Morgunblaðið - 05.08.1988, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988
HöipusKjól
- varanlegt skjól.
Skúlagötu 42, Pósthólf 5056
125 Reykjavík, Sími (91)11547
HARPA lífinu lit!
Undur íslands
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Þau eru mörg undrin í íslenzkri
náttúru og jafnt á ytra byrði henn-
ar sem innri og óþijótandi upp-
spretta íslenzkum myndlistar-
mönnum. Þetta hafa útlendir
starfsbræður þeirra uppgötvað,
sem margir hveijir koma hingað
ár hvert til að viða að sér áhrifum
úr fommunum, grómögnun, lit-
brigðum og ljósmögnum náttú-
runnar. Slfkt er ögrun og áskorun
til íslenzkra myndlistarmanna um
að líta sér nær og þá einkum til
þeirra framsæknustu og róttæ-
knustu. íslenzk náttúra og
íslenzkt þjóðlíf er þannig ótæm-
andi náma formana og myndefna
fyrir hugmyndaríka myndlistar-
menn, sem ég tel að rétt aðeins
hafi verið hreyft við — úrvinnslan
er eftir og ætti að vera á fullu.
Finna má hliðstæðu allra þekkj-
anlegra isma myndlistarsögunnar
í íslenzkri náttúm, og hér er
kortagerð ytri byrði ekki nauðsyn-
leg, því að ein hundaþúfa getur
táð bein hughrif mikillar víðáttu
og ljósbrigða. Þá má fara að sama
myndefninu á ótal vegu. Hér er
mikilvægast að skilja það, að ekk-
ert myndefni úreldist í sjálfu sér
og ekkert einstakt er heldur öðm
æðra, því að hér er það úrvinnsl-
an, sem máli skiptir.
Tvær ferðir út í náttúmna í
sömu vikunni em m.a. kveikja
þessara hugleiðinga, annars vegar
að Húsafelli, um Þingvelli, Trölla-
háls, Kaldadal og Skúlaskeið, en
hins vegar að Keldum á Rangár-
völlum. Ég geri betur grein fyrir
hughrifunum í listdómum um
sumarsýningar á landslagsmynd-
um þeirra Kjarvals og Jóns Stef-
ánssonar á næstunni, en þessar
línur em tileinkaðar vatnslita-
mynd, er ég sá á veitingastaðnum
Gullna hananum á dögunum, og
er eftir Sólveigu Eggerz Péturs-
dóttur. Þessi mynd ásamt mörg-
um fleirum var einmitt tilefni
þess, að mér var boðið að skreppa
að Keldum, en þangað hafði ég
aldrei komið, þrátt fyrir að hinum
megin við fjöllin í austri hafi ég
verið í fyrirhleðsluvinnu á Mar-
karfljótsaumm í fímm sumur fyr-
ir margt löngu. Keldur standa á
hraunbrún ca. IV2 km fyrir vestan
Eystri Rangá. Þar hefur verið
byggð frá landnámsöld og þaðan
kom fyrsti ábúandinn, sem heim-
ildir geta um, Ingjaldur Höskulds-
son, sem kvæntur var bróðurdótt-
ur Flosa á Svínafelli, i brúðkaup
Gunnars á Hlíðarenda árið 974.
Skálinn er talinn elsta hús ís-
lands, sennilega að stofni til frá
Sturlungaöld — jarðgöng og e.t.v.
leynigöng, sem fundust 1932
munu naumast yngri en frá Sturl-
ungaöld. í gamla bænum em háir
gijótveggir, sterkir dökkir viðir,
ýmsir fomir munir svo sem
skyrsáir, bullustrokkar, pottur í
hóbandi, gamlar kistur, ólreipi og
jafnvel með beinhringjum, hæm-
pokar o.fl. Þar hefur verið búið
alla tíð og er sagt, að vafamál sé,
hvort nokkur bær á landinu sem
ekki er embættismannasetur, geti
skákað þar fram jafnsnjöllu úr-
valsliði bænda, háættuðum körl-
um og konum. Þar er ekki einasta
gott jarðnæði heldur einstök
fjallasýn, þar sem hvert og eitt
§all tengist jafnt jarðsögu sem
mannlífssögu Islands. Hið næsta
er Þríhyrningur, líkastur kastala
með tumum og vígskörðum,
Hekla, Tindaijöll og Vatnsdals-
fjall í suðri.
