Morgunblaðið - 23.07.1988, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988
Jósef Jónas-
son — Minning
Fæddur 20. febrúar 1896
Dáinn 17. júlí 1988
Elskulegur tengdafaðir minn lést
aðfaranótt sunnudagsins 17. júlí.
Hann sofnaði útaf eftir langa
lífdaga. Aldurinn var hár, Jósef var
orðinn 92 ára gamali, fæddur fyrir
aldamót eða árið 1896.
Fólk, sem fæddist á þessum tíma
er búið að lifa tímana tvenna og
fylgjast með þróun - og baráttu
íslensku þjóðarinnar gegnum árin.
Það hefur ekki alltaf verið auðvelt
að búa á íslandi. Lífsþægindin, sem
■*r við höfum í dag, rafmagn, sími,
heitt vatn, útvarp, sjónvarp og bílar
eru ekki þau þægindi, sem alda-
mótafólkið ólst upp við. Við, sem
lifum við öll nútíma gæði eigum
erfítt með að setja okkur í spor
þessa fólks, sem háði lífsbaráttuna
með því að vinna hörðum höndum
við að erja jörðina.
Jósef Jónasson fæddist í Hlíð í
Hrunamannahreppi 20. febrúar
1896. Foreldrar hans vom Ingveld-
ur Gísladóttir og Jónas Jónsson.
Jósef var yngstur systkina sinna.
Elstur var Gísli síðan Ingimar og
tvær dætur Jónína og Datrín, sem
dóu mjög ungar. Gísli, elsti bróðir-
inn veiktist og dó innan við ferm-
'* ingu. Eftir það áfall hættu foreldrar
Jósefs búskap og réðu sig í hús-
mennsku að Hörgholti í Hmna-
mannahreppi. Jónas var einnig
mjög handlaginn maður og var oft
fenginn til að gera við vélar og
fleira á nágrannabæjunum. Þegar
foreldrar Jósefs bmgðu búi höfðu
þau ekki tök á að hafa báða dreng-
ina hjá sér og var Ingimar komið
fyrir á Efra Seli og Jósef fór að
Grafarbakka í sömu sveit. Hann var
þá um 12 ára gamall. Halla Þor-
c steinsdóttir og Þorgeir Halldórsson
bjuggu þar, en þau áttu sjö börn,
þau em talin hér í réttri aldursröð:
Þómnn, Þórhallur, Guðrún, Gíslína,
Una, Þorsteinn og Lára.
Þórhallur og systumar fluttu til
Reykjavíkur og búa nú saman í eig-
in íbúð að Flókagötu 64 en Þór-
hallur er látinn. Mjög gott samband
var milli Jósefs og fóstursystkin-
anna og hann heimsótti þau alltaf
þegar hann var hér fyrir sunnan
núna síðari árin. Jósef fermdist í
Hmna hjá Sr. Kjartani Helgasyni
og dvaldist hjá fjölskyldunni í Graf-
arbakka fram á fullorðinsárin. Þá
fór hann til Reykjavíkur og ætlaði
að læra jámsmíði, því að hann var
mjög handlaginn og smiður góður.
En honum leiddist í höfuðborginni
og kaus að fara í sveitina á ný.
Réði hann sig að Ási og síðan að
Fossi í Tungfellssókn til bróður síns
og þar kynntist hann Guðrúnu, sem
síðar varð eiginkona hans.
Guðrún átti foreldra og systkini
í Feigsdal í Amarfírði en það vom
mektarhjónin Ingibjörg Magnús-
dóttir og Magnús Júlíus Jónsson.
Guðrún og Jósef hófu búskap á
móti þeim, en fluttu síðar að Granda
í Bakkadai sem er lítill bær og
stendur upp undir fjallsrótum
skammt frá Feigsdal. Jósef og Guð-
rún giftu sig í Feigsdal árið 1927
en prestur var Sr. Böðvar Bjamason
á Hrafnseyri við Amarfjörð.
