Morgunblaðið - 05.08.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.08.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988 Fjárhús brennt til grunna Mikinn reyk lagði yfir Akureyrarbæ kvöld eitt í vikunni og hélt margur Akureyringurinn að um stórbruna væri að ræða. Þegar betur var að gáð stóðu tveir brunaliðar fyrir íkveikju á vegum bæjarins í gömlu fjárhúsi við Klettaborg- ir, skammt hjá vistheimilinu Sólborg. Verið var að rýma fyrir nýrri götu, sem liggja mun á þess- um slóðum og stóðu gömlu fjárhúsin í vegi fyr- ir væntanlegri gatnagerð. Múgur og margmenni dreif að enda fuðraði vel í kofanum og var myndin tekin skömmu eftir að eldur hafði verið borinn að húsunum. Stefán bóndi á Siglunesi: Leggur veg út í Siglu- nes á eigin kostnað STEFÁN Einarsson, bóndi á Siglunesi, fékk nýlega heimild bæjarstjórnar Siglufjarðar til að leggja veg út í Siglunes, en það hyggst Stefán gera á eigin kostn- að. Bæjarstjórnin samþykkti vegagerðina með fimm atkvæð- „A heima- slóðum“ í sumarfrí ÞÁTTUR Eyfirska sjón- varpsfélagsins „Á heimaslóð- um“, sem sendur hefur verið út vikulega á fimmtudags- kvöldum, er nú 'kominn í sumarfrí. Þátturinn hefur verið sendur út reglulega í hálft annað ár og er áformað að fara af stað aftur með haustinu. Að sögn Bjama Haíþórs Helgasonar sjónvarpsstjóra verður norðlenskt efni sent út í vetur, eins og áður, en vænt- anlega með breyttu formi. Bjami sagði að eyfirskir aug- lýsendur gætu eftir sem áður nýtt sér þjónustu Sjónvarps Akureyrar þar sem auglýsingar á þess vegum yrðu fyrst um sinn sendar út á undan frétta- ■ þætti Stöðvar 2, 19:19, á fimmtudagskvöldum. um gegn fjórum. Hingað til hefúr Stefán og fjölskylda hans ferðast á gúmbátum á milli. Liðið er hálft annað ár frá því að Stefán sótti fyrst um leyfi fyrir vegar- lagningunni og hefur mál þetta „þvælst í kerfinu" siðan, að sögn Stefáns. Með samþykkt bæjar- stjómarinnar er þó ekki allt fengið, því nú þarf Stefán að fá „grænt ljós“ frá Skipulagsstjórn ríkisins og síðast samþykki fé- lagsmálaráðherra. „Ég veit hreinlega ekki hvenær ég get hafist handa. Af fyrri skipt- um mínum við kerfíð yrði ég alls ekki hissa á frekari töfum,“ sagði Stefán. „Á meðan ligg ég með dýr- ar vinnuvélar heima fyrir og mikla fjárfestingu, sem ég hef ráðist í vegna verksins. Þetta er mikill floti, grafa, hjólaskófla, tvær jarðýtur og vörubíll auk þess sem ég á aðgang að ýmsum öðrum tækjum." Stefán vildi ekki tilgreina hve mikil fjár- festing lægi í vinnuvélunum. Stefán á tvo báta, átta og tutt- ugu tonna. „Ég hef alltaf lagt stærri bátnum vegna kvótaleysis Veitingastaðurinn Staupið stendur fyrir hæfileikakeppni annað kvöld, laugardagskvöld, og er öllum þeim sem áhuga hafa fijálst að taka þátt í keppn- inni. Skráning er nú þegar hafin og yfir sumarið og í sumar hef ég sjálf- ur verið að vinna í landi á vinnuvél- unum. Það borgar sig engan veginn að gera út á færi héðan á sumrin. Það er svo steindautt og svarar ekki kostnaði að reyna það. Þetta hefur þó aldrei verið eins slæmt og nú,“ sagði Stefán. Arnaldur Arnarson gítarleikari heldur tónleika í Akureyrar-, Húsavíkur- og Reykjahlíðarkirkj- um næstu daga. Tónleikarnir eru liður í sumartónleikaröð, sem far- ið hefur fram í kirkjunum í sum- ar og eru þetta jafnframt lokatón- leikarnir að þessu sinni. Búast má við að framhald verði á næsta sumar vegna mjög góðrar aðsókn- ar í sumar, að sögn Björns Stein- ars Sólbergssonar organista sem ásamt fleirum hefur staðið að undirbúningi. Hann sagði að sá hafa úóúr Akureyringar látið skrá sig til keppni og einn Flateyringur. Sigurvegari hlýtur tíu tíma í upp- tökuveri. Útvarpsstöðin Hljóðbylgj- an mun útvarpa frá keppninni. Keppnin byijar á tíunda tímanum. TVEIR ungir hjólreiðaáhuga- menn ætla að hjóla frá Reykjavík til Akureyrar, laugardaginn 13. ágúst n.k., um 440 kílómetra leið. Lagt verður af stað frá Reykjavík klukkan fjögur aðfaranótt laug- ardagsins, en áætlaður hjólareið- atími til Akureyrar er 15 klukku- stundir. Það eru þeir Einar Jóhannsson, 27 ára og Sigurgeir Vilhjálmsson, 21 árs, sem ætla að taka sér þessa ferð á hendur. Upphaflega stóð til að fara um næstu helgi, en sökum veikinda annars þeirra verður ferð- inni frestað um