Morgunblaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Eftirlit með mat- vælaframleiðslu Fyrri hluta árs 1987 kom upp matareitrun í Búðar- dal, sem vakti bæði áhyggjur og umtal. Staðfest var, að 51 einstaklingur hefði sýkst áf matareitrun og af þeim þurftu fímm að leggjast inn á sjúkra- hús. Tveir voru alvarlega veikir og annar þeirra í lífshættu. Þessi matareitrun var rakin til kjúklinga. Fyrir nokkrum dögum var kynnt álit nefndar, sem starf- aði á vegum heilbrigðisráðu- neytisins, um salmonella-sýk- ingu og rannsakaði hún m.a. sérstaklega_ matareitrunina í Búðardal. í skýrslu nefndar þessarar kemur m.a. fram, að skipulegt heilbrigðis- og fram- leiðslueftirlit sé nánast ekkert í landinu og heilbrigðisskoðun í sláturhúsum sé ábótavant. Sýklarannsóknir séu ekki nægilegar, en þær hljóti að vera forsenda þess, að hægt sé að halda uppi eftirliti. Nefndin lýsir þeirri skoðun, að setja þurfi ný lög um mat- vælaframleiðslu og eftirlit, þar sem verði skýr ákvæði um þekkingu og ábyrgð þeirra, sem vinna að matvælaframleiðslu. Lagt er til, að fyrirtækjum í matvælaframleiðslu verði gert skylt að hafa í þjónustu sinni matvælafræðinga eða aðra kunnáttumenn. Þá kemur sú skoðun fram í þessu nefndaráliti að taka verði upp skipulegt eftirlit, sem felist fyrst og fremst í rannsókn á heilbrigði eldisfugla þegar þeir koma í hús og reglulegu eftir- liti þaðan í frá. Setja beri regl- ur um alifuglaeldi, um húsa- kynni, tæki og annan búnað, umhverfí, frárennsli og með- ferð úrgangs. Þetta nefndarálit hlýtur að vekja athygli. I fyrsta lagi sýn- ir matareitrunin í Bú'ðardal, að úrbóta er þörf, svo að vægt sé til orða tekið. í annan stað hafa neytendur áreiðanlega verið þeirrar skoðunar, að það eftirlit og aðhald, sem nefndin telur nauðsynlegt að taka upp, væri til staðar. Niðurstaða nefndarinnar bendir hins vegar til þess, að eftirlit með mat- vælaframleiðslu sé nánast í molum. Hvemig má þetta vera? Við íslendingar lifum á því að framieiða matvæli fyrir aðra. Niðurstaða opinberrar nefndar er sú, að á þessu tiltekna sviði a.m.k. sé skipulagt heilbrigðis- og framleiðslueftirlit nánast ekkert! í velmegunarríkjunum hafa vandamál vegna sýkingar eða mengunar í mat verið vaxandi. Mörg sláandi dæmi hafa komið fram um þetta á undanfömum árum, ekki sízt í Bandaríkjun- um, þar sem algengt er að setja alls kyns efni i mat. Sérfræð- ingar vestan hafs lýstu þeirri skoðun fyrir nokkrum árum, að sýking og mengun í mat yrði eitt helzta vandamálið á næstu áratugum. Við íslend- ingar erum byrjaðir að kynnast þessum vanda. Hér skal staðhæft, að al- mennt hefur fólk verið þeirrar skoðunar, að eftirlit með mat- vælaframleiðslu væri mjög full- komið hér og þess vegna ekk- ert að óttast. Niðurstaða nefnd- ar heilbrigðisráðuneytisins bendir eindregið til þess, að langt sé frá því, að þetta eftir- lit sé fullnægjandi. Það skiptir því miklu máli, að heilbrigðis- ráðherra og aðrir stjómendur heilbrigðismála taki þetta vandamál föstum tökum. Ella getum við búizt við því, að fleiri tilvik af sama tagi og í Búðardal komi upp. Hreinsun í ríkis- kerfinu Fjármálaráðherra kveðst ætla að hreinsa til í ríki- skerfinu. Hann segir, að sér- stök athugun standi yfír á stöðu þeirra ríkisfyrirtækja, sem reglulega fari fram úr fjár- veitingum á fjárlögum. Þetta eru ánægjuleg tíðindi. Það er engin spurning um það, að í ríkisrekstrinum sjálfum hefur mikil sóun á almannafé átt sér stað árum og áratugum saman. Það er verkefni fjármálaráð- herra á hverjum tíma og t.d. þeirra alþingismanna, sem sitja í stjómum og nefndum, að gegna trúnaðarskyidu við al- menning með því að beita ströngu aðhaldi í rekstri ríkis- fyrirtækja. Væntanlega lætur ráðherrann ekki staðar numið við nokkur fyrirtæki. Það er ekki síður ástæða til að skoða rækilega útgjöld ráðuneytanna sjálfra. Nemendum framhalc mun fjölga verulega Margir hafa þurft frá að hverfa í Reykjavík FLEIRI hafa sótt um inngöngu í framhaldsskóla landsins á næsta -vetri en undanfarin ár. Fjölmörgum umsækjendum hefur verið vísað frá framhaldsskólum í