Elsti sonur þeirra Magnús Júlíus
fæddist í Feigsdal en áður eignuð-
ust þau telpu, sem lést skömmu
eftir fæðingu. Öll hin bömin fædd-
ust á Granda, en þau em: Gísli,
Ingibjörg, Benjamín og Ragnheið-
ur. Ingibjörg og Benjamín em látin.
Magnús býr í Garðabæ, Gísli í
Reykjavík, en Ragnheiður í Tálkna-
fírði, en þar hefur Jósef dvalið
síðustu ár ævi sinnar.
Frá Granda fluttu þau að Hóli,
sem er næsti bær við, en stendur
nær sjónum. Þar bjuggu þau til
vorsins 1958 og áttu heima þar,
þegar ég kynntist þeim. Ég kom
þangað fyrst sumarið 1955 með
Magnúsi, elsta syni þeirra, en við
vomm á nýtrúlofuð. Þetta sumar
var það almesta rigningarsumar,
sem ég man eftir. Það rigndi allt
sumarið og það var erfítt fyrir
bændur. Engar vélar vom á bæn-
um, mest allt túnið slegið með orfí
og Ijá. Húsið var nokkuð stórt stein-
hús, enda hafði verið tvíbýli á Hóli
áður. Bókasafn Ketildalahrepps var
á bænum. Erfítt var um aðdrætti,
þar sem enginn bíll var á bænum
og fór Jósef oftast fótgangandi inn
á Bfldudal, sem er um 13 km leið
frá Hóli.
Vorið 1958 fluttu Guðrún og
Jósef inn á Bfldudal og keyptu þar
lítið og vinalegt hús sem heitir Vina-
mót og stendur við Dalbraut. nafn-
ið á húsinu var mjög við hæfí, því
vinalegra og elskulegra fólk fyrir-
finnst varla hér á landi.
Jósef var fremur hæglátur mað-
ur, en kvikur og hress, þegar því
var að skipta. Hann hafði ekki
mörg orð um það sem gera þurfti,
heldur vann af eljusemi og dugnaði
þar til verkinu lauk. Heimilið og
bömin áttu hug hans allan og voru
þau hjónin mjög samtaka um að
láta bömunum líða vel og sama
máli gegndi um barnabörnin eftir
að þau komu í heiminn. Jósef var
mjög barngóður og barnabömin
sóttu til hans. Hann var líka ólatur
við að segja þeim sögur og fræða
þau á allan hátt. Enda var Jósef
mjög fróður maður og víðlesinn.
Það var gaman að sitja og spjalla
við hann og hlusta á allan þann
fróðleik, sem hann hafði fram að
færa og það ótrúlega minni sem
maðurinn hafði allt fram undir það
síðasta. Hann hafði ákveðnar skoð-
anir, var nokkuð dulur og fremur
fáskiptinn við ókunnuga. Þessvegna
var vinahópurinn ekki stór en
traustur. Hann var vinur vina sinna
og alltaf gott að leita til hans.
Fyrir nokkrum árum dó tengda-
mamma og eftir það bjó Jósef einn.
Það var erfitt, missirinn mikill, því
þau hjónin voru mjög samrýmd.
Jósef var einnig farinn að tapa sjón
og átti því erfíðara með að komast
leiðar sinnar. Að lokum varð hann
blindur og flutti þá til dóttur sinnar,
Ragnheiðar, en hún býr í Tálkna-
fírði. Þetta var árið 1982. Jósef
átti erfítt með að sætta sig við
blinduna. Hljóðbókasafnið í
Reykjavík hjálpaði honum mikið.
Hann fékk sendar spólur með alls-
konar efni og naut hann þess í
nokkur ár. Svo hlustaði hann mikið
á útvarp, líka fréttir og innlenda
þætti í sjónvarpinu. Að lokum fór
hann á Sjúkrahúsið á Patreksfírði
og dvaldi þar síðustu vikumar. Ég
og ijölskylda mín þökkum innilega
samfylgdina. Við erum ríkari en
ella eftir kynni okkar við slíkan
mann.
