Morgunblaðið - 05.08.1988, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988
JBS:-
PÍBSÍ-i
■ '• V;-
Ólafur G. Elnarsson, formaður Þingvallanefndar, Einar E. Sæmundsen, landslagsarkitekt, Hjörleifur Guttormsson, Þingvallanefnd, sr.
Heimir Steinsson, starfsmaður Þingvallanefndar, og Jónas Aðalsteinsson, lögmaður Þingvailanefndar, horfa yfir Þingvelli frá Kárastaðanesi.
Þjóðgarðslögin 60 ára:
Fyrsta heildarskipulag
ÞingvaJIasvæðisins
Séð frá hringsjánni niður yfir Valhöll og Þingvallabæinn.
Morgunblaðið/Einar Falur
ÞESS er nú minnst að sextíu ár
eru liðin frá því að þjóðgarður
var gerður á ÞingvöUum. Lög
voru sett um friðun Þingvalla i
maímánuði 1928 og þjóðgarður-
inn stofnaður í krafti þeirra þann
27. júli sama ár. Ákvarðanir um
hið friðaða svæði hafa verið
mótaðar af Þingvallanefnd
hveiju sinni og hafa fram-
kvæmdir þar verið mestar í
tengslum við stórhátíðir á Þing-
völlum; Alþingishátiðina 1930,
Lýðveldishátíðina 1944 og Þjóð-
hátíðina 1974. í vor gaf fráfar-
andi Þingvallanefnd út stefnu-
mörkun um framtíð Þingvalla-
svæðisins og er það fyrsta heild-
arskipulag þjóðgarðsins. í nefnd-
inni áttu sæti þeir Þórarinn Sig-
uijónsson, sem var formaður
nefndarinnar, Þorsteinn Pálsson
og Hjörleifur Guttormsson.
Þingvallanefnd skipa nú þeir
Ólafur G. Einarsson, formaður,
Steingrímur Hermannsson og Hjör-
leifur Guttormsson. Starfsmaður
nefndarinnar er sr. Heimir Steins-
son, þjóðgarðsvörður. Neftidar-
menn, þjóðgarðsvörður og lögmað-
ur nefndarinnar, Jónas Aðalsteins-
son, hittust á Þingvöllum 27. júli
síðastliðinn, á sextugsafmæli þjóð-
garðsins. Fundinn sat Einar E.
Sæmundsen, landslagsarkitekt,
sem unnið hefur að skipulagi þjóð-
garðsins á vegum nefndarinnar
síðan í maí 1985 ásamt starfs-
bróður sínum Reyni Vilhjálmssyni.
Morgunblaðsmenn slógust í för með
fundarmönnum og skoðuðu þá staði
þjóðgarðsins þar sem helst er hugs-
anlegt að ráðist verði í framkvæmd-
ir á næstunni eða breytingar gerð-
ar.
Brýnustu verkefni nýrrar Þing-
vallanefndar snerta að sögn Ólafs
G. Einarssonar, formanns nefndar-
innar, tillögugerð um ný mörk þjóð-
garðsins, byggingu menningarmið-
stöðvar innan hans auk framtíðar
sumarhúsa og annarra bygginga
sem þar eru. Olafur segir að megin-
verkefni Þingvallanefndar sé þó að
vemda náttúru og sögulegar minjar
á Þingvöllum, búa hinum foma
þingstað þá umgjörð sem honum
beri sem helgistað þjóðarinnar.
Frá því árið 1980 hefur gerð
aðalskipulags fyrir þjóðgarðinn ver-
ið til umræðu í Þingvallanefnd og
sótti nefndin um fjárveitingar til
skipulagsvinnu. Við flárlagaaf-
greiðslu vegna ársins 1985 var veitt
hálf milljón króna í þessu skyni, og
í byrjun maí 1985 vom Einar E.
