Morgunblaðið - 20.08.1988, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988
Vandinn mikli
eftir Benjamín
H.J. Eiríksson
Þriðja grein
Tapreksturinn
Tapreksturinn er kjami þess
vandamáls sem ríkisstjómin glímir
við. Þessi vandi vindur stöðugt upp
á sig. Sá sem tapar 10 milljónum
í ár, verður að standa undir því fjár-
magni sem er í fyrirtækinu, fostu
og lausu, næsta ár eins og áður,
og auk þess undir nýju skuldinni,
10 milljónum til viðbótar. Að öðm
óbreyttu vex tapið og þar með
skuldin og skuldabyrðin. Strax
næsta ár vex skuldin enn um 10
milljónir, að viðbættum 7% hans
Steingríms, sem honum finnst allt
of háir raunvextir, en mér ekki, við
núverandi aðstæður. Vextir em
meðfram til þess að takmarka notk-
un fjármagnsins við þá starfsemv
sem er heilbrigð og arðsömust, á
sama hátt og ekki á að nota starfs-
krafta verkamannsins í efnahags-
starfseminni í annað en það sem
er heilbrigt og arðsamt.
Það er því augljóst að það er
tapreksturinn sem veldur fjár-
magnsskortinum, „peningakrepp-
unni“ hans Steingríms. Lánsfjár-
skorturinn þyngir að sjálfsögðu róð-
urinn hjá hinum skuldugu. En það
á að byija á því að ráðast gegn
taprekstrinum í stað þess að
skammast út í sparendur og fjár-
magnseigendur, verðbréfamarkað-
inn og ftjálshyggjuna. í gegnum
hávaða þeirra framsóknarmanna
þykir mér sem skíni í drauminn um
skömmtunarskrifstofumar gömlu.
Á sviði verzlunar- og peningamála
eru þær að miklu leyti horfnar, en
lifa góðu lífi f sjávarútvegsráðu-
neytinu og landbúnaðarráðuneyt-
inu, enda ráða framsóknarmenn
þessum ráðuneytum. Þó hefir
skömmtunarhyggjan verið á undan-
haldi með þjóðinni undanfarið og
markaðshyggjan unnið mikið á. Það
er áríðandi að í þeim málum verði
ekkert undanhald.
SÍS
Þegar Steingrímur gaf sína
frægu yfirlýsingu um það, að fyrir
dyrum stæði gengislækkun, þá varð
mér ekki um sel. Ég hélt að sú
venja væri óbreytt, að ráðherrar og
embættismenn varðveittu slíkt
leyndarmál, til þess að setja ekki
af stað spákaupmennsku og jafnvel
ringulreið hjá verzluninni. Prentuð
gögn væru prentuð að næturlagi á
bakvið læstar dyr. Hvað var það
sem rak ráðherrann áfram? Ég þótt-
ist sjá að eitthvað mjög alvarlegt
væri á ferðinni. Það gat bara verið
eitt: Sambandið!
Fljótlega varð ljóst að Sambandið
var í alvarlegum vandræðum. Það
hafði verið mikið í fréttum, og frétt-
imar af því tagi sem fjölmiðlafólkið
elskar. Sambandið hafði reynt að
kaupa Útvegsbankann. Þetta dæmi
sýnir ágætlega grunnfærni og
hroka sambandsmanna, að þeir
skyldu láta sér detta í hug, að þeir
gætu fengið keyptan banka sem
alltaf hefir verið litið á sem banka
sjávarútvegsins. Jafnvel þótt orðið
hefði af kaupum, þá hefðu þeir
fengið lítið annað en nafnið og
húsakynnin. Bankinn er fyrst og
fremst fólkið sem skiptir við hann.
Ætlaði það að flytja viðskiptin sfn
til SÍS? Eða var ætlunin að nota
nafn bankans sem aðgöngumiða að
erlendum lánum, og þá með ríkis-
ábyrgð?