Valborg Soffía Böðvarsdóttir
Þú ert Guð, sá er furðuverk gjörir
þú hefur kunngjört mátt þinn meðal
þjóðanna
Með máttugum armlegg frelsaðir þú lýð
þinn,
sonu Jakobs og Jósefs.
(Davíðsálm. 77: 15-16)
Hann Jósef afí þinn dó í nótt
heyrði ég mömmu segja við mig í
símann. Margar minningar fóru af
stað í huga mínum um afa og ömmu
á Bfldudal eins og við kölluðum þau
alltaf. En alltaf þegar ég minnist
þeirra sé ég mann og konu sem lifðu
í ótta Drottins. Trúin var það sem
ég og afí áttum sérstaklega sameig-
inlegt. Hann átti lifandi trú á Jesúm
og þegar við hittumst í fyrrasumar
þá ræddum við þessa sameiginlegu
trú okkar og ég las fyrir hann úr
Biblíunni og hann gladdist mjög því
hann var blindur og gat ekki lesið
sjálfur. Ég þakka guði fyrir þær
stundir sem við áttum saman og
ég trúi því að afí og amma, því
amma er dáln líka, lifí í samfélagi
við Guð fóður í dag og um alla eilífð.
Þess vegna kveðjum við afa okk-
ar aðeins um stundarsakir þangað
til við öll sem trúum hittumst á
himnum með Guði.
F.h. fjölskyldu minnar og bræðra
Böðvar Magnússon
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HALLA KR. SVEINBJÖRNSDÓTTIR,
lóst í Landakotsspítala föstudaginn 22. júlí.
Guðjón Þorleifsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
SÓLEY ÞORSTEINSDÓTTIR
kaupkona,
Hjallabrekku 17, Kópavogi,
lést 21. júlí. '
Sigríður Ágústsdóttlr,
Sofffa Ágústsdóttir,
Svava Agústsdóttir,
Andrós Jóhannesson,
Oddur Rúnar Hjartarson,
Ólafur Sigurðsson.
Móðir mín.
t
SVANHILDUR ÞORVARÐARDÓTTIR
áður til heimiils á Hjarðarhaga 46,
andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 7. júlí.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
F.h. aðstandenda,
Andrea Sigurðardóttir.
t
Eiginmaður minn,
SIGURÐUR ELLERTSSON,
Miðbraut 1,
Seltjarnarnesi,
lést í Borgarsjúkrahúsinu 22. júlf.
Fyrir hönd aðstandenda,
Valborg Guðjónsdóttir.
GuhnarF. Guðmunds-
son - Kveðjuorð
Fæddur 23. júlí 1983
Dáinn 18. ágúst 1987
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, syo ég sofi rótt.
(Úr þýsku, Sveinbj. Egilsson)
í dag hefði litli drengurinn okk-
ar, Gunnar Finnur Guðmundsson,
orðið 5 ára. Þessi litli drengur sem
alla tíð geislaði af lífí og krafti.
Gunnar Finnur var ekki nema 9
mánaða er hann byijaði að ganga
og var orðinn altalandi tæpra 2ja
ára. Frá því að hann vaknaði að
morgni og þar til hann sofnaði að
kvöldi var hann á fullu. Það var svo
margt sem hann þurfti að gera og
krafturinn slíkur að margir undruð-
ust hve mikil orka var í þessum litla
líkama.
Gunnar Finnur var sólargeislinn
okkar og mun alla tíð vera það
dýrmætasta og besta sem við nokk-
urn tíma höfum átt og munum eign-
ast. Þeir vom Ófáir sem héldu upp
á þennan litla dreng enda var Gunn-
ar þannig, að hann hreif alla með
fallega brosinu og stóru, brúnu,
geislandi augunum. Gunnar Finnur
var ófeiminn og söng mikið hvort
sem hann var heima eða í kaup-
félaginu, hann kunni heil býsn af
lögum. Hann var mikill ömmu- og
afastrákur, ef einhver amma eða
afí voru nálægt þá var nú gaman.
