Morgunblaðið - 23.07.1988, Side 56
EIUMA
MIÐUMN
27711
> I S G H 0 t T S S 1 R k T I 3
Svenir Knstinssw, sotusljón - Þorieifur Guómundsson, sölum.
líóróifuf HílWötsson, löjfr.-Unnsteinn Beck tirt., simi f 23J0
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988
VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR.
Borgarfógeta-
embættið:
, Gjaldþrotin
~ eru komin
langt yfir
eðlileg mörk
— segir Brynjar
Níelsson
lögfræðingnr
BRYNJAR Níelsson lögfræðing-
ur hjá borgarfógetaembættinu
segir að gjaldþrotabeiðnir hjá
, embættinu séu nú komnar langt
* yfir eðlileg mörk, raunar megi
orða það svo að embættið sé að
drukkna í þeim. Aukning gjald-
þrota sé sérstaklega mikil hjá
hlutafélögum. „Manni virðist
sem félögin fjárfesti mikið þeg-
ar vextir eru háir og lánsfé dýrt
en ekki öfugt eins og vera ætti,“
segir Brynjar.
Ragnar Hall skiptaráðandi hjá
borgarfógeta segir að ekki hafi
,, verið teknar saman neinar hald-
bærar tölur um aukningu gjald-
þrota hjá embættinu, en þau hafí
stöðugt aukist ár frá ári. í fyrra
voru öll met slegin er gífurleg
aukning varð á gjaidþrotum og
stefnir í sama farið í ár. „Það er
greinilega þungt í ári hjá mörgum
fyrirtækjum núna,“ segir Ragnar
Hall.
Hvað beiðnir um greiðslustöðv-
anir varðar hefur ekki verið merkj-
anlegur munur á þeim milli síðustu
ára. I ár stefnir í að þær verði
nokkru fleiri en í fyrra. Það sem
af er árinu hafa embættinu borist
20 beiðnir um greiðsiustöðvanir en
••jjþessi fjöldi var 28 alit árið í fyrra.
Morgunblaðið/KGA
Bryndís Brandsdóttir jarðskjálftafræðingur gluggar á nýja mælinn á tindi Leirhnúks. Hnúkurinn er allur sprunginn eftir jarð-
hræringar síðustu ára og gufuna leggur upp úr sprungunum. Á bak við Bryndísi, í aðeins 20 metra fjarlægð, er hrauntunga sem rann
í síðasta gosi, kolsvört að iit.
Reykjahlíð. Frá Ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morgunblaðsins.
BRYNDÍS Brandsdóttir, jarðskjálftafræðingur hjá Raunvísinda-
stofnun Háskólans, hefur nú sett upp fjóra tölvustýrða jarðskjálfta-
mæla til þess að fylgjast með jarðhræringunum við Kröflu. Mælarn-
ir eru af nýrri gerð og hafa aðeins 25 verið smíðaðir. Bryndís
hefur tækin að láni hjá Kólumbíu-háskóla í Bandaríkjunum. Mæl-
arnir eru ekki tengdir sírita, sem skrifar á stórar pappírsrúllur
eins og eldri gerðir, heldur eru þeir tengdir við tölvuskjá.
Biyndís hefur komið mælunum fyrir á tindi Leirhnúks, við Sand-
múla, Hlíðarfjail og í Gæsadölum. Lítil reynsla er komin á mælana,
enda voru þeir settir upp á fimmtudag og lesið af þeim í fyrsta sinn í
gær. Mælirinn á Leirhnúki er á miðju hættusvæðinu, sem almannavam-
ir hafa varað fólk við að fara inn á. Bryndís þekkir hins vegar svæðið
vel, enda hefur hún fylgst með jarðhræringunum við Kröflu frá upphafi
og veit hvaða boð gos sendir á undan sér. „Ef við finnum stöðugan titr-
ing undir fótum hlaupum við bara hratt í austur," sagði Bryndís er
Morgunblaðsmenn gengu með henni á Leirhnúk í gær að vitja um mælinn.
Landris hélt stöðugt áfram við Kröflu í gær. Skjálftar voru nokkuð
tíðir og stefndi í að þeir yrðu um hundrað á sólarhringnum eins og
verið hefur undanfarið. Bryndís Brandsdóttir segir að það sé ómögulegt
að segja til um hvað gerist næstu daga. „Þessi skjálftatíðni er ekkert
ósvipuð því sem var stundum milli gosa, til dæmis 1982 og 1983. Þá
komu hviður, er landrisið tók við sér og skjálftatíðnin jókst, án þess að
það kæmi gos,“ sagði Bryndís. Hún sagði að sambærileg hviða hefði
reyndar komið í febrúar í ár, en ekki borið eins mikið á henni, enda
hefðu skjálftar verið færri og smærri.
