Morgunblaðið - 20.08.1988, Síða 21

Morgunblaðið - 20.08.1988, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988 21 göngu fímm árum síðar. Slík áhrif hafði koma Helga, 18 vetra sveins, á framtíð pilts á fermingaraldri vo- rið 1907, þá er hann hélt heim um Hnappadal. Að lokinni skólagöngu á Hvítár- bakka ræðst Helgi til inngöngu í Kennaraskólann. Þar sóttist honum námið vel, enda áhuginn mikill og greindin góð. Þó hafði hann §ár- hagsáhyggjur þungar. Á heimleið verður Helgi samskipa Sæmundi kaupmanni Halldórssyni. Hann spurði um skólavist viðskiptamanns síns, er ungur hafði undrast Napó- leon ríða krapið í Rússlandi og hlust- að — með hvað mestri athygli á málpípuna, er lá upp í skrifstofu í Sæmundarbúð og gleymdi aldrei síðan. Sæmundur kaupmaður fór vinsamlegum orðum um frama hins unga manns og þéraði hann „og var það út af fyrir sig viðburður". Skóla- systir Helga er var honum samskipa hafði lánað honum smámsaman „stórfé", sem nam alls 18 krónum, en var í háska, nema hún fengi fé sitt áður en þau Helgi skildu. Sætti Helgi lagi á þilfari skipsins og spurði Sæmund hvort viðlit væri að fá pen- ingalán til hausts. „Ekki aftók hann það.“ Bauð nú Helgi skólasystur sinni kjötsúpu, „og sú kjötsúpa var harla góð“. Helgi var svo lánsamur að njóta hjálpar Oscars Clausens er leiddi hann að dyrum Sæmundur er í Stykkishólm kom. Sæmundur fór í vasa sinn, vissi erindi Helga, „tók upp 20 króna gullpening" og rétti verðandi skáldi og skólanema. „Þetta er eini gullpeningurinn, sem ég hef eignast um ævina, ef eign skyldi kalla," ritaði Helgi í minning- argrein um Sæmund Halldórsson. Gekk nú Helgi suður Kerlingar- skarð, fagra vomótt, en hafði áður kvatt með kossi skólasystur sína, lánardrottin og kjötsúpunaut, um leið og hann galt henni skuldina, af miklu stórlæti, með gullpeningi Sæ- mundar kaupmanns. Það duldist engum sem hlýddi á mál Helga Hjörvar að þar fór kenn- ari og fræðari, sem hafði full tök á viðfangsefni sínu og talaði eins og sá sem valdið hafði. Hann gerir glögga grein fyrir mismun þeim sem kann að verða á árangri. „Þó að tveir kennarar t.d. segi eða skýri jafnmikið báðir, geta þeir gert það svo mjög á tvennan hátt, að annar geri fremur að rugla nemenduma en að leiðbeina þeim; hann er ef til vill óskýr í máli eða þvöglumæltur, og hefir það ákaflega mikla þýðingu við stafsetningarpróf. Og ef hann gerir glögga og skarpa grein fyrir prófínu og fer með hvert orð hárrétt og skýrt, geta tvær deildir frá upp- hafí staðið mjög ójafnt að vígi.“ Lýsing Helga Hjörvar á skóla- starfí í Miðbæjarskólanum í Reykjavík er minnisstæð og um margt átakanleg. Hann kemur þang- að ungur maður fullur starfsgleði og eftirvæntingar, haustið 1911. Roskinn starfsbróðir hans heilsar honum glaðlega og segir, að mikill sé munurinn á kjörum kennara en fyrr hafí verið. Helgi átti eftir að kynnast annarri hlið mála. Það kom snemma í hans hlut að vera í for- ystu kennarasamtaka, sækja og vetja mál stéttarinnar með margví- slegum hætti. í máli Helga verður stundum vart sárinda og beiskju. Hann átti við rótgróna vanþekkingu flárveitingarvalds og almúga að gtja. Kennslustörf ekki talin til vinnu og lítilla launa verð, en samt fullyrt af einum helsta manni í stjómarráðinu að Helga áheyrandi „að þessar helvítis kerlingar við barnaskólann hefðu ráðherralaun", enda trúin á