Morgunblaðið - 25.08.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1988
51
HANDKNATTLEIKUR / FLUGLEIÐAMÓTIÐ
„...og aðeins betur ef
þaðer þaðsem þarf“
ÍSLENSKA landsliðið í hand-
knattleik vann einhvern sinn
stœrsta sigur í gœr er liðið sigr-
aði Sovétmenn ftroðfullri
Laugardalshöll, 23:21. Ekki að-
eins var leikurinn frábœr og
mikið afrek að sigra Sovót-
menn sem af mörgum eru tald-
ir með besta landsliðs heims,
heldur var þessi sigur á Sovét-
mönnum einnig mjög mikil-
vœgur svo skömmu fyrir
Ólympíuleikana. Segja má að
allt hafi gengið upp hjá íslend-
ingum. Dyggilega studdir af
rúmlega þrjú þúsund áhorf-
endum gerðu þeir sitt besta
og jafnvel aðeins betur!
Byrjunin var þó ekki góð og
Sovétmenn komust í 4:2. Þá
tóku íslendingar við sér með Alfreð
Gíslason í broddi fylkingar og skor-
uðu fimm mðrk í
röð. íslendingar
héldu 3-4 marka
forskoti út fyrri
hálfleikinn, en í leik-
hléi var staðan 13:10.
Fyrri hálfleikurinn var frábær og
líklega það besta sem íslenska
landsliðið hefur sýnt. AJlir leikmenn
skiluðu sínu hlutverki og gott betur.
Sovétmenn byijuðu vel f fyrri
hálfleik, skoruðu sex mörk gegn
tveimur og náðu forystunni, 15:16.
Þá tóku íslendingar við sér að nýju
og komust yfír.
Þegar sex mínútur voru til leiks-
loka var staðan jöfn 20:20. Guð-
mundur Guðmundsson skoraði
glæsilegt mark úr hominu, Einar
varði frá Sovétmönnum og Alfreð
Gíslason jók muninn í tvö mörk
þegar rúmar þijár mínútur voru
eftir.
Tæpum tveimur mínútum fyrir
leikslok fengu Sovétmenn vítakast.
Einar Þorvarðarson varði glæsi-
lega, en eftir mistök í fslensku sókn-
inni tókst Sovétmönnum að minnka
muninn í eitt mark, 22:21, þegar
35 sekúndur voru ti! leiksloka. Það
var svo Páll Ólafsson innsiglaði sig-
ur íslands á síðustu sekúndunum.
Þeir rúmlega þijú þúsund áhorf-
endur sem troðfylltu höllina gleyma
þessum leik ekki í bráð. Stemmn-
ingin var ólýsanleg og áhorfendur
fengu að sjá handknattleik eins og
hann gerist bestur.
Bjarki Sigurðsson og Guðmundur
Guðmundsson áttu stórkostlegan
leik f homunum. Bjarki skoraði með
uppstökki fyrir framan himinháa
vöm Sovétmanna og Guðmundur
skoraði þijú dýrmæt mörk, auk
þess að fiska fjögur vítaköst. Alfreð
Gíslason fór á kostum, einkum þó
í fyrri hálfleik er hann skoraði fimm
af fyrstu átta mörkum íslands. Ein-
ar Þorvarðarson lokaði markinu á
þýðingarmiklum augnablikum. Sig-
urður Gunnarsson lék vel, þrátt
fyrir slæman kafla í fyrri hálfleik
og nafni hans Sveinsson stóð sig
einnig vel. Þá áttu Þorgils Óttar
og Geir Sveinsson góðan leik á
línunni og í vöminni.
Þessi sigur er íslenska liðinu
mjög mikilvægur. Það hefur mikið
að segja að sigra liðið, sem margir
telja það besta í heimi, svo skömmu
fyrir Ólympíuleikana. Það sýnir
íslensku leikmönnunum að Sovét-
menn eru ekki ósigrandi. Þá var
ánægjulegt að sjá að þeir leikmenn
sem ekki hafa náð að sýna sitt
besta eru að ná sér á strik.
Margir hefðu viljað sjá þessi úr-
slit á Ölympíuleikunum, frekar en
núna. En ef íslendingar halda
áfram að gera sitt besta og aðeins
betur — þá er aldrei að vita...
LogiB
Eiðsson
skrifar
Island-Sovétr.
23 : 21
Flugleiðamótið { handknattleik, Laug-
ardalshöll, miðvikudaginn 24. ágúst
1988.
Gangur leiksins: 0:2, 1:2, 2:4, 7:4,
9:5, 12:8, 12:10, 18:10, 18:11, 14:11,
14:14, 15:14, 15:16, 18:16, 18:18,
19:18, 19:19, 20:19, 20:20, 22:20,
22*21 28:21.
Mörk' íslands: Alfreð Gíslason 6/2,
Kristján Arason 3, Guðmundur Guð-
mundsson 3, Bjarki Sigurösson 3, Sig-
urðúr Sveinsson 3/2, Sigurður Gunn-
arsson 2, Geir Sveinsson 1, Atli Hilm-
arsson 1 og Páll Ólafsson 1.
Varin skot: Einar Þorvarðarson 12/1
Utan vallar: 12 mín.
Mörk Sovétríkjanna: Viacheslav
Atawin 8/4, Alexandr Tuchkin 4, Ge-
orgij Swiridenko 2, Andrei Tjumentsev
2, Konstantin Scharowarow 2, Walery
Gopin 1, Jurij Nesterov 1 og Alexanrd
Karschakevich 1.
Varin skot: Igor Tschimak 5/1 og
Andrei Lawrow 4. Utan vallar: 6 mín.
Dómarar: Erhard Hoffmann og Manf-
red Prause frá V-Þýskalandi.
Áhorfendur: 3000.
Gegnum Sovétmúrinnl MW9“
Kristján Arason brýst af harðfylgi í gegnum sterka vöm Sovétmanna. Kristján skoraði þijú mörk í leiknum. Dæmigerð
mynd fyrir leikinn þar sem krafturinn, dugnaðurinn og viljinn var einkennandi hjá íslenska liðinu.
„Þetta er minn
stærsti sigur“
„ÉG MAN ekki eftir betrl leik
hjá íslenska landsliðinu og
þetta er stœrsti slgur minn
síðan ég tók við liðlnu," sagði
Bogdan Kowalczyk, þjálfari
ístenska landsliðsins, í sam-
tali við Morgunblaðið, eftir
leikinn. „Liðið lék ótrúlega vel
og áhorfendur höfðu mjög
mikið að segja.
Sovétmenn eru mjög erfíðir
andstæðingar og mikilvægt
að sigra þá. En það er enn mikil
vinna fyrir höndum.
Liðið þarf meiri stöðugleika og
það þarf meiri einbeitingu í alia
leiki. En eftir svo leik er vart
hægt að kvarta," sagði Bogdan
Kowalczyk.
Við lékum betur á þessu móti en
á Spáni, en tapið gegn íslenska
liðinu sýnir að við emm ekki ósi-
grandi,“ sagði Anatofij Evtus-
henko, þjálfari sovéska landsliðs-
ins.
„Það er mánuður þar til
ólympíuleikamir heijast og aug-
ljóst að við höfum verk að vinna,"
sagði Evtushenko.