Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 27
MÖRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988
27
8.000 rúmensk þorp jöfnuð við jörðu:
Genscher mótmælir
áformum Ceausescus
Bonn. Reuter.
HANS-Dietrich Genscher, ut-
anríkisráðherra Vestur-Þýska-
lands, fór þess á leit við yfirvöld
í Rúmeniu á fimmtudag að þau
létu af áformum um að jafna
8.000 þorp við jörðu. í stað þorp-
anna hyggjast yfirvöld í Rúm-
eníu reisa 500 samyrkjubú og
iðnfyrirtæki.
Beiðni Genschers var komið á
framfæri í bréfi sem afhent var
Ioan Totu, utanríkisráðherra Rúm-
eníu, í vestur-þýska sendiráðinu í
Búkarest á fímmtudag. í bréfinu
Bandaríska flugmálastj órnin:
IBM haimar tæki fyr-
ir 167 milljarða króna
Bethesda, IBM.
IBM-fyrirtækið hefur gert samn-
ing við bandarisku flugmála-
stjórnina um hönnun á flugstjórn-
artækjum fyrir 3,55 milljarða
bandaríkjadala, eða um 167 millj-
arða ísl. kr. Mun fyrirtækið á
næstu árum vinna að þróun, upp-
setningu og þjónustu á nýju sjálf-
virku flugstjómarkerfi, AAS. Með
tilkomu þess munu öll sljórntæki
flugumferðarstjórnar i Banda-
rikjunum verða endurnýjuð.
Söngá 111
ára afmælinu
Lundúnum, Reuter.
JOHN Evans, sem segist vera
elsti maður í heimi, hélt upp
á 111 ára afmæli sitt í gær.
Öidungurinn þakkaði langlif-
ið hunangsdrykkju.
Evans hefur alið allan sinn
aldur í Wales. Hann segist enn
muna atburði ársins 1885 þegar
Khartoum féll. f tilefni afmælis-
ins sendi Elísabet Englands-
drottning honum skeyti, sem er
hið tólfta er hann fær frá drottn-
ingunni.
Evans er fyrrum námuverka-
maður. í sjónvarpsþættinum
söng hann á móðurmáli sínu,
velsku. Hann er farinn að tapa
heym en er að öðru leyti em og
man atburði og menn frá liðinni
tíð ótrúlega glöggt.
Samningurinn kveður á um að
væða allar flugstjómarmiðstöðvar
nýjum tækjabúnaði, bæði hugbúnaði
og útstöðvum, radarskjám og tölv-
uskjám. Tilkoma AAS-kerfísins á að
verða til þess að flugumferðarstjóm
verður auðveldari og áreiðanlegri. Á
það að duga fram á næstu öld.
IBM og samstarfsfyrirtæki þess,
Raytheon Co. og Computer Science
Corp., hafa unnið að hönnun AAS-
kerfísins frá því árið 1984. Uppsetn-
ing kerfísins hefst árið 1990 og lýk-
ur árið 2000.
segir Genscher að áætlanir Nicolae
Ceausescus, leiðtoga rúmenska
kommúnistaflokksins muni leiða af
sér eyðileggingu á menningararf-
leifð. Segir hann að fyrirætlanimar
um að jafna þorpin við jörðu hafí
valdið miklum kvíða erlendis.
Mörg þorpanna sem í ráði er að
jafna við jörðu em byggð Ungvetj-
um og hefur þessi ákvörðun valdið
miklum úlfaþyt í Ungverjalandi.
Mikil mótmæii vegna þessara fyrir-
ætlana fóru fram í Búdapest í júní-
mánuði.
Opinberir starfsmenn í Bonn
segja að í hluta þeirra þorpa sem
jafna eigi við jörðu búi fólk af þýsk-
um uppruna. Vestur-þýsk yfírvöld
hafa létt takmörkunum á fyölda inn-
flytjenda frá Rúmeníu og er talið
að þau greiði Rúmenum háar ijár-
hæðir fyrir sérhvem flóttamann,
sem fær leyfí til að flytja frá Rúm-
eníu til Vestur-Þýskalands.
Talsmaður utanríkisráðuneytis-
ins í Bonn sagði, í samtali við Reut-
ers-fréttastofuna, að þetta væri
sjötta bónarbréf vestur-þýskra yfír-
valda til rúmenskra stjórnvalda
veg^na þessa máls en Evrópubanda-
lagið mun einnig ráðgera að hafa
afskipti af því.
Reuter
Háfættur fisksali
Litlu stúlkunni brá svo sannarlega í brún þegar hún hjólaði fram
hjá þessum risavaxna hjólreiðamanni í borginni Frankfurt í Vest-
ur-Þýskalandi. Hann var að auglýsa opnun veitingastaðar sem
sérhæfir sig í sjávarréttum.
Vopnahlé gengið í gildi í Persaflóastríðinu:
Friðarvilji ítrekaður en
ríkin segjast við öllu búin
Beinar friðarviðræður írana og íraka hefjast í Genf á fimmtudag
Sameinuðu þjóðunum, Bagdað, Nikósíu. Reuter.
ALI Khameini, forseti írans,
ítrekaði í gær þá kröfu írana
að írakar yrðu lýstir upphafs-
menn átakanna við Persaflóa.
íranir gerðu og heyrinkunnugt
að þeir hygðust halda áfram að
fylgjast með ferðum skipa á
Persaflóa og rannsaka farm
þeirra ef nauðsyn krefði. Vopna-
hlé í Persaflóastríðinu gekk í
gildi klukkan þrjú í nótt að
íslenskum tima og lýstu tals-
Keuter
George Bush varaforseti ásamt konu sinni i veislu sem konur á flokksþingi repúblikana héldu til heið-
urs frú Bush.
menn beggja rikja yfir því að
það yrði virt.