Það er erfitt að ræða SÍS án
þess að ræða málefni samvinnu-
hreyfíngarinnar. Það hefi ég raunar
gert lítilsháttar í fyrri skrifum, og
hefí litla löngun til að endurtaka
þau hér. (Sjá Mbl 11.7. 1984 og
28.7. s.á.) En ég vil samt endur-
taka, að ég álít verzlunarform sam-
vinnunnar ekki skilvirkt sem efna-
hagsstarfsemi. Þetta er efnahags-
starfsemi sem rekin er af embættis-
mönnum, eins og ég hefí áður
minnst á, oftast pólitískum. Á þessu
rekstrarformi hefi ég mikla vantrú.
Það er ekki nógu gott þegar sam-
keppni er annarsvegar. Þrátt fyrir
það getur samvinnuverzlun gengið
jafn vel og önnur verzlun, vegna
þess að það koma til aðrir hlutir
sem gefa henni styrk, fyrst og
fremst það að hún hefir fasta, mér
liggur við að segja bundna, við-
skiptamenn. Og þegar sama félagið
er ekki aðeins venjuleg smásölu-
verzlun, heldur einnig afurðasölufé-
lag, þá koma inn þættir sem geta
breytt yfír skort á skilvirkni. Og
enn bætist það við sem styrkur
samvinnuverzlunarinnar, að þeir
ráða, að því er best verður séð, ein-
um stjómmálaflokkanna alveg, og
eiga auk þess sterk ítök í einum til
viðbótar, og nokkur í hinum þriðja
ef ekki fjórða.
Síðan kemur hið mikla mál, viss
skattfríðindi, sem reyndust sam-
vinnufélögunum mikil lyftistöng,
skattfríðindi sem líta út sem sann-
gimi og á engan hátt óeðlileg frá
félagslegu sjónarmiði, en sem vom
hlutafélögunum ekki tiltæk, skatt-
fríðindi sem ollu nokkurri uppsöfn-
un fjármagns hjá samvinnumönn-
um, á tímum sem lítið var um þau
gæði með þjóðinni. Þannig hefir
þetta verið. Þama var svo kominn
gmndvöllur undir myndun embætt-
ismannavalds með rúman fjárhag
og takmarkað eftiriit, sambands-
forstjóramir, með vaxandi sjálfsálit,
hömluleysi og stórveldisdrauma. Á
seinustu ámm hefír Sambandið
breytt meir og meir úr sér, og sam-
bandsforstjóramir að sama skapi
gert sig fyrirferðarmeiri í þjóðfélag-
inu.
Samvinnuverzlun er engin gróða-
lind fyrir meðlimina, enda ekki ætl-
að að vera það, en hún getur orðið
gmndvöllur mikils valdapýramída
með hæfílegri pólitískri hjálp, svo
sem gerzt hefir á vom landi, enda
er hún orðin hálfgerður óskapnað-
ur, þar sem bændur sitja uppi með
ýmislegt harla flarskylt þeirra bard-
úsi, svo sem kaupskipaflota og sjáv-
arútveg, svo eitthvað sé nefnt. Sam-
tök, sem f eðli sínu em bændasam-
tök, háfa tekið að sér að selja sjáv-
arútveginum olíu og afurðir hans í
útlöndum, íbúum bæjanna benzín á
bílana og byggingarefni, nú, og
vamarliðinu vinnuafl verkamanna
á Suðumesjum, og svo framvegis.
Getur það talizt heilbrigt að byggja
þessa starfsemi alla á samvinnufé-
lagalöggjöfinni?
Veikleikar þessarar voldugu
byggingar, SÍS, em aðallega tveir:
embættismannarekstur, þunglama-
legt skrifstofubákn, og skortur á
skilvirkni. Með hinu síðara á ég við
það, að sem verzlun ein og óstudd
Dr. Benjamín H. J. Eiríksson
„Samtök, sem í eöli sínu
eru bændasamtök, haf a
tekið að sér að selja
sjávarútveginum olíu
og afurðir hans í út-
löndum, íbúum bæj-
anna benzín í bílana og
byggingarefni, nú, og
varnarliðinu vinnuafl
verkamanna á Suður-
nesjum, og svo fram-
vegis. Geturþað talizt
heilbrigt að byggja
þessa starfsemi alla á
samvinnufélagalög-
gjöfinni?“
getur samvinnuverzlun ekki keppt
við frjálsa verzlun. Hún þarf hækjur
af ýmsu tagi. Yfir þetta ástand er
svo breytt með pólitískum stuðningi
og íhlutun á ýmsum sviðum. Þar
er Framsóknarflokkurinn mest að
verki, og blasir sú starfsemi við
öllum, nú seinast í skipan banka-
stjóra við Landsbankann og hávær-
um málflutningi Steingríms. Ég
held að engum manni detti í hug
að bera á^móti því, að innangengt
sé milli SÍS og Framsóknarflokks-
ins.