það, að bamakennarar séu hálaun- aðir menn á þeim árum, þótt raunin væri önnur. Helgi nefnir dæmi um furðulega framkomu þeirra er réðu bæjarsjóði. Hann veiktist, en kennir „ungur og ótrauður nokkra daga, mikið las- inn“. Skólastjóri, Morten Hansen, segir honum að fara varlega, „ekki vera að þessu". Helgi fór að ráðum Mortens Hansen og lá einn laugar- dag og sunnudaginn. Frá launum hans er voru 72 krónur vom dregn- ar 5 krónur 25 aurar. Af því dró Helgi þá ályktun að sú stofnun, sem „smánaði æskuáhuga minn og bætti þar á ofan illum kjörum og margri mótgerð síðar ætti enga kröfu til áhuga né trúmennsku." Niðurstaða Helga verður að „sultarlaunamenn- irnir kenni á kreppu og erfiðleikum Rósa og Helgi Hjörvar með börnum sínum í mars 1951. Guðrún Kjarval við hlið móður sinnar og Sol- veig Hjörvar við hlið föður síns. Fyrir aftan þau synirnir: Gunnar, Þormóður, Egill, Daði, Tryggvi og Úlfur. ..FrÚ RÓSa VaF *JÓS augna hanS til hinstu stundar. „Eina dýra gjöf voitti lífið honum m 'tf*' If JBBhKB ]e heila og óskipta; ástríki góðrar konu um langa ævi og allt til dauðans“ hafði hann sjálfur ritað í minningar- F Étar *■ * •áwV'S* ÆBKBKKm'fi mKMH| grein. Stundum vék rómantík og skáldlegt hugarfíug fyrir raunsæi og skörungsskap í ræðu Helga og f\ Jf *»* r>li- Á sumardaginn fyrsta talaði %. /4- vWáf- '.J hann á útihátíð Sumargjafar, barna- vinafélagsins, er þá starfrækti I I arnah'■ im111 i lh vkiavik ..g lilvnnti með ýmsum hætti að reykvískum ‘ börnum. Þar kveður hann skýrt að m. \EsjalBMfeg orði sem endranær. „Móðurinni eru ekki ætlaðar nýtískuíbúðimar, ekki fallegu stof- umar, ekki bílamir, sem málsmet- andi Reykvíkingar aka í til þess að stytta sér leið milli Hafnarstrætis og Áusturstrætis. Reykvíska móðirin er yfírleitt fátæk og dæmd til fá- tæktar af lögum og blindum venjum glapsýnnar kynslóðar, af rangsnú- inni tímans rás. Hún finnur, að jafn- vel húsameistarar Reykjavíkur eru beygðir svo undir ok tímans, að þeir skapa hina nýju Reykjavík eins og fína óbytju. Hér rísa upp heil bæjar- hverfi, ný og fögur. En þar~ má hvergi fæðast bam, þá er íbúðin ónýt.“ Síðar segir Helgi í ræðu sinni: „Hvemig má gæfa þessarar þjóðar verða heil, meðan móðirin, húsfreyj- an er ambátt þjóðfélagsins, eins og nú er?“ Eigi verður vikist undan því að nefna blaðagreinar Helga Hjörvar, þær er fjölluðu um bókmenntir og málaralist. Flestir þeir er ritað hafa um ævi og störf hans luku lofsorði á smekkvísi hans og glöggskyggni. Á fyrstu árum fjórða áratugar kom hver skáldsagan af annarri er Halldór Kiljan Laxness hafði ritað og vöktu hvað mestar deilur í blöðum og á mannfundum. Hvarvetna skip- uðu menn sér í flokka, og kvað raun- ar svo rammt að andúð á skáldinu, að HKL hefír lýst því, að þess voru mörg dæmi, að honum væri synjað inngöngu á sveitabæjum og því bo- rið við, að ekki væri símatími. Þá spöruðu kennarar, margir hveijir, ekki aðfínnslur og gagnrýni á rit- hætti skáldsins og stíl. Fundu þar margt til foráttu. Einn var sá er tók af tvímæli um snilld hins unga skálds. Það var Helgi Hjörvar. í grein sinni S Alþýðblaðinu ritar hann af spámannlegri andagift hinn 11. nóvember 1934: Helgi Hjörvar í erindum útvarps erlendis. eins og aðrir, en þeir fá aldrei góð- æri“. Og hér fer sem fyrr, „að marg- ur hinn besti maður munað síðustu formæla í hjarta s(nu þeirri stofnun, sem