Morgunblaðið - 20.08.1988, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988
Útgefandi tnltitoMfe Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 70 kr. eintakið.
Samdráttur og
erfiðleikar
Ef opnað er dagblað, kveikt
á útvarpi eða sjónvarpi
steypast yfir okkur á hverjum
degi nýjar fréttir af fyrirtækjum
í erfiðleikum, gjaldþrotum eða
uppsögnum starfsfólks.
Á morgunverðarfundi sem
Verslunarráð Islands hélt í vik-
unni, þar sem umræðuefnið var
gjaldþrot á íslandi, kom fram,
að á árinu 1983 var 101 bú tek-
ið til gjaldþrotaskipta en 355
árið 1987. Á þessu ári eru búin
sem tekin hafa verið til gjald-
þrotaskipta þegar að verða jafn
mörg og þau voru allt árið í
fyrra. Menn kvarta sáran yfir
fjármagnskostnaði, innlendum
kostnaðarhækkunum og rangri
gengisskráningu og sagt er að
allt að fjórðungur fyrirtækja í
samkeppnis- og útflutnings-
greinum sé í raun gjaldþrota.
Staða ríkissjóðs er ekki mikið
skárri. Þó að fyrr á þessu ári
hafi verið gert ráð fyrir 700 millj-
óna króna fjárlagahalla á þessu
ári stefnir allt í að þessar áætlan-
ir muni engan veginn standast
og að halli ríkissjóðs verði mun
meiri, jafnvel allt að 2 milljarð-
ar. Þar kemur margt til, s.s. sá
kostnaður sem ríkið mun þurfa
að taka á sig vegna Landakotss-
pítala og Skipaútgerðar ríkisins.
Sömu áhyggjur má heyra hjá
einstaklingum og allir líta nú
vonaraugum til ríkisstjómarinn-
ar og bíða í ofvæni eftir efna-
hagsaðgérðum. Samt sem áður
er ljóst, að efnahagsaðgerðir
ríkisstjómarinnar, hveijar sem
þær verða, munu ekki bæta kjör
heldur skerða. Þær munu því
ekki leysa allan þann vanda sem
menn kvarta nú yfir. Framundan
er kaupmáttarskerðing og ekki
er ólíklegt, að í haust fari að
heyrast hljóð úr homi frá verka-
lýðshreyfíngunni.
Við stöndum frammi fyrir
nokkmm samdrætti í sjávarút-
vegi, sem er farinn að segja til
sín. Sá samdráttur stafar af
lækkandi afurðaverði og umtals-
verðri aflaminnkun á þessu ári.
Samkvæmt __ bráðabirgðatölum
Fiskifélags íslands var þorskafli
fyrstu sjö mánuði ársins 24.000
tonnum minni en á sama tíma í
fyira.
í tillögum Hafrannsóknastofn-
unar, sem birtar vom í þessari
viku, er lagt til, að þorskaflinn
á næsta ári verði ekki meiri en
300 þúsund tonn eigi þorkstofn-
inn ekki að minnka. Þetta er 60
þúsund tonna minni þorskafli en
áætlað er að veiða í ár og myndi
tekjutapið nema 4 milljörðum
króna. Þó svo að ekki verði farið
í einu og öllu eftir tillögum físki-
fræðinganna er ljóst að framund-
an er áframhaldandi samdráttur.
Allt þetta hlýtur að vera til
marks um það að íslendingar
þurfi að draga úr útgjöldum
sínum og neyslu. Einstaklingar,
jafnt sem fyrirtæki, sveitarfélög
og ríkið. Sú hefur þó ekki verið
raunin. Þrátt fyrir hinn mikla
barlóm í þjóðfélaginu var veltu-
aukningin í verslun fyrsta árs-
íjórðung þessa árs 29%. Veltu-
aukningin í heildverslun var
24,6% en í smásöluverslun jókst
velta um 33,4% á sama tíma og
verðbólga var 15,74%. Ekkert lát
virðist heldur vera á utanlands-
ferðum og benda tölur til þess
að árið 1988 verði enn eitt metá-
rið í utanferðum íslendinga.
