Morgunblaðið - 25.08.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.08.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1988 l Eggjaverð hefur hækk- að um 60% frá - segja Neytendasamtökin VERÐ á eggjum hefur hækkað um 59,9% frá 1. apríl síðastliðn- um, að sögn Jóhannesar Gunn- arssonar formanns Neytenda- samtakanna. Samtökin segja að eggjaframleiðendur hafi haft ólöglegt samráð um verðlagn- Slasaðist á skeUinöðru ÖKUMAÐUR skellinöðru var fluttur á slysadeild eftir að sendibifreið var ekið i veg fyrir hann á Skútuvogi á fimmta tímanumí gær. Pilturinn var ekki talinn í lífshættu en áreksturinn mun hafa verið talsvert harður. ingu á eggjum frá þvi i nóvem- ber siðastliðnum og hafa kært það til verðlagsyfirvalda. Georg Olafsson, verðlagsstjóri, sagði i samtali við Morgunblaðið í gær að hann teldi það rétt þjá Neyt- endasamtökunum að verð á eggjum hefði hækkað um 60% frá 1. aprfl og að eggjaframleið- endur virtust hafa haft samráð um verðlagninguna. Hann hefði þvi kallað formann Félags eg- gjaframleiðenda á sinn fund i dag. „Það er þvættingur hjá Neyten- dasamtökunum að verð á eggjum hafí hækkað um 60% frá 1. apríl,“ sagði Einar Eiríksson formaður Félags eggjaframleiðenda í sam- tali við Morgunblaðið. „Eggjaverð- ið hefur einungis hækkað um 37% frá því í byijun febrúar til þessa 1. apríl dags. Starfsmaður Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins framreiknaði fyrir okkur verðlagsgrundvöll á eggjum um miðjan þennan mánuð og grundvöllurinn hækkaði þá um 14,6%. Hins vegar hafa ekki allir eggjaframleiðendur hækkað verð á eggjum í ágúst um þessi 14,6%, enda þótt verð á fóðurvörum hafi snarhækkað á undanfömum vik- um. Ég kannast því ekki við að eggj aframleiðendur hafí haft sam- ráð um verðlagningu á eggjum. Eggjaverðið var orðið mjög lágt í nóvember í fyrra en hefur síðan hækkað smám saman. Verðlags- grundvallarverð hefur hins vegar ekki náðst á þessu ári fyrr en nú. Fyrsta febrúar síðastliðinn báðum við um opinbera verðskráningu á eggjum en það bólar ekkert á henni ennþá og ég veit ekki hvers vegna dregist hefur að koma henni á,“ sagði Einar Eiríksson. VEÐUR IDAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands á veðurspá kl. 16.16 I gær) VEÐURHORFUR ÍDAG, 25. ÁGÚST1988 YFIRLIT í QÆR: Um 300 km suðsuðaustur af Hornafirði er 978 mb lægð á hreyfingu austur og dálítið lægðardrag við strönd Græn- lands, vestur af íslandi, þokast suðaustur. Heldur kólnar í veðri. SPÁ: Fremur hæg norðlæg átt. Bjart veður og 10—14 stiga hiti sunnanlands og vestan, en víða þokuloft eða dálítil rigning og öllu svalara á Norðausturlandi og við norðurströndina. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG: Norðaustanátt, nokkuð hvöss vestast á landinu, en hægari austanlands. Rigníng og 6—9 stiga hiti norðan- lands, en skúrir og 9—12 stiga hiti sunnanlands. HORFUR A LAUGARDAG: Nokkuð hvöss norðanátt og kólnandi. Víða rigning norðanlands en bjart veður syðra. TÁKN: / Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- -f o Hitastig: 10 gráður á Celsius '(((()' Heiðskirt stefnu og fjaðrírnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. •t> *D> III Skúrir Él Léttskýjað / / / / / / / Rigning Þoka Hál,skýjað / / / * / * 5 5 Þokumóða Súld IfÍÍí) Sk^að / * / * Slydda / * / oo 4 Mistur Skafrenningur ||§! Al8kýiað * * * * Snjókoma * * * . R Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hhl veður Akureyri 9 skýjað Reykjavlk 11 Mttekýjað Bergen 16 skýjaó Helsinki 16 rigning Kaupmannah. 15 rigning Naresarssuaq 8 heiðskírt Nuuk 5 Þoka Ósló 17 skýjað Stokkhólmur 14 skúr Þórshöfn 11 alskýjað Algarve 17 heiðskírt Amsterdam 15 rígning Barcelona 25 léttskýjað Chicago 16 heiðskírt Feneyjar 23 skýjað Frankfurt 20 skýjað Glasgow 15 skúr Hamborg 18 skýjað Las Palmas 25 skýjað London 19 skýjað Los Angeles 21 skýjað Lúxemborg 18 skýjað Madríd 28 heiðskfrt Malaga 28 heiðskfrt Mallorca 28 heiðskírt Montreal 18 rignlng New York 19 rignlng París 20 skýjað Róm 26 lóttskýjað San Diego 20 léttskýjað Winnlpeg 11 heiðskfrt Morgunblaðið/BAR Geitungabú (Dolichovesp- ula norvegiæ).