Morgunblaðið - 25.08.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.08.1988, Blaðsíða 25
MÓRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1988 25 Deilurnar um Angólu og Namibíu: Friðarviðræð- ur hefjast á ný Fulltrúar SWAPO-skæruliða í Nam- ibíu viðstaddir í fyrsta sinn Brazzaville. Reuter. SUÐUR-Afríkumenn, An- gólabúar og Kúbverjar tóku í gær aftur upp þráðinn í viðræð- um ríkjanna um frið í Angólu og sjáifstæði Namibíu, sem nú er undir yfirráðum Suður- Afríku. Einnig verður rætt um brottflutning kúbverskra her- manna frá Angólu. Viðræðumar fara fram í Afrik- uríkinu Brazzaville-Kongó. Full- trúar frá Sameinuðu þjóðunum og helsti sérfræðingur Sovétríkjanna í málefnum suðurhluta Afríku, Vladlín Vasev, munu einnig verða viðstaddir viðræðumar. Það var Bandaríkjastjóm, sem átti frum- kvæði að því að viðræðumar hóf- ust. Fulltrúar frelsishreyfíngar Namibíumanna, SWAPO, munu nú í fyrsta sinn fylgjast með við- ræðunum en þeir vilja þó ekki taka beinan þátt í þeim fyrr en búið er að samþykkja formlega áætlun SÞ um frið á svæðinu og sjálf- stæði Namibíu. Suður-afrískur fulltrúi var bjartsýnn á árangur viðræðnanna. „Menn eru famir að átta sig á þvl að þetta eru raunhæfar viðræður," sagði hann. Á fyrri viðræðufundi samningsaðilanna í Genf í þessum mánuði samþykktu Suður-Afríku- menn að veita Namibíu sjálfstæði gegn því að búðir suður-afrískra skæruliða I Angólu yrðu lagðar niður og Kúbvetjar færu með her sinn á brott en þeir hafa stutt Angólu-stjóm með 50 þúsund manna liði gegn skæruliðahreyf- ingunni UNITA. Bandaríkin: Viðskipta- hallinn minnkar Washington. Reuter. BANDARÍSKA viðskiptaráðu- neytið skýrði frá því í gær að viðskiptahallinn í Bandaríkjun- um hefði ekki verið eins lítill í þrjú ár. Viðskiptahallinn á öðrum ársfjórðungi þessa árs hefði numið 29.94 milh'örðum dala, miðað við 35.18 milljarða dala á fyrsta ársfjórðunginum. Útflutningur jókst og innflutn- ingur minnkaði á öðmm ársfjórð- ingnum, að sögn talsmanns við- skiptaráðuneytisins. Lágt gengi dollars hefur valdið því að útflutn- ingurinn hefur aldrei verið meiri, um leið og dregið hefur úr innflutn- ingnum þar sem verð á innfluttum vamingi hefur hækkað. Efnahags- sérfræðingar telja að viðskiptahall- inn muni halda áfram að minnka út þetta ár. Reuter Perez de Cuellará Kýpur Javier Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri Sam- " Vassiliou og Denktash lýstu yfir vilja til að leysa einuðu þjóðanna, sagði á blaðamannafundi í deiluna um yfirráð á Kýpur fyrir 1. júní 1989. Genf í gær að viðræður deiluaðila á Kýpur hæf- Eyjan hefur verið tvískipt frá því að tyrkneskur ust 15. september næstkomandi. De Cuellar her lagði undir sig norðurhluta eyjunnar árið ræddi í gær við Georges Vassiliou, forseta Kýp- 1974. Fundurinn i Genf er fyrsti fundur leiðtoga ur, og Rauf Denktash, leiðtoga Kýpur-Tyrlg'a. Kýpur-Grikkja og Kýpur-Tyrkja i þijú ár. NÚ EDA ALDREI... SPORTBÍLL OG SPÍTTBÁTUR ERLENT VIÐ TÖKUM GÓÐA NOTAÐA BÍLA UPP í KAUPVERÐIÐ. Við eigum ennþá nokkra bíla á þessu frábæra tilboðsverði, kr. 669.500- (hann kostaði áður 748.000-) Samkvæmt gengisskráningu 5. júlí 1988. Khoivda HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.