Morgunblaðið - 05.08.1988, Side 32

Morgunblaðið - 05.08.1988, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988 Fjárhús brennt til grunna Mikinn reyk lagði yfir Akureyrarbæ kvöld eitt í vikunni og hélt margur Akureyringurinn að um stórbruna væri að ræða. Þegar betur var að gáð stóðu tveir brunaliðar fyrir íkveikju á vegum bæjarins í gömlu fjárhúsi við Klettaborg- ir, skammt hjá vistheimilinu Sólborg. Verið var að rýma fyrir nýrri götu, sem liggja mun á þess- um slóðum og stóðu gömlu fjárhúsin í vegi fyr- ir væntanlegri gatnagerð. Múgur og margmenni dreif að enda fuðraði vel í kofanum og var myndin tekin skömmu eftir að eldur hafði verið borinn að húsunum. Stefán bóndi á Siglunesi: Leggur veg út í Siglu- nes á eigin kostnað STEFÁN Einarsson, bóndi á Siglunesi, fékk nýlega heimild bæjarstjórnar Siglufjarðar til að leggja veg út í Siglunes, en það hyggst Stefán gera á eigin kostn- að. Bæjarstjórnin samþykkti vegagerðina með fimm atkvæð- „A heima- slóðum“ í sumarfrí ÞÁTTUR Eyfirska sjón- varpsfélagsins „Á heimaslóð- um“, sem sendur hefur verið út vikulega á fimmtudags- kvöldum, er nú 'kominn í sumarfrí. Þátturinn hefur verið sendur út reglulega í hálft annað ár og er áformað að fara af stað aftur með haustinu. Að sögn Bjama Haíþórs Helgasonar sjónvarpsstjóra verður norðlenskt efni sent út í vetur, eins og áður, en vænt- anlega með breyttu formi. Bjami sagði að eyfirskir aug- lýsendur gætu eftir sem áður nýtt sér þjónustu Sjónvarps Akureyrar þar sem auglýsingar á þess vegum yrðu fyrst um sinn sendar út á undan frétta- ■ þætti Stöðvar 2, 19:19, á fimmtudagskvöldum. um gegn fjórum. Hingað til hefúr Stefán og fjölskylda hans ferðast á gúmbátum á milli. Liðið er hálft annað ár frá því að Stefán sótti fyrst um leyfi fyrir vegar- lagningunni og hefur mál þetta „þvælst í kerfinu" siðan, að sögn Stefáns. Með samþykkt bæjar- stjómarinnar er þó ekki allt fengið, því nú þarf Stefán að fá „grænt ljós“ frá Skipulagsstjórn ríkisins og síðast samþykki fé- lagsmálaráðherra. „Ég veit hreinlega ekki hvenær ég get hafist handa. Af fyrri skipt- um mínum við kerfíð yrði ég alls ekki hissa á frekari töfum,“ sagði Stefán. „Á meðan ligg ég með dýr- ar vinnuvélar heima fyrir og mikla fjárfestingu, sem ég hef ráðist í vegna verksins. Þetta er mikill floti, grafa, hjólaskófla, tvær jarðýtur og vörubíll auk þess sem ég á aðgang að ýmsum öðrum tækjum." Stefán vildi ekki tilgreina hve mikil fjár- festing lægi í vinnuvélunum. Stefán á tvo báta, átta og tutt- ugu tonna. „Ég hef alltaf lagt stærri bátnum vegna kvótaleysis Veitingastaðurinn Staupið stendur fyrir hæfileikakeppni annað kvöld, laugardagskvöld, og er öllum þeim sem áhuga hafa fijálst að taka þátt í keppn- inni. Skráning er nú þegar hafin og yfir sumarið og í sumar hef ég sjálf- ur verið að vinna í landi á vinnuvél- unum. Það borgar sig engan veginn að gera út á færi héðan á sumrin. Það er svo steindautt og svarar ekki kostnaði að reyna það. Þetta hefur þó aldrei verið eins slæmt og nú,“ sagði Stefán. Arnaldur Arnarson gítarleikari heldur tónleika í Akureyrar-, Húsavíkur- og Reykjahlíðarkirkj- um næstu daga. Tónleikarnir eru liður í sumartónleikaröð, sem far- ið hefur fram í kirkjunum í sum- ar og eru þetta jafnframt lokatón- leikarnir að þessu sinni. Búast má við að framhald verði á næsta sumar vegna mjög góðrar aðsókn- ar í sumar, að sögn Björns Stein- ars Sólbergssonar organista sem ásamt fleirum hefur staðið að undirbúningi. Hann sagði að sá hafa úóúr Akureyringar látið skrá sig til keppni og einn Flateyringur. Sigurvegari hlýtur tíu tíma í upp- tökuveri. Útvarpsstöðin Hljóðbylgj- an mun útvarpa frá keppninni. Keppnin byijar á tíunda tímanum. TVEIR ungir hjólreiðaáhuga- menn ætla að hjóla frá Reykjavík til Akureyrar, laugardaginn 13. ágúst n.k., um 440 kílómetra leið. Lagt verður af stað frá Reykjavík klukkan fjögur aðfaranótt laug- ardagsins, en áætlaður hjólareið- atími til Akureyrar er 15 klukku- stundir. Það eru þeir Einar Jóhannsson, 27 ára og Sigurgeir Vilhjálmsson, 21 árs, sem ætla að taka sér þessa ferð á hendur. Upphaflega stóð til að fara um næstu helgi, en sökum veikinda annars þeirra verður ferð- inni frestað um viku. Einar