Morgunblaðið - 20.08.1988, Síða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988
„Og bú Seg'ir cá> hjóli& bitt hofi’
v&ri(?5 hlftkkjáb viÓ "
Það er sama hvert farið
er. Alltaf eru mánudag-
amir jafn ömurlegir ...
Með
morgunkaffínu
Eg vona að mér hafi tekist
að sannfæra þig að maður
getur gert það sem maður
vill!...
HÖGNI HREKKVÍSI
Góð þjónusta á Reykj avíkurflugvelli
TilVelvakanda.
Ég er einn af þeim fjölmörgu
mönnum, er hafa flutt af lands-
byggðinni til Reykjavíkur. Þar af
leiðandi hitti maður gamla sveit-
unga sína allt of sjaldan. Þó er sá
staður til í Reykjavík, sem maður
getur alltaf átt von á að hitta kunn-
ingja sína utan af landsbyggðinni.
Staður þessi er við afgreiðslu
innanlandsflugs Flugleiða á
Reykjavíkurflugvelli í Skeijafírði.
Þama um flugvöllinn er alltaf mik-
il umferð fólks, nánast alla daga
ársins, frá morgni til kvölds. Þama
er mjög snyrtileg kaffitería með
sjálfsafgreiðslufyrirkohiulagi. Kaff-
ið er þar gott, brauðið gimilegt á
að líta og kökumar margar hveijar
heimabakaðar eins og hjá mömmu.
Þangað er gott að koma, sitja í
rólegheitum, virða fyrir sér fjöl-
skrúðugt mannlífíð og njóta góðra
veitinga. Þama er líka hægt að sitja
í ró og næði, án þess að þurfa að
hlusta á einhvem glymskratta eða
því um líkt, eins og svo víða annars
staðar.
Afgreiðslufólkið hjá Flugleiðum
er að mínu mati til fyrirmyndar
hvað kurteisi og almennilegheit
varðar. Oft verð ég vár við, að far-
þegar eru fullir kvíða vegna vænt-
anlegs flugs, eða em alltof seinir á
völlinn o g eru með hávaða og óþarfa
aðfínningar við afgreiðslufólkið.
Ráðlegging mín til ferðalanga er
sú, að mæta tímanlega og halda á
braut í yfirveguðu og góðu skapi.
Það gerir ferðina miklu ánægju-
legri.
Með þökk fyrir birtinguna,
Fyrrverandi dreifbýlingur.
Yeðráttan veldur gróðureyðingn
Til Velvakanda.
Mikið er talað og skrifað um
gróðureyðingu og ofbeit á landinu
okkar og helst hefur mér heyrst,
að sauðkindinni sé um það kennt.
Ég álít að það sé ekki rétt. Það er
veðráttan sem á mestan þátt í eyð-
ingunni. Þegar er þurrviðri og
stormur, þá spænist upp mold og
sandur og þannig myndast auðnin.
En nú er farið að græða upp
þessi landsvæði með áburði og fræj-
um, og er það af hinu góða. Ég
mjmdi vilja hafa húsdýraáburð með,
eins og til dæmis hrossaskít. Hann
er léttur í meðferð ef hann er þurr,
og hægt væri að blanda verk-
smiðjuáburðinn og grasfræið með
honum. Þá fengist svolítil binding
í jarðveginn og hann greri fyrr upp.
Þetta er frumskilyrði þess, að
mögulegt verði að græða landið
sæmilega upp. Það má græða alla
sanda og moldarbörð og ef reynt
er sá eins snemma á vorinu og
hægt er, þá sæist góður árangur
fljótlega.
Ingimundur Sæmundsson.
Víkverji skrifar
Sá Víkveiji, sem hér situr við
skjá, lagði leið sína til Siglu-
fjarðar fyrir rúmri viku. Þá fögnuðu
Siglfírðingar 70 ára kaupstaðaraf-
mæli og 170 ára verzlunarafmæli
bæjarins.
Mikið var um dýrðir. Og bærinn
hafði breytzt. Götur malbikaðar.
Hús máluð. Lóðir lagfærðar og
skrýddar gróðri. Bæjarbúar hafa
að þessu leyti búið sér annað og
betra umhverfí.
