Morgunblaðið - 23.07.1988, Page 29

Morgunblaðið - 23.07.1988, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988 29 isskóla í haust í mörg ár hefur þurft að vísa einhveijum umsækjendum frá Menntaskólanum á Akureyri að sögn rektors, Jóhanns Sigurjóns- sonar. Hann segir að aldrei hafi fleiri sótt um skólavist en nú. Þar sem ekki hafi dugað til að vísa þeim frá sem sótt gátu skóla í öðr- um byggðarlögum hafi verið gripið til þess að fara eftir einkunnum. 185 nemendur setjast í fyrsta sinn á skólabekk í M.A. í haust en um- sækjendur voru 250 talsins. Nemendum Menntaskólans á Egilsstöðum ijölgar heldur í vetur frá því í fyrra að sögn Vilhjálms Einarssonar, skólameistara, og verða þeir náiægt 210 í dagskóla 0g á fjórða tug í öldungadeild. Vil- hjálmur segir að hugsanlega hafi bætt námsaðstaða eitthvað að segja, en tekið verði í notkun í haust nýtt húsnæði með sex kennslustof- um. Raunar séu þessar stofur fyrstu eiginlegu kennslustofur skólans þótt undarlegt megi virðast og með tilkomu þeirra verði lokið fyrsta áfanga í nýju skólahúsi á Egilsstöð- um. Aðsókn hefur aukist að Fjöl- brautarskólanum á Sauðárkróki að sögn Jóns Hjartarsonar, skóla- meistara. í haust hefja 120 manns nám í þessum 250 manna skóla og er það þrjátíu nýnemum fleira en í fyrra. Segir Jón að nokkrum þeirra sem sóttu hafi verið vísað frá vegna plássleysis. Hann tekur undir með ýmsum starfsbræðrum sínum að tekjuskattslaust ár eigi nokkurn þátt í aukinni aðsókn að framhalds- skólum, ekki síst á landsbyggðinni. Morgunblaðið/Erling Erlingssen „Ég hvet fólk til þess að íhuga málstaðinn sem gangan er helguð.“ Á myndinni er Leifur Leópoldsson í nánd við Hveravelli. Að sögn Leifs hefur gangan gengið ágætlega. Síðasti áfangi hans var frá Hveravöllum og á Arnarvatns- heiði en sú leið var mjög stórgrýtt. Hann hefur haldið tímaáætlun en leiðin, sem hann hefur burft að ganga, hefur verið mun iongri en ætlað var. Leifur hefur verið á ferðinni í 22 daga og mun ganga í 14 daga í við- bót. Nú þegar hefur hann gengið 450 kílómetra. Að meðaltali gengur Leifdt 8—9 tíma á dag en mest hef- ur hann gengið í 23 tíma. Að jafn- aði gengur göngugarpurinn 20 kíló- metra á dag. Leifur sagði að á leiðinni yfir hálendið hefði hann hitt þó nokkuð af útlendingum. Annars væri hann farinn að hlakka mikið til þess að hitta vini og kunningja enda gangan oft ansi einmanaleg. Að undanförnu hefur veður verið sæmilegt en nokkur kuldagjóstur af Langjökli. Aðfaranótt síðastiiðins mánudags lenti Leifur í þoku og súld. Hann gistir í skálum þegar það er mögulegt en annars undir berum himni með hlífðarpoka utan um svefnpokann. „Útsýni hefur oft verið feiknalega fallegt og ég er búinn að sjá mikið af landinu. Mér fiiinst ég hafa kom- ist í mjög náin tengsl við náttúruna og landið," sagði Leifur. Hann sagði skálaverði á hveijum stað hafa frætt sig mikið um ömefni og veitt sér allar nauðsynlegar upplýsingar. Vildi hann hvetja fólk til þess að skoða landið á þennan hátt. Áheitagöngunni á að ljúka 6. ágúst við Arnarstapa á Snæfellsnesi en þar verður útihátíð á vegum fé- lagsins Þrídrangs, sem er að sögn Leifs félag um mannlega möguleika. „Mig