Morgunblaðið - 20.08.1988, Page 47
47
í uppeldi á þeim tímum, en þó gekk
hann í barnaskóla í þtjá vetur og
var einn vetur í unglingaskóla. For-
eldrar hans voru vel stæðir á þeirra
tíma mælikvarða og átti hann því
kost á því sem fáum bauðst þá, en
það var að ganga menntaveginn.
Ekkertvarð þó úr framhaldsnámi
og var ástæðan fyrst og fremst sú,
að Þorvaldur óttaðist að færi hann
að heiman til náms mundu rætur
hans í heimahögunum veikjast, en
aldrei gat hann hugsað sér að eiga
heima annars staðar en í Ólafsfirði.
18 ára að aldri hóf Þorvaldur
verslunarstörf hjá útibúi KEA í
Ólafsfirði og síðar hjá Kaupfélagi
Ólafsfjarðar eftir að það var stofn-
að. Við verslunarstörfin var hann á
þriðja áratug en gerðist síðan skrif-
stofumaður hjá Hraðfrystihúsi
ÓlafsQarðar og fleiri fyrirtækjum
um nokkurra ára skeið. Starfsmað-
ur Sparisjóðs ólafsfjarðar varð hann
árið 1962 og vann þar til ársins
1982 er hann hætti störfum að fullu
vegna heilsubrests. Sparisjóðsstjóri
var hann frá 1970 til starfsloka
sinna.
Þorvaldur var umboðsmaður
Brunabótafélags íslands um
margra ára skeið og um tíma var
hann meðeigandi og þátttakandi í
útgerð og fiskverkun.
Hvort sem störf hans voru fá-
brotin eða viðamikil og ábyrgðar-
full einkenndust þau af hógværð
og tillitssemi, því að hann var mik-
ið ljúfmenni og lét betur að gefa
og þjóna en þiggja.
Þótt starfsvettvangur Þorvaldar
væri víður og verkefni ævidagsins
viðamikið og vel af hendi leyst, gaf
hann sér tíma til að sinna ýmsum
áhugamálum sínum.
Hann var mjög virkur félagi í
íþróttahreyfingunni á yngri árum,
var í stjóm íþróttafélagsins og rit-
stjóri félagsblaðs þess.
Slysavamamál voru honum afar
hugleikin og lagði hann sitt af
mörkum til eflingar slysavama.
Hann var einn af stofnendum slysa-
vamadeildar karla í Ólafsfirði og
formaður hennar um árabil.
Leiklistin átti og ítök í honum
og mörg hlutverk lék hann meðan
áhugamannaleiklistin var sem
öflugust hér í firðinum.
Þorvaidur var mikill bókmennta-
unnandi og Ias mikið um dagana.
Hann átti töluvert safn góðra bóka
og þegar frístundir gáfust greip
hann einhveija þeirra og sökkti sér
niður í lesturinn. Hygg ég að þessi
lestur hafi veitt honum verulega
uppörvun og styrk í oft á tíðum
erfiðum störfum hans.
Sjálfur skrifaði hann allnokkuð
bæði bundið mál og óbundið. Sumt
af því birtist í blöðum og tímaritum,
en fæst hefur þó komið fyrir al-
mennings sjónir þótt það eigi þang-
að fullt erindi. Má þar nefna ýmsar
hugrenningar hins lífsreynda og
ljúfa manns um lffið og tilveruna
og minningar um atburði er gerð-
ust í þorpinu hans. Einnig fyöldi
ljóða sem einkenndust af næmleik
á fegurð og lofgjörð um flörðinn
sem var honum svo kær.
Stjómmál voru eitt af áhugasvið-
um Þorvaldar. Á þeim ólgusjó sýndi
hann og hvað í honum bjó. Þrátt
fyrir afskipti sín af þeim, sem með-
al annars fólust í 12 ára setu í
bæjarstjórn og þar af 8 ár sem for-
seti bæjarstjómar Ólafsfjarðar, hef
ég engan fyrirhitt sem ekki ber
honum vel söguna af þeim vett-
vangi.
Oft er talað um pólitíska and-
stæðinga í stjómmálum. Mér er nær
að halda að hann hafi enga slíka
átt, þvílíkur mannkostamaður var
hann.
Öll verk Þorvaldar í atvinnu- og
félagslífi höfðu þann tilgang að efla
byggðarlagið hans, sem hann unni
flestu framar.
Ætla mætti að jafn önnum kaf-
inn maður og Þorvaldur hafi lítinn
tíma átt aflögu handa fjölskyldu
sinni, en það var öðru nær.
Ungur að ámm kynntist hann
Sveinsínu Jónsdóttur. Foreldrar
hennar vom Ólöf Sölvadóttir og Jón
Sveinsson ábúendur í Lónkoti í
Skagafirði. Þau giftust vorið 1938
og héldu upp á gullbrúðkaupið sitt
eftir 50 ára farsælt og hamingjun'kt
hjónaband fjómm mánuðum áður
en hann lést.
