Morgunblaðið - 20.08.1988, Page 20

Morgunblaðið - 20.08.1988, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988 Helgi Hjörvar Utvarpsmaður aldarinnar 20. ágúst 1888 — 20. ágúst 1988 eftir Pétur Pétursson Eg ann þínum mætti í orði þungu eg ann þínum leik í hálfum svöram grætandi mál á grátins tungu gleðimál í ljúfum kjöram. Eg elska þig málið undurfríða og undrandi krýp að lindum þínum eg hlýði á óminn bitra, blíða brimhljóð af sálaröldum mínum. (íslands ljóð) Enginn íslendingur gat með meiri rétti en Helgi Hjörvar tekið sér í munn þessi orð Einars Benedikts- sonar og gert þau að sínum. Enginn var honum málfimari. Þótt undarlegt megi virðast, þá er Helga Hjörvar eigi fyrst getið lofsamlega á bókum né blöðum fyrir mál eða stíl, svo mjög sem hann þótti af öðrum bera um hreint og fagurt tungutak. Það er ómetanleg aðstoð við einn'merkasta jarðfræð- ing 20. aldar, dr. Helga Pjeturss, sem verður til þess að nafn hans kemst á afrekaskrá og ber hróður hans úr héraði. Það er ekki mál hans og orðsnilld, heldur fágæt heppni, athyglisgáfa og hyggjuvit ásamt atorku og áræði, sem verður til þess að vekja athygli eins merk- asta jarðfræðings 20. aldar á at- gervi piltsins, sem hann ræður til aðstoðar, þá er hann freistar þes að ráða rúnir jarðsögu íslands og renna stoðum undir nýstárlegar kenningar um söguleg kapitulaskipti. Dr. Helgi Pjeturss hefir lýst í rit- gerð sinni um Yoldialagið í Búlands- höfða á Snæfellsnesi dvöl sinni og rannsóknarferð þar vestra er hann leitar hafskeljabrota, hyggur að „móbergsmyndan“, ísrákuðum steinum og ræðst til uppgöngu um einstigi blágrýtishjalla norðan til á Mávahlíðarfjalli, „þar sem það geng- ur fram að sjónum; eru þar famar brattar skriður, en skömmu austar liggur gatan á blágrýtishjalla eða þrepi; þar upp af eru enn blágrýtis- hamrar, en svo tekur „móbergs- myndanin" við“. Þannig lýsir dr. Helgi Pjeturss leit sinni að hafskeljabrotum um það bil 600 fetum yfir sjávarmáli. „Bjóst ég svo lítið við að finna sjávarskeljar þama hátt upp í hömrum, að ég hugði í fyrstu, að hvítu blettimir, sem sáust nokkuð álengdar, væm allt annað, enda hafa sjódýraleifar ekki fundist áður hér á landi hærra en hér um bil 200 fet yfir sjávar- máli.“ Dr. Helgi heldur áfram lýsingu sinni með svofelldum hætti: „Klettar og hamrar eru fyrir flest- um, sem á þá horfa, ekkert annað en eitthvert uppgnæfandi fast jarð- efni, og þeir þegja eins og steinar." Það varð gæfa þeirra nafnanna tveggja, dr. Helga Pjeturss og Helga Salómonssonar, að hittast í Mávahl- íðarfjalli í aldarbyijun og eignast gagnkvæman trúnað. Þótt aldurs- munur þeirra væri 16 ár og Helgi Pjeturss hefði í smíðum doktorsrit- gerð sína, var honum fullvel ljóst hvers virði honum var atorka og vitsmunir fylgdarmanns á ferming- araldri, er hann hafði ráðið til könn- unarferða um brattar skriður og jök- ulfægðar hlíðar við bráðan Breiða- fjörð, í leit að dýmm skeljum, lang- þráðum vísindagögnum um loft- slagsbreytingar frá fímbulkulda ísaldar. Dr. Helgi segir: „Ég sýndi Helga Salómonssyni í Mávahlíð, sem er mesti greindarpilt- ur, skeljalagið og beiddi hann að safna þar skeljum; er mér skylt að geta þess með þakklæti, að hann hefír leyst það verk vel af hendi; fann hann auk annarra skelja, ágæt eintök af Portlandia arctica, betri en það, sem ég hafði fund- ið.