Morgunblaðið - 05.08.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.08.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988 41 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JOHÖNNU KRISTJÓNSDOTTUR Hvaða forsendur eru hjá Hussein fyrir að gefa Vest- urbakkann upp á bátinn? — og hvaða afleiðingar hefur ákvörðunin fyrir PLO FÁTT hefur komið jafn flatt upp á menn víða um heim og sú ákvörðun Husseins Jórdaníukonungs að tilkynna að Jórdanir hefðu ákveðið að hætta öllum stjórnaraðgerðum og afskiptum af Vesturbakkanum. Hussein sagði í ávarpi sínu er hann kunn- gerði þetta, að þar með yrðu Bandaríkjamenn og ísraelar að snúa sér til hins eina rétta fulltrúa Palestínuþjóðarinnar með erindi sín og hugsanlega friðarsamninga - það er auðvitað Frelsis- samtök Palestínumanna. En svo einfalt er málið nú ekki og fæstum ætti að vera það ljósar en Hussein konungi. Reyni Palestínumenn að fara að hvatningu Jórdaníukonungs og stofna þar sérstakt ríki er varla nokkrum vafa undirorpið, að ísra- elar munu beita valdi til að koma í veg fyrir það. Hægri flokkarnir eru þegar farnir að krefjast þess að Vesturbakkinn verði innlimað- ur í ísrael, eins og fram kom í fréttum í gær. En það er ekki sjálfgefið að slíkt leysi vandann. Fremur en það er sjálfgefið að PLO geti tekið að sér að standa við alls konar greiðslur til opin- berra starfsmanna og fleiri sem Jórdanir hafa haft á sinni könnu. Og það er nokkum veginn öruggt að Israelar munu ekki reiða þær ijárhæðir af hendi með giöðu geði. Vesturbakkinn hefur verið §ár- hagslegur baggi á ísraelum, að þeirra dómi og varla á hann bæt- andi. . Fréttaskýrendur hafa bent á að ákvörðun Husseins sé óskiljan- Ieg hvemig sem á hana sé litið. Það hafi verið í þágu Jórdaníu að koma beinlínis í veg fyrir að Palestínumenn geri svo mikið sem tilraun til að stofna sitt eigið á þessum stað. Af ótal ástæðum gæti slíkt ríki orðið jafn mikil ógnun við við ísraels. Eins og nú er málum háttað em sextíu prósent íbúa Jórdaníu Palestínumenn og því væri ekki ósennilegt að margir þeirra tækju á einn eða annan hátt afstöðu með Palestínumönnum á Vestur- bakkanum. Það gæti orðið Hus- sein dýrkeypt að varasamt að tefla í þá tvísýnu. Sumir staðhæfa að það sem hafí ráðið gerðum Husseins hafi einfaldlega verið að hann hafi verið orðinn sárleiður á því að vera hundsaður af öllum aðilum. Allir vilji að sönnu hafa hann með í ráðum, en enginn deiluaðila við- urkenna hve vægi hans gæti verið þegar út í alvöruna væri komið. Ef reynt er að íhuga málið frá þeirri hlið að í arabiskri pólitík hafa orðið oft þveröfuga merk- ingu er nærtækt að álykta að aðgerð hans beinist fyrst og fremst gegn PLO og forystu sam- takanna. Hussein hefur orðið að sæta skapsveiflum forystumanna PLO svo árum skiptir, stundum er hann nógu góður til að vera milliliður við ísraela eða Banda- ríkjamenn, þess á milli vilja þeir ekki við hann tala. Og viðleitni Jórdana til þess að halda málum gangandi á Vestur- bakkanum þótt á hemámssvæði Israela sé, hefur ekki alltaf verið metin og þaðan af síður þökkuð eins og Hussein fínnst að vert væri. Þegar þróunarstofnun sú sem fer með málefni Vesturbakk- ans í Jórdaníu birti áætlun um skólabyggingar, sjúkrahús, íbúð- arhús og trúarmiðstöðvar svöruðu forystumenn PLO því að þetta væri illa dulið samsæri; það sem vekti fyrir Jórdönum væri að tryggja sig í sessi og skara eld að sinni eigin köku. Segja má að ekki hafí sam- skiptin skánað með uppreisnar- ástandinu á Vesturbakkanum frá því í desember. Uppreisnin hefur þróast á þann veg að hún er snú- ist upp í að verða afdráttarlaus stuðningsyfírlýsing við PLO og þar með má ætla að Hussein finn- ist sem milligöngu Jórdana hafí verið hafnað algerlega. Þótt Hussein segi að með þessu sé hann að votta Frelsissamtökum Palestínumanna stuðning, virðist sem gerð hans gangi þvert á orð. í raun hafi hann sett Palestínu- mönnum - eða PLO- úrslitakosti. Hussein viti glöggt að það er meira en bara að segja það að Palestínumenn geti tekið málin í sínar hendur - eða þau sem hafa verið á hendi Jórdana. Fýrir utan að Vesturbakkamenn hljóta einn- ig að bera kvíðboga fyrir því til hvaða ráða ísraelar grípa ef þeir álíta að Hussein sé full alvara. Auðvitað er þess að vænta að alvarlegasta vandamálið verði