Morgunblaðið - 05.08.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.08.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988 Utiræktað grænmeti: Utlit fyrir uppskeru undir meðallagi í ár TALSVERÐUR skaði hefur orðið á útiræktuðu grænmeti vegna veðurs í sumar og er nú útlit fyrir að ársuppskeran verði eitthvað undir meðallagi. Ljóst er að uppskeran verður mun minni en í fyrra, en þá var hún fádæma mikil vegna óvenju sólríks og góðs ræktunarsumars. Kristján Benediktsson, mark- aðsstjóri og uppboðshaldari hjá Sölufélagi garðyrkjumanna, segir að þeir framleiðendur sem hann hafí haft sambarid við séu þó frek- ar bjartsýnir, en ljóst sé að um hálfsmánaðar seinkun hefur orðið á framleiðslunni. Þetta sé þó nokk- uð misjafnt, því þar sem ræktað er í upphituðu landi eða undir jrfír- breiðslu hefur veðurfarið haft minni áhrif. „Þessa dagana er útiræktaða grænmetið sem óðast að koma á markaðinn, og nær framboðið væntanlega hámarki á næstu vik- um. Rófur eru óvenju snemma á ferðinni nú, en þær eru ræktaðar í upphituðum og yfirbreiddum jarð- vegi, en þær rófur sem ræktaðar eru með öðrum hætti koma vænt- anlega ekki á markað fyrr en í lok ágústmánaðar. Gulrætur eru einn- ig að berast þessa dagana ásamt sumarhvítkáli, sem er snemm- sprottið afbrigði. Sama á við um kínakál og fleiri tegundir. Þrátt fyrir ótíðina horfír ekki svo illa, þar sem sífellt er verið að bæta ræktunina." Hrafíi Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Sölufélags garð- yrkjumanna, segir að framboð á tómötum hafi nú þegar náð há- marki, en verð á þeim hafi verið lágt „Framleiðendur eru ósáttir við það verð sem hefur fengist, en það hefur verið að jafnaði á bilinu 110—115 krónur á uppboðsmark- aðnum, en framleiðendur telja sig þurfa að fá 140—150 krónur fyrir kílóið til að getað lifað af því. Af því sem fæst fyrir kílóið á upp- boðsmarkaðnum á eftir að taka þóknun markaðarins, sjóðagjöld og fleira. Þá verða alltaf einhver af- £511. Verðið var að vísu hærra í vor þegar framboð var lítið, og fyrir- sjáanlegt er að verðið þarf að hækka þegar líður á haustið til að út úr þessu fáist lífvænlegar tekjur fyrir framleiðenduma. Grænmetis- framleiðendur líða mikið fyrir sölu- skattinn, og kannski speglast þetta fyrst og fremst í tómötunum, sem eru einhvers konar vísitala á gang grænmetismála. Það er alveg ljóst að tómataframleiðendur bera sölu- skattinn að fullu, og kannski líða þeir mest fyrir það að söluskattur er lagður á grænmeti. Lítið framboð var á gúrkum í júní og frameftir júlí, en það hefur síðan farið vaxandi og má því gera ráð fyrir að verð á þeim fari eitt- hvað lækkandi á næstunni. Dimm- viðrið sem var í júní truflaði seinni uppskeruna og hefur seinkað henni um hálfan mánuð. Segir það til sín í minna framboði og hærra verði." Varðandi uppboðsmarkað Sölu- félags garðyrkjumanna sagði Hrafn að hann teldi það sölufyrir- komulag hafa gengið bærilega bæði fyrir kaupendur og seljendur, en menn hafí þó ekki séð fýrir allt sem átt hefur sér stað. „Það má gera ráð fyrir því að þegar ræktun- artimabilinu lýkur verði metið í heild hvemig þetta kom út og kannað hveiju hægt er að breyta og hvað má bæta. Eg tel þetta um margt vera nothæft fyrirkomulag, en á því eru vissir annmarkar. Framleiðendur þyrftu til dæmis að standa þéttar að þessu og til bóta væri ef fleiri kaupendur keyptu á markaðnum, en þeir eru að jafnaði 8-10.“ MorgunblaðiA/Sigurður Jónsson Guðrún sitjandi, Oddgeir og Sigurlaug við rúm móður sinnar Ingilaugar Teitsdóttur frá Tungu í Fljótshlið sem varð 104 ára í gær. Elsta íslenska konan 104 ára Selfossi. ELSTA kona á landinu, Ingi- laug Teitsdóttir frá Tungu í Fljótshlíð, varð 104 ára i gær. Hún dvelst á Sjúkrahúsi Suður- lands og þangað komu f af- mæliskaffi þijú af fjórum börn- um hennar. Ingilaug fæddist á Gijótá í Fljótshlíð, dóttir Teits Ólafssonar og Sigurlaugar Sveinsdóttur. Hún bjó í Tungu ásamt manni sínum Guðjóni Jónssjmi sem lést 1952. Þau eignuðust fjögur böm sem öll em á lífí, Guðrúnu sem er fædd 1908 og á heima í Tungu í Fljótshlíð en dvelur á dvalar- heimilinu Lundi á Hellu, Sigur- laug sem er fædd 1909 og býr í Fögruhlíð í Fljótshlíð, Oddgeir sem er fæddur 1910 og býr í Tungu í Fljótshlíð og Þórunn sem er fædd 1911 og dvelur á dvalar- heimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli. Inni á stofu Ingilaugar á Sjúkrahúsi Suðurlands var slegið upp dálítilli kaffíveislu með af- mælistertum fyrir viðstadda og starfsfólk. Þau systkinin Guðrún, Sigurlaug