Morgunblaðið - 25.08.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.08.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1988 Martha Ernstdóttlr. ÍÞRÚmR FOLK ■ MARTHA Ernstdóttir úr ÍR setti nýtt íslandsmet í hálfmaraþoni í Reykjavíkur maraþoninu sl. sunnudag. Hún hljóp á 1:18,36 klst. en gamla metið var 1:20,40. Vindur var óhagstæður fyrir þá sem hlupu maraþon og hálfmaraþon á sunnu- daginn og voru þvi flestir nokkuð frá sínu besta. Þess er árangur Mörthu athyglisverðari. Martha keppir næst í 5.000 m hlaupi á sterku móti í Köln í Vestur-Þýska- landi 3. september nk. Mun hún þar reyna að bæta íslandsmet Lilju Guðmundóttur, sem er 16:36,98 mín. ■ FLUGFÉLAGIÐ SAS gefur vinningana í happdrætti það sem verður í sambandi við „pakkamiða" á Evrópuleiki Vals og Fram. Hér er um að ræða tvær ferðir fyrir tvo til Bankok, með hóteli. Verð- mæti ferðar fyrir tvo er 400 þús. kr. Þetta er mjög rausnaleg gjöf ^ frá SAS. ■ FRANZ Beckenbauer hefur valið fimm nýja leikmenn fyrir landsleik Vestur Þjóðverja og Finna, sem fram fer í næstu viku. Þessir leikmenn eru: Holger Fach, vamarmaður, miðvallarleikmenn- imir Thomas Haessler og Guenter Hermann, og miðframheijinn Karl Heinz Riedle. Þá bætist Libero Gunnar Sauer einnig í hópinn. ■ FRANSKIR þjálfarar hafa nú hafið herferð gegn réttindalaus- um erlendum þjálfurum. Stéttarfé- lag þjálfara í 1. og 2. deild hefur farið fram á það við franska knatt- spymusambandið að réttindalaus- um þjálfurum verði bannað að vera við hliðarlínu í leikjum liða. Fimm erlendir þjálfarar hafa ekki fullgild réttindi: Tomislav Ivic hjá Paris St. Germain, Miroslav Blazevic hjá Nantes og Nened Bjekovic hjá Nice, en þessir þrír eru frá Júgó- slavíu. Þá eru það Artur Jorge, frá Portúgal sem þjálfar Matra Rac- ing og Belgíumaðurinn Georges Heylens sem þjálfar Lille. Auk útlendinganna eru þrír Frakkar sem hafa ekki réttindi. Það eru Rolland Courbis, þjálfari Toulon Gerard Gili, þjálfari Marseille og Jean Fernandez sem þjálfar Cann- es. ■ UEFA, knattspymusamband Evrópu hefur fært nokkra leiki í -Evrópumótunum í knattspymu vegna ólympíuleikanna í Seoul. Þau lið sem eiga leikmenn í ólympíuliði í knattspymu leika einni viku síðar en önnur lið. Á meðal leikja sem fara fram 12. október í stað 5. er leikur Stuttgart og Tatabanya frá Ungveijalandi, en einnig hefur leikjum Werder Bremen og Dyn- amó Berlín frá Austur-Þýska- landi og leik AC MUanó og Vitosc- ha Sofia frá Búlgaríu verið frestað um eina viku. ■ COCA-Cola mót verður haldið í golfi' að Jaðarsvelli við Akureyri helgina 27. og 28. ágúst. Það er Vífilfell hf. sem er styrktaraðili mótsins og gefur öll verðlaun til keppninnar. Keppt verður bæði í kvenna- og karlaflokki. Leiknar verða 36 holur með og án forgjaf- ar. Auk bikarverðlauna, verða veitt aukaverðlaun fyrir að vera næst holu í höggi. HANDKNATTLEIKUR Júgóslavar í ham Unnu Ungverjafjórum sinnum ífimm vináttuleikjum. Peter Kovacs skoraði ekki í einum leiknum — 284. landsleikur hans og sá fyrsti markalausi HEIMS- og Ólympíumeistarar Júgóslava, sem eru með ís- lendingum í riðli á Ólympíuleik- unum í Seoul, eru í miklum ham um þessar mundir. Liðið mætti Ungverjum í fimm vináttuleikj- um fyrr í mánuðinum, sigraði í fjórum þeirra og gerði eitt jafn- tefli. Þessi lið mættust einmitt í úrslitum síðustu heimsmeist- arakeppni — í Sviss 1986. Fyrstu þrír leikimir fóru fram í Sekadin í Ungveijalandi. Júgó- slava/ unnu þann fyrsta 26:24, annan leikinn unnu þeir 23:22 og AFREKSMANNASJÐUR ÍSÍ hefur gert tvær breytingar á styrkjum úr sjóðnum til íþrótta- manna. Ragnheiður Runólfs- dóttir, sundkona hefur verðið færð úr B-flokki upp í A-flokk, þannig að hún fær 36 þús. kr. úrsjóðnum á mánuði. Þá hefur Ragnheiður Ólafsdóttir, hlaup- ari, verið tekin af listanum yfir þá íþróttamenn sem fá styrki. Fimm íþróttamenn era í A-flokki og fá þeir 36 þús. kr. á mán- UM HELGINA hefst keppni f ensku deildinni íknattspyrnu Sigurður Jónsson og fólagar hjá Sheffield Wednesday mæta Luton í fyrsta leik á heimavelli. Sheffield Wednesday hefur leik- ið nokkra æfingaleiki síðustu daga, einkum gegn liðum úr 3. og 4. deild. Sigurður hefur skorað í tveimur leilq'um. Hann skoraði fyrsta markið í 3:0 sigri á nágrönn- unum, Sheffield United og fyrra markið í 2:1 sigri á Notts County. „Mér hefur gengið ágætlega í þess- um leikjum, en okkur gengur illa að skora," sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum ekki enn tapað leik, en höfum heldur í GÆRKVÖLDI var leikið í átta liða úrslitum norska bikarsins. íslendingaliðin Moss og Brann sigruðu bæði í sfnum leikjum og eru þvf komin f undanúrslit ásamt Rosenborg og Start. Moss lék á heimavelli gegn Válerengen og sigraði 1:0. Það var Jan Kr. Fjærested sem þann þriðja 24:22. Fyrsti viðureign þjóðanna í Sekadin var 284. lands- leikur ungversku stórskyttunnar frábæra Peter Kovacs. Það athygli- verðasta við leikinn var að Kovacs skoraði ekki eitt einasta mark — og er það í fyrsta sinn sem hann skorar ekki í landsleik. Þjóðimar mættust síðan tvívegis í Júgóslavíu. Fyrri leikurinn endaði með jafntefli, 22:22 og Júgóslavar sigraðu í þeim síðari, 23:21. Leikimir vora allir mjög jafnir, en skv. heimildum Morgunblaðsins léku Júgóslavar mjög vel. Besti leik- maður Júgóslava var markvörður- uð. Það era Bjami Ásgeir Friðriks- son, júdómaður, Vésteinn Haf- steinsson, Einar Vilhjálmsson og Sigurður Einarsson, fijálsíþrótta- menn og sundmennimir Eðvarð Þór Eðvarðsson og Ragnheiður Run- ólfsdóttir. Þrír íþróttamenn eru í B-flokki og fá þeir 18 þús. kr. á mánuði. Það era Helga Haldórsdóttir og íris Grönfeldt, frjálsíþróttamenn og Magnús Már Ólafsson, sundmaður. Siglingamennimir Gunnlaugur Liðið fyrir leikinn gegn Luton verður valið á föstudaginn og það verður bara að koma í ljós hvort ég verð í þeim hópi,“ sagði Sigurð- ur. Sigurður meiddist á ökkla á æf- ingu fyrir skömmu, en reiknar þó með að vera tilbúinn fyrir fyrsta leikinn í deildinni: „Ég bólgnaði svolítið, en reikna með að þetta verði í lagi Mér lýst vel á deildinni. Það era að vísu ekki skemmtilegar fréttir að Ian Rush skuli vera kominn aft- ur til Liverpool og meistaramir verða án efa mjög erfiðir," sagði Sigurður. skoraði sigurmarkið fyrir Moss á 60. mínútu úr þröngri stöðu. Sér- lega glæsilegt mark. Moss sótti lát- laust það sem eftir lifði leiks, en mörkin urðu ekki fleiri. Gunnar Gíslason var að vonum ánægður eftir leikinn. Um framhaldið í bik- amum sagðist hann vonast til að mæta Brann í undanúrslitum og síðan Rosenborg í úrslitaleik, en inn Mirko Basic, sem var frábær — lokaði markinu hreinlega á köflum. Af útileikmönnum liðsins var Vesel- in Vujovic langbestur; skoraði 