Ríkisútgjöld hafa einnig þanist
út á þessu ári eins og hin slæma
staða ríkissjóðs, þrátt fyrir millj-
arða skattahækkanir, ber best
vott um. Stjómvöld verða því
ekki síður að líta í eigin barm
og skera niður sín eigin útgjöld
rétt eins og þau ætlast til að ein-
staklingar og fyrirtæki geri.
Þó að samdráttur sé alltaf
sársaukafullur er hann nauðsyn-
legur þegar dregur úr þjóðartekj-
um. Það er engum til góðs, þeg-
ar til lengdar lætur, að halda
uppi fölskum lífskjörum, byggð-
um á erlendum lántökum, eins
og svo oft hefur verið gert.
Reikningurinn kemur alltaf að
lokum. Það er hægt að breiða
yfir vandann um stundarsakir en
fyrr eða síðar mun koma að því,
að þjóðin verði neydd til að sníða
sér stakk eftir vexti og horfast
í augu við veruleikann. Lífskjör
hafa sjaldan verið betri en nú
og einkaneysla aldrei meiri. Þó
að einhver tímabundinn sam-
dráttur eigi sér stað verða lífskjör
á íslandi enn sambærileg við
lífskjör í hvaða landi sem er.
Það verður þó að hafa hugf-
ast, að stór hópur þjóðarinnar
ber ekki ábyrgð á umframneysl-
unni. Þeir þjóðfélagshópar eru
til, sem ekki hafa möguleika á
því að taka þátt í hinum tryllta
dansi lífsgæðakapphlaupsins eða
njóta af veigum neysluþjóðfé-
lagsins. Það fólk ber ekki ábyrgð
á vandanum og hefur enga
möguleika á því að skera niður
útgjöld sín. Samdráttaraðgerðir
mega því ekki miða að því að
skerða kjör ellilífeyrisþega, ein-
stæðra foreldra, láglaunafólks
eða fólks í kröggum á húsnæðis-
markaðinum. Þar er enga óhóf-
lega þenslu að fínna.
Viðskipti íslands
og Bandaríkjanna
Gætum framtíðarhagsmuna
eftir GeirH. Haarde
Ekki fer á milli mála að við-
skipti íslands og Bandaríkjanna
munu um ókomin ár verða horn-
steinn í samskiptum ríkjanna svo
sem verið hefur um langt árabil.
Áratugum saman hafa Banda-
ríkin verið mikilvægasta útflutn-
ingsland íslendinga, þó svo að Bret-
land hafí í fyrra tekið þann sess
og þó svo að Evrópubandalagið sem
heild sé mun stærri markaður en
Bandaríkin.
Um þessar mundir eru atburðir
að gerast á báðum þessum mikil-
vægu markaðssvæðum, sem haft
geta mikil áhrif fyrir útflutnings-
hagsmuni íslendinga þegar fram í
sækir, væntanlega mest til góðs,
en hugsanlega einnig til ills, ef
ekki er að gáð.
Þróun mála í Evrópu hefur mikið
verið rædd hérlendis og ýmsir aðilar
fylgjast grannt með framvindunni
þar. íslendingar starfrækja einnig
sérstaka skrifstofu í Brussel undir
stjóm Einars Benediktssonar sendi-
herra, sem hefur það verkefni að
gæta hagsmuna íslands hjá Evr-
ópubandalaginu.
Alþirigi samþykkti í vor að tillögu
Kjartans Jóhannssonar að fela sér-
stakri þingmannanefnd að taka til
athugunar þá þróun sem fyrir dyr-
um stendur í Evrópu, einkanlega
með tilliti til ákvörðunar Evrópu-
bandalagsins um sameiginlegan
innri markað. Nefndinni er m.a.
falið að meta þær leiðir sem álitleg-
astar eru til þess að laga íslenskt
efnahags- og atvinnulíf að þeim
breytingum sem framundan em.
