Morgunblaðið - 23.07.1988, Page 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988
rpí/wlERKI (
©1981 Universol Press Syndicate
'HcvJ-tu vmsirí hQnc/leggnarr) beinanr
09 relciru 5ti»npilirm fostni^u/-."
Áster...
. .. að blanda í baðkerið
fyrirhann.
TM Rag. U.S. Pat Off.— all riflhts resarvod
• 1987 Los Angolos Timas Syndicata
Góðan daginn ...
Loka á Austurstræti fyrir alM umferð
Kæri Velvakandi.
Ég er að hlusta á þátt í útvarpi
um að leyfa aftur rúntinn í Austur-
stræti. Eg vona bara að það komi
aldrei til aftur. Það á að loka Aust-
urstræti fyrir allri umferð, leyfa
eldra fólki og ungum konum með
bömin sín í vögnum og öðmm gang-
andi vegfarendum að eiga þetta
friðland. Leyfa börnunum að hoppa
um frjáls og laus við ótta um bíla-
umferð.
Útimarkaðinn á að færa út úr
götunni í krókinn við Útvegsban-
kann. Þar er ágætt pláss, en þessar
grindur og tjöld eru ömurlegar.
Víðir á að vera áfram með sölu
utan við dymar hjá sér og eins
bókabúðir. En nóg um það.
Ég vil láta loka litlu götunni við
Austurvöll hjá Nýja kökuhúsinu þar
sem sett em út borð og fólk getur
Afsökunarbeiðni
frá Hagkaupum
Til Velvakanda.
í dálki þínum þann 21.júlí birtist
bréf frá einum viðskiptavina okkar,
Ólöfu Sigurjónsdóttur, þar sem hún
skýrði frá óskemmtilegri reynslu,
sem hún hafði af viðskiptum við
okkur. Þar vom um mistök af okkar
hálfu að ræða, sem við hörmum
mjög. Því vihum við nota tækifærið
hér og biðja Ólöfu opinberlega afsök-
unar, eins og ég hef áður gert við
hana sjálfa.
Virðingarfyllst,
f.h. Hagkaupa,
Þorsteinn Pálsson, sölustjóri.
fengið sér kaffi og kökur. Ég var
þarna í dásamlegu veðri, sól og hita,
um daginn þv{ þama er alveg skjól.
Allt hefði venð ágætt ef ekki hefði
verið fyrir sífellda bílaumferð, sem
jós yfir mann mengun og hávaða.
En það var ekki það versta. Bömin,
sem vom þarna með mæðmm
sínum, vom hlaupandi inn á Austur-
völl og til baka, og tvisvar lá við
slysi. Þetta horfðum við á og ég
spyr er hvergi afdrep fyrir fólk að
setja sig niður og eiga góða stund?
Það á að loka þessari götu nema
fyrir gangandi fólki.
Þá vil ég bjóða Ólínu Þorvarðar-
dóttur velkomna í sjónvarpið aftur.
Mikið hafði ég saknað hennar.
Hver stjómar söguflutningi í
Ríkisútvarpinu eftir hádegi fyrir
gamla fólkið, sem helst hlustar á
þessum tíma? Það hefði ég gaman
af að vita.
Að lokum vil ég óska Morgun-
blaðinu til hamingju með að vera
laust við Sigmund. Við höfum Her-
mann og það er nóg.
Með bestu kveðjum,
0787-6645.
Um álver við Eyjafjörð
Til Velvakanda.
Að gefnu tilefni:
Eyjafjörður er einn af þeim reitum
sem ekki má koma til greina
að setja þar niður álver né annað
sem óhreinkar möttulinn hreina.
Það yrði sem kýli á líkama landsins
með logandi verlgum og sviða.
Til skelfmgar yrðu þar skemmdarverk
mannsins
því skylt er að biðja honum griða.
Hugrún, skáldkona.
Hundurinn
enn í óskilum
Hundurinn, sem sagt var frá í
Velvakanda 15. júlí, er enn í óskil-
um á Akranesi. Hann fannst 9. júlí
aðframkominn af þreytu. Finnand-
inn telur ekki ólíklegt að hann hafi
villst af hestamannamótinu á Kald-
ármelum. Hver sá er kannast við
hundinn er beðinn að hafa samband
í síma 93-11253.
HÖGNI HREKKVÍSI
Víkverji skrifar
Sumarbúðir í borg hjá íþróttafé-
laginu Val vekja mikla ánægju
meðal þeirra barna, sem þangað
sækja. Þetta er skemmtileg hug-
mynd hjá Völsurum, því þama fá
bömin að kynnast ótalmörgum
íþróttum, s.s. handbolta, körfu-
bolta, knattspymu, fijálsum, sundi
o.fl., en einnig er föndur, farið í
leiki, heimsóknir í fyrirtæki og til
annarra íþróttafélaga. Deginum er
skipt niður í hluta, þannig að stund-
um er knattspyma, þá tekur við
handbolti, síðan fijálsar og þannig
áfram út daginn. Én eitthvað er til
sem heitir „kickball" og „softball",
sem Víkvetja skilst að sé einhvers
konar „baseball"! Væri ekki nær
að finna íslensk nöfn yfir þessa
boltaleiki? Og þegar minnst er á
íslenskt mál kemur alltaf upp f
hugann orðið verð, það er að verða
eins algengt að heyra „verðin em
hagstæð" eða „á góðum verðum"
eins og „hvað skeði fyrir þig“. Þetta
nær orðið til allra aldurshópa, heyr-
ist í sjónvarpi og útvarpi og sést í
auglýsingum í blöðum, þannig að
ekki veitir af að hamra á því að
verð er eintöluorð.
XXX
Erfiðleikar virðast vera í rekstri
fataverslana eftir því að dæma,
að nú eru útsölur að hefjast af full-
um krafti. Þetta þekktist t.d. ekki
á síðastliðnu ári eða á árum áður.
Sumarútsölur hófust að jafnaði ekki
fyrr en í byijun eða um miðjan
ágúst. Sama var uppi á teningnum
í janúar sl., þá hófust útsölur a.m.k.
2-3 vikum fyrr en venjulega. Hvað
veldur? Eru verslanir of margar,
eru kaupendur farnir að draga í
land eða kaupa þeir föt að mestu
erlendis?
Almenningur virðist vera að
taka við sér að einhveiju leyti
í umferðarmálum. Stofnuð hafa
verið samtök, sem hafa það að
meginmarkmiði að bæta umferðar-
menningu landans. Viðræður lög-
reglunnar og mótorhjólasamtak-
anna Sniglanna er dæmi um annað
jákvætt framtak, en þær viðræður
sýnast hafa verið velheppnaðar.
Eitt er þó sem vekur athygli og það
eru auglýsingar sumra bifreiða-
umboða. Algengt virðist að bílarnir
sem auglýstir eru séu aðallega fyr-
ir utanbæjarakstur og eru þá gjarn-
an teknar mjög svo krappar beygj-
ur, hraðakstri beitt, ætt út í ár og
læki og nú síðast hefur eitt bifreiða-
umboðið auglýst í sjónvarpi, þar _
sem fyrrgreindar aðferðir eru not-
aðar og bílnum er m.a. ekið mjög
nálægt þverhníptri brún. Eru þessar
auglýsingar ekki dulbúinn áróður
til (ungs) fólks til hvers bílar eru
ætlaðir?