Morgunblaðið - 20.08.1988, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988
HAFNARFJÖRÐUR
Gengur mest af
sjálfu sér
EIGENDUR garðsins að
Reykjavikurvegi 10, Ágústa
Hannesdóttir og Hallgrímur
Steingrímsson fengu viður-
kenningu fyrir sérlega fallegan
og snyrtilegan garð í gömlu
hverfi.
Þau hjónin voru nýkomin frá
Kanada þegar blaðamann bar að
garði. Að sögn Ágústu var garður-
inn standsettur árið 1975. „Það
er mjög gott að rækta hér í Hafn-
arfírði. í garðinum okkar eru aðal-
lega hraunhleðslur með fjölærum
jurtum og skilyrðin eru það góð
að þetta gengur mest af sjálfu
sér.“
Hallgrímur er fæddur í Hafnar-
fírði og hefur búið þar alla sína
tíð en Agústa fluttist þangað fyrir
30 árum. Hallgrímur sagði að þau
hefðu fengið Steinþór Einarsson
garðyrlq'ufræðing til þess að
hanna og standsetja garðinn í
fyrstu. Ekki þyrfti nema viðhald
nú þegar garðurinn væri orðinn
gróinn en gróskan væri slík að
alltaf væri nóg af arfa til að reyta.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Ágústa og Hallgrimur við eina af hraunhleðslunum í garðinum.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
íris og Guðmundur með dóttur sína Lönu írisi. Þau fengu viður-
kenningu fyrir fallegan garð sem fellur vel að húsi.
Viðhald lítið
enda lóðm
eins o g frímerki
Garðurinn að Suðurvangi 9
fékk verðlaun fyrir fegurð og
gott skipulag sem fellur vel
að húsinu. Eigendur eru íris
Dungal og Guðmundur Þ.
Pálsson.
Suðurvangur tilheyrir tiltölu-
lega nýlegu hverfi. Að sögn
írisar fengu þau Pétur Jónsson
landslagsarkitekt til þess að
hanna lóðina fyrir tveimur árum.
Þó að lóðin sé ekki stór nýtist
hún vel þar sem skipulag er gott.
í vor bættust skemmtileg leik-
tæki á lóðina. „Leikvöllurinn í
hverfinu er frekar langt frá en
núna þarf litla dóttir okkar að
ekki fara út fyrir lóðina til að
leika sér.“
Guðmundur og íris byggðu
húsið fyrir 5 árum. Þau hafa
hins vegar búið mun lengur í
Hafnarfírði og líkar mjög vel.
Guðmundur sagði að garður-
inn þarfnaðist ekki mikils við-
halds enda lóðin ekki stærri en
frímerki eins og hann orðaði það.
PRAGA ’88
Frímerki
Jón Aðalsteinn Jónsson
í síðasta þætti fyrir viku var
sagt allrækilega frá alheimsfrí-
merkjasýningu þeirri, sem Finnar
héldu í höfuðborg sinni, Helsinki,
fyrstu tvær vikur júnímánaðar. En
í næstu viku verður önnur alheims-
sýningin á þessu ári, PRAGA 1988,
opnuð í Tékkóslóvakíu. Eins og
nafn hennar bendir til, verður hún
haldin í höfuðborg landsins, Prag.
Tilefni hennar er tvíþætt. í fyrsta
lagi er með henni verið að minnast
70 ára afmælis tékkneska lýðveldis-
ins og tékkneskra frímerkja, sem
þá voru fyrst gefin út. í öðru lagi
er hún af pólitískum toga, þar sem
núverandi stjórnvöld nota tækifærið
til að minnast þess, að 40 ár eru
liðin frá því, er sósíalistar komust
þar til valda í Febrúarbyltingunni
1948. Sýningarnefnd PRAGA 1988
segir í fyrsta kynningarriti sýning-
arinnar, að megintilgangur hennar
komi fram í einkunnarorðum þeim,
sem henni hafa verið valin, en þau
eru: Frímerki og frímerkjasöfnun —
heimur þekkingar og friðar. Segist
nefndin vilja fullnægja þessum hug-
myndum á þann hátt að hlynna að
friði, afvopnun, alþjóðaöryggi og
gagnkvæmum skilningi milli þjóða.
