Morgunblaðið - 20.08.1988, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988
HAFNARFJÖRÐUR
Fjölmargar viðurkenningar
fyrir fegrun umhverfis
FEGRUNARNEFND Hafnar-
fjarðar hefur veitt árlegar viður-
kenningar sínar fyrir fallega
garða, snyrtimennsku og fegrun
bæjarins. Formaður nefndarinn-
ar Hólmfrfður Ámadóttir af-
henti viðurkenningarnar í sam-
sæti sem haldið var mánudaginn
15. ágúst.
Alls veitti Fegrunamefndin tíu
viðurkenningar fyrir umhverfi.
Einnig hlaut Kristján Ingi Gunnars-
son garðyrkjustjóri Hafnaríjarðar
viðurkenningu bæjarins fyrir störf
sín. Málfundafélaginu Magna var
þökkuð gjöf til bæjarins á afmæli
hans í vor en bænum var þá af-
hentur skrúðgarðurinn Hellisgerði
til eignar. Venja er að veita viður-
kenningu einum hópi úr sumarvinn-
unni á hveiju ári. Hópur úr skóg-
rækt bæjarins og vinnuskólanum
undir stjóm Þórdísar Mósesdóttur
varð fyrir valinu að þessu sinni.
Að sögn Hólmfríðar Amadóttur
var val garðanna ekki vandalaust
enda mEirgir fallegir garðar í bæn-
um. Naut fegrunamefndin aðstoðar
Morgunblaðiö/Ámi Sœberg
Ingibjörg og Árni í garði sínum þar sem náttúrulegt landslag fær
að njóta sin.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Bensínstöð Esso við Lækjargötu i Hafnarfirði.
Gengið frá lóð strax
að byggingu lokinni
VIÐURKENNINGU fyrir at-
vinnuhúsnæði fékk bensínstöð
Olíufélagsins að Lækjargötu 46.
Að sögn formanns Fegrun-
amefndar fékk olíustöð félagsins á
Hvaleyrarholti viðurkenningu Feg-
runarfélags Hafnarfjarðar fyrir
þónokkmm ámm.
Gengið var frá lóð strax að bygg-
ingu stöðvarinnar lokinni og er frá-
gangur allur mjög til fyrirmyndar.
Vilhjálmur Jóns8on forstjóri Olíufé-
lagsins tók við viðurkenningunni.
garðyrkjustjóra við valið. Eftirtaldir
aðilar hlutu verðlaun fyrir fallegt
umhverfi: Ágústa Hannesdóttir og
Hallgrímur Steingrímsson,
Reykjavíkurvegi 10. íris Dungal og
Guðmundur Þ. Pálsson, Suðurvangi
9. Ingibjörg Sigurðardóttir og Ámi
Hjörleifsson, Sævangi 1 og Stefanía
Jónsdóttir og Jón Guðmundsson,
Sævangi 3. Rósa Loftsdóttir, Erlu-
hrauni 8. Ingunn Þorsteinsdóttir og
Guðjón Valdimarsson, Suður-
hvammi 1. Elín Eggerz Stefánsson
og Ámi Friðfinnsson, Heijólfsgötu
10. Sigríður Harðardóttir og Páll
V. Bjamason, Holtsgötu 4. Esso,
Lækjargötu 46.
Vesturvangur var valinn stjömu-
gata Hafnarfjarðar 1988.
Stefanía og Jón á lóð sinni. Að baki þeim sést gróskumikill tijágróð-
urinn.
Endurbætur í Hellisgerði
eitt aðaláhugamálið
KRISTJÁN Ingi Gunnarsson
garðyrkjustjóri Hafnarfjarðar
fékk viðurkenningu Fegrun-
amefndar bæjarins fyrir störf
sin undanfarin ár.
Kristján hefur búið í Hafnarfírði
síðustu átján árin. Hann lauk prófi
frá Garðyrkjuskóla Ríkisins í
Hveragerði árið 1970 og hóf störf
sem garðyrkjustjóri í Hafnarfirði
sama ár. Þar starfaði hann í 7 ár.
Þá varð hann garðyrkjustjóri í
Kopavogi en kom aftur til starfa I
Hafnarfirði árið 1985.
Hólmfríður Ámadóttir formaður
Fegmnamefndar sagði í ræðu sinni
við afhendingu viðurkenningarinn-
ar að það sem einkenndi verk Kristj-
áns væri smekkvísi og hve rík
áhersla væri lögð á að hraun og
annað frá náttúmnnar hendi nyti
sín óspjallað.
