Morgunblaðið - 20.08.1988, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988
11
I&tmtíkS ŒEáfl
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 449. þáttur
Páll Bergþórsson í Reykjavík
skrifar mér svo:
„Ég kemst víst ekki hjá að
svara bréfí Jakobs Bjömssonar
um nýyrðið eyðni, því að svo
vill til að undirritaður er
„klambrari" sá sem minnst er á
í bréfínu.
En ég ætla ekki að láta freist-
ast til að skattyrðast við Jakob.
Einhvem tíma lét Helgi Hálf-
danarson að því liggja, að varla
fyndist verri galli á nýyrði en
sá að einhver annar en maður
sjálfur hefði búið það til. Því
getur verið að Jakob sé, kannski
í gamni, að láta þessa reglu á
sér sannast.
En víkjum nú að orðinu eyðni.
Jakob fínnst það ekki nógu ein-
kennandi fyrir sjúkdóminn og
vill láta koma fram í nafninu
það eðli hans að skemma — eða
eyðiieggja — ónæmiskerfí lík-
amans sérstaklega. En það hefur
sýnt sig í tilraunum að íslenska
þetta heiti, að þeim tilgangi
verður varla náð nema með sam-
settu og um leið of iöngu orði.
Já, samsett orð, vel á minnst.
Vilmundur Jónsson iandlæknir
og orðsins meistari skrifaði í
Læknablaðið 1959, að „sætta
beri sig illa og helzt ekki við
önnur nýyrði — a.m.k. ekki þeg-
ar um er að ræða undirstöðu-
hluti og gmndvallarhugmyndir
— en ósamsett orð. í eiginiegum
skilningi eru samsett orð tæpast
orð. Þau eru nær því að vera
setning og um ieið stíll — góður
eða vondur eftir atvikum".
Þegar ný heiti eru valin ber
samkvæmt þessu að athuga
fyrst hver staða orðsins verður
í málinu. Sérstakt fyrirbrigði,
svo sem einstakar æðar eða bein,
getur þurft að kalla samsettu
nafni. En fyrirbæri sem er
líklegt til að verða svo að segja
á allra vörum, þarf að bera ein-
falt og ósamsett heiti, enda verð-
ur þá oft nauðsynlegt að skeyta
við það ýmsum öðrum orðum. í
orðabók háskólans er til dæmis
hátt á þriðja hundrað orða sem
hafa sím- eða síma- að forlið eða
fyrsta lið. Um leið og orðið er
stytt getur verið óhjákvæmilegt
að slaka á kröfum um að full-
komin skilgreining sé fólgin í
því við fyrstu sýn eða heym.
Það sakar þó minna en ætla
mætti, því að víðfleygt orð er
einmitt fljótt að festast við fyrir-
bærið, og um leið fer það að
jafngilda skilgreiningu. En hitt
er nýyrðinu þó mikil lyftistöng
í upphafí, að í því felist eins
mikið af merkingunni og að-
stæður leyfa.
Þetta var mín afstaða þegar
ég klambraði saman orðinu
eyðni, en dálitla hliðsjón hafði
ég líka af hljóðlíkingunni við
skammstöfunina aids.
Þá er rétt að líta á hvaða
afstöðu ýmsir aðrir en velnefnd-
ur Jakob hafa tekið til þessa
klamburs.
í 435. þætti sínum um íslenskt
mál svaraði Gísli Jónsson ágæt-
lega fyrri aðfínnslum Jakobs um
eyðni-orðið og er óþarfí að end-
urtaka þær athugasemdir hér.
En um þetta orð sagði Jón Hilm-
ar Jónsson málfræðingur í erindi
á norrænu málnefndaþingi
1987, að merkingarlegt gagnsæi
og keimur af hljóðgerð erlenda
orðsins væri þar haganlega sam-
ofíð. Og í Heilbrigðismálum
1986 var haft eftir Helga Valdi-
marssyni prófessor að orðið
væri góð málamiðlun, stutt og
lýsandi og ekki eins villandi og
alnæmi. Hann sagðist sjálfur
vera farinn að nota orðið eyðni
í stað ónæmistæringar, sem
hann er höfundur að.
f Morgunblaðinu 10. október
1986 skrifar Helgi Hálfdanarson
um nauðsyn þess að sameinast
um eina þýðingu á aids. Hann
segir yfirburði orðsins eyðni
ótvíræða, það sé ósamsett, að-
eins tvö atkvæði og hóflega
áleitið að merkingu. Jafnframt
gaf hann frá sér ágæta tillögu
sína um orðið næmingu til þessa
brúks.
í skoðanakönnun sem Hag-
vangur gerði fyrir tímaritið Heil-
brigðismál 1987 fannst flestum
að nota ætti eyðni (491 eða
60,7%) en nær allir aðrir vildu
nota orðið alnæmi (3.310 eða
38,3%). Öm Bjamason formaður
orðanefíidar læknafélaganna
sagði þá að vinsæidir eyðni-
orðsins kæmu sér ekki á óvart.