sleit út kröftum hans, en galt með skömm og svíðingshöndum og sveik frá honum lífíð". Þótt Helgi tæki svo djúpt í ár- inni, sem sjá má af þessum orðum hans, glataði hann eigi trúnaði fé- laga sinna, né heldur stjómvalda. Hann var kjörinn fyrsti heiðursfélagi kennarasamtaka og falin trúnaðar- störf á vegum stjórnvalda, m.a. gegndi hann starfi fræðslumála- stjóra um hríð. Helgi vann af vitsmunum og at- orku að útgáfu námsbóka. Þar, sem annars staðar, naut hann smekkvísi og glöggskyggni sinnar. Þá vann hann að samningu gHmubókar er út kom árið 1916. Einnig ritaði hann fjölda greina um íslenska glímu og fomar íþróttir. Um þau efni, sem önnur er vöktu áhuga hans, aflaði hann sér fróðleiks og leitaði víða fanga. „Þessar krónur sem bæjarsjóður gerði sér að gróða á mér ungum, orkuðu þv( að gera að lakara starfs- manni áhugasaman mann, sem þó var að byija lífsstarf sitt fyrir bæjar- félagið." Ólíkt höfumst við að hefði Helgi mátt segja og mæla fyrir munn kennara og ávarpa bæjarsjóð Reykjavíkur. „Kennarar bundust samtökum um að gera deild af burt- hröktum bömum og kenna þeim all- an veturinn ókeypis. Það voru óskólaskyld böm, sem bæjarsjóður vék sér undan að veita kennslu. Enginn talaði skörulegar máli móður og húsfreyju en Helgi Hjörv- ar. Kom þar margt til. Hann unni eiginkonu sinni og bar fyrir henni djúpa virðingu. ‘ Þeim, sem mættu þeim hjónum á fömum vegi, duldist eigi gagnkvæm umhyggja þeirra og tigin framganga og ástríki. Án þess að frú Rósu sé getið í ferðaminningum er Helgi rit- ar frá Svíþjóð má fara nærri um hvar hugur hans dvelur er hann skráir eftirfarandi frásögn: „Á aust- urhimni dró upp mjúkan skýjaboga yfir nætursortanum, sem færðist upp á himinhvolfið. Tindrandi stjama blikaði þar í dimmunni yfír brimhvítum skóginum, alein og hljóð og fékk mér margt að hugsa þar sem ég sat einn í vagnklefanum og horfði út, á himininn og jörðina." „Af hvetju var stjaman ein? — Af því að þú ert alein á mínum himni, og ef þú hverfur mér, þá er ekkert jjós framar fyrir mínum aug- um. — „HKL kemur inn í bókmenntir okkar með nýjustu stílkunnáttu hinna bestu ritsnillinga nútíðarinnar, og þessa hárfínu kunnáttu heims- borgarans vefur hann saman við íslenskt alþýðumál, við stíl Jónasar og Þorsteins Erlingssonar, með inni- legri og undursamlegri snilld HKL er að skapa öldungis nýjan stíl og nýja frásagnarlist í íslenskum bók- menntum, þar sem hinar málandi lýsingar taka öllu því fram, sem við áður áttum, að blæbrigðum ljósi og lífi. Hér er að vaxa upp meiður, sterkur og ærið fagur; undir lauf- krónu hans mun æska framtíðarinn- ar safnast og teyga gnótt unaðar úr ilmi síns fagra móðurmáls. í þessari sömu grein, sem hér er vitnað til, lætur Helgi falla orð um skáldið, sem einnig gætu gilt um hann sjálfan sem höfund: „ ... hann er eins og ijörgammurinn, og eins og afburðaskáldið; þegar hann leikur á kostunum, þá gleymist allt nema snilldin." Það mun hafa verið í ársbytjun 1944, að Helgi Hjörvar hóf að lesa Bör Börsson, sögu eftir norska skáldið Johan Falkberget. Að tillögu Pálma Hannessonar tók Helgi Hjör- var að sér að þýða söguna og lesa í útvarp. Er skemmst frá því að segja að lestri Helga og þýðingu var tekið með kostum og kynjum. Ekki hafði Helgi lengi lesið er ljóst varð, að þótt deilt væri um bók- menntagildi sögunnar, var fylgst með lestri af