Morgunblaðið - 20.08.1988, Side 33

Morgunblaðið - 20.08.1988, Side 33
Morgunblaðið/Trau8ti Þorsteinsson Frá vígslu hins nýja iþróttasvæðis Ungmennafélags Svarfdæla. Á myndinni má sjá meistaralið Dalvíkur á nýja vellinum. Ungmennafélag Svarfdæla: Nýtt íþróttasvæði tekið í notkun Dalvík. Ungmennafélag Svarfdæla hefur tekið í notkun nýtt íþróttasvæði, sem félagið hefur unnið að frágangi á undanfarin ár. Á svæðinu verða tveir gra- svellir með aliri aðstöðu til bol- taleikja og frjálsra íþrótta. Um síðustu helgi var tekinn í notkun og vígður fyrsti hluti svæðisins sem er æfíngavöllur, sem félagið hyggst nýta sem keppnisvöll sinn til að byija með. Jafnframt er félagið byijað að undirbyggja annan grasvöll, sem á að verða vandaðri að allri gerð fyrir hvers konar keppnisíþróttir. Hafa félagar í Ungmennafélaginu lagt á sig mikla vinnu við gerð íþróttasvæðisins bæði með sjálf- boðavinnu og fjáröflun. Fram- kvæmdir hófust árið 1986 en í fyrra voru þökur lagðar á völlinn. í sumar hafa ungmennafélagar unnið við snyrtingu á svæðinu og lagfæringu á áhorfendasvæðum. Margt manna var viðstatt vígsluna. Athöfnin hófst með því að knattspymuleikur fór fram á milli tveggja liða úr yngri flokkum félagsins. Þá flutti formaður vall- amefndar, Jón Helgi Þórarinsson, ávarp og lýsti framkvæmdum fé- lagsins á svæðinu. Að því loknu fór fram knattspymuleikur milli meistaraflokks Dalvíkur, sem fékk til liðs við sig tvo lánsmenn úr fyrstu deildarliði Þórs á Akur- eyri, við lið KA frá Akureyri. Þrátt fyrir það urðu úrslit þessa fyrsta leiks á íþróttavellinum Dalvíking- um ekki hagstæð og sigruðu KA-menn með átta mörkum gegn einu. Knattspymulið Dalvíkinga leik- ur í 3. deild og hefur gengið mis- jafnlega í sumar. Byijaði liðið vel en hefur misst flugið í síðari leikj- um sínum. Fréttaritari Bjarni Kristjáns- son ráðinn öldr- unarforsljóri Bjarni Kristjánsson hefur ver- ið ráðinn forstöðumaður öld- runarþjónustu bæjarins eftir að öldrunarráð hafði samhljóða mælt með honum í stöðuna og bæjarstjórn samhljóða samþykkt ráðningu hans. Alls bárust sex umsóknir. Bjami er 44 ára, kennari að mennt. Hann var ráðinn að vist- heimilinu Sólborg 1969 sem kenn- ari þegar heimilið tók til starfa. Hann varð framkvæmdastjóri Sól- borgar og þeirra stofnana er heyrðu undir hana síðar, frá árinu 1973 og fram til 1984. Þá tók hann við starfí framkvæmdastjóra svæðis- stjómar málefna fatlaðra á Norður- landi eystra, sem rekur Sólbörg, sambýli, vemdaða vinnustaði, leik- fangasafn og ráðgjafarþjónustu. Bjami sagði að öldrunarþjónust- an, eins og hún væri fyrirhuguð í bænum, myndi falla undir hið nýja starfssvið sitt sem öldrunarfor- stjóri. Nú væri hinsvegar unnið að gagngerri endurskipulagningu öldr- unarmála í bænum og hefði félags- málastjóri bæjarins yfírumsjón með því verkefni. Undir öldrunarþjón- Akureyrin EA: . Aldrei meira aflaverðmæti Tæpar 46 millj. kr. eftir 22 veiðidaga Frystitogarinn Akureyrin EA kom til heimahafnar um kl. 20.30 í gærkvöld með mesta aflaverð- mæti sem skipið hefur fengið í einni veiðiferð til þessa. Togar- inn kom með 274 tonn af frystum fiski eftir 22 veiðidaga og nemur aflaverðmæti farmsins tæpum 46 miHjónum króna. Eins og menn rekur eflaust minni til, landaði hinn nýi frystitogari Hafnfirðinga, Haraldur Krist- jánsson HF 2,313 tonnum af fisk- afurðum þann 10. ágúst sl. og nam aflaverðmæti hans 46,3 miiyónum króna eftir 29 veiði- daga. Togarinn sló þar með fyrra verðmætamet Akureyrarinnar EA sem nam 45 miljjónum króna. „Við erum hæstánægðir með okkar hlutskipti og strákamir hér um borð eru þess fullvissir að met- ið sé okkar megin þar sem við vor- um viku styttra á veiðum en Hafn- firðingamir. Hinsvegar er skipið orðið yfírfullt af fiski og hvemig sem við reynum komum við ekki einum titti í viðbót fyrir í lestinni," sagði Þorsteinn Vilhelmsson skip- stjóri á Akureyrinni er Morgun- blaðið náði af honum tali á heimstíminu í gærdag. Uppistaða aflans eru þorskflök auk