Khameini, sem var á ferð um
suðurvígstöðvamar, sagði að Sam-
einuðu þjóðimar hlytu að taka til
skoðunar þá kröfu írana að fram
fari rannsókn á því hvort ríkið hóf
átökin mannskæðu. „Þetta er ský-
laus krafa okkar og við munum
veita viðnám reyni óvinurinn að
hindra framgang réttlætisins,"
sagði Khameini. Iranir hafa ævin-
lega fullyrt að frakar beri ábyrgð
á ófriðnum við Persaflóa og neituðu
lengi vel að ganga að vopnahlés-
samþykkt Öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna nema tryggt væri að írak-
ar yrðu lýstir upphafsmenn átak-
anna og greiddu stríðsskaðabætur
í samræmi við það. Atta ár em lið-
in frá upphafi Persaflóastríðins og
er almennt talið að ófriðurinn hafí
ekki kostað færri en eina milljón
manna lífið.
Árásum verður svarað
Ali Akhbar Rafsanjani, yfirmað-
ur herafla írana, sagði í Teheran
í gær að friðarvilji írana væri ein-
dreginn en bætti við að sérhverri
árás íraka yrði svarað. Vildu írak-
ar halda átökunum áfram yrði ekki
unnt að áfellast stjórnvöld í íran
fyrir að veita mótspyrnu. Útvarpið
í Teheran hafði eftir Rafsanjani að
hátíðahalda í tilefni vopnahlésins
en brýndi fyrir mönnum að hleypa
ekki af byssum. Hundmð manna
ýmist særðust eða létust í írak
þann 8. þessa mánaðar er almenn-
ingur fagnaði tilkynningu Javiers
Perez de Cuellars, framkvæmda-
stjóra Sameinuðu þjóðanna, um að
ríkin hefðu fallist á vopnahlésskil-
mála SÞ. „Vopnahléið kann að leiða
til varanlegs friðar, sem er tak-
mark okkar en svo kann einnig að
fara að þeir sem hafa friðmælst
skipti um skoðun. Við megum því
ekki sofna á verðinum," sagði tals-
maðurinn.
Friðargæsla skipulögð
Friðargæslumenn Sameinuðu
þjóðanna, sem komnir em til íraks
og írans, hafa undanfama daga
skipulagt eftirlitsstörfín. f gær tóku
sveitimar sér stöðu á tilteknum
stöðum á vígvöllunum en eftirlits-
mennimir em 350 að tölu. „Allt
gengur samkvæmt áætlun," sagði
embættismaður einn í viðtali við
fréttamann Reuters. Friðargæslu-
sveitimar koma frá 24 löndum og
er þeim ætlað að fylgjast með
umsvifum herafla ríkjanna á landa-
mæmnum sem em um 1.200 kíló-
metra löng. Allt var með kyrmrn
kjömm á vígstöðvunum en undan-
fama daga hafa borist fréttir af
Kom Quayle sér hjá Víetnamstríði?
New Orleans. Reuter.
DAN Quayle, sem var formlega
útnefndur varaforsetaefni rebú-
blikana á flokksþinginu í fyrra-
kvöld, hefur verið sakaður um
að hafa notfært sér sambönd
fjölskyldu sinnar til að komast
hjá því að beijast í Víetnam-
stríðinu.
Quayle vísaði í ræðu sinni á
flokksþinginu óbeint til ásakana um
að hann hefði kosið að ganga í þjóð-
varðliðið frekar en beijast í Víet-
nam: „Ég var í sex ár í þjóðvarðlið-
inu á mínum yngri ámm. Og eins
og milljónir Bandaríkjamanna, sem
verið hafa í þjóðvarðliðinu eða gera
enn, er ég stoltur af því.“
Quayle hefur viðurkennt að hafa
leitað aðstoðar vinar foreldra sinna,
sem hefði verið í tengslum við þjóð-
varðliðið. Hann vísaði því hins veg-
ar á bug að hann hefði notfært sér
aðstöðu sína til að komast hjá því
að beijast í Víetnam.
Bush og Quayle sögðu á blaða-
mannafundi í gær að málið væri
ys og þys út af engu.
meginverkefnið nú væri að reisa
borgir og verksmiðjur úr rústum
og „að byggja upp herafla okkar
þannig að enginn áræði að ráðast
gegn okkur á ný“.
Talsmaður herstjómar íraka
sagði að stjómvöld í landinu væm
ákveðin að halda vopnahlésskilmál-
ana. Herafli landsins yrði í við-
bragðsstöðu en von manna væri sú
að vopnahléið gæti orðið fyrsta
skrefíð í átt til bættra samskipta
fjandþjóðanna. Hann hvatti al-
menning í landinu til að efna til
einstaka stórskotaliðsárásum. Hins
vegar hafa bardagar að mestu leg-
ið niðri frá því de Cuellar tiltók
vopnahlésdaginn þann 8. ágúst.
Perez de Cuellar hélt í gær frá
Bandaríkjunum til London en það-
an heldur hann til Genfar þar sem
beinar friðarviðræður fulitrúa ír-
ana og íraka hefjast á fimmtudag.
Ekki er vitað hveijir verða fulltrúar
ríkjanna í viðræðunum en almennt
er búist við að utanríkisráðherrar
þeirra fari fyrir samninganefndun-
um.