Morgunblaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988 „Það verður að vera eft> irsóknarvert að vinna við útveg o g fiskvinnslu“ Hafsteinn Guðfinnsson „Afkoma sveitarfélágsins og möguleikar þess til að skapa íbúum sínum þau kjör sem lög kveða á um er stórt kjaraatriði. Slæm af- koma sveitarfélaga er því beinlínis til þess fallin að skerða kjör íbúa sinna, þetta atriði er tilfínnanlega í sveitarfélögum með einhæft at- vinnulíf. Síðast en ekki síst er staða fyrir- Elsa Valgeirsdóttir Hrafnkell A. Jónsson Frá ráðstefnu í Vestmannaejjum um málefni fiskvinnslufólks og fullvinnslu afurða í SUMARBYRJUN var haldin í Vestmannaeyjum ráðstefna um málefni fiskvinnslufólks og aðra þætti sjávarútvegs, en ráðstefnan i var haldin á vegum Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksina í Suður- landskjördæmi. Miklar umræður urðu á ráðstefnunni. Meðal fram- sögumanna voru Elsa Valgeirsdóttir varaformaður Snótar í Eyjum, Hrafnkell A. Jónsson verkalýðsleiðtogi frá Eskifirði og Hafsteinn Guðfinnsson fiskifræðingur, en hér fer á eftir hryggurinn úr fram- söguerindum þeirra, þar sem víða er komið við í stöðu mála og þróun. Fasti hlutur launa fisk- vinnslufólks of lágur „Umræðuefnið sem er kynnt, er staða fiskvinnslufólks og úrvinnsla sjávarafla, efni sem tengist náið hvort öðru. Ég ætla mér þó aðal- lega að ræða stöðu fískvinnslu- fólks," sagði Hrafnkell A. Jónsson ^verkalýðsleiðtogi í upphafi máls síns% „Ég ætla að líta á þijú atriði: Hver er staða fískvinnslufólks í dag? Hvemig fínnst mér að hún ætti að vera? Hvemig er hægt að breyta þessari stöðu fískvinnslu- fólki í hag? Fyrsta atriðið, hver er staða físk- vinnslufólks í dag? Þá er fyrst að geta hvar við skilgreinum físk- vinnslufólk? Það er auðvelt í t.d. Reykjavík þar sem atvinnulíf er fjölbreytt og fiskvinnslan er aðeins lítill hluti af atvinnulífínu, þar er fiskvinnslufólk aðeins þeir sem vinna beint að fískvinnslu. Málið vandast þegar kemur að stöðum eins og Éskifírði eða Vestmanna- eyjum, byggðarlögum sem byggja tilveru sína á físki, ef enginn væri fiskurinn þá væri þar engin byggð. í þeim tilvikum hefi ég tilhneig- ingu til að telja nánast alla sem staðinn byggja til fískvinnslunnar vegna þess m.a. að t.d. kjör fisk- vinnslufólks ráða að stórum hluta kjörum annarra launþega í byggð- arlaginu. Þegar ég legg mat á stöðu físk- vinnslufólks t.d. á Eskifirði, þá legg ég líka mat á stöð byggðarlagsins. Ef ég tek fyrst það sem snýr beint að þeim sem vinna í físki, þá lítur dæmið þannig út að við sérstakar aðstæður geta laun orðið há, það byggir þó á þremur óvissuþáttum a.m.k. Stór hluti launanna er bónus sem er breytilegur eftir físktegundum, ástandi físksins og í þeim húsum a.m.k. sem tekið hafa upp hóp- bónus, samsetningu hópsins sem á hveijum tíma vinnur í húsinu. Á ýmsum tímum geta verið umtals- , verðir tekjumöguleikar vegna mik- illar yfírvinnu, þar er líka óvissu- þáttur, aflabrögð ráða miklu um tekjumöguleikana og til viðbótar þessu hafa breyttir markaðir sem byggja á útflutningi óunnins afla nú síðustu árin gjörbreytt stöðu mála varðandi atvinnuöryggi. Því er það ljóst að hinn lági fasti hluti launa fískvinnslufólks, sem allir viðurkenna að sé langt undir þeim mörkum að geta verið fram- færslueyrir fjölskyldu, 'honum þarf að breyta. Áðbúnaður starfsfólks er stór þáttur í kjörunum, það gleymist