Morgunblaðið - 05.08.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.08.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988 Grafið í rústum að baki Viðeyjarstofu. Nær og vinstra megin á myndinni eru gólflög frá 17. öld, en fjær og hægra megin má sjá gólflög frá 15. öld sem nýverið hefur verið grafið niður á. Margrét Hallgrímsdóttir, fomleifafræðingur, heldur hér á broti úr steinsleggju sem notuð var til að beija fisk. Ætla má að sleggjan sé frá 17. eða 18. öld. Á borðinu fyrir framan Margréti má sjá, talið réttsælis frá hægra homi efst: Brot úr tálgusteinskeri, vaðmálsbúta, kolu, lýsis- lampa, fremst liggur brot. úr bökunarhellu og ofan á henni kýrtennur frá 16. eða 17. öld, þar fyrir aftan má sjá tvö til þijú hundmð ára göm- ul lyfjaglös. VEÐURHORFUR íDAG, S. ÁGÚST1988 YFIRLIT I GÆR: Um 300 km suður af Vestmannaeyjum er 987 mb lægð, sem þokast norður en 985 mb lægð um 700 km suðvest- ur af Reykjanesi hreyfist austnorðaustan. Heldur hlýnar í veðri. SPÁ: í dag lítur út fyrir suðaustanátt, golu eða kalda. Súld eða rigníng verður víða um land en líklega styttir upp norðanlands, þegar líður á daginn. Hiti veröur 9—15 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Suðaustlæg átt og fremur hlýtt, einkum norðanlands. Væta víða um land þó sízt í innsveitum á Norðurlandi. s, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. -j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V El / / / / / / / Rigning / / / Þoka Þokumóða * / * /■»/■» Slydda / * / * * * »•»*•» Snjókoma * * * ’ , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur [7 Þrumuveður Tgr r\SM f VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 i gær að ísl. tfma hiti vefiur Akureyri 9 skýjaó Reykjavík 9 skýjað Bergen 11 alskýjað Helslnki 13 skýjað Kaupmannah. 13 skýjað Narssarssuaq 8 léttskýjað Nuuk S jjoka Ósló 12 skýjað Stokkhólmur 13 léttskýjað Þórshöfn 9 skýjað Algarve 20 heiðskírt Amsterdam 14 þokumóða Barcelona 19 léttskýjað Chicago 28 léttskýjað Feneyjar 23 alskýjað Frankfurt 11 lóttskýjað Glasgow 11 skýjað Hamborg 12 skýjað Las Pslmas vantar London 12 skýjað Los Angeles 18 léttskýjað Lúxemborg 12 léttskýjað Madrld 12 heiðsklrt Malaga 22 heiðskfrt Mallorca 20 skýjað Montreal 26 alskýjað New York 26 léttskýjað Parls 12 helðsklrt Róm 27 skýjað San Diego 21 skýjað Winnipeg 16 léttskýjað Fornleifauppgröftur í Viðey: Komið nið- ur á gólflög frá miðöldum UPPGREFTRI er haldið áfram af kappi úti í Viðey, en þar hafa fornleifafræðingar verið að síðan i mars siðast liðnum og ætla sér hálft ár til verksins að þessu sinni. Margrét Hallgrímsdóttir fora- leifafræðingur hefur yfimmsjón með greftrinum sem er á vegum Árbæjarsafns. Síðustu daga hefur verið komið niður á gólflög frá miðöldum i bæjarhólnum á bak við Viðeyjarstofu. í samtali við Morgunblaðið sagði Margrét Hallgrímsdóttir að tilgang- ur uppgraftrarins í Viðey væri sá helstur að fá heillega mynd af byggð í eynni í gegnum aldimar auk þess sem vonir stæðu til að rústir Viðeyjarklausturs kæmu ein- hvem tíma í ljós. „Þessa dagana erum við stödd í gólflögum frá mið- öldum og höfum fundið fjöldan allan af minjum, sumar hveijar frá því fyrir siðaskipti," sagði Margrét. Fæstir gera sér grein fyrir hve mikil vinna fylgir í kjölfar fomleifa- uppgraftrar sem þessa. Að sögn Margrétar er uppgröfturinn sjálfur aðeins efsti hluti ísjakans. Þegar honum lýkur tekur við úrvinnsla - skýrsluskrif, kortagerð og frekari rannsóknir á þeim minjum sem fundist hafa. „í miðaldalögunum hafa fundist tréáhöld, skálar og tálgusteinspottar, en það em áhöld sem notuð voru áður en leirker komu til sögunnar hér á landi," segir Margrét. „Það er líklegt að hér hafi verið heilmikil byggð tengd klaustrinu og að það sem fundist hefur frá miðöldum sé hluti af þeirri byggð." Margrét kveðst þó ekkert vilja fullyrða í þessum efnum. „Það þarf að taka svo margt með í reikn- inginn, til dæmis áhrif erlendis frá, og vara sig á því að sjá ekki einung- is það sem maður vill sjá.“ Að lok- um sagði Margrét að vonir stæðu til að hægt væri að halda verkinu áfram úti í Viðey næsta sumar, enda ljóst að mikið verk væri óunn- ið í fomleifauppgreftri þar. Morgunblaðið/KGA Hér getur að líta rústir hlaðins ofns sem notaður var til þess að hita upp híbýli fyrr á öldum. Á myndinni má einnig sjá rafmagns- leiðslur sem leggja þurfti þvert yfir rústirnar að Viðeyjarstofu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.