Morgunblaðið - 20.08.1988, Síða 10

Morgunblaðið - 20.08.1988, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988 OLÍUKRÍT OGOLÍA Það er mikill fjöldi mynda á sýningu Guðlaugs Þórs Ásgeirs- sonar í hálfum vestursal Kjarvals- staða. Samkvæmt sýningarskrá eru öll verkin annaðhvort unnin í olíu eða olíukrít, sem er þó ekki alveg rökrétt við nám Guðlaugs, en hann lauk námi í grafíkdeild MHÍ árið 1981. Kannski hefur Guðlaugur tekið skakka stefnu á hæðina, eins og það er orðað, því að vinnugleði hans virðast engin takmörk sett nema þá á sérsviðinu, því að eng- ar grafíkmyndir eru á þessari fyrstu alvöru sýningu hans — en áður hefur hann haldið tvær smá- sýningar og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Eins og sémámi í grafík er nú háttað fer minnsti tíminn í það að handleika pensla fyrir framan málaratrönur og það kemur því ekki á óvart, að tækni Guðlaugs Þórs sé nokkuð frumstæð og á köflum næsta viðvaningsleg, þótt vinnugleðina hafi hann nóga. En satt að segja verður manni á að óska á þessum tveim sýningum, sem nú standa yfír í vestursal, að dugnaðarins og metnaðarins sæi meira stað í útfærslu hverrar myndar fyrir sig en i sjálfri tjá- gleðinni. Að vísu ræktar margur klaufaskapinn undir formerkjum framúrstefnu með goðsögulegri tilvisun auk þess að kenna það við einhveija tegund af húmor eða kímni en slíkt þarf sterkan og upprunalegan undirtón til að ná tilgangi sínum, sem sjaldan er til staðar. Ekki sé ég að myndir Guðlaugs risti dýpra en hver önnur tækifær- isriss, sem gerð eru við ýmis til- efni af mönnum og landslagi auk hugarflugsmynda í bland. Nokkrar myndanna eru gerðar undir sterkum áhrifum frá Munch svo sem nr. 7, 17 og 18, en hér eru áhrifin nokkuð flaustursleg í útfærslu þannig að auðséð er, að gerandinn hefur ekki skilið meist- arann rétt né kært sig um það. Einstakir hlutar mynda skila sér þó og þá einkum í landslags- myndunum, þar sem hinn tækni- legi htjúfleiki útfærslunnar nýtur sín og vissulega hafa ýmsir lista- menn náð langt í dýrkun hijúfleik- ans sem aðalatriði. Og kannski er það svið Guðlaugs Þórs Bjama- sonar, en hér vil ég engu spá að svo komnu. Ljósmyndað landslag í vestari og eystri gangi Kjarv- alsstaða sýnir sænski ljósmyndar- inn Bengt G. Eriksson allmargar ljósmyndir af norrænu landslagi. Bengt, sem er fæddur 1948, hefur stundað ljósmyndun í tvo áratugi og mun vel þekktur í sínu heimalandi og hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir myndir sínar. Það má líka greinilega sjá það á myndunum á sýningunni, að hér er á ferð maður með næmt auga fyrir myndefnum sínum, sem eru nær- og fjærmyndir af landslagi hvers konar, ýmsu smálegu í því svo og gróðurmögnum jarðar. Föng sín hefur Bengt sótt ti! Skandinavíu, Orkneyja, Færeyja og íslands. Bengt virðist vera töluverður galdramaður á sviði ljósmynda- tækninnar og með ríka tilfínningu fyrir myndbyggingu í landslaginu og þá ekki síður ýmsum smáatrið- um eins og mosa, steinum, laufi eða jafnvel skófum á steini. Allt, sem hrífur, virðist verða honum að myndefni, smátt sem stórt, enda er fegurðin söm í hvoru- tveggja, það sem máli skiptir er einfaldlega að koma auga á hana. Og það, sem gefiir sýningunni aukið gildi, er hve viðfangefnin eru fjölbreytileg og ólík en