oft að taka tillit til þess að vinnustaðurinn er sá staður sem flestir eyða á lengri tíma en jafn- vel á heimilinu." Undirstöðuþáttur afkomu sveitarfélaga tækjanna í fískvinnslu grundvallar- atriði í kjörunum, gangi vel, þá er það reynslan að það skilar sér til starfsfólksins, ef reksturinn er í jámum eða rekinn með tapi þá kemur það fyrst niður á starfs- fólkinu. í dag er bullandi tap á fisk- vinnslunni, með tilheyrandi óvissu, því er ekki að sökum að spyija, farið er að tala um að senda starfs- fólkið heim og loka jafnvel fyrir- tækjunum, en senda fískinn óunn- inn úr landi, í enn ríkari mæli en áður. Þetta ástand endurspeglast svo í vonleysi þeirra sem gjaman vilja njóta þeirra forréttinda sem í því felst að eiga heima úti á landi. Fiskvinnsla er í dag undirstaða í íslensku efnahagslífí, þrátt fyrir lofsverða viðleitni til að breikka þessa undirstöðu og það tel ég öll- um til góðs, þá er ekki sjáanlegt í náinni framtíð að við breytum þessu munstri, fískvinnslan mun áfram verða meginstoð okkar vel- ferðar.“ Á að hrekja fólkið sem skapar verðmætin „Skilji menn þessa staðreynd þá þarf engan speking til að sjá fyrir afleiðingar þess ef þessi atvinnu- grein hrekur frá sér fólkið sem skapar verðmætin. Þessu bjarga auðvitað engu lærðar tilvitnanir í hagfræðinga austan hafs eða vest- an, hversu oft og mikið sem við kynnum okkur fræði Fridemans eða Marx þá er íslenskur raun- veruleiki sem ræður. Því er það óhæf ríkisstjóm sem ekki áttar sig á því að fískvinnslu og útgerð þarf á hveijum tíma að búa bestu rekstrarskilyrði sem völ er á í þjóðfélaginu og fískvinnslu- fólkið og sjómennimir verða ávallt að vera fólkið sem hefur bestu kjaramöguleikana, það þarf að vera eftirsóknarvert fyrir alla að vinna við þessar greinar. Þegar undirstaðan hefur komist á þennan grunn þá er okkur óhætt að byggja ofan á, þá getum við leyft okkur Kringlubyggingar, en fyrr ekki. Með þessu tel ég svarað hvemig kjör eigi að vera og er þó ekkert komið inn á stöðu sveitarfé- laganna, sem verða að fá aukna hlutdeild í verðmætasköpun hvers byggðarlags, þannig að mikil verð- mætasköpun endurspeglist í mikilli uppbyggingu og góðri þjónustu sveitarfélagsins. Hvemig á að breyta stöðunni? Og þá vandast nú fyrét málið, það er svo auðvelt að benda á agnú- ana, en erfíðara að bæta úr brota- lömunum. Við höfum mörg haft á orði að gengisstefna stjómvalda væri orsakavaldur slæmrar stöðu fískvinnslu og annarra útflutnings- greina, ég er sammála því að geng- isskráningin er röng og hefur ver- ið.“ Launamisrétti er þjóðarógæfa „Þar kemur að sem ég gat um hér fyrr að þess hefur ekki verið gætt að búa fískvinnslunni bestu skilyrði, heldur hefur verið lögð áhersla á að skapa innflutnings- verslun og ýmissi þjónustu bestu vaxtarskilyrði á kostnað útflutn- ingsgreinanna, þetta hefur skapað gífurlegt launamisrétti í landinu, misrétti sem er orðið þjóðarógæfa. En er þá lausnin ekki einföld? Er nokkuð annað en að fella geng- ið? Það mætti skilja af öllum þeim hálfkveðnu vísum sem kveðnar hafa verið á undanfömum vikum og mánuðum, m.a. úr hópi laun- þega. Það er eins og öllum hafí gleymst hvað gengisfelling er, hún felur í sér fjármunatilfærslu frá launþeg- um til vinnuveitenda og þeim mun stórfelldari sem gengisfellingin er stærri. Gengisfelling er bein kaup- máttarskerðing, því tel ég, að þótt gengið sé augljóslega