“ í þessum orðum dr. Helga Pjet- urss, þeim er hann ritar um föst jarðefni, þegjandi steina, skeljaleit í bröttum hlíðum og fundvísi greind- arpiltsins Helga Salómonssonar koma fram, líkt og í ljósbroti, ein- kennisrúnir Helga Hjörvar, að leita hins besta í skauti fóstutjarðar sinnar, í bókmenntum, list og sögu, og færa fram í dagsbirtu þjóðarinn- ar og heyrenda hljóð, slá töfrasprota á þögla kletta, að þeir megi mæla, en hræðast hvergi einstigi né brattar brekkur. Jarðfræðingurinn margfróði, dr. Helgi Pjeturss, hafði gleymt „Eyr- byggju" og þótti það miður að hafa eigi héraðssögu tiltæka. Þá gekk fram greindarpilturinn Helgi Salóm- onsson og þuldi heilu kaflana. Var þá einskis að sakna, nema síður væri, er ljóslifandi eintak gekk djarf- mannlega fram á sögusvið og mælti af munni fram. Séra Árni Þórarinsson, sem hvað frægastur er fyrir sóknarlýsingar af Snæfellsnesi og mannlífí þar, seg- ir um veru sína þar vestra: „Þar var að sönnu guðstrú, en hlýðni engin, tungan háskaleg og náungans kærleiki lítill. Tvö voru þó heimili með öðrum brag, og ann- að þeirra var heimili Salómons Sig- urðssonar." Salómon bóndi, sá er séra Ámi lýsti með þessum hætti, hafði flust sunnan af Mýrum í harð- ærunum eftir 1880, að Drápuhlíð í Helgafellssveit. Fór hann nauðugur, úr átthögum sínum, að sögn Helga sonar hans. Gerði það vegna konu sinnar, Guðrúnar Sigurðardóttur, er þráði bemskustöðvar sínar. Á frum- býlisárum átti Salómon eitthvert sinn við mikla þröng í búi og fór þá ofan í Hólm. Sæmundur kaup- maður Halldórsson leysti vandræði bónda með slíku veglyndi að aldrei gleymdist. Salómon bóndi í Drápuhlíð efnaðist um nokkurt skeið og lét Sæmund njóta viðskipta. Varð Sæmundarbúð dýrðarheimur bemsku Helga Salómonssonar er hann komst þar í reikning, drakk kaffí í stofu kaupmannsins, skoðaði silfurkönnu og ker á borði, stórvaxin blóm í stofu píanó á gólfí og mynd Napóleons á vegg, að ríða krapið á flóttanum frá Rússlandi og síðast en ekki síst dvaldist hugur sveinsins við „eyra á veggnum; þaðan lá pípa upp í skrifstofu Sæmundar sjálfs uppi á loftinu. Ef blístur heyrðist, fór einhver búðarmaðurinn og lagði eyra sitt við málmeyrað á veggnum og heyrði þá, hvað talað var uppi. Allt þetta skynjaði bamshugurinn og gleymdi aldrei síðan.“ Má vera að hér hafí upplokist sá töfraheimur fjarskipta, er síðar leiddi til áhuga Helga Hjörvar á því að flytja mál sitt með þeim hætti að alþjóð legði við eyra í allsheijarbúð landsins er Helgi Hjörvar við hljóðnemann, ari hlustendahóp. Enginn útvarpsmaður átti fjölmenn- Á menntaþingi SÞ. Helgi Hjörvar situr að baki Kristjáns Albertssonar og ritar minnisgrein. útvarpið ómaði á hveijum bæ líkt og pípan flutti mál manna milli hæða í Sæmundarbúð. Sæmundur Halldórsson vakti áhuga Helga á myndlist. Gaf honum eirstungur, eftirmyndir frægra verka, er hann átti lengi og þótti góð eign. Kann að vera að þá hafí kviknað áhugi er síðar kemur fram 5 glöggum dómum Helga um mynd- list og