Morgunblaðið - 05.08.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988
13
Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída
Úr dýraríkinu
Ég sé í blöðunum, að landlækn-
ir er hræddur um að streitan sé
að aukast hjá landsmönnum.
Lífsbaráttan í hraðsuðupottinum
okkar, sem við köllum Island, er
oft erfíð, og samskiptin við hitt
fólkið ekki alltaf auðveld. Til að
létta á spennunni, ætlum við að
beina athyglinni að hinum skepn-
unum, sem með okkur dvelja á
jarðkringlunni, þ.e. dýrunum.
Listræni kötturinn
Um daginn heyrði ég furðulega
sögu um listrænan kött, og sel
ég hana ekki dýrar en ég keypti
hana. Ligtmálari nokkur í New
York, að nafni Franklin Smith,
hafði helgað sig listinni í nokkur
ár, en myndir hans áttu fáa aðdá-
endur og enn færri kaupendur.
Sem sagt, hann lapti dauðann úr
skel.
Einn góðan veðurdag stökk
bröndóttur köttur inn um opinn
gluggann á vinnustofu hans. Hon-
um var frekar hlýtt til dýra, og
gaf hann því kettinum eitthvað í
svanginn og mjólk í skál. Ekki
er að því að spyrja, að Brandur
tók upp búsetu hjá listamannin-
um. Langtímum saman sat hann
á gólfinu, spekingslegur á svip
og horfði á Franklin, þegar hann
stóð við trönurnar við iðju sína.
Málarinn tók brátt eftir skringi-
legri framkomu kattarins. Þá er
hann tók kláraða mynd af trönun-
um og stillti henni upp við vegg-
inn, gerði Brandur eitt af tvennu:
Hann gekk að myndinni, staldraði
fyrir framan hana og gekk síðan
aftur fyrir hana milli veggs og
myndar. Ef hann gerði ekki þetta,
þá stökk hann á málverkið eins
og hann ætiaði að rífa léreftið í
tætlur. Franklin gaf þessari hegð-
un nákvæman gaum, og stóð til-
búinn að bjarga myndinni, ef kisi
skyldi ætla að stökkva á hana.
Nú brá svo við, að myndir
Franklin Smiths tóku að seljast
hægt og sígandi. Hann fékk meira
að segja smá hól í New York Tim-
es. Allt í einu donaði yfir hann,
að það voru eingöngu myndirnar
sem Brandur gekk aftur fyrir sem
seldust. Enginn vildi líta á hinar!
Hann hætti líka að reyna að selja
myndimar, sem kettinum líkaði
ekki við. Hann málaði einfaldlega
yfír þær aftur, og sendi síðan
ekkert frá sér nema Brandur legði
yfir það blessun sína.
Svo gekk það fyrir sig í ein
þijú ár, og listamaðurinn kom vel
undir sig fótunum og varð þokka-
lega þekktur meðal listunnenda í
borg sinni. En þá hvarf Brandur
einn daginn og hefir ekkert til
hans spurst. Sala á málverkum
Franklins dvínaði og hin skamm-
vinna frægð gleymdist. Hann lep-
ur nú aftur dauðann úr skel og
harmar hvarf kattarins listræna.
Síðustu maríuerlurnar
I grein í Morgunblaðinu 10.
júlí sl. er fjallað um einn vinsæl-
asta farfugl íslands, maríuerluna.
Landsmenn dá hana og.elska, og
skáldin hafa ort um hana mörg
hjartnæm ljóð. í greininni koma
fram þau alvarlegu tíðendi, að
allt að 50% af þeim fuglum, sem
yfirgefa ísland í ágúst á sumri
hveiju, týni lífinu á leiðinni til
vetrarheimkynna sinna í Afríku.
Um er kennt, að fuglinn sé lítill
og illa fallinn til langflugs.
Allsheijar maríuerluþingið,
sem situr í Kenýa í Afríku, hefir
nýlega fjallað um flugmálin með
það fyrir augum að endurskipu-
leggja ■ þau frá grunni. Ymsar
mikilvægar ákvarðanir voru tekn-
ar. Meðal annars var samþykkt,
með yfirgnæfandi meirihluta at-
kvæða, að vegna hins geigvæn-
lega taps á flugleiðinni til íslands,
verði það flug lagt niður. Maríu-
erlum, sem nú verpá á eyjunni
hvítu, var bent á Noreg og Svíþjóð
sem framtíðar-áfangastaði.
