Morgunblaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988
31
Morgunblaðið/Vigdís
Grillað á Grenivík
íbúar við Ægissíðu á Grenivík héldu vel heppnaða grillveislu
um síðustu helgi. AUir skemmtu sér hið besta. Böm og fullorðn-
ir fóm meðal annars í snú-snú og margt fleira var sér til gam-
ans gert. Ráðgert er að griUveisla verði árlegur viðburður hjá
ibúunum framvegis. Meðfylgjandi myndir era teknar úr griU-
veislunni.
Þýskur kór á söng-
för á Norðurlandi
ÞÝSKUR kór, „Kantorei an der
Paulus Kirche“, frá Hambach/-
Neustadt syngur í Akureyrar-
kirkju á sunnudag kl. 17.00, í
Húsavíkurkirkju á mánudags-
kvöld kl. 20.30 og í Reykjahlíð-
arkirkju í Mývatnssveit á sama
tíma á þriðjudagskvöld.
Kórinn var stofnaður árið 1982
og auk þess að syngja við guðs-
þjónustur við Pálskirkju hefur hann
haldið tónleika með stærri verkum,
meðal annars „Davíð konungur"
eftir A. Honneger og „Oratoria eft-
ir myndum í biblíunni" eftir Fanny
Hensel, systur F. Mendelsohns.
Stjómandi kórsins er Carola Bisc-
hoff. Hún hefur lokið prófi í ein-
söng, kór- og hljómsveitarstjórn frá
tónlistarháskólanum í Heidelberg-
Mannheim.
Einsöngvari með kómum verður
Margrét Bóasdóttir, en hún og Bisc-
hoff voru samtíða við tónlistar-
háskólann í Heidelberg-Mannheim.
Margrét hefur áður sungið með
kórnum, nú síðast í sópranhlutverk-
inu í „Davíð konungur“.
Orgelleikari verður prófessor
Heinz Markus-Göttsche. Hann var
söngmálastjóri landskirkjunnar í
Pfalz og er nú starlandi orgelleik-
ari við Stiftskirkjuna í Landau.
Hann hefur haldið tónleika í fjöl-
mörgum Evrópulöndum og leikið
inn á hljómplötur.
Á efnisskrá tónleikanna era
kirkjuleg og veraldleg kórverk og
orgeltónlist og verða aðrir tónleikar
haldnir í Hallgrímskirkju sunnudag-
inn 31. júlí kl. 17.00.
Ólafsfjörður:
Síðasti fundur Val-
týs sem bæjarstjóra
Ólafsfirði.
Á júlífundi bæjarstjórnar Ól-
afsfjarðar kvöddu bæjarfulltrú-
ar Valtý Sigurbjarnarson bæjar-
sljóra en þetta var hans síðasti
bæjarstjórnarfundur sem bæjar-
stjóri Ólafsfirðinga. Hann lætur
af störfum um næstu mánaðamót
og tekur við starfi útibússtjóra
Byggðastofnunar á Akureyri.
Valtýr hefur verið bæjarstjóri á
Ólafsfirði í fimm ár. Hann er land-
fræðingur að mennt og starfaði
áður hjá Þróunarstofnun
Reykjavíkurborgar. Valtýr er
kvæntur Pálínu Bjömsdóttur og
eiga þau fjóra syni.
Við starfi bæjarstjóra tekur gam-
all Ólafsfirðingur, Bjami Grímsson.
Bjarni er viðskiptafræðingur að
mennt, starfaði að loknu námi með-
al annars hjá Fiskveiðasjóði en hef-
ur nú um nokkurt skeið verið kaup-
félagsstjóri hjá Kaupfélagi Dýrfirð-
inga. Bjami er 33 ára gamall,
kvæntur Brynju Eggertsdóttur frá
Akureyri og eiga þau íjóra syni.
SB
Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir
Hlaupagarparnir frönsku við göngugötuna á Akureyri. Frá vinstri: Francois Tys, David Neiss, Laurent
Roquigny og Arnault Damien.