Hann bjóst við að nefndin legði
til við lækna að nota orðið eyðni
þegar átt væri við smitun af
völdum HTV-veiru, en síður um
lokastig veikinnar. í sama skipti
sagði Olafur Ólafsson landlækn-
ir að með hliðsjón af þessari
niðurstöðu yrði orðið eyðni notað
um þennan sjúkdóm í þeim
gögnum sem embætti hans sendi
frá sér, og sérstakt nafn á loka-
stiginu væri óþarft. Og Baldur
Jónsson prófessor og forstöðu-
maður íslenskrar málstöðvar
sagði að þessi könnun væri at-
hyglisverð leið við orðaval, orðið
eyðni hefði þann ótvíræða kost
að það væri ekki notað um neitt
annað, það væri stutt og ósam-
sett, málfræðilega rétt myndað
og ekkert sem mælti á móti því
í stað aids.
Afsökunin fyrir þessari löngu
grobbþulu er sú, að ég held að
fátt þessara umsagna hafí áður
birst í Morgunblaðinu. En vegna
ummæla Olafs landlæknis er
rétt að taka fram að nokkur
dráttur hefur orðið á því að
embætti hans tæki af skarið í
þessu tilliti. Þar mun hafa vald-
ið ósk nokkurra lækna sem töldu
að hljómurinn í orðinu alnæmi
hugnaðist sjúklingum betur en
í eyðni-orðinu, þrátt fyrir öllu
ótvíræðari bendingu um algert
vamarleysi líkamans. En ég hef
veitt því athygli að a.m.k. einn
þessara lækna er farinn að nota
eyðni-orðið í skrifum sínum
(Heilbrigðismál 1988). Kannski
segir það einhveija sögu.
Jæja, Jakob minn. Ef við
megum skemmta um hinn
óskemmtilegasta hlut, getum við
ri^að upp spakmæli Ama Magn-
ússonar handritasafnara og lagt
í það þann skilning sem hvomm
hentan
„Svo geingur þad til í heimn-
um, ad sumir hialpa erroribus á
gáng, og adrir leitast sídan vid
ad utiydia aptur þeim sömu err-
oribus. Hafa svo hverirtveggiu
nockud ad idia."
★
Umsjónarmaður þakkar Páli
Bergþórssyni þetta fróðlega og
skömlega bréf.
Goðgá hf. tekið til
gj aldþr otaskipta
BÚ GOÐGÁR HF., fyrrum útgáfufélag Helgarpóstsins, hefur verið
tekið til gjaldþrotaskipta. Stjóm félagsins reyndi án árangurs meðan
á greiðslustöðvun fyrirtækisins stóð að fá nýja hiuthafa til að leggja
6-7 milljónir króna i reksturinn. „Það var vonlaust verk, einkum þeg-
ar blasti við að skuldir umfram eignir námu um 15 mifljónum króna
og að fyrirtækið hafði verið rekið með tapi undanfarna mánuði,"
sagði Birgir Hermannsson, fyrrum varaformaður stjómar Goðgár.
Gjaldþrotaúrskurður var kveðinn
upp hjá skiptaráðanda á þriðjudag
og var þá Elvar Öm Unnsteinsson
hdl. skipaður bústjóri. Að sögn hans
verður birt kröfuinnköllun í Lög-
birtingablaðinu á næstunni en síðan
er veittur 2 mánaða frestur til að
koma fram kröfum í búið. Að honum
liðnum verður haldinn skiptafundur
en dagssétning hans hefur ekki ver-
ið ákveðin.
Átta hluthafar áttu um 6 milljóna
króna hlutafé í Goðgá og munu
nokkrir þeirra, menn úr fyrri stjóm-
armeirihluta, hafa gengið í persónu-
legar ábyrgðir fyrir hluta af skuldum
félagsins. Eignir búsins eru aðallega
útistandandi víxlar og viðskiptakröf-
ur, alls að verðmæti um 9,5 milljón.
Þar af eru um 5 miHjónir vegna
ógreiddra auglýsinga og sagði Birg-
ir Hermannsson að vonlítið mætti
teljast um_ innheimtu stórs hluta
þess flár. Útgáfuréttur var afskrif-
aður við síðasta ársuppgjör. Birgir
sagði hann enda lítils virði í ljósi
þess með hvaða hætti rekstrarstöðv-
un blaðsins bar að og hve langt
væri um liðið frá því það kom út.