ufsaflaka og heilfrystra tegunda. Landað verður úr skipinu á mánudag og fer aflinn á markað i Bretlandi og Bandaríkjunum. Akureyrin var að veiðum á Vestfjarðamiðum allan tímann og fer væntanlega aftur á miðin á mánudagskvöld og á þriðju- dagsmorgun. „Við emm að vona að löndunarmenn Eimskips nái að landa aflanum á einum degi, enda em þar röskir menn að störfum," sagði Þorsteinn. „Nú ætla ég að skella mér í frí. Ég byija á þriggja daga laxveiðitúr og síðan ætlar eiginkonan að bjóða mér til Kýpur. Henni fínnst tími til kominn að ég sjái eitthvert sumar. Það hefur bókstaflega ekkert sumar verið á sjónum, aðeins þoka, bræla og leiðindaveður. Ég held að þetta sé eitt leiðinlegasta sumar sem ég man eftir á sjónum. Það lífgar vissulega upp á mannskapinn þegar vel gengur ogr er óhætt að segja að mórallinn sé góður á stundum sem þessum," sagði Þorsteinn og stýrimaðurinn tók undir og sagði Akureyrina vera eins og eitt stórt heimili. „Það hefur nánast verið sama áhöfh frá því við byijuðum fyrir fímm ámm. Einu undantekn- ingamar em þær þegar menn hætta vegna skólagöngu,“ sagði Þor- steinn. Aðspurður um hvort skip- stjórinn væri harður húsbóndi sagði hann það ekki vera í eigin verka- hring að dæma um það. „Ætli ég sé ekki passlega harður við strák- ana. Maður ætlast til að áhöfnin skili sínum vinnubrögðum fag- mannlega hvað varðar gæði og hingað til hef ég ekki getað kvart- að. Samstarfíð gengur prýðilega," sagði Þorsteinn að lokum. Tuttugu og sex manns em um borð og standa þeir sex tíma vaktir. Oddeyrin hf.: Útgerðarfélagið Oddeyrin hf. hefur fest kaup á Þorláki Helga SI 71 frá Siglufirði af útgerðar- félaginu Sædóri hf. Kaupverð er um 40 mil\jónir króna. Skipið er 146 tonna stálskip, smíðað i Noregi árið 1960 og var lengt sjö árum síðar. Það hét áður Búðanes. Oddeyrin hf. var stofnuð fyrir um það bil tveimur ámm af Akur- eyrarbæ, Samheija og K. Jónssyni í kringum kaupin á Oddeyrinni EA sem smíðuð var hjá Slippstöð- inni. Þorsteinn Már Baldvinsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði að skipið yrði afhent fljót- lega eftir mánaðamót. Hann sagði ástæður fyrir kaupunum ýmsar, en fyrst og fremst ætti skipið yfír sæmilegum kvóta að ráða. „Odd- eyrin EA er mjög gott skip, sem við gemm okkur vonir um að geta nýtt enn betur nú eftir að hafa keypt skipið frá Siglufírði. Það hefur þokkalegan kvóta, 650 þorskígildi og 200 tonna rækjuk- vóta og vonast ég til að rekstrar- hagkvæmni verði „nýja“ skipinu best tryggð með því að hafa það bundið við bryggju. Það að sjálf- sögðu fer þó eftir áframhaldandi kvótakerfí, en ég stend í þeirri trú að skipum muni fækka og kvótar verði sameinaðir. Við emm því að Kaupir Þorlák Helga SI á 40 millj. kr. reyna að saftia í sarpinn," sagði Þorsteinn Már. Morgunblaðið/Rúnar Þór Bjarni Kristjánsson nýráðinn forstöðumaður öldrunarþjónustu Akureyrarbæjar. ustuna fellur jafnframt rekstur á tveimur stofnunum, dvalarheimilinu Skjaldarvík og í Hlíð, sem ætti að vera hjúkmnarheimili ásamt ýmiss- konar þjónustu annarri sem fyrir-^ hugað er að koma á fót fyrir aldr- aða. Bjami tók dagvistir aldraðra sem dæmi og þjónustuíbúðir aldr- aðra sem verið er að reisa við Víði- lund. Öldmnarþjónustan var bæjar- sjóði þung byrði í fyrra og nam halli á henni um 30 milljónum ltróna. Bjami sagði að hugsanlega væri búið að tryggja að slíkt kæmi ekki fyrir á ný í eins stómm stfl þar sem búið væri að viðurkenna fleiri rými á Hlíð sem hjúkmnar- lými. Það þýddi að hærri daggjöld yrðu greidd með hveijum þeim ein- staklingi sem þar væri vistaður. Hallinn á Hlíð hefur meðal annars stafað af því 'að þar hefur verið meiri mannafli en vistgjöld hafa leyft, vegna þess að fólk þar hefur verið við verri heilsu heldur en starfsmannahald hefur í raun verið fært að sinna, að sögn Bjama. Hann býst við að taka við starfi öldmnarforstjóra um eða upp úr áramótum og mun hann hafa að- stöðu á dvalarheimilinu Hlíð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.