Morgunblaðið - 23.07.1988, Síða 54

Morgunblaðið - 23.07.1988, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988 HANDKNATTLEIKUR / V—ÞYSKALAND „Raunhæft að ísland nái verðlaunasæti í Seoul“ >« liðið og möguleika þess í Seoul? „íslenska liðið er mjög þroskað og leikreynt og nær hápunkti í Seoul. Leikmenn eru á besta aldri, en ef liðið nær ekki góðum ár- angri núna þá liggur leiðin niður á við. I íslenska liðinu eru margir mjög góðir leikmenn á alþjóðlegan mælikvarða sem eru byggðir upp í Vestur-Þýskalandi þar sem þeir hafa leikið við fyrsta flokks að- stæður. (Kristján) Arason, (Al- freð) Gíslason, (Páll) Ólafsson, (Sigurður) Sveinsson og (Atli) Hilmarsson eru nær fullkomnir leikmenn. Þá er homamaðurinn litli (Guðmundur Guðmundssson) ótrúlega skemmtilegur og (Þorg- ils Óttar) Mathiesen er mjög sterkur leikmaður. Með þessu liði ætti að vera raun- hæft að ná í verðlaunasæti á Ólympíuleikunum og það held ég að sé rökrétt mat en ekki ósk- hyggja." Hverjir eru gallar íslenska liðs- ins? „Það vantar meiri samræmingu í vamarleikinn og meiri fjölbreytni í sóknarleikinn. En þetta em vandamál sem öll lið eiga við að stríða ,og það er nægur tími til stefnu." Ekkert lið án þjálfara Hvað með þjálfarann, Bogdan Kowalczyk? „Ég þekki ekki svo vel til hans en að koma liði frá 240.000 manna þjóð á Ólympíuleika segir sína sögu. Hann hefur líka fengið góða leikmenn úr vestur-þýsku úrvalsdeildinni og það hefur hjálp- að honum. En það er ekkert lið án þjálfara og enginn þjálfari án liðs!“ Hvað er framundan hjá v-þýska landsliðinu? „í fyrsta lagi að ná í A-keppni. Það er númer eitt. Við getum staðist bestu þjóðum heims snún- ing, en í B-keppninni er leikið upp á líf og dauða. Við erum með gott lið og ef við'komum sálfræði- legu hliðinni í lag þá verðum við Ólympíuþjóð að nýju.“ Hver eru vandamál v-þýska landsliðsins? „Vestur-þýsk félagslið eru mjög sjálfselsk og viija ekki gefa leik- mönnum mikinn tíma með lands- liðinu. Við fáum til dæmis aðeins 70 daga í undirbúning fyrir B- keppnina og það er það minnsta sem vestur-þýska landsliðið hefur nokkurn tíman fengið fyrir slíka keppni. Islendingar hafa fengið ótrúlega mikinn tíma til undirbúnings. Þeim tekst því að ná upp þeim liðsanda sem þarf, því í hand- knattleik gerast engin krafta- verk.“ Gott aö vinna annan Hvað með leikina um helgina. Attu von á sigri? „Það væri gott að vinna annan leikinn. Við höfum leikið tvo skemmtilega leiki og leikurinn í Austur-Þýskalandi var að vísu mjög harður en einnig mjög góð- ur. Þrátt fyrir vinskap er ekkert gefið eftir í rúma klukkustund og hálftíma eftir leik eru allir vinir að nýju. Þannig eiga íþróttir að vera. Ég vona að höllin verði troðfull því við höfum gott af því að leika á útivelli. Við erum að undirbúa okkur fyrir B-keppnina í Frakkl- andi og þar leikum við alla leikina á útivelli.“ Áfram ífremstu röð Hvað með framtíðina hjá þess- um tveimur liðum, v-þýska og íslenska? „Við erum á uppleið og eigum marga unga leikmenn sem geta tekið við. Ég veit ekki hvernig þetta er hjá íslenska liðinu hvort það nær að halda sínu striki eftir Ólympíuleikana eða hvort það hrapar aftur niður. Ég reikna þó frekar með því að Island verði áfram í fremstu röð, en það er alltaf erfiðara að halda sér á toppnum en að ná þangað. En íslenska liðið er líklegt til afreka á Ólympíuleikunum og ég spái því hiklaust í 1.