Landkrabbarnir
Skömmu eftir komuna til
Flórída, sá maður fyrsta land-
krabbann. Það fór um mann hroll-
ur. Þetta dýr, sem heitir á latínu
cardisoma guanhumi og er á
stærð við mannshendi, eyðir mikl-
um hluta ævinnar á landi, en and-
ar samt með tálknum, sem það
þarf sífellt að væta. Þess vegna
grefur krabbinn sér holur þar sem
votlent er. Landkrabbamir leggja
sér ýmislegt til munns, en bezt
líkar þeim við kókoshnetur.
Þótt verur þessar sjáist skjótast
inn eða út úr holum sínum af og
til, þá er það um hásumarið, að
margir sem nálægt sjónum koma,
verða vitni að „þjóðflutningum"
þeirra. Tungl verður að vera í
fyllingu, þegar þeir taka sig upp,
allir sem einn, og þramma til sjáv-
ar þar sem kvendýrið verpi eggj-
um sínum.
Vesalings krabbarnir eru búnir
að vera hér miklu lengur en mann-
skepnan. Ár eftir ár, kynslóð eftir
kynslóð, hafa þeir farið sömu leið-
irnar niður til sjávar. En nú er
áðurnefnd mannskepna búin að
leggja allt undir sig. Hún er búin
að þurrka upp votlendi, byggja
hús, leggja vegi, grafa skurði, og
á annan hátt búin að breyta og
eyðileggja stóran hluta af hinni
upprunalegu náttúru.
Samt heldur krabbinn sínu
striki. í þá tvo ‘daga og tvær
nætur, sem flutning^rnir standa,
má sjá hundruðir limlestra og
dauðra krabba, sem orðið hafa
undir bílum kærulausra bílstjóra.
Margir þeirra fá samt á baukinn,
því hárbeitt krabbaklóin getur
eyðilagt jafnvel beztu bíldekk, ef
yfir eiganda hennar er ekið.
I síðustu viku voru landkrabb-
arnir á ferðinni og voru þeir
óvenju margir í ár. Það var krökkt
af þeim í kringum skrifstofuna
okkar, en hún er niður við sjó.
Fyrir nokkrum sumrum fann ég
uppþomaðan krabba í skúmaskoti
í bílskúrnum okkar, en við búum
eina 18 km frá ströndinni. Eina
skýringin sem okkur datt í hug
var sú, að hann hefði klifrað upp
einn hjólbarðann á bílnum og
haldið sér einhvers staðar á leið-
inni heim. Síðan farið á stjá í
skúrnum, hvorki fundið æti eða
vætu og því dáið drottni sínum.
Skiljanlega gátum við ekki sannað
þessa kenningu.
Sönnunin kom þó um síðustu
helgi. Ég var að kíkja undir vél-
arhlíf bílsins, og þar var þá stærð-
ar krabbi, steindauður, ofan á
vélinni. Aumingja dýrið hafði
framið sömu afglöpin og fyrir-
rennari þess, skriðið upp dekkið
og inn á vélina, en bersýnilega
ekki lifað af ferðina heim. Við
grófum þennan krabba í sama
blómabeðinu og kollega hans.
Þannig hvíla þessir landkönnuðir
uppi í landi langt frá heimkynnum
sínum.
Næsta sumar, þegar tunglið er
fullt og landkrabbarnir fara á stjá,
ætla ég að opna vélarhlífina á
bílnum áður en ég ek heim á leið
að loknum vinnudegi. Ég vil ekki
flytja heim fleiri laumufarþega
eða landkönnuði úr röðum land-
krabba.
Ef þú ert það sem þú borðar þá er gott
að fá sér Mueller’s pasta
VERY LOW SODIUM
^ueller's
Tápmikið og frískt fólk fær sér Mueller’s
pasta.
Mueller’s pasta er ekki bara bragðgóður
og girnilegur matur. Hann er hollur og
næringarríkur, án aukaefna og fitu-
snauður. Mueller’s pasta er líka létt í
maga og auðmelt.
Þetta vita atorkusamir menn og konur.
Mueller’s pasta er fjölbreyttur matur,
spaghetti, vermicelli, lasagna, pasta-
skrúfur (t.d. Twist tríó) eða núðlur
úr Mueller’s eggjapasta.
Það er auðvelt og þægilegt að matreiða
Mueller’s pasta og þú ert innan við hálf-
tíma að laga ljúffengan pastarétt, sem
gefur ítölskum mmt
meistarakokkum I
lítið eftir.
Það er góð hug-
mynd að fá sér
Mueller’s pasta
(borið fram Mullers).
Muellers
spaghetti
ENRICMEO
rr.m<3m of SEMOLIfSíA plu« FARINA
NET WT. 16 0Z, (1 LB.)/454g
Mueller's
KARL K. KARLSSON^CO.
Skúlatúni 4 Reykjavík, sími 62 32 32