Sæmundsen og Reynir Vilhjálms-
son landslagsarkitektar ráðnir til
að vinna að skipulagi fyrir þjóð-
garðinn á Þingvöllum á vegum
Þingvallanefndar. Samtímis var
komið á samráði nefndarinnar og
Skipulagsstjómar ríkisins, sem þá
hafði falið skipulagsstjóra að hafa
forgöngu um gerð svæðiskipulags
fyrir Þingvallasvæðið. Náttúm-
vemdarráð og ýmis félagasamtök
hafa einnig sýnt áhuga á málefnum
Þingvalla.
í stefnumörkun Þingvallanefndar
segir að markmið skipulagsins eigi
að vera að vemda á sem ömggast-
an hátt einstæða náttúm og menn-
ingarsögu Þingvalla. Það verði m.a.
gert með því að fræða gesti þjóð-
garðsins um gildi staðarins og gera
þá þannig virka þátttakendur í
vemdun hans. Leitast eigi við að
skipuleggja umferð um þjóðgarðinn
og dvöl gesta innan hans, þannig
að gætt sé áðurgreindra markmiða.
Síðan segir í stefnumörkuninni:
„Margar ástæður em til þess, að
marka þarf framtíðarstefnu í mál-
eftium þjóðgarðsins og Þingvalla-
svæðisins i heild. Manníjöldi vex á
höfuðborgarsvæðinu, útivist er
sívaxandi þáttur í tómstundum
fólks og samgöngur við Þingvelli
hafa gjörbreyst á fáum áram. Upp-
byggður vegur yfir Mosfellsheiði
með bundnu slitlagi á sinn þátt í
að auðvelda fólki ferð til Þingvalla,
einnig að vetrarlagi. Að sama skapi
eykst álag á svæðið og þörfin fyrir
þjónustu og upplýsingar. Árið 2000
eða eftir rúman áratug verður hald-
in stórhátíð á Þingvöllum til að
minnast þúsund ára afmælis
kristnitöku. Alþingi og Þjóðkirkjan
hafa áhuga á að sýna staðnum sóma
áður en kemur að þeim tímamótum.
Þeim áhuga og athöfnum er hér
leitast við að finna farveg í skipu-
lagi, þannig að gætt sé heildstæðra
sjónarmiða um vemdun Þingvalla.
Þar geta viðmiðanir úr fortíðinni
ekki gilt nema að litlu leyti vegna
gjörbreyttra aðstæðna varðandi
ferðir og útivist almennings."
Fomminjar fleiri
en ætlað var
Strax í upphafi skipulagsstarfs-
ins kom í ljós að gera þyrfti fom-
leifarannsóknir og var Þjóðminja-
safninu falið að sjá um þann þátt
fyrir Þingvallanefnd. Það verk hófst
í ágúst 1986. Meginmarkmið fom:
leifarannsóknanna voru þijú. 1
fyrsta lagi að mæla upp öll sýnileg
mannvirki og færa þau inn á kort.
í öðm lagi að gera úttekt á ástandi
þeirra minja sem fyndust og koma
með tillögur til úrbóta til vemdar
þeim. í þriðja lagi að leggja fram
tillögur að því hvemi£ haga bæri
frekari rannsóknum á fomminjum
á Þingvöllum.
Fomleifarannsóknunu m hefur
miðað nokkuð hægar en upphaflega
var áætlað meðal annars vegna
þess að til komu óvæntar fomleifa-
rannsóknir á Bessastöðum og í
Reykholti. Þegar hefur þó komið í
ljós að á svæðinu em mun fleiri og
umfangsmeiri minjar en ætlað var.
Þjóðminjasafiiið telur brýnt að gera
ráðstafanir til þess að beina umferð
ferðamanna fram hjá rústunum en
ekki yfir þær með gerð snyrtilegra
göngustíga en margar búðarús-
tanna em nú í slæmu ástandi vegna
þess að troðningar liggja yfir þær.