langar að lokum til þess að biðja fólk að íhuga málstaðinn sem gangan er helguð," sagði Leifur. Að sögn Snorra Welding hjá Krýsuvíkursamtökunum er mark- miðið að safna 5-6 milljónum í sum- ar. Samtökin eru nýbúin að senda út bækling til 3500 fyrirtækja um land allt þar sem óskað er eftir stuðningi. Sem kunnugt er safna samtökin fé til þess að hægt verði að klára fýrsta áfanga skólahússins í Krýsuvík og tengja hitaveitu. Sprengjutilræði blökkumanna og hertar aðgerðir stjórnvalda eru það, sem setur svip á daglega lífið í Suður-Afríku. Við þessar aðstæður er málflutningur frjálslyndra manna eins og á milli steins og sleggju. Hófsemin á undir h ögg að sækja í Suður-Afríku eftir Anthony H. Heard Sprengjutilræði, skyndileg stefnubreyting stjórnvalda og ný og strangari lög um aðskilnað kynþáttanna eru meðal þess, sem minna Suður-Afríkumenn á blákaldan veruleikann. Lítið má út af bera án þess upp úr sjóði milli kynþáttanna, stjórnmálaöfgar blómstra og hófsamt fólk, sem andvígt er aðskilnaðarstefnunni, á ekki sjö dagana sæla. Fijálslynt fólk, sem látið hefur sig dreyma um friðsamlega sam- búð allra þegna landsins, kosn- ingarétt fyrir alla og fullt tján- ingarfrelsi, hefur ekki séð þá drauma sína rætast. Það heáir þó alltaf lifað í voninni en heift- in, sem einkennir átök hvítra og svartra þjóðemissinna, boðar ekki batnandi tíð. Sprengjutilræði og ný svæðalög Sem dæmi um ástandið í Suð- ur-Afríku má nefna þijá at- burði, sem áttu sér stað síðast í júní síðastliðnum og fyrst í júlí: 1. Oflug sprengja sprakk fyr- ir utan Ellis Park-leikvanginn í Jóhannesarborg með þeim af- leiðingum, að tveir menn létust og 35 slösuðust. Var Afríska þjóðarráðinu, útlægum skæru- liðasámtökum svartra manna, kennt um þótt leiðtogar þess segist vera andvígir árásum á óbreytta borgara. Það er því í ráun lítið vitað um það hver kom fyrir 50-100 kílóum af sprengi- efni í bíl fyrir utan leikvanginn. 2. Colin Wells Eglin, einn af frammámönnum Framfarasinn- aða sambandsflokksins, FS, dró sig í hlé en flokkurinn var einn helsti stjórnarandstöðuflokkur- inn um árabil. 3. Ríkisstjórnin skýrði frá áætlunum um að endurskoðun Svæðalaganna en í þeim segir hvar kynþættimir megi búa. Sum svæðanna verða raunar opnuð fyrir öllum kynþáttum og er það spor í rétta átt en á öðr- um verður aðskilnaðinum fylgt eftir með enn meiri hörku en fyrr. Þúsundir svartra manna hafa „brotið lög“ með því að setjast að á svæðum hvítra manna og nú skulu þeir fluttir burt og sektaðir fyrir tiltækið. Fyrmefndur Eglin og flokks- bræður hans sögðu um þetta ákvæði nýju laganna, að það væri ómannúðlegt og gæti vald- ið verulegri ókyrrð í landinu. Þessir þrír atburðir eru dæmi- gerðir fyrir daglegt líf í Suður- Afríku, þessu landi J)ar sem neyðarástandið er viðvarandi, þúsundir manna í fangelsum og fijáls fréttaflutningur verulega takmarkaður. Hvíti minnihlut- inn, sem hefur áhyggjur af skæruliðastarfsemi svartra manna, stríðinu í Suður-Angóla og áhrifum refsiaðgerðanna, verður sífellt hægrisinnaðri og málflutningur þeirra, sem frjáls- lyndari em, fær æ minni hljóm- gmnn. Hart í ári hjá frjálslyndum Colin Eglin, vel gefinn og