Það er mjög aðkallandi að lag-
færa lögin um samvinnufélögin.
Það vantar í þau ákvæði, sem segi
hvað gera megi á grundvelli sam-
vinnulaganna, hvað teljast skuli
samvinna í anda laganna, vegna
þess að í gildi eru lög um svipað
efni, lög sem gilda fyrir alla lands-
menn, en eru um sumt frábrugðin
nefndum lögum, lög um hlutafélög.
Ýmislegur vanskapnaður sem ber
fyrir augun í atvinnulífi lands-
manna myndi þá hverfa. Samtök
bænda hafa ekkert að gera með
það að vera allsheijarráðsmenn
sjávarútvegsins, og standa yfir hon-
um sem skömmtunarstjórar.
Viðtöl
Undanfamar vikur hefir
Steingrímur Hermannsson verið
ótrúlega mikið í fjölmiðlum. Erlend-
is er fólk sem finnur upp á hinum
undarlegustu uppátækjum til þess
að komast í fjölmiðlana. Minnstu
máli skiptir að eitthvert vit sé í því
sem fram fer. Fólkið fær það sem
það vill: Umtal. Þessu virðist fylgja
eitthvað sem líkist vinsældum, svo
ótrúlegt sem það er. Steingrímur
virðist hafa heillast af þessari list:
Að spila á fjölmiðlana. Hann er
sagður vinsælasti stjórnmálamaður
landsins. Fyrir hvað? Því gæti ég
ekki svarað. Það væri þá helzt fyr-
ir hið fræga svar hans: Mér hefir
alltaf þótt vellingur góður.
I Tímanum var viðtal við
Steingrím hinn 22. júlí sl. í við-
talinu kennir margra grasa. Hann
hefir allt á homum sér. Hann gagn-
rýnir verðtryggingamefndina. Seg-
ir á forsíðu, að hún hafí átt að
gera „tillögur um leiðir til að losna
úr vítahring víxlhækkana verðlags
og vísitölu launa, en lætur aftur á
móti fjármagnsmarkaðinn leika
lausum hala á meðan launin drag-
ast aftur úr verðlagsþróuninni".
Ég er sannfærður um að nefndin
svaraði því sem um var spurt. En
ég er ekki frá því, að ekki hafi
verið rétt spurt, ennfremur, að svör-
in séu nú þegar kunn, og því óþarfi
að vera að spyija í þessa átt. En
það sem hlýtur að vekja athygli er
sú fullyrðing Steingríms, að launin
nafi dregist aftur úr verðlaginu.
Eftir því gæti maður haldið að
Steingrímur sæi að minnsta kosti
einn þátt lausnar vandans, almenna
hækkun kaupgjaldsins. Þetta eyk-
ur varla vinsældir Steingríms hjá
forstjómm Sambandsins eða öðrum
atvinnurekendum, en kannski ann-
ars staðar. Flestir munu telja að
fullyrðing Steingríms stangist al-
gjörlega á við velþekktar staðreynd-
ir, auk þess sem hér er kjami vand-
í hægum Pinter-leik
Lelklist ,
Jóhanna Kristjónsdóttir
Alþýðuleikhúsið frumsýndi í
Ásmundarsal Elskhugann eftir
Harold Pinter
Þýðing: Ingunn Ásdísardóttir
og Martin Regal.
Tónlist: Lárus Grimsson.
Lýsing: Egill öm Ámason.
Leikmynd og búningar: Gerla.
Leikstjórn: Ingunn Asdísardótt-
ir.