-4. sæti.“ - segir Petre Ivanescu, landsliðsþjálfari V-Þýskalands Petre Ivanescu þungbrýnn á varamannabekknum. PETRE IVANESCU ereinn virtasti þjálfari heims í hand- knattleik. Hann hefur þjálfað v-þýska landsliðið í rúmt ár og á þeim tíma hefur hann sýnt að liðið á ekki heima í hópi B-þjóða. Áðuren hann tók við landsliðinu var hann einn fremsti handknattleiks- maður Rúmeníu, en þaðan er hann ættaður, og náði frá- bærum árangri sem þjálfari v-þýskra féiagsliða. Hann er nú staddur hér á landi með v-þýska landsliðinu sem mun mæta íslendingum ítveimur vináttulandsleikjum um helg- ina. Ívansceu er kannski dæmigerð- ur þjálfari í fasi. Hann virkar frekar þunglyndur og á það til að sleppa sér gjörsamlega á vara- mannabekknum ef honum líkar ekki frammistaða sinna manna. En árang- urinn sem hann hefur náð er sannarlega glæsileg- ur. Petra Ivanescu kom frá Rúmeníu 1957, en þá var hann einn besti handknattleiksmaður þjóðarinnar. Um það leyti tóku Rúmenía og V-Þýskaland upp stjórnmálalegt samband. Hann ílentist svo í V- EftirLoga B. Eiðsson og Jóhann Inga Gunnarsson Þýskalandi, enda var samningur hans ávallt framlengdur. hann hefur því búið ' V-Þýskalandi og fyrir rúmu ári tók hann við stöðu landsliðsþjálfara og er nú orðinn v-þýskur ríkisborgari. Aðspurður segist Ivanescu vera ánægður með úrslitin í leikjum V-Þjóverja gegn íslendingum í Vestur- og Austur-Þýskalandi. „Leikirnir voru liður í undirbún- ingi okkar og tókust vel. Bæði lið reyndu ýmislegt og leikirnir voru góðir.“ Nær hápunkti í Seoul Hvað finnst þér um íslenska Petre Ivanescu er 52 ára og hefur búið í 21 ár í V-Þýskalandi. Hann lék í Rúmeníu í 15 ár en þá fluttist hann til V-Þýskalands, Hann lék rúmlega 200 landsleiki með rúm- enska landsliðinu og varð heims- meistari með því 1961 og 1964. Arangur sem þjálfari: Gummersbach: V-pýskur meistari 1979 og 1983 Bikarmeistari 1979, 1982 og 1983. Sigurvegari f Evrópukeppni bikar- hafa 1982 og Evrópukeppni meist- araliða 1983. Sigurvegari í Meistara- leiknum (milli Evrópumeistara bikar- hafa- og meistaraliða) 1982 og 1983. Essen: V-þýskur meistari 1986. V-þýska landsliðið: Heimsbikarmeistarar 1988 og sigur- í Super Cup 1988. Liðið ikið 30 landsieiki undir hans stjóm og aðeins tapað 7. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR / BANDARÍKIN KNATTSPYRNA / 2. DEILD „ButchM lofar heimsmeti HARRY „Butch“ Reynolds, sem hljóp 400 metrana á 43.93 sek.