hafa þó margt sameiginlegt þannig að stundum er erfítt að giska á, hvað- an einstakar myndir séu. Það er kannski vegna þess, hve vinnu- brögðin við slíkar litljósmyndir eru áþekk, og t.d. er sami glansinn og áferðin á þeim öllum og gildir þá einu af hveiju þær eru. Kann ég minnst við þennan þátt úr- vinnslunnar og tækninnar. En í heild er þetta mjög áhuga- verð sýning og skákar eiginlega báðum málverkasýningunum, er voru opnaðar á sama tíma í vest- ursal, og mætti segja að vinnu- brögðin minni stundum á myndir Kjarvals í eystri sal, sem þó eru í æðra veldi. Málverk af hljóð- færaleikurum Myndlist Bragi Ásgeirsson Listrýnirinn verður að viður- kenna, að það er erfítt að snúa sér að almennri gagnrýni á mál- verkasýningum í sýningarsölum borgarinnar eftir að hafa Qallað um landslagsmyndir Jóns Stef- ánssonar í Norræna húsinu. Viðhorfin eru að vísu og auðvit- að allt önnur til málaralistarinnar í dag en þá, er sá ágæti málari mundaði pentskúflnn, en grund- vallarlögmálin eru þó þau sömu. Og fram hjá þessum grundvallar- lögmálum verður trauðla gengið. Jafnvel kennir maður þau í hinum villtustu málverkum nýbylgjunn- ar, sem í raun og veru er stundum einnig nefnd „villta málverkið." Það skiptir litlu, hvað málað er, ef það er gert mað „rart“, eins og þeir nefna það í Frans og allir þeir eiga að skilja, sem til- finningu hafa fyrir málverki. Og hvað sem málað er, þá • krefst hver grein listarinnar sérs- takrar þjálfunar meðvitaðrar eða ósjálfráðrar. Allt þetta dettur mér í hug eft- ir endurtekna skoðun sýningar Rutar Rebekku Siguijónsdótt- ur í hálfum vestursal Kjarvals- staða. Bygging og útfærsla verka hennar af hljóðfæraleikurum verður að teljast mjög veik og teikningin oft og tíðum næsta klaufsk og þá einkum þegar hend- ur og andlit eru annars vegar. Að gera slíkt vel og hnitmiðað krefst áralangrar og markvissrar þjálfunar, sem hér er ekki til stað- ar þrátt fyrir alla undirstöðuþjálf- unina í MHÍ. En koma hér ekki einmitt fram vankantar annakerf- isins í sinni ljósustu mynd ásamt alltof lítilli þjálfun í teikningu mannslíkamans? Það er stórhættulegt að læra sitt lítið af hveiju, en ekkert tæm- andi, hversu góður sem árangur- inn er frá einni önn til annarrar. Þessu hef ég alltaf haldið fram, og það fær mig enginn ofan af því héðan af í ljósi útkomunnar, er við blasir. Verst er þegar farið er að van- rækja grundvallamámið, en auka framhaldsnámið, þannig að fólk veit jafnvel ekki í hvaða fót skal stigið skólann í gegn. Enginn dugnaður fær bætt upp raunhæfa þjálfun og þroska og hér dugir ekki einu sinni, að nemendur og kennarar geri sitt besta. Og ei heldur að ánetjast einhverri hug- myndafræði, er gengur yfir. Rut Rebekka hefur góða til- finningu fyrir lit, og það er henn- ar sterkasta hlið á þessari sýningu og meðferð hennar á þeim ber sértækum vinnubrögðum vitni, svo sem við sjáum í myndinni „Frásögn tóna“ (16). En bygging- arlega séð þykja mér myndir eins og „Píanóleikarinn" (7) og „Með fiðlu" (43) bera af, og þetta eru satt að segja einu myndimar, sem ég í raun og vem get sætt mig fullkomlega við. En um leið stað- festa þær, að það býr öllu meira í þessari myndlistarkonu en marka má af sýningunni í heild.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.