Morgunblaðið - 23.07.1988, Side 43

Morgunblaðið - 23.07.1988, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988 43 Eysteinn Guðjóns- son skólastjóri, Djúpavogi - Minning Fæddur 3. apríl 1949 Dáinn 4. júní 1988 Hver harmafregn var það ekki á sjálfan sjómannadaginn að horfinn væri öndvegisdrengur, Eysteinn Guðjónsson. Svo sviplega syrti að, enn tók hafið sinn toll, enn einu sinni hljómaði harmljóð frá sænum. Svo örðugt er að eiga að trúa því, að þessi hugprúði Ijúflingur sé ekki lengur í lifenda tölu, að andar- takið snögga sé öllu lífi yfirsterk- ara, andartak hins átakanlega slyss, sem enginn veit í raun hvern- ig atvikaðist. Fyrir mig er hin þekkta byggð við bjartan vog ekki söm á eftir, enda fór þar mannkostamaður, sem fyrir miklu var að verðleikum trú- að, heill og sannur, hugdjarfur og drengilegur, greindur hið bezta og gegndi hverju starfi af stakri prýði. Eg sakna míns trygga vinar og trúa félaga, sem ævinlega var til taks, aldrei hvikaði í vökulli varð- stöðu sinni um hugsjón, sem hann vildi mega sjá í margri þarfri at- höfn. Það var ekki að ástæðulausu, þegar einn þingmanna Austurlands sagði við mig eftir snarpan snerru- fund á Djúpavogi þar sem Eysteinn var hinn íhuguli og rökfasti and- mælandi hans: „Þama eigið þið mikinn afbragðsmann." A heimili þeirra hjóna var und- urgott að eiga skjól. Þar fékk ég margan, góðan málsverð, en meir var um verð höfðingslundin, sem allt einkenndi, hlýjan í viðmótinu, veitul og björt bros og einlægni þeirra, er allt vilja gott gjöra. Þar var sem í öðru hlutur þeirra beggja jafngóður, enda með þeim jafnræði mikið. Bömin bám góðu heimili í þess orðs beztu merkingu mætagott vitni. En nú hefur þar syrt yfir svo óvægilega, sannarlega hvílir hinn myrki skuggi mikillar sorgar yfir og undur vanmáttug verða öll orð á stundum sem þessum. Fáein kveðjuorð freista ég þó að setja á blað í hljóðri þökk og með hlýrri virðingu við mætan sam- ferðamann, sem ég þarf svo margt að þakka, á svo margt gott upp að unna. Eðlilega verður mér fyrst hugsað til hins sanna sósíalista, hins ein- læga fylgismanns félagshyggju og samhjálpar, sem Eysteinn Guðjóns- son var. Hann var þar í fremstu röð þeirrar fjölmennu fylkingar, sem austfirzkir sósíalistar hafa löngum átt. i sviptivindum þjóðmála víkur margur annars vaskur liðsmaður af leið eða þokar sér í hinn þögla hóp hlutleysingja. Hreinn og beinn gekk Eysteinn Birting afmælis- og minningargreina Morgnnblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar get- ið. Sama gjldir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. til liðs við málstaðinn, hann var enginn já-maður, en við meginlínur hélt hann fast og myndaði sér glöggva og góða yfirsýn um gang þjóðmála. Já, þar fór mikill af- bragðsmaður. Orð voru það víst að sönnu og vissulega fékk ég oft að reyna sannleiksgildi þeirra. Hreyfing okkar eystra hefur því mikils misst. En missir heima- byggðarinnar hans er ekki síður mikill. Eysteinn hafði lifandi áhuga á öllu er að félagsmálum laut og bæði í frjálsum félagasamtökum sem og á öðrum vettvangi naut hann hins bezta trausts og tókst þar á við hin ýmsu verkefni. Má þar nefna ágæt störf hans fyrir ungmennafélagið, fyrir kirkj- una, þar sem hann var í forsvari leikmanna, sem hreppstjóri ög síðast en ekki sízt sem sveitar- stjómarmaðurinn bæði nú og áður, því ungur fór hann í sveitarstjórn fyrst. Hann varð oddiviti Búlands- hrepps 1986, þegar nýtt afl tók þar við taumum og reyndist þar bæði röskur og athugull eins og í öllu öðru. Svo hógvær og hlédrægur, sem vinur minn var, veit ég honum mundi nú þykja nóg þulið, en mörg starfa hans verða ekki fullrakin hér sem verðugt væri. Hins