og Sigur- geir tóku báðir þátt í hjólareiða- keppnum meðan þær voru enn haldnar hér á Iandi, en tilgangur þessarar ferðar er m.a. að vekja athygli á hjólareiðaíþróttinni, sagði Einar í samtali við Morgunblaðið. Einar og Sigurgeir ætla að skipt- ast á um að hjóla og hjólar hvor þeirra 2 og 1/2 klukkustund í einu. Einar sagði að þeir reiknuðu með því að meðalhraðinn yrði 30 km/klst. Fjögur reiðhjól verða til taks fyrir þá félaga á leiðinni, fyrir mismun- andi aðstæður á þjóðveginum. „Við verðum með tvö keppnishjól fyrir bundna slitlagið, eitt fyrir malarveg- ina og fjallahjól fyrir kafla sem eru sérlega slæmir," sagði Einar. „Hjólin eru 12-18 gíra.“ Bíll fylgir þeim félögum eftir á leiðinni tii að geyma hjólin og varagjarðir ef það skyldi springa. Einar sagði að þeir hefðu báðir hjólað svipaðar vegalengdir áður og t.d. hefði hann hjólað 220 km á tæpum 7 klukkutímum um síðustu helgi. Þá hefðu þeir hjólað nokkrum sinnum austur fyrir fjall á ýmsa staði, en annars væru aðstæður til hjólareiða ekki góðar hér á landi. Samt segjast þeir hjóla um 450 km í hverri viku. Þeir kvíða því ekki vegalengdinni, heldur miklu fremur umférðinni og því hvort ökumenn sýni þeim nóga tillitssemi. Ef veðurspáín verður hagstæð leggja þeir félagar af stað frá Lækj- háttur væri hafður á áð aðgangur að tónleikunum væri ókeypis, en öllum væri frjálst að styrkja framtakið. Góð framlög hefðu borist frá sóknarnefndum kirkn- anna þriggja auk þess sem ýmis fyrirtæki hefðu lagt sitt af mörk- um. Arnaldur Arnarson fæddist í Reykjavík árið 1959. Hann hóf gítamám í Svíþjóð tíu ára gamall og hélt því síðar áfram í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar hjá Gunnari H. Jónssyni. Hann tók loka- próf frá Royal Northern College of Music í Manchester árið 1982. Kenn- arar hans þar voru Gordon Cros- skey, George Hadjinikos og John Williams. Hann var eitt ár við fram- haldsnám hjá José Tomas í Alicante á Spáni og hefur sótt námskeið hjá Alirio Díaz, Oscar Ghiglia, David Russell og Hopkinson Smith. Arnaldur hefur haldið tónleika í Englandi, á Spáni og í flestum Norð- urlandanna. Hann er nú kennari og artorgi kl. 4, aðfaranótt 13. ágúst og ljúka ferðinni á Ráðhústorginu á Akureyri um kvöldið. Það gæti þó farið svo, ef spáð verður norð-aust- anátt, að þeir aki fyrst norður og fari hjólandi þaðan aðfaranótt sunnudagsins 14. ágúst. 130 keppendur á krakkamóti KEA HÁTT í 130 keppendur taka þátt í krakkamóti KEA í knattspyrnu sem haldið verður á Akureyri á morgun, laugardag. Krakkarnir koma frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri og Grenivík. Krakkamót KEA er árlegur við- burður á Akureyri á sumrin, en það er Kaupfélag Eyfirðinga sem stend- ur fyrir mótinu. Keppt verður í knattspyrnu eingöngu og hefst mó- tið kl. 10.30. Áætlað er að því ljúki um kl. 16.30. KEA veitir vegleg verðlaun, farandbikara og verð- launapeninga. Skemmdarverk á sumarbústað BROTIST var inn í mannlaust hús á Siglunesi fyrir skömmu og þar unnin skemmdarverk. Húsið hef- ur verið notað sem sumarbústað- ur. Allar rúður voru brotnar í húsinu og þakmálningu hellt yfir allt. Farið var inn í húsið að nætur- lagj, en það er í um eins km fjar- lægð frá bænum á Siglunesi og í hvarfi þaðan. Málið var sent rann- sóknarlögreglunni á Akureyri til meðferðar og er það nú fullrannsak- að. Það verður síðan sent ríkissak- sóknara. Um svipað leyti og skemmdirnar voru unnar á húsinu voru símastaur- ar í eigu Pósts og síma sagaðir nið- ur á Siglunesi. Arnaldur Arnarsson gítarleikari aðstoðarskólastjóri við Luthier-tón- listarskólann í Barcelona. ■ Arnaldur heldur tónleika í Akur- eyrarkirkju kl. 17.00 á sunnudag, í Húsavíkurkirkju kl. 20.30 á mánu- dagskvöld og á sama tíma á þriðju- dagskvöld í Reykjahlíðarkirkju. Á efnisskránni eru verk eftir Silvius Leopold Wess, John Dowland, Fern- ando Sor, Toru Takemitsu, Heitor Villa-Lobos og Joaquín Rodrigo. Hæfileikakeppni í Staupinu Amaldiir Amarson held- ur tónleika á Norðurlandi Hjóla frá Reylga- vík til Akureyr- ar á 15 tímum ALLTAF A UPPLEIÐ Landsins bestu . °Pnunartími PIZZUR opið um helgar fró kl 11.30 - 03.00 Virka daga fró kl. 11.30-01.00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.