Morgunblaðið - 20.08.1988, Síða 40

Morgunblaðið - 20.08.1988, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson 12. húsiÖ Lykilorð fyrir 12. húsið eru samvitund mannsins, sálræn tengsl við umhverfið, andleg upplifun, leyndir óvinir, ein- vera, fóm, stofnanir, spítalai- og fangelsi. Það er skylt Fiska- merkinu og Neptúnusi. Skyldleiki við lífiö Tólfta húsið er framhald af því ellefta, en hér tengist maður- inn umhverfinu, ekki í gegnum hugsun og félagsstarf, heldur í gegnum tilfínningar, sál og hjarta. 12. húsið er sálrænt og er táknrænt fyrir síðasta stigið í mannlegum þroska, þegar einstaklingurinn skynjar andlegan skyldleika sinn við lífið. I tólfta húsi töpum við ég-vitund okkar og getum öðl- ast sálræna heimsvitund, þ.e.a.s. svo framarlega sem við þorum að sleppa hendinni af hinni dýrmætu einstaklings- hyggju. Þegar við vinnum óeigingjamt fyrir almannaheill höfum við náð 12. stigi í mann- legum þroska. Samvitund mannsins Tólfta húsið er eitt af sálrænu húsunum þremur og einn liður í þríþættri undirmeðvitund mannsins. Fjórða húsið er per- sónuleg meðvitund, tengist ætt, fjölskyldu og bemsku. Áttunda húsið er félagsleg undirmeðvitund, er táknrænt fyrir þá sálrænu strauma sem skella á okkur frá umhverfínu, sem við verðum vör við en er- um sjaldnast meðvituð um. Tólfta húsið er siðan sam- mannleg undirmeðvitund, þ.e.a.s. innan þjóðfélagsins og mannkynsins em ákveðnir straumar sem hafa áhrif á lif okkar, en em i flestum tilvik- um lítt meðvitaðir. Þeir sem hafa margar plánetur eða eina mikilvæga í tólfta húsi em opnir fyrir þessum áhrifum. ÓmeÖvituð orka Plánetuorka í 12. húsi er oft ómeðvituð. Það er sjálfsagt ekki síst þess vegna sem það er kallað hús leyndra óvina. Orka þar lætur oft illa að stjóm og kemur því aftan að okkur. Við þurfum því að gera sér- stakt átak til að fínna tólfta hús orkuna og tengja hann inn i líf okkar. Fórn ogþjónusta Þegar talað er um fóm og þjónustu og 12. húsið er vísað til þess að skilningur mannsins sem hefur það sterkt er sá að hann og heimurinn em eitt og hið sama. Það er því sjálfsagt að hjálpa öðmm. Það að hjálpa öðmm er um leið ein aðferð tfl að yfirvinna ég-hyggjuna og tengjast lifínu. Andlegmál Ein leið til að upphefja sjálfíð og skilja dýpri rök tilvemnnar er i gegnum andleg mál. Það er þvi svo að margir sem hafa 12. húsið sterkt hafa sterkan áhuga á andlegum málum. í raun má segja að í boðskap margra trúarstefna sé fólginn lykill að leyndardómum þess. Það er þvi ráðlegt fyrir tólfta hús persónuleika að leggja stund á andlega iðkun og einn- ig getur hann miðlað andlegri eða sálrænni orku til annarra, t.d. í gegnum listir eða lækn- ingar. Plánetur í 12. húsi Sól i 12. húsi getur skapað töluverða baráttu milli ein- staklingshyggju og þarfar fyr- ir að tapa henni og vinna fyrir stærri málefni en þau persónu- legu. Ég-ið verður of sterkt og siðan of veikt, það týnist eða er upphafíð. Þegar jafn- vægi ríkir fáum við hins vegar mann sem getur beitt sér af krafti á óeigingjaman hátt að vinnu sem stuðlar að velferð GARPUR GRETTIR UÓSKA --------------;............... ................................................................................. • ': • ! :- • ' • !:: :'"!' ' : .' ' ' t;;;;;;;;;;;;;;^;;;;;;;;;;;-;;;;;;-;;?;;;;;;-:^;-;;;;--;;;;;;:;:;;-;;.........................................................: FERDINAND ::::::::::::::::::::::::::::::: ff??»ffTii!ii :::::::::::::: SMÁFÓLK YE5, MAAM.. 2/z MULTIPLIEP BV 2/2 15 b'/<\ ! HOUI PIP I 6ETTHE AN5WER? Já, kennari... 2’/2 marg- faldað með 2'/2 er 6V4! Hvernig fékk ég svarið? Þetta er ættgengt... Stóri bróðir minn sagði mér það! Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Spilarar kannast við orðtakið „veik spil spilist varlega". Raun- ar er ástæðulaust að brýna fyrir spilurum vandvirkni þegar samningurinn er tæpur — meiri þörf er að vara við flani og óða- goti í traustum spilum. Þá hætt- ir mönnum við að sofna á verðin- um, ekki síst ef útspilið er líka heppilegt: Norður ♦ KG4 V K86432 ♦ A10 ♦ G10 Vestur Austur ♦ 9542 ♦ D87 II ¥AD ♦ KG873 ♦ 9542 ♦ 9754 ♦ A862 Suður ♦ A103 VG10975 ♦ D6 ♦ KD3 Suður opnaði á einu hjarta og norður stökk beint í fjögur. Utspil vesturs var spaðatvistur. Sagnhafi hefur ástæðu til bjartsýni, útspilið fínnur fyrir hann spaðadrottninguna og líklega gefur hann aðeins einn slag á tromp og á laufás. Hugs- anlega einn á tígul. Blindaður af „óbifanleika" samningsins gæti suður byijað á því að fara í trompið. Spilið tapast þá á augabragði þegar austur skiptir yfir í tígul: Vömin á óvart tvo trompslagi og getur sótt sér slag á tígul. Sjái sagnhafí þennan mögu- leika fyrir byrjar hann á því að sækja lauflð. Tilgangurinn er að nýta frumkvæðið til að losna við tígultapara í borðinu. Alls ekki flókið, en kannski óframkvæm- anlegt. Það veltur á því hvaða spaði er látinn úr blindum í fyrsta slag! Það verður að vera gosinn, því ella er ekki samgangur til að henda tígli niður í lauf. Láti sagnhafí sexuna þvingar drottn- ingin út ásinn og þá á blindur hæstu spaðana. Austur dúkkar svo lauf einu sinni og skiptir yfir í tígul. Sagnhafí er þá fros- inn inni í blindum og verður að gefa slag á tígul. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á opnu móti í Oberwart i Aust- urríki í sumar kom þessi staða upp i skák alþjóðlegu meistaranna Klinger, Austurríki, og Kiss, Ung- veijalandi, sem hafði svart og átti leik. 24. — Dgl+! og hvítur varð að gefast upp, þvi hann er mát eftir 25. Bxgl — Hcl. Fjórir skákmenn urðu efstir og jafnir á mótinu með 7V2 vinning af 9 mögulegum, Júgóslavamir Lalic, Cvitan og Damljanovic og Tékkinn Pekarek. Þótt opnu mótunum í Mið-Evrópu fjölgi stöðugt virðist þátttakan einnig aukast um leið. Á hinu árlega móti f V-Berlín, sem nú stendur yfír, hættu mótshaldar- amir að skrá þegar 540 skákmenn voru mættir. annarra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.