á úrtökumótinu í Banda- ríkjunum sagði á blaðamanna- fundi í gær að hann væri viss um að sigra heimsmethafann, Thomas Schönlebe, á ólympíu- leikunum í Seoul. í hlaupinu náði Butch næstbesta tíma í heiminum í 400 metra hlaupi, en heimsmetið, sem Lee Evans á, er orðið 20 ára gamalt, og er einungis 7 sekúndubrotum lægra. Butch sagðist einnig ekki ætla að láta sér nægja að sigra Shönlebe hann ætlaði sér að setja nýtt heimsmet. „Lee Evans á nokk- uð, sem ég hef alvarlega í hyggju að eignast," sagði Butch, sem spáði því einnig að heimsmetið í 4x400 metra boðhlaupi, myndi falla, en Butch er auðvitað í henni ásamt Danny Evrett og Steve Lewis. Hver flórði maðurinn verður er ekki enn ákveðið. í stangarstökkinu sigraði Kory Tar- penning, stökk 5.89 metra í fyrstu tilraun og reyndist það 10 sm. hærra en hjá næsta manni. Einung- is 8 stökkvarar hafa stokkið hærra en hinn 26 ára gamli Tarpenning, en ólympíuleikarnir í Seoul verða þeir fyrstu sem hann tekur þátt í. Tim Bright, sem varð annar í tug- Úrslit Úrslit uröu þessi á bandaríska úr- tökumótinu í frjálsum íþróttum á fimmtudaginn. Þrír efstu tryg^göu sér farseðilinn til Seoul: Tugþraut: 1. Gary Kinder............ 8.293 2. Tim Bright...............8.287 3. Dave Johnson........... 8.245 Kringlukast kvenna: 1. Connie Price.............61.28 2. Ramona Pagel..............61.28 3. Carol Cady................60.66 Stangarstökk: 1. Kory Tarpenning...........'. 5.89 2. Earl Bell..................5.79 3. Billy Olson................5.69 þrautinni, varð fjórði í stangar- stökkinu, stökk 5.69 metra og mun- aði því minnstu að honum tækist að vina sér þátttökurétt í þeirri grein. Eftir keppnina sagði Bright að hann hefði gefið sæti sitt eftir í stangarstökkinu ef hann hefði náð þriðja sæti, og kvaðst einungis hafa stokkið sér til gamans. Þátttakendur Bandaríkjanna í tug- þraut verða auk Brights þeir Gary Kinder, sem sigraði, og Dave Jo- hnson. Mary Decker Slaney hljóp 1500 metrana á 4.27 mínútum, og er það besti árangur sem náðst hefur í Bandaríkjunum í ár. Hún mun einn- ig taka þátt í 3000 metra hlaupinu í Seoul. í gær fór fram keppni í 110 metra grindarhlaupi, þar sem heimsmet- hafinn handleggsbrotni, Greg Fost- er, var meðal keppenda, en hann brotnaði 4. júlí, og eins og aðrir þarf hann að náð einu af þremur efstu sætunum til að komast til Seoul. Tómas bjargaði Eyjamönnum Tómás Ingi Tómasson bjargaði öðru stiginu fyrir Eyjamenn er þeir mættu Þrótturum á Val- bjamarvellinum í gær. Hann skor- aði bæði mörk Eyjamanna, það síðara þremur mínútum fyrir leikslok, en Þróttarar höfðu skor- að tvö fyrstu mörkin. Leikurinn var fjörugur og Þróttar- ar voru sterkari framan af. Þeir Þróttur-IBV 2:2 (1:0) Mörk Þróttan Sigurður Hallvarðsson (30. vsp.), Hermann Arason (60.). Mörk IBV: Tómas Ingi Tómasson (77. og 87.). Maður leiksins: Adolf Óskareson, ÍBV. uppskáru tvö mörk og leit allt út fyrir langþráðan sigur. En smám saman komust Eyjamenn inn í leikinn og tvö mörk á síðustu mínútunum færðu þeim annað stigið. Það mátti þó ekki miklu muna því rétt fyrir leikslok átti Sigfús Kárason þrumuskot í þverslá Eyjamarksins úr góðu færi. Segja má að jafntefli hafi verið sanngjöm úrslit. Liðin skiptu leiknum bróðurlega á milli sín, Þróttarar voru sterkari í fyrri hálfleik og Eyjamenn í þeim síðari. Þróttarar fengu mörg góð færi, en Adolf Óskarsson varði oft mjög vel. Þá fengu Eyjamenn dauða- færi rétt fyrir leikslok, en Jón Ólafur Daníelsson skaut framhjá af stuttu færi. H111! f 11H1111M111111111H i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.