vegar hlýt ég að nefna aðalstarf hans — kennsluna og síðar skólastjómina — sem honum fórst sérstaklega vel úr hendi, festa og ljúflyndi, aðhald með umburðarlyndi, skýr og glögg framsetning námsefnis og mikil samvizkusemi áttu þar hlut að máli. Hann naut hylli nemenda sinna og fátt þekkti ég betra en hlýhug fyrri nemenda, þann hlýhug varð ég oft mætavel var við, þó ár hefðu framhjá flogið frá þeim tíma, er leiðsagnar hans var notið. Hæfileika sína í mannlegum samskiptum, ágæta, víðtæka þekk- ingu og skarpa eðlisgreind nýtti hann til fullnustu í farsælu starfí. Skólinn á Djúpavogi hefur því mikils misst. En sárastur er þó missir hins samhenta og fallega heimilis, sem þau hjón höfðu búið sér og byggt upp. Þar er vissulega þungur harmur kveðinn að konu og bömum, að móður hans og systkinum og öllum ástvinum öðrum. Öllum þeim, eink- um Jakobínu og bömunum, sendi ég mínar einlægustu samúðarkveðj- ur. Minningin um mætan dreng mun síðar milda þá miklu sorg er nú ríkir þar í ranni. En öll orð verða svo magnvana. Eysteinn fæddist á Djúpavogi 3. apríl 1949. Foreldrar hans, hjónin Auður Ágústsdóttir og Guðjón Emilsson verkstjóri þar, sem er nýlega látinn. Öll kynni mín af þeim hjónum eru einkar ánægjuleg, enda af- bragðsfólk, ákveðin og einörð og viðmótið hlýtt og einlægt. Eysteinn gerðist snemma nám- fús, lauk gagnfræðaprófi frá Eiða- skóla og kennaraprófi lauk hann 1970. Að undanskildum tveim vetr- um kenndi hann á Djúpavogi og var síðast skólastjóri grunnskólans þar. 28. maí 1977 gekk Eysteinn í hjónaband. Giftuspor var það hon- um, svo góða konu, sem hann átti og vel gerða í hvívetna. Eftirlifandi kona hans er Sigríður Jakobína Magnúsdóttir úr Kópavogi. Börn þeirra eru ijögur: Margrét Helga, Auður, Magnús og yngst er Guðrún sem er á fjórða ári. Þeirra er þungbær harmur í dag, þau hafa sannarlega mikils að sakna. Eysteinn er allur, svo örðugt sem er að trúa því, enn örðugra að sætta sig við það. Það fer harmur um hug, holl- vættir drúpa höfði, Búlandstindur bregður lit. í einlægri hryggð en með hjartans þökk kveð ég kæran vin, þennan farsæla, gulltrygga fé- laga, sem átti meginhluta ævi- göngunnar ófarinn, sem átti skilið að eiga svo gifturíka og farsæla framtíð til að vinna svo mörg góð verk. Fari félagi Eysteinn vel. Hugum- kær merlar minning hans. Blessuð s® hún. Helgi Seljan Laugardagurinn 4. júní sl. rann upp á Djúpavogi, bjartur og fagur eins og sumardagur getur fegurstur orðið. Fólk bjó sig til hátíðahalda í tilefni af sjómar.nadegi daginn eft- ir. Dansleikur í félagsaðstöðunni um kvöldið og allir voru í hátíða- skapi. Firðirnir lágu lognkyrrir og sólin gekk sína leið yfir vesturfjöllin að hálfu hulin bak við góðviðrisský. Skyndilega syrti að. Það var eins og dimm skammdegisnótt með kuldanepju, frosti og fjúki hefði allt í einu dottið á. Helfregnin fór um litla byggðarlagið. Mannlaus bátur úti á Hamarsfirði. Dansleikn- um var samstundið slitið og allir héldu hljóðir út til leitar. Það var brátt ljóst að sá sem við máttum ekki missa var horfínn. Velmetinn og vinsæll kennari og skólastjóri, vinur og félagi bamanna í þorpinu. Oddviti og hreppstjóri byggðarlags- ins, eiginmaður, faðir ungra bama, stoð og stytta fjölskyldu sinnar. Sá sem allir treystu á langt út fyrir raðir fjölskyldunnar. Það er erfítt að sætta sig við orðinn hlut og manni verður orða vant á slíkum stundum. Starfsfélagi minn og vin- ur í mprg ár er ekki lengur í okkar hópi. Ég upplifði þá reynslu að lesa harminn úr augum unga fólksins sem kom til leitar nóttina skelfí- legu. En lífíð heldur áfram þrátt fyrir allt. Ég veit að Eysteinn hefði hvatt okkur til að leggja ekki árar í bát. Eysteinn