Reykjavík, sem allir verða fullsetnir í haust. Flestir hafa þurft frá að hverfa i Breiðholti, þar sóttu átta hundruð manns um fjölbrautarskólavist, en aðeins helmingur hópsins fær inni. Skólamenn nefna tvær meginskýringar á fleiri umsóknum nú en að undanförnu: Stóran árgang fólks sem lauk grunnskólanámi síðastliðið vor og skattlausa árið svokallaða í fyrra. Samkvæmt tölum Hagstofunnar fæddust tæplega 4.500 einstakling- ar 1972 og er árgangurinn einn sá stærsti síðan 1966. I menntamála- ráðuneytinu fengust þær upplýsing- ar að um 3.5Ó0 nemendur hafi ver- ið skráðir í samræmd próf í vetur sem leið og gert væri ráð fyrir að 75% þeirra hafi náð .prófunum. Endanlegar tölur um fjölda grunn- skólanema sem luku námi í níunda bekk og fjölda umsókna um fram- haldsskólavist liggja ekki fyrir fyrr en í haust. Morgunblaðið spurðist fyrir um innritun í nokkrum fram- haldsskólum. Nærri 450 manns sóttu um skóla- vist í Menntaskólanum við Hamrahlíð, ætlunin var að taka á móti 150 nýnemum en ákveðið að hafa þá 180. Að sögn Ömólfs Thorlacius, rektors, eru þetta óvenju margar umsóknir þótt yfir- leitt hafi reynst óhjákvæmilegt að synja fjölmörgum um skólavist. Örnólfur telur ástæður fleiri um- sókna nú en endranær vera stóran árgang og þróun í þá átt að æ fleiri fari í frekara nám að loknum grunnskóla. Segir hann að ung- menni úr hvérfinu hafi gengið fyrir um skólavist, en skólinn leitist allt- af við að taka á móti fólki sem dvalið hefur erlendis og æskir þess að fá nám þaðan metið að ein- hverju marki. Þá sé jafnan reynt að veita fólki utan af landi inn- göngu í skólann. Yfir 800 manns æsktu inngöngu í Fjölbrautarskólann í Breiðholti næsta haust, en vísa þurfti rúmlega 400 umsækjendum frá. Að sögn Kristínar Arnalds, skplameistara, ganga Breiðholts- og Árbæjarbúar fyrir um skólavist. Þegar velja þurfti nemendur í skólann hafi ver- ið miðað við val á námsgreinum með það fyrir augum að dreifa fólki á sjö svið skólans. Kristín telur að aukna aðsókn megi rekja til fjöl- menns árgangs, vaxandi vinsælda skólans og að einhveiju leyti til skattlausa ársins sem leið. Nemendum sem hefja nám í Menntaskólanum í Reykjavík fíölg- ar um fimmtíu á hausti komanda, tveir bekkir nýnema bætast við. Að sögn Guðna Guðmundssonar, rektors, verða í vetur 275 nemend- ur í þriðja bekk skólans eða á fyrsta' ári. Guðni segir milli tíu og tuttugu manns vera á biðlista en einhveijir þeirra eigi vísan stað í öðrum skól- um. Allir dreifbýlismenn sem sæki um skólavist fái inni samkvæmt hefð og nú telji þeir um tvo tugi. Telur Guðni aukna námsgleði skýr- ast af því, auk stærðar árgangsins, að einhveijir hafi frestað fram- haldsnámi um eitt ár í fyrra og farið að vinna vegna skattleysisins. Þetta fólk skili sér í haust. Hef komist í náin tengsl við náttúru landsins ÁHEITAGANGA Leifs Leópolds- sonar yfir hálendið endilangt gengur samkvæmt áætlun. Hann er nú staddur i leitarmannakofa á Arnarvatnsheiði en Vaskur hundur hans varð svo sárfættur að skilja þurfti hann eftir í Herðubreiðarlindum. Leifur hef- ur því gengið stóran hluta leiðar- innar einn og er að eigin sögn orðinn mjög einmana. Gangan er liður í fjáröflun Krýsuvíkursam- takanna í átaki til hjálpar ungl- ingum í vímuefnavanda og hafa safnast um 2 milljónir króna. Morgunblaðið/Júlíus Þyrla Varnarliðsins lenti við Borgarspítalann klukkan 17.03 i gær með búlgarskan skipveija sem fengið hafði bráða botnlangabólgn. Varnarliðið sótti sjúkling í búlgarskan togara ÞYRLA Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli sótti í gær mann með bráða botnlangabólgu á búlgarska verksmiðjuskipinu Condor um 300 sjómilur suðvest- ur af Reykjanesi. Slysavarnafélag íslands fékk tilkynningn um sjúkl- inginn frá umboðsaðila skipsins hér á landi, Skipadeild Sambandsins, klukkan 9 í gærmorgun. Slysavamafélag- ið bað Vamarliðið um aðstoð og fór þyrla frá því á loft klukkan 10.30 og eldsneytisvél fyrir hana skömmu síðar.. Þyrlan kom að skipinu klukkan 13.30 og lenti við Borgarspítalann klukkan 17.03.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.