Ytri rammi byggðarlagsins var
þó sá sami og fyrr. Fjallahringurinn
þrengir enn að byggðinni — en gleð-
ur augu og skapar skjól. Hann
umlykur fjörðinn á þijá vegu. Siglu-
nes lokar honum ■*- að hluta til —
í norður. Þannig hefur forsjónin
búið sæfarendum lífhöfn á ströndu
hins yzta hafs.
Sá galli er þó á gjöf Njarðar að
svipur sfldaráranna er að dijúgum
hluta horfinn. Gamlar sfldarbryggj-
ur eru úr sögunni. Þær vóru lasnar
og lúnar orðnar, hættulegar taldar
og því rifnar. Sama má segja um
„síldarbrakkana", íveruhús söltun-
arfólksins. Og mörg gamalkunn hús
á eyrinni, er geymdu gengna sögu.
Siglufjörður er áfram fagur bær,
jafnvel fegurri en áður, en hann er
ekki samur og fyrr.
XXX
Afmælishátíð Siglfírðinga stóð
í heila viku. Hún teygði dag-
skrá sína langt út fyrir hinar ný-
malbikuðu götur íbúðahverfanna.
Hún fór að hluta til fram við rætur
Hólshymu, fjalldrottningar fjarðar-
ins, þar sem víðlendu Hólstúninu
hefur verið breytt í íþrótta-fólk-
vang. Hún fór fram í Héðinsfirði,
þar sem silungur leikur enn í sjó
og vatni, þó að byggð þar heyri
fortíð til. Hún fór fram á Siglu-
nesi, þar sem hinn fyrsti Siglfirðing-
ur, Þormóður rammi, settist að.
Hún fór fram í Hvanneyrarskál þar
sem séra Vigfús Þór Ámason mess-
aði á grænum grundum, þar sem
sjómenn og síldarstúlkur deildu
rómantík fyrr á tíð. Hún fór fram
á hafi úti (sjóstangaveiði), þeim
gjöfula en á stundum mannskæða
bakgrunni sjávarplássanna.
Ekki gleymdu Siglfírðingar sögu
sinni. í ráðhúsi þeirra var málverka-
sýning eldri og yngri meistara, sem
fest höfðu síldarævintýrið og Siglu-
fjörð á striga. í húsi Slysavamafé-
lagsins var ljósmyndasýning, tengd
sfld og sjósókn margra áratuga, þar
sem gömul vinnutæki vóru einnig
til skrauts og fræðslu. í grunnskól-
anum var „sögusýning", þar sem
nemendur og kennarar settu fram
sögu bæjarins í myndum og mun-
um. Hver sýningarbás „fjallaði um“
10 ár í sögu Siglufjarðarkaupstað-
ar.
XXX
Heimsókn forseta íslands, frú
Vigdísar Finnbogadóttur, var
hápunktur hátíðahaldanna. Hún
talaði meðal annars við hátíðardag-
skrá í Siglufjarðarkirkju — beint inn
í hjörtu áheyrenda. Þar fór ekki
„aðeins" þjóðhöfðingi, sem mikil
sæmd er að, heldur einstaklingur
sem gjörþekkti sveitarfélagið, sem
hún var stödd í, sögu þess og um-
hverfi.
Það vakti annars athygli hve
sóknarpresturinn, séra Vigfús Þór
Ámason, og Siglufjarðarkirkja,
vóru virk og „lifandi" í þessu há-
tíðarhaldi — og eru virk í hvunn-
degi staðarins. Kirkjunni er og ein-
staklega vel við haldið — og gluggar
hennar fagursteindir. Á kirkjulofti
er stórt og vel skipulagt safnaðar-
heimili. Lyfta er í kirkjunni sem
eldra fólk notar gjarnan. Það er ljóst
að Siglfírðingar hugsa vel um kirkju
sína. Það fer heldur ekki fram hjá
gestkomandi að þeir búa að harð-
duglegum og hlýjum sóknarpresti.
Já, síldin er að vísu horfín. En
Siglufjörður er enn á sínum stað —
hress að vanda.