I þessu sambandi leiða menn
gjaman hugann að því með hvaða
hætti samkeppnisstaða Islendinga
á fískmörkuðum bandalagsins kann
að breytast gerist t.a.m. Norðmenn*
aðilar að því.
Fríverslunarsamningar
Bandaríkjanna
En vestan hafs hefur einnig átt
sér stað þróun, sem ekki er síður
mikilvægt fyrir íslendinga að fylgj-
ast með og átta sig á. Bandaríkja-
menn hafa nú gert sérstaka fríversl-
unarsamninga við tvö ríki, ísrael
og Kanada. Sá síðamefndi á reynd-
ar eftir að hljóta staðfestingu þjóð-
þinga landanna, en nokkurrar and-
stöðu gætir í þeim báðum, einkum
því kanadíska.
REYKJAVÍKUR maraþon fer
fram í fimmta sinn á morgun,
sunnudaginn 12. ágúst. Alls
hafa 1208 þáttakendur látið
skrá sig, þar af eru 149 útlend-
ingar. Hlaupnar verða þijár
vegalengdir. Maraþon, sem er
42 km, 21 km hálfmaraþon og
7 km skemmtiskokk.
Að sögn Knúts Óskarssonar,
formanns Reykjavíkur maraþons-
ins, hefur þátttakan aldrei verið
meiri. Elsti karlkynsþátttakandinn
er fæddur 1910 og elsta konan
1918, en yngstu þátttakendurnir
eru aðeins 5 ára.
Flestir hafa skráð sig í
skemmtiskokkið eða 929, í hálf
maraþon em 177 þátttakendur
skráðir og 102 í sjálft maraþonið.
Þátttakendur leggja af stað frá
Lækjargötu klukkan 12 að hádegi
Það er yfirlýst af hálfu ráða-
manna í Bandaríkjunum að þessum
samningum sé með engum hætti
stefnt gegn hagsmunum annarra
ríkja, heldur sé þeim aðeins ætlað
að greiða fyrir viðskiptum milli
þeirra ríkja sem aðild eiga að samn-
ingunum.
Kanadamenn em helstu sam-
keppnisaðilar íslendinga á fisk-
mörkuðum í Bandaríkjunum. ís-
lenskar fískafurðir njóta nú toll-
frelsis að mestu leyti þar í landi,
en smávægilegir tollar em þó á
nokkmm fískafurðum.
Tollar em hins vegar háir á
ýmsum öðmm vömm, sem nú em
fluttar héðan til Bandaríkjanna,
eins og t.d. ullarvömm, og sömu-
leiðis á ýmsum vömm, sem ætla
má að síðar meir verði gmndvöllur
til að flytja þangað, eins og orku-
frekri iðnframleiðslu, áli, kísiljámi,
kísilmálmi o.s.frv.
Einnig em enn tiltölulega háir
tollar á ýmsum vömm sem fluttar
em hingað til lands frá Banda-
ríkjunum þrátt fyrir tollalækkanir
þær se_m gerðar vom á Alþingi í
vetur. Á vömm sem falla undir við-
skiptasamninga Islands við EFTA
og Evrópubandalagið er oft um
umtalsverða mismunun að ræða
bandarískum seljendum í óhag.
Ekki verður séð að fríverslunar-
samningur Bandaríkjanna og
Kanada skaði íslenska hagsmuni
eins og nú standa sakir. En aðstæð-
ur geta verið fljótar að breytast. Á
Bandaríkjaþingi er því miður sterk
tilhneiging til aukinnar vemdar-
stefnu og iðulega em þar flutt
fmmvörp er miða að því að vemda
ákveðnar atvinnugreinar þar í landi
fyrir samkeppni utanlands frá.
Hagsmunir íslands
Mikill „afgangur“ er af viðskipt-
um íslendinga við Bandaríkin, við
seljum m.ö.o. mun meira þangað
en þeir hingað. Við slíkar aðstæður
getur vemdarstefnan hlotið góðar
undirtektir. Verði einhveijar breyt-
ingar í þessa átt, sem er hugsan-
legt en ekki mjög líklegt, gæti sú
staða komið upp að Kanadamenn
nytu betri samkeppnisstöðu en ís-
lendingar í skjóli fríverslunarsamn-
ings þeirra við Bandaríkin.