slyngur stjórnmálamaður, var kallaður til að veita Framfara- sinnaða sambandsflokknum for- ystu fyrir nokkmm ámm þegar dr. Van zyl Slabbert sagði af sér jafnt formennskunni sem þing- mennskunni. Hafði Slabbert tek- ið við af Eglin nokkm áður en hætti þegar honum fannst lítið miða í baráttunni gegn aðskiln- aðarstefnunni. Skömmu eftir að Eglin tók við öðm sinni var efnt til kosn- inga, í maí 1987, og í hægri- bylgjunni, sem þá fór um landið, beið flokkur hans mikinn ósigur. Er hann nú ekki lengur stærstur stjórnarandstöðuflokkanna, heldur íhaldsflokkurinn, öfga- sinnaður aðskilnaðarflokkur, sem fylgist samviskusamlega með því að ríkisstjórnin slaki hvergi á klónni. Eglin lætur af formennskunni nú í ágúst og virðist viðurkenna, að herbragðið hans, að koma á bandalagi þeirra flokka, sem era til vinstri við ríkisstjórnina, hafi mistekist. Líklegur eftirmaður Eglins er dr. Zach de Beer, æskuvinur hans, sem verið hefur háttsettur starfsmaður Anglo American-stórfyrirtækisins. Anglo hefur lengi Iátið mikið til sín taka á bak við tjöldin, stutt stjómarandstöðuna og málgögn hennar en jafnframt, eins og stórfyrirtækja er háttur, reynt að halda friðinn við ríkisstjóm- ina. De Beer virðist ekki líklegur til að gera betur en Eglin eins og staðan er nú og blökkumenn munu ekki hlustá frekar á hann en Eglin. De Beer þykir þó hag- sýnni maður og verður því kannski betur ágengt í að koma á samstarfi hvítra andstæðinga stjórnarinnar. í viðtali, sem ég átti við Egl- in, kvaðst hann ekki draga neina dul á, að skoðanir fijálslyndra manna ættu undir högg að sækja andspænis uppreisn blökkumanna og kúgun hvíta minnihlutans. Hann sagði Fram- farasinnaða sambandsflokkinn aðeins vera einn af málsvömm aukins réttlætis, hinir væm meðal annars kirkjurnar, háskól- amir og fjölmiðlamir, og í raun væri það merkilegt, að fijáls- lyndir menn gætu enn látið að sér kveða eftir 40 ára aðskilnað- arstjóm. Hann varaði hins vegar fijálslynt fólk við að fylgja ekki sannfæringu sinni til að geta tekið þátt í valdataflinu. Aö hrökkva eöa stökkva Oft ræða menn um það sín í milli hvort hófsemin eigi yfírleitt heim í Suður-Afríku nú á dögum og sem innlegg í umræðuna koma sprengjutilræði skæmliða og nýjar aðgerðir stjórnvalda. Snýst deilan ekki síst um það hvort nægilegt sé að gefa góð ráð á báðar hendur eða hvort rétt sé að beijast með þeim, sem vilja kollvarpa stjóm hvítra manna. Slabbert, fyirum form- aður FS, sagði einu sinni, að fijálslyndir menn gætu „ekki beðið með hendur í skauti eftir því að sagan gerðist svo þeir mættu kinka kolli til samþykkis eða láta í ljós óánægju sína“. Fijálslynt fólk í Suður-Afríku á mörgum spumingum ósvarað og sem stendur virðist það ekki eiga margra kosta völ. (Höfundur greinarinnar, sem var skrifuð 12. júlí sl., er fyrrum ritstjóri dagblaðs- ins Cape Times í Höfðaborg í Suður-Afríku og styrkþegp Nieman-stofnunarinnar við Harvard-háskóla í Banda- rikjunum. Árið 1986 vann hann til Gullna frelsispenn- ans, sem Alþjóðasamtök blað- aútgefenda veita árlega. Greinar hans um suður-afrísk málefni hafa áður birst í Morgunblaðinu.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.