Tærar uppsprettur skipta hér
hundmðum, ef ekki þúsundum og
koma víðs vegar upp undan tún-
brúninni, ákaflega vatnsríkar og
mynda hina stóm læki, Keldnalæk
og Krókatúnslæk, er renna út í
Rangá. Af þessum náttúmund-
mm er nafnið Keldur dregið (sbr.
Kilde=uppspretta), en ekki nýrri
tíma merkingu þess, því að mýrar-
keldur, eða blautar mýrarrákir
finnst hér engar.
Þetta vatn í uppsprettum og
lækjum er sagt hið besta og kald-
asta á öllu íslandi og er 2—3 stiga
heitt og alltaf eins sumar og vet-
ur, í mesta hita og kulda. Bragð-
aði ég á vatninu í Keldna- eða
Krókalæk og þótti mér það svalt
og himneskt, ljúffengara nokkm
kampavíni. Þá var það undurfag-
urt að horfa í botninn á þessu
kristalstæra vatni, sem er hreint
og ómengað líkast bamstári.
Upp undir Vesturbotnum ofar-
lega í Tanga er bmnnhola með
mörgum smáum, ólgandi upp-
sprettuaugum úr sandbotni og er
lindin merkilegust allra linda að
Keldum og er sögð hafa lækninga-
mátt. Þóttust menn frá meinabót
og einkum er sagt gott að lauga
augu sín í henni. Hún er kennd
við Maríu mey og nafnist Maríu-
bmnnur og var vígð af Guðmundi
biskupi góða Arasyni (d. 1237).
Her á að hafa gerst kraftaverk á
fyrsta ijórðungi 14. aldar sam-
kvæmt frásögn úr Biskupasögun-
um. Talið er, að upphaflega hafi
Keldur verið fyrir sunnan lækinn,
en Jón Loftsson í Odda reisti kirkj-
una og klaustrið á þeim stað, sem
bærinn stendur nú á. Keldur var
eitt af höfuðsetmm Oddaveija og
einkum lagði Jón Loftsson mikla
ást við staðinn.
Vatnslitamyndin, sem ég
nefndi áðan, er ein margra mynda
myndlistarkonunnar Sólveigar
Eggerz á veggjum Gullna hanans,
en ber af þeim öllum að mínum
dómi fyrir ferskleika í litum og
formi. Kannski hefur ferskleikinn
í uppsprettulindunum orkað þann-
ig á Sólveigu, en litimir em frek-
ar sóttir í þær en í gráar stein-
hellurnar og efnisliti búsáhald-
anna. Þannig geta samverkandi
þættir og ákveðin hughrif fætt
af sér markverðan árangur og
þannig skal farið að í málaralist-
inni, því að þá nálgast maður
kviku hennar ...
Skuggalegir atburðar
í fegurðarstöðinni
Erlendar bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Mary Higgins Clark: Weep No
More, My Lady
Útg. Dell Books 1988
Sumir afþreyingarhöfundar
bregðast manni hér um bil aldrei
og kannski Mary Higgins Clark sé
ein af þeim. Þó er hún fjarri að
vera léttvægur eða billegur höfund-
ur, bækur hennar em vönduð af-
þreying ef ég mætti orða það svo.
Söguþráðurinn er viðráðanlegur, í
senn fyrir hana og lesendur, og það
er mjög til bóta. Hún sýnir viðleitni
til að búa til persónur, svo að þær
em ekki aðeins steriltýpur eða eins
konar skuggamynd í íjarska.
Þessi bók er nýkomin á markað-
inn og verður lesendum hennar
sjálfsagt kærkomin í sumarleyfinu.
