Morgunblaðið - 05.08.1988, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988
Guðmundur Þorláks
son — Minning
Fæddur 29. október 1927
Dáinn 25. júlí 1988
Það er flókin og undarleg flétta
þetta líf. Eins og þráður lífsins sé
stef sem hver einstaklingur þarf
að spila með sínum tilbrigðum. Það
dytti engum manni í hug að segja
að lífíð hafi alltaf leikið við hann
Mumma pabba hennar Guðlaugar,
eins og hann hét í fjölskyldunni
okkar.
Mummi prentari giftist 1955
heittelskaðri unnustu sinni Gerðu,
móðursystur minni og nöfnu, sem
hafði þá nýlokið starfsmenntun
sinni, Ijóðmóðumámi í Danmörku.
Mamma sem var yngsta systir
Gerðu hafði mikið saman við systur
sína og mág að sælda. Þrátt fyrir
aldursmun voru báðar að hefja sam-
búð, stofna heimili og eignast sín
fyrstu böm, og margt margt sam-
einaði systur í dagsins amstri. Þetta
var fyrir mína tíð, en fjölskyldualbú-
mið vitnar um þrótt og lífsvilja.
Gerða og Mummi geislandi af lífi
og gleði, stoltir foreldrar með einka-
dótturina Guðlaugu á milli sín í fína
sófanum hjá afa og ömmu á Urð-
arstígnum.' Gerða hæversk með
milt og nærgætið augnaráð,
Mummi strákslega hamingjusamur
sem grandalaust brosið fær ekki
leynt.
En lífíð er hverfult og miskunnar-
laust og sorgin ber að dyrum þegar
minnst varir. Munni fékk ekki °að
njóta samvista við eiginkonu sína
nema örfá ár. Hún lést í október
1957 eftir skammvinn veikindi.
Mikill var harmur fjölskyldunnar,
en mestur var þó harmur Mumma
að sjá á bak bamsmóður sinni og
lífsförunaut sem hann hafði elskað
og dáð. Huggun harmi gegn var
augasteinninn hans, hún Guðlaug,
þá 15 mánaða. Mummi hafði þó
aldrei aðstæður til að annast Guð-
laugu litlu eftir konumissinn, og
jafnvel þótt afí og amma hafi ætíð
búið henni traustar og góðar að-
stæður, hefur vafalaust verið sárs-
aukafullt fyrir Mumma að horfast
í augu við vægðarleysi örlaganna.
Á vissan hátt missti Mummi fót-
festuna við dauða Gerðu. Ég held
hann hafí ekki — nema stutt tíma-
bil — eignast aftur heimili í hefð-
bundnum skilningi, þar til hann
eignaðist sjálfur íbúð fyrir tveimur
árum í Norðurmýrinni sem einnig
var mikill sálarlegur sigur í lífsbar-
áttu Mumma.
Þrátt fyrir aðskilnað sinnti
Mummi Guðlaugu dóttur sinni alltaf
af stakri natni og örlæti þegar tæki-
færi gafst. Stundum fengum við
frænkurnar að fara með Mumma
og Guðlaugu í gönguferðir á tylli-
dögum og stundum var Þorlákur,
afí Guðlaugar, líka með. Afar vin-
sælt var að spássera niður á Amar-
hól, setjast þar á bekk, virða fyrir
sér tilveruna og anda að sér frið-
sælu Reykjavíkurlofti, og hreint
ekki dónalegt að vera í félagi með
svo virðulegum feðgum. Svo sterkt
tengi ég Amarhól við Mumma og
Þorlák í minningunni að sem barn
fannst mér að Þorlákur afí hennar
Guðlaugar hlyti að eiga hólinn. Það
em líka til skjalfestar minningar
um tyllidagana með Mumma og
Guðlaugu þar sem feðginin spóka
sig spariklædd á þjóðhátíðardaginn,
Guðlaug með fána, dálítið kiðfætt
í nýrri kápu og með dýrindis hár-
spöng til að halda brúnu lokkunum
í skefjum, Mummi stór og virðuleg-
ur í frakka með hatt, brosið svo
mikið að stórir kinnapúðamir gera
hann en píreygari en vanalega.
Innilegt bros hans segir manni að
þau hafí átt dýrmætar stundir sam-
an þrátt fyrir aðskilnað.
Guðlaug frænka hefur reynst
Mumma pabba sínum ómetanleg
stoð á erfiðum tímum. Mummi lifði
það líka að fá nafna, því yngri
strákurinn hennar Guðlaugar var
skírður í höfuðið á afa. Það er ekk-
ert víst að litlu strákamir hennar
Guðlaugar, Hjörtur og Mummi litli,
hafí velt sér upp úr veraldlegum
gæðum frá afa, en það sem hann
átti af hlýju og mildi gaf hann af
rausn. Elsku Guðlaug, megi góður
guð veita þér og fjölskyldu þinni
styrk á erfiðri stund.