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988
Þorvaldur og Sveinsína eignuð-
ust 6 böm: Guðrúnu sem gift er
Hreini Bemharðssyni, Jón Ingvar,
hans kona er Sigrún Jónsdóttir,
Þóm Snjólaugu, sem er gift Guð-
bimi Jakobssyni, Ólöfu, hennar
maður er Kjartan Gústafsson, og
Þorstein Albert, sem er kvæntur
Gunnlaugu Kristjánsdóttur. Eina
dóttur, Þóm Snjólaugu, misstu þau
nokkurra mánaða gamla. Þá ólu
þau upp sýsturson Sveinsínu, Alf
Walderhaug.
Bömum sínum, tengdabömum,
bamabömum og bamabamaböm-
um reyndist Þorvaldur einstaklega
vel.
Þessi kyrrláti maður naut þess
greinilega vel að hafa bamahóp í
kringum sig og faðmurinn hans var
opinn, hlýr og ömggt athvarf, þeg-
ar smáfólkið þarfnast huggunar eða
hvíldar.
Nú er þessi mæti maður allur.
En þótt hann sé horfinn sjónum
okkar, lifir minningin um vænan
mann og vammlausan, sem af
æðmleysi og trúmennsku vann sín
fjölþættu störf.
Megi alfaðir gefa byggðarlaginu
hans sem flesta slíka drengskapar-
menn.
Hreinn Bernharðsson
Andlát Þorvaldar Þorsteinssonar,
fyrrverandi sparisjóðsstjóra í Ólafs-
firði, kom ekki nánustu aðstandend-
um hans og vinum á óvart. Hann
hafði átt við mikla vanheilsu að
stríða um árabil, en fyrir skömmu
kom í ljós við rannsókn að skammt
myndi að bíða endalokanna. Hann
lést á heimili sínu í Ólafsfirði hinn
9. ágúst síðastliðinn þar sem hann
vildi eyða sfðustu stundunum í ná-
vist konu, bama og sinna nánustu
og verður jarðsettur í dag frá Ólafs-
fjarðarkirkju.
Þorvaldur fæddist í Ólafsfirði 4.
september 1916. Þar sleit hann
bamsskónum og vann allan sinn
ævidag. Með honum er genginn
einn þeirra Ólafsfirðinga, sem tóku
virkan þátt í þeirri uppbyggingu,
sem þar hefur átt sér stað og bæj-
arbúar fá nú að njóta.
Foreldrar Þorvaldar vom Snjó-
laug Sigurðardóttir Pálssonar frá
Brimnesi í Ólafsfirði og Þorsteinn
Þorsteinsson Jónssonar. Hann átti
tvær systur og eina fóstursystur.
Jónínu, sem er ekkja, og Kristínu,
gifta Jónmundi Stefánssyni. Þær
em báðar búsettar í Ólafsfirði, en
Gunnlaug Jónsdóttir, systurdóttir
Snjólaugar, gift Gunnari Steindórs-
syni, er búsett í Keflavík.
Árið 1938 gekk Þorvaldur að
eiga eftirlifandi konu sína,
Sveinsínu Jónsdóttur. Hún er dóttir
Ólafar Sölvadóttur og Jóns Sveins-
sonar frá Lónkoti í Sléttuhlíð í
Skagafirði. Þau bjuggu lengst af á
Brekkugötu 7 í Ólafsfirði. Þau eign-
uðust fimm böm: Guðrúnu, sem er
gift Hreini Bemharðssyni, Jón,
hann er kvæntur Sigrúnu Jóns-
dóttur, Þóm, hún er gift Guðbimi
Jakobssyni, Ólöfu, sem er gift
Kjartani Gústafssyni, og Þorstein,
sem er kvæntur Gunnlaugu Kristj-
ánsdóttur. Þau misstu nýfædda
dóttur, Þóm, árið 1940 og tóku í
fóstur systurson Sveinsínu, Alf
Walderhaug.
Skólaganga Þorvaldar var ekki
löng. Hann gekk þrjú ár I bama-
skóla og eitt ár í gagnfræðaskóla.
Hann aflaði sér samt mikillar
menntunar með sjálfsnámi og lestri,
sem kom honum ekki síður að gagni
í starfi en skólaganga.
Hann hóf störf við útibú KEA í
Ólafsfirði árið 1934 og vann sfðar
hjá Kaupfélagi Ólafsfjarðar, sam-
tals í 23 ár. Þá gerðist hann bók-
ari hjá Verzlun Brynjólfs Sveinsson-
ar, Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar^ og
Söltunarfélagi Ólafsflarðar. Árið
1962 tók hann til starfa hjá Spari-
sjóði Ólafsfjarðar og var sparisjóðs-
stjóri frá 1970 til 1982, en þá varð
hann að láta af störfum vegna
heilsubrests.