Erum umkringdir stórbrot-
inni náttúrufegurð á Islandi
- segja franskir ferðalangar, sem
fara hringveginn hlaupandi
HER A landi em nú staddir fjór-
ir ungir Frakkar, sem hafa það
að markmiði að fara fyrstir
hringinn í kringum landið hlaup-
andi. Frakkarnir, sem allir em
um tvítugt og stunda háskólanám
í „kampavínsborginni" Reims,
komu til Akureyrar sl. miðviku-
dag þar sem blaðamaður ræddi
stuttlega við þá. Þeir lögðu upp
frá Egilsstöðum, fóru norðúr til
Mývatnssveitar og Akureyrar og
halda síðan áfram sem leið liggur
vestur og suður og enda síðan á
Seyðisfirði, þar sem þeir fara
heim á leið með Norrænu.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Tjón er ekki talið nema miklu og er verðmætur bíll, sem stóð innan
dyra, að mestu óskemmdur.
Fjórmenningamir sögðust hafa
hlaupið nokkram sinnum í frönsku
Olpunum, en í þetta sinn vildu þeir
prófa eitthvað nýtl og gjörólíkt. Því
hefði Island orðið fyrir valinu. „Við
vissum eiginlega ekkert hvert við
áttum að fara, en eftir að hafa rek-
ist á ljósmyndir af íslandi heima
þá voram við allir sammála um
hvert skyldi halda. Með því að
hlaupa hringinn, sjáum við miklu
meira af náttúranni heldur en þeir ,
sem fara akandi um. Hér era eld-
fjöll og hiti í jörðu, nokkuð sem við
sjáum ekki daglega heima fyrir.
Við eram gjörsamlega umkringdir
stórbrotinni náttúrafegurð."
Þeir ætla sér mánuð í ferðalagið
og hleypur hver þeirra hálfmaraþon
á degi hveijum sem er um 20 km
á dag. Hlaupið er í formi boðhlaups
þannig að einn hleypur hve.-ju sinni
á meðan hinir fylgjast með úr bfl,
sem þeir höfðu meðferðis til lands-
ins. I leiðinni hyggjast þeir gera
kvikmynd um hlaupið og hafa þeir
fengið ágætar undirtektir hjá
franska sjónvarpinu hvað sýningu
varðar. Kostnaður við ferðina nem-
ur yfir einni milljón króna og hafa
ýmis frönsk fyrirtæki, þar á meðal
bílaverksmiðja, útvarpsstöðvar og
ferðaskrifstofur, styrkt þá til farar-
innar.
Bifreiðastjórar:
Hafið bílbænina í bílnum
og orð hennar hugföst
þegar þið akið.
i Drottinn Guó, veit mér
vernd þína, og lát mig
minnast ábyrgöar minnar
er ég ek þessari bifreið.
I Jesú nafni. Amen.
Fæst í Kirkjuhúsinu,
Klapparstíg 27, í verslun-
inni Jötu, Hátúni 2,
Reykjavík og í Hljómveri,
Akureyri.
Verð kr. 50.-
Orð dagsins, Akureyri.
Morgunblaðið/Sigurður Bjömsson
Valtýr Sigurbjarnarson kvaddi
bæjarstjórn á júlifundi hennar.
Eldur í bílgeymslu
ELDUR kom upp í bílgeymslu
við bæinn Austurhlíð i Onguls-
staðahreppi laust eftir miðnætti
í fyrrakvöld. Þrír menn úr
Slökkviliði Akureyrar fóm á
staðinn og gekk greiðlega að
slökkva eldinn.
Gísli Lorenzson varðstjóri hjá
slökkviliðinu sagði í samtali við
Morgunblaðið að verkið hefði ekki
síst gengið vel vegna þess hve eig-
andinn brást rétt við. Hann hafði
lokað öllum hurðum og gluggum í
geymslunni og beðið hinn rólegasti
eftir aðstoð. Tjón er ekki talið vera
mikið, en í geymslunni var nýlegur
Porsche-bíll, sem metinn er á um
eina og hálfa milljón króna. Hann
er nær óskemmdur. Talið er að
kviknað hafi í út frá rafsuðu.. Eig-
andi skúrsins hafði verið að rafsjóða
innan dyra og bragðið sér frá um
stund.
Blaðburðarfólk
óskast í eftirtalin hverfi:
Skarðshlíð 1-21, Lyngholt og Stórholt,
Dalsgerði.
Uppl. í Hafnarstræti 85, Akureyri - sími 23905.