38 mörk í leikjunum fimm. Zlatko Portner gerði 36 mörk. Báðir þess- ir menn era íslenskum áhorfendum að góðu kunnir fyrir góða frammi- stöðu í leikjum í Laugardalshöll. Einnig markvörðurinn Basic sem leikið hefur hér bæði með landslið- inu og Metaloplastika Sabac. Þess má geta í leiðinpi að Basic hefur yfirgefið Sabac-liðið og stendur í marki Medvescac Zagreb næsta keppnistímabil. Jónasson og ísleifur Friðriksson fengu 50 þús. kr. á mann vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleik- anna, en þeir félagar halda fyrstir íþróttamanna til Seoul, eða í næstu viku. Júdómaðurinn Sigurður Berg- mann, sem er búsettur í Grindavík, fékk 30 þús. kr. í ferðastyrk, þar sem hann hefur farið og fer dag- lega á æfingar frá Grindavík til Reykjavíkur, þar sem hann æfir með Bjama Á. Friðrikssyni. SlgurðurJónsson. Rosenborg er sem stendur efsta lið deildarinnar. Brann sigraði 3. deildar liðið Ráde á heimavelli með einu marki gegn engu. Þrátt fyrir látlausa sókn heimaliðsins urðu mörkin ekki fleiri enda vörðust gestimir vel. Odd Johnsen skoraði mark Brann. Mlrko Baslc, frábær í marki Júgó- slava í leikjunum gegn Ungveijum. DOMARAMÁL Hond — wfli! Oft kemur upp ágreiningur um það hvort dæma eigi vítaspymu þegar vamarmaður fær boltann í hönd innan vlta- teigs. Það er mjög ríkt í leik- mönnum og ég tala nú ekki um áhorfendur, að vilja fá víta- spymu bara ef boltinn snertir hönd leikmanns. En hvað segja knattspymulögin um þetta ? „Sá sem handleikur knöttinn er allt- af gjörandi athaftiar, sá sem fær knöttinn í hönd eða handlegg er þolandi athafnar. Það er ein- ungis gjörandinn sem handleik- ur knöttinn viljandi, þolandan- um má aldrei refsa." Á þessu sést að það er alltaf spuming hvort um ásetninga- brot er að ræða þegar boltinn fer í hönd leikmanns. Það má ekki refsa leikmanni sem á sér enga vöm og handleikur boltann án þess að hafa hugmynd um það. Sem sagt, það er spuming hvort boltinn fer í höndina eða höndin í boltann. Örygglsnet á vellinum Svo er það sagan um eigin- manninn sem hafði mjög mikinn áhuga á knattspymu og var allt- af að reyna að fá eiginkonuna með sér á völlinn. Hún hafði engan áhuga, eða eins og hún sagði sjálf, þá þekkti hún ekkert til knattspymunnar og vissi ekk- ert út á hvað hún gekk. Eiginmaðurinn gafst ekki upp fyrr en frúin lét loks til leiðast og fór með manni sínum á völl- inn. Þegar leikurinn hafði staðið yfir um stund spyr karl konu sína hvort henni finnist ekki bara gaman. „Jú jú, þetta er ágætt,“ segir frúin. „En það er eitt sem ég skil ekki.“ „Hvað er það elskan mín,“ spyr bóndinn mjög umburðarlyndur. „Það er þetta með þessa tvo sem era í öðruv ísi peysum." „Það era markverðimir, vina mín.“ „Af hveiju eru þeir með sérhlunnindi umfram aðra leikmenn ? „Hvað áttu við,“ spyr eiginmaðurinn. „Nú, þeir eru þeir einu á vellin- um sem eru með öryggisnet, þannig að ekki er hægt fyrir áhorfendur að kaata neinu í þá.“ „Þetta era mörkin," sagði eiginmaðurinn og stundi við. Með dómarakveðju Guðmundur Haraldsson OLYMPIULEIKAR / AFREKSMANNASJOÐUR Fimm íþróttamenn fá 36 þús. kr.á mánuði ENGLAND „Okkurgengur illa að skora“ - segirSigurðurJónsson. Enska . deildin hefst um helgina ekki leikið gegn mjög sterkum lið- um. KNATTSPYRNA / NOREGUR Moss og Brann áfram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.