Þorvaldur tók virkan þátt í at-
vinnulífinu í byggðarlaginu. Hann
rak um árabil fiskverkun með Sig-
urði Jóhannessyni og var meðeig-
andi í útgerðarfyrirtækjum og var
lengi umboðsmaður Branabótafé-
lags íslands. Hann vann auk þess
mikið félagsmálastarf. Á yngri
ámm var hann í stjóm íþróttafé-
lagsins og ritstýrði félagsblaði, sem
þá var gefið út. Hann steig á fjalirn-
ar með leikfélaginu og var einn af
stofnendum Slysavamadeildar
karla og formaður hennar í 10 ár
og þess starfs minntist hann með
sérstakri ánægju. Hann var um
skeið formaður sjálfstæðisfélags
Ólafsfjarðar og ritstýrði ásamt
Baldvini Tryggvasyni, núverandi
sparisjóðsstjóra í Reykjavík, blaði
félagsins, Ólafsfirðingi. Hann vann
síðast en ekki síst mikið starf að
bæjarmálum. Hann sat í bæjar-
stjóm Ólafsfjarðar í 12 ár
(1950—62) og var forseti bæjar-
stjómar í 8 ár, auk þess sem hann
sat í fjölmörgum nefndum.
Þorvaldur var víðlesinn maður.
Hann fylgdist grannt með þjóðmál-
um og menningarmálum. Hann var
skáldmæltur vel og skrifaði lipurt
og kjamyrt. mál. Ljóð og greinar
eftir hann birtust í blöðum og tíma-
ritum, m.a. lýðveldishátíðarljóð,
sem birtist í Ólafsfirðingi á sínum
tíma og sum ljóða hans og texta
þekkja eldri Ólafsfirðingar vel.
Hann réðst þó aldrei í bókaútgáfu,
enda hógværð og hlédrægni rikir
þættir í skapgerð hans.
Þorvaldur Þorsteinsson var fjöl-
hæfur og afkastadrjúgur, eins og
störf hans bera vitni um. Hann var
drenglundaður maður svo af bar
og fengu meðbræður hans og sam-
starfsmenn oft að njóta þess. Leiftr-
andi kimni hans var hlý og notaleg
og yfir látbragði hans einhver yfir-
veguð reisn, sem erfitt er að lýsa
en löðuðu menn að honum, háa sem
lága.
Þorvaldur átti sér þann draum
að sjá Ólafsfjörð eflast og dafha
og hann lá svo sannarlega ekki á
liði sínu svo að sá draumur mætti
verða að vemleika.
Mikill harmur er kveðinn að eig-
inkonu, bömum, bamabömum og
öðmm aðstandendum við fráfall
Þorvaldar. Við Rúna sendum þeim
innilegar samúðarkveðjur. Við biðj-
um Guð að blessa okkur öllum
minningu Þórvaldar Þorsteinsson-
ar.
Lárus Jónsson
Ég kom tvívfgður prestur til
Ólafsíjarðar, gekk þar um götur
og virti fyrir mér hús og fyrirtæki.
Ég átti erindi í Sparisjóðinn og
hugði að hann yrði fljótlega á vegi
mínum. En Sparisjóðinn fann ég
ekki og þar kom að ég varð spyija
vegar. Var mér þá vísað á hús félag-
anna við Félagastíginn. Gott hús
þótt gamalt væri með fallegum
tijám sunnan undir en ekki varð
séð fyrir ókunnugan að þar væri
bankastofnun til húsa. Dymar vom
þó merktar og sást þegar að var
komið: Sparisjóður OlafsQarðar
stofnsettur 1914. Innan dyra fann
ég að stofnunin var komin til ára
sinna og fátt var þar með nýlegu
yfirbragði. Sparisjóðsstjórinn var
sjálfur við afgreiðslustörf og féll
að sínu umhverfi. Gjörsamlega yfir-
lætislaus og hlýr maður sem gekk
til allra hversdagsverka með hljóð-
látu fasi þess manns sem ekki
þurfti neinnar auglýsingar við. Yfir
öllu var kyrrt og virðulegt yfirbragð
og gilti það jafnt um starfsfólk og
viðskiptavini. Ég man ekki til þess
að nokkmm dytti í hug að koma
þar inn með hávaða enda hefði það
lítt tjóað því hávaða var ekki fyrir
Kransar, krossar
w ogkistuskreytingar. w
* Sendum um allt land.
GLÆSIBLÓMIÐ
GLÆSIBÆ,
Álfhcimum 74. sími 84200
að fara í Sparisjóði Ólafsfjarðar.