rangt skráð og að svo hafí verið lengi þá verði að fara af fyllstu gát í kollsteypur. Það þykir víst ekkert gáfulegt læknisráð að setja sjúkling með 40 stiga hita inn í frysti til að kæla hann niður, það er kannski hægt að ná hitanum niður, en hæpið að sjúklingurinn lifði meðferðina af. Ég tel að þess verði að gæta, að komi til gengisbreyting verði ríkið samhliða að lækka verð brýn- ustu nauðsynja og skera niður í ríkisgeiranum. Auk þess tel ég óhjákvæmilegt að ríkið leiðrétti fjármunatilfærsl- una sem orðið hefur vegna gengis- ins með því að skattleggja verslun og þjónustu og beina því íjármagni til útflutningsatvinnuveganna. Þetta má gera á tvennan hátt, annars vegar með fasteignaskatti sem væri þá fyrst og fremst fjár- festingarskattur, og sem ég tel eðlilega leið, þar sem offjárfesting í þessum greinum endurspeglar rangar ákvarðanir stjórnvalda og óeðlilegar ákvarðanir aðila í verslun og þjónustu. Hin leiðin er veltuskattur, sem er að mínum dómi lakari leið og líklegri til að vera tekin beint af neytendum í hækkuðu vöruverði. Þá er augljóst að taka ber upp skattlagningu banka og þó sérstak- lega fjármögnunarfyrirtækja, sem hafa makað krókinn á óeðlilegu ástandi á íslenska íjármagnsmark- aðinum. Það er biýnt að ekki verði tekn- ar til lausnar á þeim vanda sem fiskvinnslan býr við í dag, og þá um leið fískvinnslufólk, ákvarðanir sem gera hlutina verri, það fyrsta sem þarf að gerast er að þjóðinni allri og þá ekki síst þeim sem um stjómvölinn halda skiljist að þjóðin byggir afkomu sína fyrst og síðast á fiski, að þjóðin getur þess vegna pantað sér strax lóð á Jótlands- heiðum ætli hún að drepa af sér fiskvinnslu og senda fiskvinnslu- fólkið til vinnu í sjoppum í Reykjavík." Að hafa kjark til að taka réttar ákvarðanir „Ég býð þess í ofvæni að for- ráðamenn í fískvinnslunni hristi af sér aumingjaskapinn sem af þeim hefur lekið undanfarin ár, og end- urspeglast hefur í kjaradeilum und- anfarinna mánaða þegar þeir hafa látið nokkra stráka í Reykjavík segja sér fyrir verkum, það hefur sýnt sig að þeir menn sem ráða ferðinni í fískvinnslunni hafa ekki kjark til að taka réttar ákvarðanir, m.a. í kjaramálum, vegna óttans um að falla í ónáð í bönkum eða hjá skömmtunarstjórum ríkisvalds- ins. Þessi staðreynd segir okkur að við þurfum að losna við ríkisreknar bankastofnanir, í bönkunum þurfa að ríkja eðlileg viðskiptasjónarmið þar sem bankamir em í samkeppni um viðskipti, í stað þess að deila og drottna í krafti ríkiseinokunar, nauðsynlegt er að opna fyrir banka- viðskipti við erlendar lánastofnanir í ríkari mæli en er í dag. Losa þarf um miðstýringu at- vinnulífsins sem í dag er m.a. bund- in við heildarsamtök vinnumarkað- arins, það er ekki nóg að við þurf- um atvinnurekendur sem setja ekki upp skeifu í hvert skipti sem þeir gretta sig í Garðastrætinu, laun- þegar þurfa að endurskipuleggja sín samtök, við þurfum heildarsam- tök sem leggja meginlínur, en síðan stóraukið sjálfstæði einstakra stéttarfélaga og vinnustaðafélaga til að geta samið við upprétta vinnuveitendur um kjör sem taka mið af gengi viðkomandi fyrirtæk- is. Það sem ég hefí sagt hér á und- an er ekki neinn stóri sannleikur, og sjálfsagt margt sem orkar tvímælis." Sameiginleg-ir hagsmunir byggðanna með ströndinni „Ég tel hinsvegar að megin at-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.