fæddist á Djúpavogi 3. apríl 1949. Hann var sonur hjón- anna Auðar Ágústsdóttur og Guð- jóns Emilssonar í Hlíðarhúsi, þar sem afi og amma Eysteins höfðu einnig búið. Fyrir fáum ámm fluttu foreldrar hans í nýbyggt hús sem þau nefndu Röst. Faðir Eysteins lést á síðastliðnu ári en móðir hans býr enn í Röst. Eysteinn ólst upp í stómm systk- inahópi, gekk í skólann á Djúpavogi og lauk þar sínu skyldunámi. Alltaf var hann fyrirmynd annarra nem- enda, greindur, íhugull, prúður og skyldurækinn. Hann lauk unglinga- náminu með miklum ágætum. Síðan lá leið hans að Eiðum og þaðan í Kennaraskólann. í skólafríum gekk hann að öllum þeim störfum sem til féllu. Það kom brátt í ljós að hann var vel verki farinn, hvort sem um var að ræða störf við físk- vinnslu, smíðar eða annað sem til féll. Alltaf var hann sá sem best var treyst til að taka að sér þau verkefni sem vom vandasömust og erfíðust. Eftir kennarapróf 1970 starfaði hann að mestu óslitið við skólann á Djúpavogi, nema tvo vet- ur sem hann var í burtu til að víkka sjóndeildarhring sinn, enda var kyrrstaða honum fjarri skapi. Hann bætti stöðugt við þekkingu sína eftir að hann lauk kerinaraprófí. Hafði m.a. aflað sér staðgóðrar þekkingar í sjóvinnu og siglinga- fræði, sem hann leiðbeindi nemend- um með í nokkra vetur. Einnig kynnti hann sér rækilega margt varðandi störf að félagsmálum og kenndi bömum og unglingum til verka á því sviði. Hann var ákaf- lega fjölhæfur kennari og gat geng- ið inn í hvaða námsgrein sem var og kennt með góðum árangri, enda átti hann mjög auðvelt með að umgangast böm og ungt fólk. Arið 1977 gekk hann að eiga Sigríði J. Magnúsdóttur úr Kópa- vogi. Þau eignuðust þrjú börn, Auði, Magnús og Guðrúnu. Auk þess ólst Margrét Helga, eldri dóttir eigin- konu hans, upp hjá þeim hjónum eins og hans eigið barn. Þau ungu hjónin hófu byggingu íbúðarhúss á Djúpavogi og höfðu innréttað sérí- búð í kjallaranum. Eysteinn vann að því að ljúka efri hæðinni er frístundir gáfust. Það em nokkur ár liðin síðan fyrst var talað um það við Eystein að taka að sér skóla- stjórn á Djúpavogi, en hann færðist alltaf undan því. Loks þegar skóla- stjóra vantaði sumarið 1986 lét hann til leiðast og starfaði tvo vet- ur sem skólastjóri. Um svipað leyti hlóðust á hann fleiri trúnaðarstörf. hann varð oddviti hreppsnefndar, hreppstjóri, formaður sóknamefnd- ar, í stjóm slysavarnafélags og björgunarsveitar o.fl. Þessi upptaln- ing sýnir hvílíkt traust menn bám til hans. Hann brást aldrei því trausti. Öll sín störf rækti hann af alúð og samviskusemi. Frístundir átti hann ekki margar. Ef þær gáf- ust notaði hann þær til að vinna að íbúð fjölskyldunnar. Einnig hafði hann ánægju af ferðum um eyjar og firði í nágrenni Djúpavogs. Það var einmitt úr einni slíkri ferð út í eyjar til að sækja böm sín og góða vini sem hann kom ekki aftur. Ég og fjölskylda mín eigum Ey- steini mikið að þakka. Áralanga vináttu, samvinnu og góð samskipti sem aldrei bar skugga á. Við vottum eiginkonu hans, börnum, móður og öðmm ættingjum innilega samúð okkar. Þeirra missir er vissulega mestur. En eftir stendur minningin um góðan dreng sem margir bundu miklar vonir við. Margir eiga honum þakkarskuld að gjalda. Alltaf var hann fyrstur til að rétta fram hjálp- arhönd þegar á þurfti að halda. Slíka minningu er gott að skilja eftir hjá öðmm. Ingimar Sveinsson Sjómannadagsins á Djúpavogi er yfirleitt beðið með óþreyju, eins og í flestum sjávarplássum landsins. Á sjómannadaginn taka menn þátt í hátíðarhöldum sjómanna, enda vel- ferð íbúa eins og á Djúpavogi byggð upp á því hve fengsælir sjómenn okkar hafa verið. Yfír sjómanna- deginum 5. júní 1988 lá hins vegar