Hér ber því allt að sama bmnni.
Fyllsta ástæða er til að fara gaum-
á sunnudag. Götumar sem hlaupn-
ar verða í maraþoninu og hálf-
maraþoninu em Skothúsvegur,
Suðurgata, Starhagi, Ægissíða,
Nesvegur, Suðurströnd, Lindar-
braut, Norðurströnd, Eiðisgrandi,
Ánanaust, Mýrargata, Tryggva-
gata, Kalkofnsvegur, Skúlagata,
Sætún, Kleppsvegur, Elliðavogur,
Skeiðarvogur, Langholtsvegur,
Laugarásvegur, Sundlaugavegur,
Borgartún, Skúlagata, Kalkofns-
vegur og Lækjargata. Hálfmara-
þonið er einn hringur, en maraþo-
nið tveir. Götur sem famar verða
í skemmtiskokkinu, sem er 7 km,
em þær sömu frá Fríkirkjuvegi
og út á Seltjarnames. í stað þess
að halda áfram þegar komið er
að Kalkofsvegi er farin Lækjar-
gata þar sem hlaupið endar. Állir
þeir sem Ijúka hlaupinu fá af-
hentan verðlaunapening.
Geir H. Haarde
„Spurningin snýst þá
um þaði hvort gera
megi breytingar á við-
skiptasambandi Islands
og Bandaríkjanna sem
ganga ekki eins langt
og alhliða fríverslunar-
samningur mundi gera,
en færa samt báðum
löndum ávinning og
tryggja hagsmuni Is-
lendinga til framtíðar
enn betur en nú er.“
gæfílega yfir viðskipta- og tollamál-
in gagnvart Bandaríkjunum ekki
síður en Evrópubandalaginu. Ekki
vegna þess að ástandið sé slæmt í
dag heldur til að tryggja framtíðar-
hagsmuni.
Það var með þetta í huga sem
Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra
>
A að ver
eftirDavíð Ólafsson
„Margt er skrítið í kýrhausnum“
varð mér að orði um daginn þegar
þær fréttir spurðust úr fjármála-
ráðuneytinu, að uppi væru hug-
myndir um að bjóða þeim, sem ekki
hefðu fyrir 1. ágúst sl. gert skil á
vangoldnum sköttum frá því fyrir
staðgreiðslukerfið, að semja um
greiðslu til lengri tíma og yrðu
dráttarvextir þá felldir niður. Það
hvarflaði að mér, að mönnunum
væri ekki sjálfrátt, nú væri van-
skilaliðið búið að æra þá.
Sem betur fer er svo enn í okkar
verðbólguspillta þjóðfélagi, að flest-
ir greiða skattana sína skilvíslega
og leggja oft hart að sér til þess
að svo megi verða. Jafnvel kemur
fyrir, að menn taka lán til þess, sem
enginn óvitlaus maður skyldi þó
gera nema í ýtrustu neyð.
En svo eru ýmsir, því miður, sem
skeyta hvorki um skömm né heið-
ur, böðlast áfram með vanskila-
skuldir, jafnvel margra ára gamlar,
og trúa því, að „eitthvað'verði gert“
til að bjarga þeim. Hvað þeir eru
margir veit enginn en þeir eru mjög
háværir í allri umræðu um peninga-
mál og virðast með einhveijum
undarlegum hætti ná eyrum sumra
stjómmálamanna, sem bera svo
skilaboð þeirra inn í alvarlega
stjómmálaumræðu og mgla hana
gersamlega. Er engu líkara en öll
umræða um efnhagsmálin sé leynt
og ljóst farin að snúast um vanskil
eða öllu heldur um vanskilamenn.
Þessi síðasta uppákoma kom mér
þó sannarlega á óvart. Eg hélt, að
þeir, sem stjóma fjármálaráðuneyt-
inu, hefðu sterkar taugar og myndu
Þátttaka í Reykjavíkur-
maraþon aldrei verið betri