til að bytja með íjármunir. PLO ræð- ur ekki yfir digrum sjóðum og ekki vitað til að nein áætlun hafi verið gerð um hvernig eigi að standa að því að afla fjár. Að vísu fer það nokkuð eftir viðbrögðum hinna Arabaríkjanna því að Pa- lestínuríki Vesturbakkans í núver- andi mynd fær ekki staðist. Og það er eftirtektarvert að Araba- leiðtogar hafa verið fámálir um ákvörðun Husseins, að minnsta kosti þegar þetta er skrifað. ísraelar hafa tryggt að það hefur orðið æ erfíðara að koma fjármunum til uppreisnarmanna á Vesturbakkanum og því gæti það tekið ærinn tíma að semja um þó ekki væru nema hluta af þeim milljónum sem Jórdanir hafa kom- ið þangað í hverjum mánuði með samþykki ísraela. Það er svipað komið á með öll- um sem hér eiga hlut að máli; það er svo fjarri því að hægt sé að átta sig á hvað þetta síðasta út- spil Husseins hefur í för með sér.Palestínumenn létu sums stað- ar í ljós fögnuð sinn, en á þeim mátti heyra að þeir voru ráðvilltir nokkuð og höfðu ekki alveg á hreinu hveiju nákvæmlega væri ástæða til að fagna. Enginn hátt- settur Palestínumaður hefur tjáð sig um málið að undanskildum loðnum og óræðum yfirlýsingum sem Arafat lét senda frá skrif- stofu sinni I Túnis. Áhrifamikill en ónafngreindur Palestínumaður sagði það sem margir eru án efa að bræða með sér í viðtali við Daily Telegraph :„Þó að Hussein Hussein Jórdaníukonungur Yassir Arafat sé opinberlega að segja Araba- heiminum að hann sé að fara frá Vestyrbakkanum er hin raun- verulega fyrirætlan hans að skera niður fjárhagsaðstoðina, svo að íbúar Vesturbakkans verði að grátbiðja hann að breyta afstöðu sinni. Þar með væri hann sterkari en Arafat og sterkari almennt en nokkru sinni fyrr. Hann gæti leyft sér að hafa sig meira í frammi og hann gæti vænst þess að tekið yrði að lokum mark á honum." Þetta er ekki fráleitari skýring en hver önnur, og verður að duga í bili uns línur skýrast í þessu máli. Það eina sem er á hreinu að það er ekki á hreinu hvað vak- ir fyrir Hussein né hvaða afleið- ingar þetta mun hafa fyrir PLO og síðast en alls ekki síst stöðu Israela. Og hvort það muni breyta stöðu Bandaríkjamanna í þessum heimshluta. Hvemig sem á málið er litið og þótt það vefjist fyrir mönnum að fá botn í það, munu hinir sak- lausu gjalda fyrir hið pólitíska makk. En það er ekki ný saga. Dr. William S. Krason látinn Frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgtinblaðsins í Washington. Minningarathöfn fer fram í dag, föstudag, í St. Agnesar kirkju í Arlington, Virginia, um Dr. William S. Krason, hagfræð- ing, sem lést að heimili sínu í Arlington þann 1. ágúst, sjötugur að aldri. Banamein hans var krabbamein. William S. Krason var vel kunn- ugur íslenskum málum, einkum efn- hagsmálunum. Hann kom til ís- lands á vegum utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna skömmu eftir síðari heimsstytjöld og vann að efnahags- og viðskiptamálum íslands og Bandaríkjanna. Lagði hann þar margt gott til málanna. Hann hélt æ síðan sambandi og tryggð við ísland og gætti áhrifa hans á íslensk efnahagsmál gegnum árin bæði meðal ráðamanna, sem og fjölda einkavina. William S. Krason var giftur Önnu Jónsdóttur, Kristóferssonar frá Haga á Barðaströnd og konu hans Guðbjargar Káradóttur. Þau eignuðust tvær dætur, Deborah, sem er gift David Silliman og Christene. Dr. Krason starfaði víða um lönd í utanríkisþjónustu Bandaríkjanna, í Evrópu, Asíu og Afríku. Hann starfaði einnig við bandaríska há- skóla og flutti fyrirlestra um efna- hagsmál, eftir ævistarfslokin í ut- anríkisráðuneytinu. Með William Krason er genginn sannur vinur íslands og íslendinga, sem saknað verður af stórum hópi, sem þakka honum trygga og ein- læga samfylgd og vináttu. í Kaupmannahöfn FÆST I BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELU OG Á RÁÐHÚSTORGI með 2,8 Itr. V6 vél, sjálfskiptingu, sportinnréttingu og vandaðasta búnaði sem fáanlegur er, auk fullkominna hljómflutningstækja. Traustur jeppi fyrir kr.1.775.000. GÓÐ GREIÐSLUKJÖR jwr mjmri BíLVANGUR sf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 Umboðsmenn: Akureyri, Véladeild KEA—Reyðarfirði, Lykil Njarðvíkum, Bílabragginn —Borgarnesi, Bílasala Vesturlands Vestmannaeyjum, Garðar Arason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.