næmu auga fyrir því sem vel fór á mynd. Enn lifir sagan um ungan vaskan svein, er smeygði sér úr smalaskón- um og gekk fram bæjargöngin er hann hafði búist eftir föngum, söðl- aði hest sinn, tók sér í hönd taum annars reiðskjóta, steig á bak og hvatti hestana. Það var rétt eins og í ljóðinu fræga: Þá er til ferðar fák- um snúið tveimur, frá rausnargarði. En hér hleypti einn úr hlaði og garð- urinn var ekki hár, eins og í Hlíðinni, né heldur var sá hávaxinn, sem um taumana hélt. En við rausn var búið hjá Salómon bónda og konu hans Guðrúnu, þótt kjörin væru fyrrum kröpp, og bömin mörg, þá var mark- ið sett hátt og menntun allra bama þeirra ráðin. Hér bjóst sonurinn Helgi úr foreldrahúsum og hafði tvo til reiðar. Honum svall móður í bijósti, að hleypa nú heimdraganum og knýja dyra á menntasetri í sögu- frægu héraði, þar sem fjöllin blánuðu við frægðarhimin og hetjur höfðu áður sofíð á hverjum bæ, en aldamó- takynslóð bjó sig nú til þess að rísa úr svefnrofum á þjóðlífsvori, til starfs og dáða. För Helga var heitið að Hvítárbakka. Þaðan hafði hann spurt þau tíðindi •.X MM r m Helgi Hjörvar við hlóðarhellu Hallveigar? Enginn lét sér jafn annt og Helgi um varðveislu fornminja í Reykjavík Ingólfs. að Lýðskóli væri þar stofnaður og honum kynni að fylgja nýtt líf og ljós, eins og sagt var um danska lýðskóla í anda Gmndtvigs. Ungling- ar, sem þráðu einhverja mentun, „einhveija framtíðarvon", eins og Helgi Hjörvar orðaði það síðar, beindu nú von sinni til skólans, að liðnum reynsluvetri. Foreldrar þeirra, margir hveijir, töldu að skólavistin yrði þama hvað ódýmst og ólu þá von að bömin hyrfu þeim ekki alveg burt, út í heiminn. Helgi Hjörvar lýsti skólavist sinni í héraðsskóla Borgfirðinga á Hvítár- bakka, er hjónin Sigurður Þórólfsson og kona hans, frú Ásdís Þorgríms- dóttir, höfðu þar stjóm. Skólastjór- inn var vinsæll af nemendum og naut fullrar virðingar og hugarhlýju, slapp við öll áföll í skólastjóm. „Hann brann af sárri þrá eftir að fræða og upplýsa.“ „Þessi þrá var það, sem gaf hina einu von mörgum unglingi, sem til hans kom og sá fyrst af sjónarhóli hins fátæklega skóla inn í vonarheim betra lífs.“ En Sigurður Þórólfsson stóð ekki einn. Hann leitaði í hveijum vanda „þess fulltingis, sem víst var mikið og fágætt, en það vom ráð og stoð hinnar ungu og friðu húsfreyju". Stefán Jónsson námsstjóri Iýsti því í minningargrein er Helgi Hjörv- ar kom á lognkyrru kvöldi, fótgang- andi langa dagleið frá skólavist sinni á Hvítárbakka að Snorrastöðum í Hnappadal. Helga var vel fagnað og honum boðin gisting. Allt heimil- isfólkið safnaðst saman í baðstof- unni og hófust viðræður við gestinn. „Þótt Helgi væri aðeins 18 ára gam- all, þetta umrædda vor, þá átti hann þegar þessa glæsilegu samtalsgáfu og beitti henni af mikilli leikni. Er málsnilld hans og fagurt málfar mér enn í minni frá þessu kvöldi." Síðan greinir Stefán frá því er hann fylgir Helga vorbjartan dag frá Snorra- stöðum að Litla-Hrauni. Keður hann löngun sína til skólagöngu hafa kviknað þennan dag og logað innra með sér uns tækifæri gafst til skóla-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.