Hér segir frá stúlkunni Elizabeth
Lange, sem er að byija að ryðja sér
braut sem leikkona. En það er þó
ekki aðalmálið. Systir hennar Leila,
henni töluvert eldri, og dáð stjama
hefur verið myrt og það bendir flest
til þess að nýjasti kærastinn henn-
ar, hinn húðvæni Ted, sé sekur um
verknaðinn. Ted er milljónamæring-
ur í hótelviðskiptum og milli hans
og Elizabeth hafði verið mesta in-
dælis samband.
Leila stjarna hafði átt nokkra
eiginmenn á undan honum eins og
títt er um stjömur. Síðustu mánuð-
ina sem hún lifði fór hún allt í einu
að breytast, neytti áfengis í óhófi
og virðist hafa verið haldinn tryll-
ingslegum ótta um að Ted væri að
verða leiður á henni. Vinafólk allra
viðkomandi, Barons-hjónin, sem
reka heilsuræktarstöð fyrir auðkýf-
inga í Kalifomíu, fá talið Elizabeth
á að koma þangað í nokkra daga,
áður en hún á að bera vitni í ákæru-
málinu á hendur Ted. Vitnisburður
Elizabethar mun sennilega senda
hann í gálgann, því að líkumar og
sannanimar sem Elizabeth virðist
búa yfir gera að verkum að hann
á sér ekki viðreisnar von.
Á hinn bóginn er lögmaður Eliza-
bethar ekki sáttur við að hún fari
á heilsuræktar— og fegurðarstöð-
ina og telur að hún, sem aðalvitni
í morðmáli, sé kannski í stórhættu
þar.
Þá fær Elizabeth bréf frá gam-
alli aðstoðarkonu Leilu systur. Það
gefur vísbendingu um, hvað hijáði
Leilu undir það síðasta og það
gæti einnig hreinsað Ted af áburð-
inum. Því að — hafi mann ekki
grunað það þá veit maður það núna
— Elizabeth er veik fyrir Ted innst
inni og er það auðvitað ekki það
hentugasta þegar svona er komið.
Á heilsuræktar— og fegruna-
rstöðinni eru fínir gestir, þar má
nefna aðstoðarmann Teds, Craig
nokkum, Cheryl, metnaðarfulla
leikkonu og hatursmanneskju í garð
Leilu, Syd umboðsmann hennar
fyrrverandi og að ógleymdum Bar-
ons—hjónunum. Sem eru ekki frek-
ar en aðrir öll þar sem þau em séð.
Það má geta nærri að til tíðinda
dregur þegar allt þetta fólk er sam-
ankomið á þessum stað. Og allir
undir ofsa álagi vegna væntanlegra
réttarhalda og einhveijir undir álagi
því að þeir eru staurblankir og eng-
inn má vita það. Að ógleymdum
morðingja Leiíu sem hefur ákveðið
að koma Elizabeth fyrir kattamef.
Ágætis persóna er leidd til sögunn-
ar, stútungspía sem hefur unnið
nokkur hundruð milljónir í happ-
drætti og svo er hún þama gamla
aðstoðarstúlkan sem áður er minnst
á.
Því miður fer nú heldur að draga
af Mary Higgins. Hún hefur sett
upp sannfærandi svið og leikend-
umir eru þarna allir með tölu. En
forsendur sem hún hefur eru veik-
ar. Ástæðan fyrir mæðu Leilu und-
ir lokin er í fyrsta lagi ekki trúverð-
ug né nægilega pottþétt. Og í öðru
lagi er ekki á hreinu af hveiju er
nauðsynlegt að drepa Elizabethu,
hvað þá heldur aðrar persónur sem
hníga fyrir hendi morðingjans í
þessari friðsælu heilsubótarstöð.
En hafi lesandi nú fyrirgefið
Maiy að fatast aðeins flugið, þá
má sannarlega hafa gaman af þess-
ari bók. En ekki meira en svo.