Að sögn Kristjáns var fyrrver-
andi meirihluti bæjarstjómar mjög
áhugasamur um fegrun bæjarins
og hefur núverandi stjóm haldið
starfi hans áfram. Síðastliðin tvö
ár hefur aðaláhersla verið lögð á
snyrtingu opinna svæða við akrein-
ar inn í bæinn. Þau svæði hafa tek-
ið miklum stakkaskiptum. Einnig
hefur fyöldi tijáa verið gróðursettur
og í fyrra vom til að mynda 25-30
þúsundir tijáplantna settar niður í
bæjarlandinu.
Kristján sagði að mikla athygli
hefði vakið þegar bæjarvinnan
gróðursetti flölda Hansarósa á um-
ferðareyju við Reykjavíkurveg og
efuðust margir um að þær myndu
lifa. Þær hefðu hins vegar dafnað
með miklum ágætum.
„Eitt aðaláhugamál mitt hér í
bænum er að byggja upp Hellis-
gerði að nýju. Búið er að endur-
skipuleggja garðinn en gróður var
úr sér genginn og endumýja þurfti
hleðslur og stíga. í garðinum var
steypt tjöm sem stakk mjög í stúf
við hraunið í kring. Við steyptum
því hraunhellur innan í hana þannig
að nú er hún mun eðlilegri. Pétur
Jónsson arkitekt hefur hannað nýja
skipulagið fyrir Hellisgerði en bær-
inn sér um allar framkvæmdir,"
sagði Kristján.
I bænum standa alls kyns fram-
kvæmdir til fegrunar yfir. Má þar
nefna gróðursetningu tijáplantna í
Kapelluhraun þar sem iðnaðar-
hverfi verður í framtíðinni og fram-
kvæmdir á Víðistaðasvæði en þar
verður íþrótta- og útivistarsvæði. í
hrauninu umhverfís Víðistaðakirkju
hafa verið malbikaðir göngustígar.
„Við lögðum mikla áherslu á að
gras á jöðmm stíganna væri ekki
æpandi grænt mitt í hrauninu eins
og svo oft vill verða. Þess vegna
Fallegt landslag frá
náttúrunnar hendi
GARÐARNIR að Sævangi 1 og 3
eru nánast ofan í gjótu. Eigendur
þeirra Ingibjörg Sigurðardóttir,
Arni Hjörleifsson, Stefanía Jóns-
dóttir og Jón Guðmundsson fengu
viðurkenningu fyrir fallega garða
þar sem sérstakt tillit er tekið til
hraunsins og áhersla lögð á íslen-
skar plöntur.
Að Sævangi 1 búa þau Ingibjörg
Sigurðardóttir og Ámi Hjörleifsson.
Þau byggðu húsið fyrir 10 árum. í
garði þeirra er hraunið og upphaf-
legt landslag ríkjandi en þau hafa
einnig gróðursett fjölda runna og
tijáa. „Það fór mikill tími í garða-
vinnuna fyrst í stað. Ifyrstu árin
fóru í það að hlúa að gróðri og koma
honum til en síðustu árin hefur
dæmið eiginlega snúist við og í stað
þess þurfum við að reyna að hemja
gróðurinn því að hér em ræktunar-
skilyrði geysilega góð," sagði Ámi.
Milli húsanna tveggja em ekki
eiginleg lóðamörk og góð samvinna
milli íbúanna. Áður en húsin vom
byggð var þama saltfiskreitur.
I húsinu að Sævangi 3 búa þau
Stefanía Jónsdóttir og Jón Guð-
mundsson. Þau hafa einnig kosið að
halda öllu sem náttúmlegustu. Að
sögn Stefaníu hafa mörg
reynitijánna, sem sum em orðin
mjög há, sprottið upp af betjum sem
þangað hafa borist með fuglum. Litl-
ar sjálfsáðar birkihríslur em líka um
alla lóðina. Sjálf hafa þau gróður
sett nokkuð af grávfði, öspum og
fleiri tegundum.
„Hér á lóðinni var áður lítið reyk-
hús. Við bmtum það niður en notum
gmnninn sem skjólkassa fyrir plönt-
ur sem við emm að ala upp. Þær
munum við gróðursetja við sumarbú-
stað okkar en héðan fluttum við
rúmlega tug tijáa þangað í vor. Það
verður því ekki annað sagt en að
hér dafni gróðurinn einstaklega vel,“
sagði Jón að lokum.
Morgunblaðið/Þorkell
Hópur þeirra sem fengu viður-
kenningu. Lengst til vinstri er
Fegrunamefndin: Hólmfríður
Finnbogadóttir, Hólmfríður
Ámadóttir formaður og Ásthild-
ur Magnúsdóttir.
Árlega er einn hópur úr sumar-
vinnunni valinn og honum veitt
viðurkenning. Hópur Þórdísar
Mósesdóttur; aftari röð frá
vinstri: Alda, Hanna, Katrin,
Marsibil og Þórdís verksíjóri.
Fremri röð: Kristfn, Sigurður,
Gunnar, Þorsteinn og Ólafur.