viku. Einar og Sigur- geir tóku báðir þátt í hjólareiða- keppnum meðan þær voru enn haldnar hér á Iandi, en tilgangur þessarar ferðar er m.a. að vekja athygli á hjólareiðaíþróttinni, sagði Einar í samtali við Morgunblaðið. Einar og Sigurgeir ætla að skipt- ast á um að hjóla og hjólar hvor þeirra 2 og 1/2 klukkustund í einu. Einar sagði að þeir reiknuðu með því að meðalhraðinn yrði 30 km/klst. Fjögur reiðhjól verða til taks fyrir þá félaga á leiðinni, fyrir mismun- andi aðstæður á þjóðveginum. „Við verðum með tvö keppnishjól fyrir bundna slitlagið, eitt fyrir malarveg- ina og fjallahjól fyrir kafla sem eru sérlega slæmir," sagði Einar. „Hjólin eru 12-18 gíra.“ Bíll fylgir þeim félögum eftir á leiðinni tii að geyma hjólin og varagjarðir ef það skyldi springa. Einar sagði að þeir hefðu báðir hjólað svipaðar vegalengdir áður og t.d. hefði hann hjólað 220 km á tæpum 7 klukkutímum um síðustu helgi. Þá hefðu þeir hjólað nokkrum sinnum austur fyrir fjall á ýmsa staði, en annars væru aðstæður til hjólareiða ekki góðar hér á landi. Samt segjast þeir hjóla um 450 km í hverri viku. Þeir kvíða því ekki vegalengdinni, heldur miklu fremur umférðinni og því hvort ökumenn sýni þeim nóga tillitssemi. Ef veðurspáín verður hagstæð leggja þeir félagar af stað frá Lækj- háttur væri hafður á áð aðgangur að tónleikunum væri ókeypis, en öllum væri frjálst að styrkja framtakið. Góð framlög hefðu borist frá sóknarnefndum kirkn- anna þriggja auk þess sem ýmis fyrirtæki hefðu lagt sitt af mörk- um. Arnaldur Arnarson fæddist í Reykjavík árið 1959. Hann hóf gítamám í Svíþjóð tíu ára gamall og hélt því síðar áfram í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar hjá Gunnari H. Jónssyni. Hann tók loka- próf frá Royal Northern College of Music í Manchester árið 1982. Kenn- arar hans þar voru Gordon Cros- skey, George Hadjinikos og John Williams. Hann var eitt ár við fram- haldsnám hjá José Tomas í Alicante á Spáni og hefur sótt námskeið hjá Alirio Díaz, Oscar Ghiglia, David Russell og Hopkinson Smith. Arnaldur hefur haldið tónleika í Englandi, á Spáni og í flestum Norð- urlandanna. Hann er nú kennari og artorgi kl. 4, aðfaranótt 13. ágúst og ljúka ferðinni á Ráðhústorginu á Akureyri um kvöldið. Það gæti þó farið svo, ef spáð verður norð-aust- anátt, að þeir aki fyrst norður og fari hjólandi þaðan aðfaranótt sunnudagsins 14. ágúst. 130 keppendur á krakkamóti KEA HÁTT í 130 keppendur taka þátt í krakkamóti KEA í knattspyrnu sem haldið verður á Akureyri á morgun, laugardag. Krakkarnir koma frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri og Grenivík. Krakkamót KEA er árlegur við- burður á Akureyri á sumrin, en það er Kaupfélag Eyfirðinga sem stend- ur fyrir mótinu. Keppt verður í knattspyrnu eingöngu og hefst mó- tið kl. 10.30. Áætlað er að því ljúki um kl. 16.30. KEA veitir vegleg verðlaun, farandbikara og verð- launapeninga. Skemmdarverk á sumarbústað BROTIST var inn í mannlaust hús á Siglunesi fyrir skömmu og þar unnin skemmdarverk. Húsið hef- ur verið notað sem sumarbústað- ur. Allar rúður voru brotnar í húsinu og þakmálningu hellt yfir allt. Farið var inn í húsið að nætur- lagj, en það er í um eins km fjar- lægð frá bænum á Siglunesi og í hvarfi þaðan. Málið var sent rann- sóknarlögreglunni á Akureyri til meðferðar og er það nú fullrannsak- að. Það verður síðan sent ríkissak- sóknara. Um svipað leyti og skemmdirnar voru unnar á húsinu voru símastaur- ar í eigu Pósts og síma sagaðir nið- ur á Siglunesi. Arnaldur Arnarsson gítarleikari aðstoðarskólastjóri við Luthier-tón- listarskólann í Barcelona. ■ Arnaldur heldur tónleika í Akur- eyrarkirkju kl. 17.00 á sunnudag, í Húsavíkurkirkju kl. 20.30 á mánu- dagskvöld og á sama tíma á þriðju- dagskvöld í Reykjahlíðarkirkju. Á efnisskránni eru verk eftir Silvius Leopold Wess, John Dowland, Fern- ando Sor, Toru Takemitsu, Heitor Villa-Lobos og Joaquín Rodrigo. Hæfileikakeppni í Staupinu Amaldiir Amarson held- ur tónleika á Norðurlandi Hjóla frá Reylga- vík til Akureyr- ar á 15 tímum ALLTAF A UPPLEIÐ Landsins bestu . °Pnunartími PIZZUR opið um helgar fró kl 11.30 - 03.00 Virka daga fró kl. 11.30-01.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.