Vissulega eru þetta orð, sem
frímerkjasafnarar geta tekið heils
hugar undir.
Þessi alheimsfrímerkjasýning
hefst fímmtudaginn 26. þ.m. og
lýkur sunnudaginn 4. september.
Er hún fjórða alheimssýningin, sem
haldin er í Tékkóslóvakíu. Hin
fyrsta var árið 1962, hin önnur
árið 1968, þ.e. í vorþeynum í tékkn-
eskum stjómmálum. Í þriðja sinni
var svo sýning 1978 og loks þessi,
sem nú stendur fyrir dyrum innan
fárra daga. Enginn efi er á því, að
tékkneskir frímerlqasafnarar munu
leggja mikla áherzlu á góða og
vandaða sýningu með §ölbreyttu
efni, sem víðast að. Tókust samn-
ingar með þeim og fínnskum söfn-
urum í Kaupmannahöfn, meðan á
HAFNIU 87 stóð í október sl., um
víðtæka samvinnu við undirbúning
þessara tveggja sýninga. Er þetta
samkomulag um margt hið merk-
asta og er í 16 liðum. Engin ástæða
er til að rekja efni þess hér, en þar
er m.a. kveðið á um, að þeir miðli
hvor öðrum af reynslu sinni bæði
um skipulag sýninganna og eins
af hinum nýju dómarareglum FIP.
Vera má, að þetta samkomulag
verði upphaf að nýrri stefnu í al-
þjóða samvinnu frímerkjasafnara
og póststjóma, og því hljóta safnar-
ar að fagna.
Ekki verður sagt, að áhugi
íslenzkra frímerkjasafnara sé mikill
á PRAGA 1988. Einungis tveir
safnarar taka þátt í samkeppnis-
deild, en það eru þeir Hálfdan
Helgason með íslenzka bréfspjalda-
safnið sitt og svo Páll H. Ásgeirs-
son með flugsögusafn sitt. Raunar
var búið að samþykkja tvö önnur
söfn héðan að heiman, en þar sem
umsóknir reyndust til muna fleiri
til þátttöku í sýningunni en ramma-
fjöldinn leyfði, varð sýningamefnd
að hafna fjölmörgum söfnum og
þar á meðal þessum söfnum héðan.
Að auki sýnir Þór Þorsteins svo
bókina: Pósthús og bréfhirðingar á
íslandi í bókmenntadeild. Nú er
orðið ljóst, að sýnendur á PRAGA
1988 verða milli sjö og átta hundr-
uð og rammafjöldi um 4500.
Ég hafði gert mér vonir um, að
umboðsmaður PRAGA 1988 hér á
landi, Guðmundur Árnason, gæti
gefið mér einhveijar nýjar upplýs-
ingar um þessa frímerkjasýningu,
áður en hún hefst í næstu viku.