Amma í Reykjavík átti að flytja
rúmið sitt í sveitina til hans og
ekki fannst honum það mikið mál.
Rúmið var á hjólum svo við gátum
bara bundið það aftan í Sukann og
dregið það austur. Hann vissi að
það var alltaf hægt að skreppa til
ömmu og afa í sveitinni enda stutt
að fara.
Sveitalífið átti vel við Gunnar
Finn, hér gat hann hamast allan
daginn og verið með okkur í því sem
við vorum að aðhafast. Við foreldr-
ar hans vorum ekki síður háð hon-
um en hann okkur. Við máttum
ekki til þess hugsa að hafa hann
ekki alltaf hjá okkur. Það var því
mikið áfall er Gunnar Finnur
skyndilega veiktist, hann sem aldrei
var veikur var nú fluttur á gjör-
gæsludeild Landspítalans þar sem
við vöktum yfír litla drengnum okk-
ar í von um að hann myndi ná sér
til fulls. Á leiðinni í sjúkrabílnum
sagði hann, eins og til að hug-
hreysta mömmu sína, þetta batnar
alveg, en raunin varð önnur. Rúm-
um tveimur sólarhringum eftir að
hann veiktist lést hann. Við vorum
eins og lömuð, það gat ekki verið
að hann væri dáinn. það mátti ekki
vera. En þarna lá hann og við gát-
um ekkert gert til að fá hann til
okkar aftur.
Gunnar Finnur var alinn upp við
að biðja bænina sína, sem er hér á
undan og að það væri ljótt að blóta.
Hví drottinn tók hann frá okkur er
okkur óskiljanlegt.
Er við komum heim aftur var
eins og dýrin fyndu að eitthvað var
að. Hundurinn hans, Tígull, sat úti
á tröppum og vældi í marga daga
eins og til að segja okkur að við
hefðum gleymt að koma með Gunn-
ar Finn heim og kötturinn Felix fór
um allt hús að leita hans og varð
að opna inn í herbergi Gunnars til
að sýna honum að hann væri ekki
þar. Annars sat hann bara og
mjálmaði við dymar.
Nú á 5 ára afmælisdegi hans á
að skíra litlu systur hans, litlu syst-
ur sem hann var búinn að bíða svo
lengi eftir en vissi ekki er hann dó
að hún væri í maganum á mömmu.
Gunnar Finnur sagði alltaf að
mamma ætti að drekka hálfa mjólk
með rjóma út í og þá fengi hann
litla systur sem hann ætlaði að
keyra úti í vagninum og passa. Það
er sorglegt að hugsa til þess að litla
systir hans skuli ekki fá að kynnast
stóra bróður sínum sem án efa hefði
verið henni góður. Eins og Ranna
nágranni okkar sagði: „Hann var
eins og lítiil engill, svo fallegur og
góður."
Að lokum langar okkur að þakka
öllum þeim sem stutt hafa okkur í
okkar miklu sorg.
Guð geymi litla drenginn okkar.
Mamma og pabbi
+
STEINGRÍMUR KARLSSON
fyrrvorandi veitingamaöur,
lést í Borgarspítalanum 20. júlí sl. Jaröarförin fer fram frá Foss-
vogskapellu miðvikudaginn 27. júlí kl. 15.00.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Erla og Birgir Thomsen.
t
Þökkum auðsýnda samúö viö andlát og útför systur okkar,
HJÖRDÍSAR F. PÉTURSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11E, Landspítalanum.
Emil G. Pétursson,
Garðar Óskar Pótursson,
Arnold F. Pétursson
og fjölskyldur.
+
Þökkum auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför konu
minnar, móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR TEITSDÓTTUR
fyrrum húsfreyju, BJarghúsum.
Björn Slgvaldason,
Jóhanna Björnsdóttlr, Jón Marz Ámundason,
Þorvaldur Björnsson, Kolbrún Steingrfmsdóttir,
Hólmgeir Björnsson, Jónfna Guðmundsdóttlr,
barnabörn og barnabarnabörn.