Skuldir Goðgár em nær eingöngu
rekstrarskuldir, félagið hafði ekki
ráðist í neinar flárfestingar að und-
anskyldurn kaupum á nokkmm eink-
atölvum. Ársreikningar fyrir 1987
sýndu 78 milljóna tap á rekstrinum
en við milliuppgjör fyrir tím.abilið
1.1.-12.7.88 komu fram leiðrétting-
ar sem hækkuðu þá tölu í rúmar
11 milljónir og heildartap félagsins
í um 15 milljónir. Að fengnu milli-
uppgjöri sendi meirihiuti Goðgár
RLR kæm á hendur fyrri stjóm fé-
VJterkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamióill!
lagsins vegna bókhaldsins. RLR
sendi þá kæm ríkissaksóknara'til
fyrirsagnar um meðferð og er enn
beðið úrskurðar ákæmvaldsins.
Sölustaðir:
Reykjavfk: Allar helstu bókaverslanir
Akureyrí: Allar helstu bókaverslanir
Siglufjöröur: Aðalbúöin, bókav. Hannesar
Bókapantanir í síma 96-71301.
77/ hamingju
Siglfirdingar,
þökkum móttökurnar
MmuKOBBi
rORLAG
TORFUFELLI34-111 REYKJAVÍK - S: 72020
S
Námskeið í skyndihjálp
Reykjavíkurdeild Rauða kross
íslands heldur námskeið í skyndi-
hjálp, sem hefst miðvikudaginn
24. ágúst kl. 20 og stendur í 5
kvöld sem dreifast á 10 daga.
Skráning fer fram hjá Rauða
krossinum.
Námskeiðið verður haldið á Öldu-
götu 4 og er öllum 14 ára og eldri
heimil þátttaka. Fjöldi þátttakenda
er takmarkaður við 15. Notað verð-
ur nýtt námsefni sem RKÍ tók í
notkun nýlega, í því er nokkuð um
nýjungar og hefur það gefíð góða
raun. Lögð verður áhersla á fyrir-
byggjandi leiðbeiningar og ráð til
almennings við slys og önnur óhöpp.
Á námskeiðinu verður kennt
hjartahnoð, fyrstahjálp við brana,
kali og eitmnum, kennd meðferð
helstu beinbrota og stöðvun blæð-
inga. Ennfremur verður fjallað um
ýmsar ráðstafanir til vamar slysum
í heimahúsum og margt fleira.
Sýndar verða myndir um helstu
slys.
Nú ættu menn að nota tækifærið
og læra skyndihjálp eftir hinu nýja
námskerfí til að kunna fyrstu við-
brögð eða bæta eldri þekkingu sem
fallin er í gleymsku. Það er aldrei
að vita hvenær hjálparinnar er þörf.
Æskilegt er talið að taka námskeið-
ið alit á tveggja ára fresti og riíja
upp einu sinni á ári.
Námskeiðinu lýkur með prófí
sem hægt er að fá metið í flestum
framhaldsskólum.
(Fréttatilkynnmg)
Á góðum stað í Grafarvogi
118 fm íbúðir með bíiskúr til sölu. 1. hæð er sérhönnuð
fyrir fatlað fólk.
íbúðirnar seljast fullbúnar.
Öm ísebarn, byggingam.,
sími 31104.
Metsölubbó á hverjum degi!
911 Cf) 9197A LÁRUS Þ. VALDIMARSSON solustjori
L I I Uw " L I 0 / W LARUS BJARNASON HDL. LÖGG. FASTEIGNASALI
Til sýnis og sölu meöal annarra eigna:
Hagkvœm skipti
Stórt og glæsil. steinh. á úrvals staö í Gbæ m. skrúögaröi á stórrí
hornl. Mikið útsýni. Skipti æskil. á einbhúsi um 200 fm á einni hæö á
höfuöborgarsvæöinu. Nánarí upplýsingar á skrifst.
í lyftuhúsi - laus strax
2ja herb. einstaklíb. ofarl. í lyftuh. v/Austurbrún. Sólsvalir. Frábært
útsýni. Skuldlaus. Verö aöeins kr. 3,3-3,6 milij.
Endurnýjuð hæð í Vesturborginni
Stór og góð 3ja herb. hæö 101 fm v/Brávallag. Skipti æskil. á 5 herb.
ib. helst i nágr., má þarfn. endurbóta.
í gamla Austurbænum
Nýl. endumýjuð 3ja herb. þakhæð. Laus 1. sept. Verð aðeins kr. 3,6
millj.
Við Efstasund með bílskúr
Endurnýjuð 2ja herb. góð íb. á 1. hæö 66,5 fm. Geymsla í kj. Nýr
bílsk. 28,1 fm. Gott verð.
Hvassaleiti - Brávallagata
Góöar 4ra herb. ibúðir til sölu. Sanngjarnt verö.
Ný eða nýleg 3ja herbergja
góö ib. i Laugarnesi eöa í nágr. óskast til kaups. Skipti mögul. á 5
herb. hæð skammt frá sundlaugunum I Laugardal. Bllsk. fylgir
Á höfuðborgarsvæðinu óskast
húseign á stórri lóö fyrir ræktunarmann. Nánari uppl. á skrifst.
Opift f dag laugardag
kl. 11.00-16.00.
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
AIMENNA
FASTEIGNASAIAM