og Oddgeir komu í heimsókn en Þórunn komst ekki þar sem hún var í hópferð við Vestmannsvatn með öldruðum frá Hvolsvelli og Selfossi. Greinilegt var að Ingilaug skynjaði nærveru fólksins þó ekki væri hún fær um að tjá sig. — Sig. Jóns. Fjármálaráðuneytið: Samið við lánastofnanir um ríkisskuldabréfasölu Raunvextir bréfanna lækka um V2% Fjármálaráðherra hefur, fyrir hönd ríkissjóðs, gert samkomu- lag við banka, sparisjóði og verð- bréfafyrirtæki, um sölu á ríkis- skuldabréfum sem standi undir mestum hluta af innlendri láns- fjárþörf rikissjóðs til áramóta. í samkomulaginu er gert ráð fyr- ir að lánastofnanir ábyrgist sölu á skuldabréfum fyrir 2,97 milljarða króna. Á móti verði bindiskylda hjá Seðlabanka lækkuð um 1% frá og með 1. september en lausafjárhlut- fall aftur á móti hækkað um 1% og til þess teljist helmingur af spariskírteinaeign hverrar stofnun- ar. Raunvextir á skammtíma- skuldabréfum munu jafnframt Leitaði að reiðhjóli en fann frummynd eftir Einar Jónsson Frummyndir af styttum eftir Einar Jónsson myndhöggvara eru fágætar og flestar þeirra sem þekktar eru í eigu safnsins sem kennt er við listamanninn. Að sögn þeirra sem gerst þekkja, má telja á fingrum ann- arrar handar þá einstaklinga sem eiga slíka dýrgripi. Einn þeirra er ungur Reykvfkingur sem eignaðist gipsmynd eftir Einar Jónsson, styttuna Dögun, með óveiýulegum hætti. „Ég keypti styttuna á uppboði úr dánarbúi á Fjóni S Danmörku fyrir nokkrum árum,“ sagði eig- andinn f samtali við Morgunblaðið. „Það kom þannig til að ég var við nám í Danmörku og varð fyrir því að hjólinu mfnu, sem ég fór allra minna ferða á, var stolið. Ég leit- aði til lögreglunnar og fékk þar þær upplýsingar, að þar sem svo mikið væri um reiðhjólaþjófnaði skráðu þeir þá ekki en af og til væru haldin uppboð þar sem með- al annars óskilahjól væru seld. Ég ákvað að fylgjast með hvenær næsta uppboð jrrði haldið. Þegar að því kom mætti ég á staðinn vongóður um að hafa upp á hjólinu en áður en hjólin voru boðin upp voru seldir munir úr einhveiju dán- arbúi sem ég veit engin nánari deili á. Meðal eigna í búinu var þessi stytta Einars. Hvorki upp- boðshaldarinn né aðrir viðstaddir virtust þekkja til Einars en ég ákvað í hálfkæringi að bjóða f grip- inn þótt ég gerði mér engar sér- stakar vonir um að mér yrði slegin styttan. Það varð þó úr og þótt ég vilji ekki gefa upp hvað hún kostaði mig þá held ég að Ijóst sé að það var talsvert undir raun- virði. En hjólið fann ég aldrei." Næstu misseri piýddi stjhtan híbýii námsmannsins og sambýlis- konu hans í Danmörku en þar kom að þau fluttust heim og fylgdi þá Dögun, gipsmynd Einars Jóns- sonar. Styttan er 60 sm á hæð en 70 sm á breidd. Á litlu mynd- inni sést áletrun Einars Jóns- sonar á stöplinum. styttan með í rammgerðum heima- 8míðuðum kassa. Einarssafni hef- ur verið boðin stjdtan til kaups en fjárhagur þess er þröngur. Hún stendur nú á heimili eigandans á 1. hæð í fjölbýlishúsi í miðbænum. „Hún mjmdi njóta sín betur annars staðar og ég er ákveðinn í að selja hana, er hálfhræddur að vita af Morgunblaðið/KGA henni heima hjá mér þar sem hún nánast blasir við frá götunni. Von- andi finnst kaupandi sem vill og getur sýnt styttunni þann sóma sem henni ber." lækka um V2% og gerðar verða ráðstafanir til að vextir á banka- bréfum og öðrum hliðstæðum bréf- um lækki til samræmis. Óformlegar viðræður hafa staðið yfir í nokkum tíma milli þessara að- ila og buðust bankar og sparisjóðir þar til að ábyrgjast sölu á skulda- bréfum fyrir allt að 3,6 milljarða, ef bindiskylda yrði lækkuð og spari- skírteinaeign teldist að fullu til lausafjár. Fjármálaráðuneytið vildi ekki ganga að þeim skilmálum. Viðræðumar fóru á formlegra stig í gær og var samkomulagið undir- ritað til bráðabirgða í gærmorgun. Aðilar eiga enn eftir að ganga frá smáatriðum og að kynna samkomu- lagið nánar en gert er ráð fyrir að það verði undirritað formlega í dag. Eyjólfur fulltrúi Al- þýðuflokks EYJÓLFUR K. Sigurjónsso verður fulltrúi Alþýðuflokksin í nefnd, sem ríkisstjómin skipai til að gefa álit um ráðstafani til að bæta rekstrarskilyrði úi flutnings- og samkeppnisgrein og til að treysta eiginfjárstöð íslenskra atvinnufyrirtækja. Eins og fram kom í Morgur blaðinu á miðvikudag eru aðr neftidarmenn Ágúst Einarssoi Guðjón B. ólafsson, Víglundur Þoi steinsson, Jón Sigurðarson, fulltn Framsóknarflokks og Einar Oddi Kristjánsson, fulltrúi Sjálfstæðii flokks og formaður nefndarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.