Þorgerður Einarsdóttir
Guð gefi mér æðruleysi til þess að
sætta mig við það, sem ég fæ ekki
breytt, kjark til að breyta því, sem
ég get breytt og vit til að greina
þar á milli.
Þessi milda bæn er kjörorð mín
um samband og vináttu okkar Guð-
mundar Þorlákssonar tengdaföður
míns, sem lést 25. júlí sl. Sú vin-
átta festi rætur smám saman við
aukin kynni síðustu átta árin. Það
var ekki alltaf auðvelt að skilja
Guðmund og enn erfíðara að sjá
markmið hans og stefnu, þar sem
hann flíkaði ekki hugsunum sínum.
Mér fannst Guðmundur taka mér
með fyrirvara framan af sem
tengdasyni og var mér það vel skilj-
anlegt, þar sem ég var töluvert eldri
en dóttir hans og báðir höfðum við
séð sitt af hvoru. Guðmundur var
sonur hjónanna Þorláks Guðmunds-
sonar, skósmiðs, sem hafði verk-
stæði á Klapparstíg 38 í Reykjavík
og konu hans, Guðlaugar Jónas-
dóttur, en þau eignuðuðst fímm
böm og dóu tvö þeirra ung. Einnig
átti Guðmundur fímm hálfsystkini,
sem faðir hans eignaðist í fyrra
hjónabandi. Guðmundur kvæntist
19. nóvember 1955 Þorgerði Sig-
fúsdóttur, ljósmóður í Reykjavík,
en hún lést tæplega tveimur árum
síðar, eftir að hafa alið honum dótt-
ur, Guðlaugu, sem var föður sínum
allt. Fráfall Þorgerðar varð Guð-
mundi afar þungbært og má geta
sér til, að Guðmundur hafí dregið
sig inn í einhvers konar skel eftir
það. Vegna aðstöðuleysis einstæðra
foreldra á þeim tíma varð úr, að
Guðlaug, þá eins árs gömul, var
tekin í fóstur af móðurafa og ömmu,
Sigfúsi Guðfinnssyni kaupmanni og
Maríu Onnu Kristjánsdóttur konu
hans frá ísafírði.
í eðli sínu var Guðmundur
stefnufastur maður, og var því sér-
staklega gaman að sjá hann byggja
upp fallegt heimili sitt á Njálsgötu
96, sem hann keypti fyrir tveimur
árum kominn á sjötugsaldur og má
það teljast þrekvirki. Undir lokin
stóð vinátta okkar Guðmundar
traustum fótum og minnist ég hans
með hlýju. Fjölskyldan á Selvogs-
götu 21 kveður kæran ástvin með
söknuði.
Halldór Hjartarson
Ég vil með nokkrum orðum minn-
ast látins vinar míns, Guðmundar
Þorlákssonar eða Mumma eins og
hann vildi láta kalla sig.
Mummi fæddist í Reykjavík 29.
október 1926 og voru foreldrar
hans Þorlákur Guðmundsson, skó-
smiður og Guðlaug Jónasdóttir.
Okkar fyrstu kynni voru í Austur-
bæjarskóla og tókust þar með okk-
ur óslítandi vináttubönd. Við vorum
daglegir leikfélagar á götunni og á
heimilum hvors annars. Þegar ég
svo hóf prentnám hjá ríkisprent-
smiðjunni Gutenberg 16 ára, ákvað
Mummi einnig að læra prentun.
Þrátt fyrir að þáverandi forstjóri
teldi Mumma ekki komast í
„c-holuna“ vegna stærðar sinnar,
gaf hann honum tækifæri. Mummi
brást ekki og sannaði það með
sínum dugnaði að hann var góður
starfsmaður og vinsæll meðal
starfsfólks. Þess vegna var það
mikill söknuður þegar hann varð
að hætta vinnu vegna heilsubrests
fyrir u.þ.b. 7V2 ári.
Mummi var greiðvikinn við vini
sína og veit ég mörg dæmi um
hjálpsemi hans við þá sem áttu í
erfíðleikum. Umhyggjusemi sem
hann sýndi öldruðum föður sínum
á Hrafnistu myndi ég telja eins-
dæmi. Mummi eignaðist eina dótt-
ur, Guðlaugu, með konu sinni Þor-
gerði Sigrúsdóttur ljósmóður, sem
lést langt fyrir aldur fram árið
1957. Guðlaug og maður hennar,
Halldór, sýndu föður og tengdaföð-
ur mikla væntumþykju og veit ég
að þau og afabömin voru augastein-
ar hans.