Því miður reyndist það ekki unnt,
enda virðast austantjaldsmenn oft
sparir á fréttir, jafnvel þótt þeim
ætti að vera hagur í. Þar hafa Tékk-
ar a.m.k. ekki lært mikið af sam-
vinnu sinni við Finna, því að engum
mun kunnara en mér um það,
hversu örlátir Finnar voru á upplýs-
ingar um FINLANDIU 88. Sendu
þeir samkv. ábendingu minni kynn-
ingarrit sín til margra safnara hér-
lendis, en að auki fékk ég svo sjálf-
ur mörg eintök til dreifingar meðal
safnara. Hins vegar mun sýningar-
nefnd PRAGA 1988, að því er ég
bezt veit, ekki hafa sent kynning-
arrit sín til íslenzkra safnara, enda
þótt umboðsmaður sýningarinnar
hafi sent henni skrá um þá safn-
ara, sem ætla mætti að hefðu áhuga
á að fræðast um hina tékknesku
sýningu. Hins vegar hefur umboðs-
maður sýnt þætti þessum þá velvild
að senda til athugunar öll þau níu
kynningarrit (eða bulletin), sem
gefín hafa verið út um PRAGA
1988. Kann ég honum beztu þakkir
fyrir. Á grundvelli þess, sem þar
má sjá, er frásögn mín af PRAGA
1988 reist. Annars verður vonandi
unnt að segja nánar frá sýningunni
síðar, því að umsjónarmaður þessa
þáttar stefnir að því að verða í
Prag nokkra daga, meðan á sýning-
unni stendur. Er engum vafa undir-
orpið, að mörg og skemmtileg söfn
verða á þessari alheimssýningu. Þá
verður ný gerð af sýningarrömmum
tekin í notkun, og er sagt, að þeir
séu bæði auðveldir við uppsetningu
efnis og eins mjög öruggir. Þá mun
frímerkjauppboð verða í tengslum
við sýninguna, en ekki hefur upp-
boðsskrá borið fyrir mín augu. Ifyr-
ir fimm árum dvaldist ég fjóra daga
í Prag. Þess vegna get ég fullyrt,
að enginn þarf að sjá eftir því að
vetja nokkrum dögum í þessari
gullfallegu borg. Þar verður vissu-
lega margt hægt að sjá annað en
frímerki þá daga, sem sýningin
stendur.
Matreitt úr kartöflum
Heimilishorn
Bergljót Ingólfsdóttir
Brátt fer að líða að því að kartöfl-
ur sumarsins verði allsráðandi á
markaðnum, þær eru reyndar þegar
komnar í verslanir, en enn hljóta
að vera til talsverðar birgðir af
uppskeru fyrra árs.
Það var heldur dapurleg sjón að
sjá í sjónvarpi nýlega þegar kart-
öflubændur voru að tæma geymslur
sínar og bera það sem eftir var af
kartöflunum út á víðan völl og verða
með því af umtalsverðum tekjum.
En það er ekki ráðlegt fyrir þá er
þetta ritar að hætta sér út í skrif
um verðlag og sölu á íslenskum
afurðum enda hvorki lærð í hag-
fræði né öðru því sem til þeirra
mála heyra. En undarlega kemur
leikmanni margt af þvi fyrir sjónir
svo ekki sé fastar að orði kveðið.
En þetta er útúrdúr.
Heimilishomið í dag á erindi við
þá sem enn eiga kartöflubirgðir frá
fyrra ári, það þarf að neyta þeirra
sem fyrst, og sjálfsagt að hafa þær
annað og meira en meðlæti með
öðmm mat.
Kartöflu-gúllas
600 g kartöflur,
2 laukar,
50 g smjör eða smjörlíki,
1 heil dós niðursoðnir tómatar,
1 grænmetisteningur,
V2—1 tsk. paprikuduft
1 tsk. timian,
1—2 hvítlauksrif,
1 rauð paprika,
1 græn paprika,
V2 dl þurrt hvítvín ef vill.
Kartöflumar flysjaðar hráar og
skomar í bita, laukurinn skorinn í
sneiðar og hvort tveggja brúnað í
potti við mjög vægan straum, látið
malla í 10—15 mín. Þá ertómötum,
hvítlauk, kryddi og teningi bætt út
í og látið sjóða í lokuðum pottinum
í 10 mín., paprikurnar em skomar
í strimla og settar saman við. Látið
malla í 10 mín. og bragðbætt að
smekk. Ef til er afgangur af kjöti
má bæta í og hita með. Með er svo
borið gott brauð og smjör. Ætlað
fyrir 4.
Kartöf lubakstur með
sveppasósu
Ca. 1 kg kartöflur,
2 matsk. smjör,
3 dl mjólk,
1 dl rifínn ostur,
3 eggjarauður,
1—2 tsk. salt.
Sveppasósan
200 g sveppir,
1 laukur,