Það er fagnaðarefni mörgum
aðdáendum Harolds Pinters að
nokkur verka hans hafa verið tek-
in til sýningar hér upp á síðkastið,
skemmst er að minnast sýningar
P-leikhópsins á Heimkomunni og
tveggja einþáttunga í Hlaðvarpan-
um hjá Alþýðuleikhúsinu.
Pinter hefur yndi af að leika sér
með persónur sínar og þar sem
hann hefur bæði svið og tilsvör á
valdi sínu tekst honum jafnan að
magna fram áhrif með „replikk-
um,“ sem í fljótu bragði eru hvers-
dagslegar; fólkið er í fullkomnu
jafnvægi. En um leið og farið er
að skyggnast undir yfirborðið
kemur á daginn að allt annað er
að gerast innan í persónum hans
en orðin gætu gefið tilefni til.
I þessum stutta þætti „Elsk-
huganum" eru hamingjusöm hjón,
Richard og Sarah, að skrafa saman
í bróðemi. Sarah á von á elskhuga
sinum í heimsókn og þar af leið-
andi er heppilegt að Richard komi
ekki of snemma heim úr vinnunni.
Hann fellst glaður á það; svona
hefur þetta gengið svo árum skipt-
ir og var ekki einhvem tíma gert
samkomulag um að bæði væru
„ftjáls" hvað þetta snertir. Enda
er sennilegt að Richard eigi sína
ástkonu líka, þó að hann hafi ekki
gengið svo langt að fá léð heimili
sitt til ástarfunda.
Þó er einhver ókyrrð farin að
gera vart við sig hjá Richard, en
hann hlýtur að gæta sín, mann-
eskjan má aldrei afhjúpa sig og
sársauka sinn og því verður Ric-
hard að neyta annarra bragða til
að gera konu sinni skiljanlegt að
þessi svik líður hann ekki lengur.
í leikskrá er vitnað í R.D. La-
ing: „Þau eru í leik. Þau leika að
þau séu ekki í leik. Ef ég sýni
þeim að ég sjái það, brýt ég regl-
umar og þau munu refsa mér. Eg
verð að leika þeirra leik, að ég
sjái ekki að ég sé leikinn." Þegar
„leikurinn" heldur svo áfram og
skiptingar verða á persónum, Ric-
hard er Max eða Max er Richard
og Sarah verður hóran eða hóran
Sarah, erum við komin að hinum
nöturlega kjama leiksins í leiknum,
sársaukinn sem felst í að sjá leik-
inn er orðinn óbærilegur, það hafa
verið brotnar einhveijar reglur og
viðbúið að nú taki refsingin við.
Sýning Alþýðuleikhússins á
Elskhuganum náði ekki að skila
þessu á frumsýningunni. I fyrsta
lagi er tempó sýningarinnar svo
hægt að hún lötrar varla úr spor-
unum og hin hráa angist kemst
ekki í gegn. Staðsetningar leik-
stjóra, einkum hvað Erlu Skúla-
dóttur varðar, eru oft vandræða-
legar og of meðvitaðar, þannig að
tmflun veldur. Framsögn Erlu er
einatt þvinguð og vantar í hana
þann pinterska tón sem öllu skipt-
ir svo að verkið nái tilgangi sínum.
Viðari Eggertssyni tókst langtum
betur upp og illúderaði sérstaklega
sannfærandi sem eiginmaðurinn,
en hann vantaði oft nauðsynlegan
stuðning frá mótleikara sínum.
Staðsetningar hljóta að skrifast
hjá leikstjóra og svo hægagangur-
inn í sýningunni. Það er eitthvað
bogið við einþáttung sem er næst-
um teygður upp í heils kvölds sýn-
ingu. Umgerð Gerlu er óaðfínnan-
leg og tónlist Lámsar Grímssonar
féll vel að efninu. Þýðingin var
með hreim á stundum, hreint af-
leitt í svo skímm Pinter texta og
tæmm. Það væri óskandi að sýn-
ingin slípist I meðfömm, það vant-
ar of mikið þegar Pinter bregður
ekki fyrir nema stöku sinnum í
verki eftir Pinter.