
mun dýrari en kjamorkuvopn.
Sovéska fréttastofan TASS
skýrði frá því að tveir fulltrúar frá
Sovétríkjunum hefðu verið við-
staddir landsfund demókrata og
mun það í fyrsta sinn sem slíkt
gerist.
Michael Dukakis og Lloyd Bentsen taka við hyllingu fulltrúa á lands-
fundinum ásamt eiginkonum sínum.
L