Á þessari stundu þegar góður
vinur er kvaddur leita á hugann
allar minningar um ánægjulegar
samverustundir, t.d. þegar Mummi
heimsótti mig meðan ég var við nám
í Kaupmannahöfn og síðar þegar
við fórum saman í skemmtiferð til
Danmerkur. Náinn vinskapur okkar
líktist meira bræðralagi en venju-
legri vináttu. Þess vegna er það
mikið saknaðarefni að kveðja látinn
vin sem skyndilega og án viðvarana
er numinn á brott. Dóttur Mumma,
Guðlaugu, og fjölskyldu hennar
votta ég innilega samúð mína.
Jóhann Sigmundsson
prentari
Þegar ég kom fyrst upp í Víðines
fyrir 7—8 árum, tók ég fljótlega
eftir manni úr Reykjavík, sem Var
prentari að iðn. við fyrstu sýn virt-
ist hann vera frekar lokaður, en
þegar sannleikurinn kom í ljós, var
hann ekki eingöngu opinn heldur
var hann líka hugarfarslega hreinn
maður. Okkar kunningsskapur var
til þess síðasta dags á hinn betri
veg. Hann var búinn að ná sér vel
á strik. Átti frekar stórt húsnæði
hér í bænum og var fluttur þangað
alfarinn frá Víðinesi. Hann átti
gifta dóttur og barnaböm.
Þar eð ég hef nokkra trú á kenn-
ingum sænska eðlisfræðingsins
Emanuels Svedenborgs, en hann
talar um annað tilverusvið eftir
líkamsdauðann, sem þó sé í tengsl-
um við það sem við dveljum á núna.
Þó segir hann það gjörólíkt frá
okkar jarðneska tilverustigi og
fjarri því að vera raunveruleg mynd
af því sem við tekur. Ef kenningar
Svedenborgs eru réttar þá er Guð-
mundur Þorláksson örugglega kom-
inn þangað og þar eru vafalítið
margir kunningjar sem sakna hans,
en von og trú á bjartara og réttlát-
ara tilverusvið mun varpa skæru
ljósi á minninguna um ágætan
mann.
Kom huggari mig hugga þú.
Kom hönd og bind um sárin.
Kom dögg og svala sálu nú.
Kom sól og þerra tárin.
Kom hjartans heilsulind.
Kom heilög fyrirmynd.
Kom ljós og lýstu mér.
Kom líf er æfin þver.
Kom eilífð bak við árin.
(V. Br.)
Þorgeir Kr. Magnússon
t
Systir okkar,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR
frá Ási,
Lokastfg 15, Reykjavík,
lést að morgni 3. ágúst í Hafnarbúðum.
Jónfna, Þurfðurog Margrét.
t
Móðir okkar,
HREFNA JÓHANNSDÓTTIR
hjúkrunarforstjóri,
Hrafnistu, Reykjavík,
andaðist í Landspítalanum 3. ágúst.
Jaröarför augiýst síðar.
Kristfn Sverrisdóttir,
Arnbjörg Sverrisdóttir,
Jóhann Sverrisson.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
MARKÚS JÓNSSON,
Borgareyrum,
Vestur-Eyjafjöllum,
veröur jarðsunginn frá Stóra-Dalskirkju laugardaginn 6. ágúst kl.
14.00.
Sigrfður Magnúsdóttir
og börn.
t
Eiginkona mín og móðir okkar,
HREFNA INGÓLFSDÓTTIR,
Hjarðarlandi 8,
Mosfellsbœ,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. ágúst kl.
13.30.
Finnur Jóhannsson,
Ingólfur Finnsson, Helga Hrönn Melsteö,
Jón Andri Finnsson,
Valdimar Finnsson,
Valdimar Olgeirsson.
t
Þökkum innilega sýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar,
HILMARS TH. THEÓDÓRSSONAR.
Áslaug Hilmarsdóttir,
Björgvin Hilmarsson
og fjölskyldur.
t
Þökkum innilega samúö við andlát og jarðarför stjúpu og fóstur-
móður okkar,
frú Sigurbjargar Vigdfsar Guðbrandsdóttur,
Hringbraut 42,
Hafnarfirði.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gunnar Guðmundsson,
Halldóra Guðmundsdóttir, Ingimar Jónsson,
Þorsteinn Guðmundsson, Waltraut Paulsen,
Hjörtur Guðmundsson, Auður Sigurbjörnsdóttir.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
BJÖRNS STEFÁNSSONAR,
Kálfafelli.
Valgerður Pálsdóttir,
börn og fjölskyldur þeirra.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð
eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir
ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist
undir fullu nafni höfundar.
KlMtttÍTUtHI