slíkum áhuga, að undr- um sætti. Félagsmálagarpar og fundarboðendur urðu þess brátt var- ir með áþreifanlegum hætti, að eigi þýddi að boða til mannfunda þau kvöld, sern sagan var á dagskrá út- varps. „Ég varð hissa á ráðsettum mönnum, sem neituðu afdráttarlaust að koma á fundi meðan stóð á lestri Börs,“ sagði Halldór á Kirkjubóli í fréttabréfí úr sveit sinni, Önundar- firði. Við Breiðafjörð voru þau tíðindi sögð, að verkamenn fengjust ekki til þess að vinna eftirvinnu á föstu- dögum, og gilti einu hvað boðið var. Dansleikjum var aflýst, hvarvetna þar sem til spurðist, kvikmyndahús felldu niður sýningar, heimboðum og kaffísamdryklq'u var slegið á frest, harðsæknustu formenn í ver- stöðvum létu lóðir og bjóð lönd og leið og gengu frá beitingu með allt sitt lið, til að hlusta á Bör Börsson. Tveggja ára böm norður í Ólafsfírði töluðu um Bör. Háöldruð kona, blind og örvasa beið dauðans á Landspít- ala og bað þess lengstra orða að lífið treindist nógn lengi til þess að hún gæti hlýtt lokalestri sögunnar. Lög- regluþjónar leituðu í var og létu af gæslustörfum og götueftirliti. Aflogaseggir, öldrykkjumenn og ökufantar hurfu af strætum höfuð- borgarinnar. Hvarvetna datt á dúna- logn og alþjóð lagði við eyra sem aldrei fyrr. Fögnuður hlustenda og viðtökur þær er þeir veittu sögunni skýrist ekki hvað síst þegar haft er í huga, að einmitt um þessar mundir sprett- ur upp stétt nýríkra manna í skjóli hermangsgróða og umsvifa ýmissa, er leiddi af vem erlendra hetja. Þótt- ust menn sjá líkingu með atvikum og sögupersónum og var óspart jafn- að saman og spáð og spjallað um Bör, fröken Isaksen, Ola í Fitjakoti, Jósefínu og Öldurstað, og hvað þær hétu persónur sögunnar og staðir, sem við sögu komu. Helgi Hjörvar var „hetja dagsins", eins og Páll ísólfsson komst að orði í samtali. Nú hefír Bör Börsson sigrað íslensku þjóðina," sagði Jón úr Vör,_ skáld og ritstjóri, í blaðagrein. í Útvarpstí- ðindum er Helga þökkuð „frábær túlkun". Sagan verði í höndum hans „að hreinni gersemi". Helgi Hjörvar lauk lestri sögunnar 19. mai 1944. Lestur hans verður ógleymanlegur. Helgi kvaðst hafa tekið þann kost að þýða söguna laus- lega fyrir útvarpið. „Mestu örðug- leikamir liggja í því að ná hinum gamansama blæ sögunnar, en hann liggur töluvert í mállýsku norskunn- ar.“ Þeim, er hlýddu á lestur Helga Hjörvars, var flestum ljóst, að hann átti hvað mestan þátt í vinsældum sögunnar. Oft er spurt hvort lestur Helga sé eigi varðveittur í segul- bandasafni Ríkisútvarpsins. Svarið verður neitandi. Margur harmar það. Á hitt er að líta að e.t.v. er það guðsþakkarvert. „Hið mikla geymir minningin," sagði Fomólfur I \jóði sínu. „Mér eru fornu minnin kær.“ Höfundur sögunnar, Johan Falk- berget, og þýðandi og upplesari, Helgi Hjörvar, mega báðir vel una hlutskipti; að vera sessunautar sögu- safni þjóðarinnar. í nóvembermánuði 1945 hóf Helgi að lesa Sturlungu í útvarp. Las hann meginþætti en skeytti saman I stuttu máli veigaminni atriði bókarinnar. Mun það mál manna að einnig hin „veigaminni" atriði hafí hljómað svo í eyrum hlustenda að þeir hafí vel við unað. Sverrir Kristjánsson sagn- fræðingur er sjálfur var í hópi snjöll- ustu fyrirlesara og manna dómbær- astur á málfar og sagnalestur sagði: „Mér er til efs að meira afrek hafi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.