Þangað var öllum gott að koma.
Húsum réð Þorvaldur Þorsteins-
son, eftirminnilegur samferðamað-
ur. Hann var einstaklega trúr sinni
hugsjón. Hún mótaði allt hans far
og ákvarðanir. Þar var aldrei vikið
frá stefnunni. Hugsjónin var þjón-
usta við fólkið og byggðina. Þar
var ein undirstaðan heilbrigður
vöxtur atvinnulífsins og nýrra skil-
yrða fyrir gott mannlíf. Þorvaldur
skynjaði einmitt þarfir fólks og
byggðar og var þar svo næmur að
heildaryfirlitið var jafnan kórrétt.
Sparisjóðsstjórinn fór höndum um
slagæðina og þekkti púlsinn. Hann
fylgdi sinni eigin útlánastefnu sem
á stundum virtist á snið við við-
teknar venjur. Hann taldi rétt að
lána þeim sem þurftu á peningum
að halda. Ekki er mér kunnugt um
að Sparisjóðurinn hafi nokkm sinni
tapað á þessari stefnu. Það hafðist
inn með hægðinni enda vildi lítil-
magninn ógjaman bregðast trausti
Þorvaldar og líklegast oft ekkert
síður þungt hjá þeim er meira töld-
ust eiga undir sér.
Uppbyggingarsaga Ólafsfjarðar
er mikil hugsjónasaga. Það var
seigla nánast þijóska og áræði í
senn. Margir hjallar urðu torsóttir
en allir lögðu lið með sínum hætti.
Fjöldi mætra manna er nú genginn
og var Þorvaldur einn þeirra. Virk-
ur í félagslífi m.a. Slysavamafé-
lagsins og Sjálfstæðisfélagsins og
sat í bæjarstjóm í 12 ár. Á stundum
aðili að útgerð, ekki hvað síst ef
honum þótti við þurfa og hallast á
í atvinnumálum.
Það var gæfa Ólafsfjarðar að
eiga slíka ósérhlífna dugnaðarmenn
sem aldrei gáfust upp og einnig að
þótt skoðanir væm skiptar eins og
gengur þá gátu þeir staðið saman
ef á þurfti að halda og hagur byggð-
arlagsins vai- annars vegar. Þannig
var Þorvaldur og vissi ég ekki ann-
að en menn úr öllum stjómmála-
flokkum bæm til hans fullt traust.
Að mínu viti var einnig mikilvægt
að standa vörð um Sparisjóðinn og
halda honum heima og missa hann
ekki inn í bankakerfið. Það er hins
vegar ekki öllum hent að axla
ábyrgð sparisjóðsstjóra í litlu
byggðarlagi þar sem allir þekkja
alla og oft þarf að taka tillit til
ólíkra sjónarmiða og sigla milli
skers og bám. Þann veg fetaði
Þorvaldur án þess að fatast og var
þar til hjálpar ögun hans og rétt-
sýni og svo hve gætinn hann var í
orðum og fámáll. En augu hans
gátu leiftrað og kímnin logað
græskulaus á góðri stund og at-
hugasemdir skotist fram áður en
nokkur maður vissi svo skarpar og
vitrar að geymt var en ekki gleymt.
Þú fjárfestir vart í betri bók heyr-
ist um ljósvakann. Þorvaldur Þor-
steinsson átti nafn sitt ritað í lífsins
bók. Trúaður maður gætinn og
grandvar. Hafi hann átt íjársjóð er
það helst sá sem hvorki mölur né
ryð fær grandað. Guð blessi minn-
ingu hans og ástvini, Qörðinn sem
hann elskaði og mannlífið þar. í
fírðinum vildi hann kveðja og deyja.
Hann var sáttur og ieit með stolti
yfir byggðina. Breytingin er mikil
frá hafnleysu og torfæmm sam-
göngum. Mörg gleði og þakkarefni.
Sterk og samhent fjölskylda og jöfn
og styrk uppbygging á flestum svið-
um í bænum. Enginn villist lengur
á Sparisjóði Ólafsfjarðar og vaxtar-
broddar em víða. Togaramir orðnir
fjórir, allt vel rekin aflaskip. Stór-
virk tæki stynja í Múlanum. Þegar
skum brotnar af eggi blasir ný
veröld við. Nú skal haldið fram til
nýrra átaka og afreka.
Úlfar Guðmundsson
Sérblað
á miðvikudögum
Hvaðerí s
blaöinu? ?'
*S; /
VORFEHÐ
REIÐHJOL
tyrtr mttm tjölstcytduna,
FALKINN
Myndasögur, þrautir og efni
frá börnum.
Auglýsingar í barnablaðið
þurfa að hafa borist
auglýsingadeild fyrir
kl. 17.00. áföstudögum.
- bUjé allra landsmanna