Morgunblaðið - 20.08.1988, Page 48

Morgunblaðið - 20.08.1988, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988 fclk í fréttum Fjölskyldurnar tvær bíða eftir niðurstöðum blóðprófa. Yolanda, til vinstri, með Önnu (ekki hennar rétta barn) og Cleide með Lucilene litiu. ■■ ' SUÐUR AMERÍKA Börnunum var ruglað við fæðingu Mæðurnar höfðu annast dætur sínar í þeirri trú að þær væru þeirra eigin börn. Ekki fyrr en eftir tæp þrjú ár voru mistökin leiðrétt. Hvít móðir, Yolanda Longhinis að nafni, ól upp barn af dökku kyni en dökk kona ól upp hvítt bam. Yolanda Longhini segir svo: „Eg þurfti ekkert „sjötta" skyn til þess að finna að þetta barn sem ég ól upp var ekki mitt eigið. Þegar ég kom með hana heim af spítalan- um var hún með ljósa húð eins og við en þegar hún var sex mánaða gömul fór húð hennar að dökkna." Yolanda segir ennfremur: Ég elsk- aði þetta bam óumræðilega mikið, en hjarta mitt stöðvaðist ef ég vog- aði mér að hugsa þá hugsun til enda að kannski væri bamið, sem ég hafði borið undir belti, hjá ann- arri konu.“ Eiginmaður Yolöndu, Sebastiao, rannsakaði sjálfur málið í heilt ár, án þess að fá nokkra hjálp frá sjúkrahúsinu þar sem bömin voru fædd. Stjórn spítalans neitaði því að slíkur mglingur gæti hafa átt sér stað. Að lokum, í mars 1987, gaf hjúkrunarkona ein honum upp nafn konu sem átt hefði sömu nótt og kona hans, í mars árið 1985. Hann heimsótti þessa konu sem hét Cleide og var brasilísk og var hann strax fullviss um að þarna væri hans rétta bam. Cleide taldi hann vera vitskertan því fram að þeim tíma fannst henni ekkert athugavert við ljósa húð barn síns þar sem bamsfaðir henn- ar var ljós á hömnd. Þó hafði hún fengið efasemdir um að hún ætti barnið. Þá var stúlkan tíu mánaða gömul og hún hafði leitt þær efa- semdir strax hjá sér. „Þegar Se- bastiao fór var undarlegur hrollur í mér. Ég þrýsti barninu að mér. Ætlaði náunginn að stela frá mér baminu? Hvað ef hann hafði rétt fyrir sér? Skömmu síðar bauð Ijonghinis fjölskyldan henni og dótturinni að flytja til þeirra, en hún neitaði og leitaði til lögfræðings. Rannsóknir, svo og blóðpmfur, leíddu sannleik- ann í ljós. Vöggur bamanna höfðu verið merktar mæðmnum en ekki bömin sjálf, eins og tíðast er, og vom mistökin af þeim sökum. Þeim var gert að skipta litlu stúlkunum sem vom þá rétt innan við þriggja ára gamlar. Þær höfðu alist upp hjá röngum foreldmm í tæp þijú ár, og var skilnaðurinn ekki neinum léttbær. „Þessi hræðilegu mistök hafa loks venð leiðrétt. Eg græt enn vegna Onnu“ segir Yolanda, „en nú vil ég bara bæta upp þessi þijú glötuðu ár með minni eigin dóttur." m Lucilene hjá réttu móður sinni, eftir dómsúrskurð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.