Mikil aðsókn að skólum í Reykjavík:
Umsækjendum vísað
frá framhaldsskólum
MUN fleiri sóttu um inngöngu
í framhaldsskóla landsins næsta
haust en verið hefur undanfarin
ár. Þurft hefur að vísa fólki frá
skólum í höfuðborginni og
víðar.
Endanlegar tölur iiggja ekki
fyrir um fjölda þeirra sem luku
grunnskólanámi í vor eða fjölda
nýnema í framhaldsskólum. Þó er
ljóst að umsóknum um skólavist
hefur fjölgað mjög og kemur fyrst
og fremst tvennt til: Stór árgangur
níunda bekkjar grunnskóla í vetur
leið og svokallað skattlaust ár í
fyrra sem olli því að ýmsir kusu
að vinna eftir grunnskólanám og
fresta framhaldsnámi um ár.
Flestum umsækjendum virðist
hafa þurft að vísa frá Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti og Mennta-
skólanum við Hamrahlíð, en af
skólum utan höfuðborgarinnar
reyndist til að mynda nauðsynlegt
að neita á áttunda tug ungmenna
um skólavist í Menntaskólanum á
Akureyri. Mismunandi er við hvað
er stuðst þegar velja þarf nemend-
ur í skóla; ýmist hverfí, val á náms-
greinum eða einkunnir.
Sjá ennfremur á miðopnu.
Einkaaðilar hafa áhuga á
að fjárfesta í álveri hér
Fagna áhuganum á þessu máli, segir
Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra
FJÁRSTERKIR erlendir aðilar, einstaklingar og fjárfestingarfyr-
irtæki, hafa sýnt því áhuga að fá að fjárfesta í nýju álveri hér-
lendis. Hafa þeir haft samband við ráðamenn vegna þessa. Þar
sem þegar hefur verið gengið frá samstarfssamningi milli fyrir-
tækjanna fjögurra um hagkvæmniskönnun álversins í Straumsvík
kæmu þessir aðilar ekki inn í myndina nema af byggingu þriðja
álversins yrði.
Friðrik Sophusson iðnaðarráð-
herra segir að hann geti staðfest
að fleiri aðilar en þeir fjórir sem
nú vinna að hagkvæmniskönnun
fyrir álver i Straumsvík hafi sýnt
áhuga á byggingu álvers hérlend-
is. „Ég fagna áhuganum á öðru
álveri en vil jafnframt taka fram
að þetta þýðir ekki að álver verði
reist hér á næstu dögum. Segja
má að staða málsins sé sú'sama
og hún var fyrir fimm árum hjá
þeim sem eru að vinna hag-
kvæmniskönnunina," segir Frið-
rik.
Aðilamir sem hér um ræðir eru
m.a. Norsk Hydro og bandaríska
fyrirtækið Alumax, einnig hafa
einkaaðilar sýnt því áhuga að fjár-
festa í álveri hérlendis eins og
fyrr greinir.
„Þótt það taki á bilinu fimm til
tíu ár að þróa hugmynd um bygg-
ingu álvers frá áhuga aðila að
ákvarðanatöku í málinu höfum við
ákveðið að fara strax að undirbúa
næsta verkefni í orkufrekum iðn-
aði hér og virkjunum tengdum
honum,“ segir Friðrik. Hann nefn-
ir í þessu sambandi markaðsskrif-
stofu þá sem komið hefur verið á
laggirnar. Hún á að samræma öll
störf ísienskra stjómvalda á þess-
um vettvangi.
Friðrik segir einnig að skilning-
ur heimamanna á Norður- og
Austurlandi sé forsenda þess að
hægt verði að vinna áfram að því
að fá fyrrgreinda aðila, og jafnvel
einhveija af hinum fjórum, til sam-
starfs um þriðja álverið ef það
reynist fýsilegur kostur.
Leifsstöð:
Handtekinn
með kókaín
Fíkniefnalögreglan hand-
tók fyrir nokkru mann í Leifs-
stöð á Keflavíkurflugvelli og
reyndist hann hafa 10 grömm
af kókaíni í fórum sínum.
Maðurinn var að koma frá
Amsterdam þar sem hann
keypti efnið. Maðurinn var
settur í gæsluvarðhald en
sleppt skömmu síðar enda
málið fullrannsakað.
í byijun þessarar viku var
annar maður handtekinn á
Keflavíkurflugvelli. Reyndist sá
vera með 35 grömm af amfet-
amíni í iðrum sínum. Hann var
einnig að koma frá Amsterdam.
Þessi maður var úrskurðaður í
gæsluvarðhald en sleppt úr því
í fyrradag.