dmngi og harmur. Um miðnætti hafði borist sú frétt að Eysteins Guðjónssonar væri saknað. Hann hafði þá um daginn farið út í svo kallaðar Þvottáreyjar, með fjöl- skyldu sinni og vinafjölskyldu, en hann ásamt öðmm nýttu varpið 4; eyjunum. Þegar hann er að feija fólkið í land verður þessi hörmulegi atburður. Það reynist erfitt að sætta sig við að slíkir atburðir geti gerst, og maður fyllist vonleysi og ' fínnur til vanmáttar; þegar sam- starfsmaður, félagi og náinn vinur fellur svo skyndilega frá í blóma lífsins. Mann setur hljóðan og sú hugsun leitar á mann, hver sé til- gangurinn. Eysteinn Guðjónsson var fæddur í Sólhól á Djúpavogi. Foreldrar hans vom Auður Agústsdóttir frá Sólhól og Guðjón Emilsson frá Hlíðar- húsum, en hann lést á síðasta ári. Eysteinn var elstur átta bama Auðar og Guðjóns. Árið 1977 kvæntist Eysteinn Sigríði J. Magn- úsdóttur frá Kópavogi og eignuðust þau 3 börn, en auk þess gekk Ey- steinn, dóttur Sigríðar, Margréti, í föðurstað. , Eysteinn stundaði nám við Al- þýðuskólann á Eiðum, eftir að hann lauk skyldunámi frá Bamaskóla Djúpavogs. Árið 1970 lauk hann prófi frá Kennaraskóla íslands og kenndi síðan í Sandgerði, Djúpavogi og Kópavogi. Árið 1973 hóf hann fyrst kennslu við Grunnskólann á Djúpavogi og árið 1986 var hann ráðinn skólastjóri gmnnskólans. Eysteinn hafði áhuga á félags- málum, hvort sem þau tengdust ungmennafélaginu, slysavamafé- laginu, málefnum sveitarfélagsins eða landsmálapólitík. Það var því engin tilviljun að hann var kosinn oddiviti hreppsnefndar Búlands- hrepps 1986. Jafnframt gegndi hann starfi skólastjóra og var hreppstjóri. Það má segja að þessi þijú embætti séu lykilembætti í litlu byggðarlagi, og segir það allt um það traust, sem íbúar Djúpavogs bám til Eysteins. Sá sem þetta rit- ar, átti því láni að fagna, að vinna með Eysteini að málefnum Búlands- hrepps. Það var gott samstarf, enda málefni sveitarfélagsins, og velferð íbúa þess, hans hjartans mál. Það er sárt að sjá á eftir vini, en minn- ingin lifír. Um leið og ég kveð góð- an félaga að sinni, og þakka sam- starfíð, sendi ég hugheilar samúð- arkveðjur til eiginkonu, Sigríðar J. Magnúsdóttur, bama, móður og systkina og bið guð að styrkja þau í sorg sinni. Ólafur Ragnarsson Kveðjuorð: Willum J. Andersen, Vestmannaeyjum Fæddur 30. september 1910 Dáinn 17.júlí 1988 Að morgni sunnudagsins 17. júlí sl. lést Willum J. Andersen frá Sól- bakka í Vestmannaeyjum í Sjúkra- húsi bæjarins. Hann hafði þá um langt árabil átt við hjartasjúkdóm og aðra vanheilsu að stríða. í því stríði var oft hart barist og stóð tæpt á stundum. En svo fór sem fer hjá okkur öllum að stríðið tapað- ist. Þrátt fyrir langan aðdraganda er söknuðurmn sár. Við sem höfum deilt húsi með Willum síðastliðin 10 ár missum mikils, þó e.t.v. hvert með sínum hætti. Hann var pabbi sem alltaf var til staðar þegar á þurfti að halda og veitti þá allan þann stuðning sem honum var unnt. Hann var afi sem var svo dæma- laust natinn og hugmyndaríkur. Hann hafði alltaf tíma til að spjalla og fann alltaf eitthvað til að brasa við; grafa holu úti í gróðurhúsi sem náði alla leið til Kína, eða hvernig mætti alveg eignast og ala upp hund og ketti án þess að mamma kæmist að því. Hann var tengdapabbi sem kunni sitthvað til nánast allra verka og gat því bæði liðsinnt og hjálpað. Hann var okkur öllum bakhjarl sem alltaf var nærri og leysti með okkur málin. Fyrir þetta viljum við nú þakka. Við vitum að þó lífið á Heiðarvegi 55 verður nú með nokkrum öðrum hætti en áður, þá mun minningin um Willum lifa og ráða ýmsu um gang mála á þeim bænum. Halla, Baldvin, Erla og Lóa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.