Umfangsmiklar rannsóknir hafa
einnig verið gerðar á lífríki Þing-
vallavatns á undanfömum ámm og
hefur prófessor Pétur M. Jónsson
stjómað þeim. Með hliðsjón af nið-
urstöðum þeirra rannsókna verður
leitað samninga við Landsvirkjun
um sem minnstar sveiflur á vatns-
borði Þingvallavatns.
Þá hefur verið gerð grasafræði-
leg úttekt á þjóðgarðinum en slík
úttekt hafði ekki áður farið fram.
Leitað var til Náttúmfræðistofnun-
ar íslands í þeim tilgangi og hafa
grasafræðingamir Eyþór Einarsson
og Kristbjöm Egilsson séð um verk-
ið. í janúar á þessu ári skilaði Nátt-
úmfræðistofnun rúmlega 50 blað-
síðna greinargerð um „Gróðurrann-
sóknir á Þingvöllum sumurin 1986
og 1987“. Þar kemur m.a. fram að
ástand gróðurs sé nokkuð gott og
að beitarfriðun undanfarin ár hefur
orðið til góðs. Ýmis svæði hafa þó
látið á sjá hvað gróðurfar varðar
en allar gróðurskemmdir skrifast á
mannfólkið jjví beit er ekki lengur
til staðar. I greinargerð Náttúm-
fræðistofnunar segir að margt
bendi til þess að gróðurskemmdir
muni aukast á næstu áram vegna
sífellt meiri umferðar. Einkum eigi
þetta við þinghelgina og vatns-
bakkann.
Friðun stærra svæðis
Stærð þjóðgarðsins hefur ofl
komið til umræðu en í lögunum frá
1928 vom mörk hans skilgreind
mjög nákvæmlega og einnig tekið
fram að ekkert jarðrask, húsabygg-
ingar, vegi, rafleiðslur eða önnur
mannvirki megi gera á hinu frið-
lýsta svæði eða í landi jarðanna
Kárastaða, Brúastaða, Svartagils
og Gjábakka nema með leyfí Þing-
vallanefndar.
Núverandi þjóðgarður myndar
þungamiðju í mun stærra land-
svæði, sem er jarðfræðileg heild og
nær frá Langjökli í norðri til Heng-
ils í suðri. Á þessu svæði er að finna
fjölbreyttar jarðmyndanir, eldfjöll
hraun og jökla. Þá er svæðið sér-
stætt í jarðfræðilegu tiliiti vegna
sprangubeltisins, sem um það ligg-
ur, en það er hluti Mið-Atlantshafs-
hryggjarins.
í stefnumörkuninni segir að hug-
myndir um friðun stærra landsvæð-
is við Þingvallavatn eigi fyllilega
rétt á sér og komi til greina að
vemda síðar, með friðlýsingu og
samkvæmt skipulagi, stærra svæði
við Þingvallavatn að undirlagi
þeirra aðila, sem fara með skipu-
lags- og náttúmvemdarmál og í
samvinnu við Þingvallanefnd. Það
er þó tekið fram að þjóðgarður á
Þingvöllum muni alltaf hafa sér-
stöðu innan þessa svæðis.
í dag nær þjóðgarðsgirðingin
umhverfís nánast allt hið friðaða
svæði nema hvað stór spilda úr
norðvesturhomi þess, þ.e.a.s. hlíðar
Ármannsfells, era enn utan þjóð-
garðsgirðingar. Hins vegar nær
girðingin yfir mun stærra svæði í
Gjábakkalandi, austan Hrafnagjár.
Að vestanverðu er núverandi þjóð-
garðsgirðing rétt vestan við efri
barm Almannagjár.
I steftiumörkun Þingvallaneftidar
er gert ráð fyrir að girðing um þjóð-
garðinn á Þingvöllum verði flutt
vestar en nú er á kaflanum frá
Skógarhólum suður fyrir Kára-
staðanes. Þar með verður allt hið
friðhelga land samkvæmt lögunum
frá 1928 innan þjóðgarðsgirðingar-
innar.
Aðalhlið girðingarinnar verður á
móts við Kárastaði en með þeirri
ráðstöfun skylda vegfarendur að