Á innfelldu myndinni er geitungurinn Vespula vulgaris L. Drottning fundin i gei- tungabúi i Reykjavík 1978. Geitungar finnast nú víða í Reykjavík GEITUNGAR hafa sést víða um bæinn undanfarið, en að sögn Erlings Ólafssonar, skordýra- fræðings hjá Náttúrufræði- stofnun, er nú sá timi árs sem geitungar verða hvað mest áberandi, þar sem los er komið á búskapinn og þernurnar farn- ar að rása um enda hlutverki þeirra að mestu lokið. Þijú geitungabú hafa fundist i Reykjavík i sumar og hefur tveimur þegar verið eytt. Geitunganna hefur enn sem komið er orðið vart í miðbænum kringum Hallærisplanið, í Laugar- neshverfí og Sundum, í Árbæjar- hverfí og einnig hafa þeir sést í Hafnarfírði og á Selfossi. Að sögn Erlings eru stöðugt að berast upplýsingar um geitunga og sagði hann að á næstu tveimur vikum kæmi í Ijós hver útbreiðsla þeirra væri. Allar upplýsingar um út- breiðslu geitunga væru vel þegn- ar, en ekkert er hægt að gera til að losna við þá nema bú finnist. „Um tíu ár eru síðan geitungar fóru að sjást hér á landi. Þeir hafa lengi slæðst hingað, en ekki náð að nema hér land. Með aukn- um skipaferðum hafa drottningar borist hingað seinni part vetrar eða á vorin og nú virðist geitung- urinn hafa náð að festa sig hér í sessi og verður ekki lengur kennt um góðviðrinu,“ sagði Erling. Þijár tegundir geitunga hafa fundist hér á landi og er sú al- gengasta meinlausust, en tegund- imar eru það svipaðar að fólk getúr ekki sjálft þekkt þær í sund- ur. Geitungar geta stungið, en stungan er ekki hættuleg þó hún geti valdið eymslum og ónotum. Geitungabú þykja yfírleitt ekki æskileg nærri híbýlum manna og hefur Náttúrufræðistofnun séð um að fjarlægja þau. Eru þau þá ýmist tekin burtu að næturlagi eða notað eitur ef ekki er hægt að ná til þeirra. Gagnlegur fundur - segja rækjuverkendur um fund með sjávarútvegsráðherra RÆKJUVERKENDUR funduðu I gær með Halldóri Ásgrímssyni Horfur á stórlöxum næstasumar LAXVEIÐI hefur verið mjög góð það sem af er og metveiði í sum- um ám vestanlands. Heimtur á eins árs fiski eða seiðum sem gengu í sjó í fyrravor hafa verið ny’ðg góðar, að sögn Sigurðar Guðjónssonar, fiskifræðings hjá Veiðimálastofnun, og það bendir til þess að heimtur á tveggja ára fiski næsta ár verði einnig góðar. Sigurður sagði að árið væri mjög gott laxveiðiár, sérstaklega á Vest- urlandi, en í ám þar væru meiri smálaxastofnar en norðanlands, þar sem stærra hlutfall af fískinum skilaði sér tveggja ára. Því mætti búast við að ár á Norðurlandi blómstruðu á næsta ári. Þegar væru nokkrar ár búnar að slá fyrri met, eins og Laxá í Kjós og Leir- vogsá, og skammt væri í metið í Elliðaánum. sjávarútvegsráðnerra um vanda greinarinnar. „Þetta var gagn- legur fundur en enginn loka- punktur í þessari baráttu," sagði Eirikur Böðvarsson, stjórnar- maður i Félagi Rækjuvinnslu- stöðva. „Við bjuggumst heldur ekki við þvi að ganga þaðan út með inneignina úr verðjöfnunar- sjóði í vasanum." „Menn skiptust á skoðunum og ráðherrann er vel upplýstur um okkar vanda, sem við teljum að sé af öðrum toga en þjá öðrum grein- um. Það sem við höfum verið að reyna að koma mönnum í skilning um er það að við höfum aldrei feng- ið að i\jótá góðæris," sagði Eiríkur. Eiríkur sagði að það væri rækju- verkendum vonbrigði að ekki skuli tekið sérstaklega á vanda rækju- vinnslunnar í þeim efnahagsráð- stöfunum sem nú eru á döfinni. „Vandi greinarinnar er sérstakur og til kominn vegna þessara óréttl- átu eingreiðslna í verðjöfnunarsjóð. Ef sjóðurinn verður leystur upp, þá er aðeins tekið það fé sem greinin hefur safnað sér til að nýta í erfíð- um árum, það er ekki verið að taka þessa peninga frá einum eða nein- um,“ sagði Eiríkur Böðvarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.