Morgunblaðið - 25.08.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.08.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1988 REYKJAVÍK ÞAÐ ER BARA SVO ÞÆGILEGT! Já, það eru þessi sófasett, sem fólk skoðar hvað mest og ástæðan er einföld. Þau eru klædd hinu geysisterka og áferðarfallega efni Leather-look efnið er vestur-þýskt og hefur reynst svo vel að við höfum ekki annað eftirspum. Nú vomm við að fá heim stóra sendingu af þessum sófa- settum í ótal útgáfum og litum. Teg: San Remo 3+2+1 Verð: 103.290.- Leather-look erauðvelt að þrífa. Leather-look þolirmikinn ágang. Leather-look hefur eiginleika leðurs. Leather-look er ódýrt. Teg: Atlanta 6 sæta sófi Verð: 97.650,- Verða móðu- harðindi af mannavöldum? eftirKarvel Pálmason Með hliðsjón af því að almennt hefur verið talað um að góðæri hafí ríkt að undanfömu fínnst sennilega mðrgum að spuming sú sem hér er sett fram að ofan sé nokkuð róttæk. Landsfeður hafa ekki verið sparir á þau ummæli að almenn velmegun hafi verið ríkjandi og kaupmáttur launafólks hafí þar af leiðandi verið mikill. Hér hafa verið — að sjálfsögðu, — fremstir í flokki þeir Þorsteinn Pálsson og Steingrímur Hermanns- son. Fleiri hafa þó tekið undir þenn- an söng — þ.e. um meðaltalsregluna af góðærinu, en það aldrei látið uppi hvar og hjá hveijum þetta góðæri hefur lent að mestum hluta. Landsbyggðin mergsogin Það skal tekið undir það hér, að þjóðin sem heild hefur haft það til- tölulega gott að undanfömu, en það vita allir sem vilja vita, að þjóðar- auðnum hefur verið ákaflega mis- skipt. Þessi misskipting hefur auk- ist jafnt og þétt, — það er eins og það séu óskráð lög í landinu — að eftir því sem tekjur þjóðarbúsins aukast — því meiri ójöftiuður ríkir um skiptingu þessara tekna. Það fer t.a.m. ekkert á milli mála að landsbyggðin hefur verið „rúin inn að skinni" í eftiahags- og atvinnu- legu tilliti, — góðærinu þannig fyrst og fremst beint á Reykjavíkursvæð- ið — til uppbyggingar í þjónustu- greinum, — bönkum, verslunarhöll- um, hótelum svo nú ekki sé talað um alla þá draumóra sem meirihlut- inn í „Borg Davíðs" er með á prjón- unum. Framleiðslan hlunnfarin Þvf er hiklaust haldið fram hér að öllu því flármagni sem sóað er á Reylq'avíkursvæðinu er rænt frá þeim sem stunda framleiðslustörfín, — úr sjávarplássunum og sveitun- um. Það er nefnilega vegna vinnu þessa fólks sem úti á landi býr sem þjóðfélaginu f heild hefur vegnað vel. En það eru 'fleiri þættir sem mætti nefna sem valda þvfað óþjóð- hagsleg byggðaröskun hefur átt sér stað. Hér skal nefna þrennt: 1. Fiskveiðistefnan — þ.e. kvóta- kerfið — sem innleidd var og síðan framlengd — hefur haft örlagaríkar afleiðingar fyrir sjávarplássin. Það þekkja þeir vel, sem orðið hafa að búa við þessi skilyrði sem kvótinn kom til leiðar. Framlenging á kvót- anum hefur notið stuðnings alltof margra forystumanna stjómmála- flokkanna — meira að segja þeirra sem sóru og sárt við lögðu fyrir síðustu kosningar að gera kvóta- kerfið sveigjanlegra og taka tillit til þess sem að mannlega þættinum snéri. Þessir sömu stjómmálamenn sviku svo þetta allt saman, hertu mjög á kvótareglunum og afhentu síðan öll völd til eins framsóknar- ráðherra, sem þar með réð einn ferðinni, eins og áður. 2. Góðar samgöngur era spum- ing um líf eða dauða byggðarlaga — raunar heilla landshluta. Á þetta hlusta ekki landsfeður, en beina Qármagninu í allt aðra og óþarfari hluti eins og áður greinir. 3. Að sfðustu skulu launamálin nefnd. Það er að æra óstöðugan að hugsa til þess, að ráðherrar í ríkissljóm á íslandi skuli lejrfa sér — trekk í trekk — að lítilsvirða það fólk sem starfar við fískveiðar og fískvinnslu. Þetta fólk sem ekki ein- ungis heldur þessum sömu ráð- herram uppi, heldur þjóðinni sem heild. Þessir ráðherrar vilja skammta þessu fólki laun — laun sem era smánarlaun — en Iifa svo sjálfír í vellystingum á kostnað þessa sama fólks. Þessa ráðherra ætti að setja sjálfa um borð í fískiskipin — eða þá í frystihúsin — og láta þá lifa við þau kjör sem þessu fólki era búin. Yfirlýsingagleði ráðherra Þess var getið hér að framan hversu yfirþyrmandi væri öll þessi yfírlýsingagleði ráðherranna. Þar hafa verið í fararbroddi þeir Steingrímur og Þorsteinn með hinar ólíklegustu fullyrðingar, sem síðan stangast hver á aðra. Nú virðist manni þriðji ráðherrann vera farinn að fyila þennan flokk í vaxandi mæli — þ.e. ijármálaráðherra. í hreinskilni sagt fínnst mér að síðustu yfirlýsingar flármálaráð- herra, um það að best sé að allar þær fiskvinnslustöðvar sem eiga í rekstrarerfiðleikum eigi bara að fara á hausinn, séu með ólíkindum — heimskulegar og óraunsæjar. Þessi málflutningur er í engu sam- ræmi við það sem búast hefði mátt við frá fjármálaráðherra. — En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Ef þetta er eina leiðin varðandi greiðsluerfíðleika fiskvinnslunnar — að láta fara á hausinn — þá mætti kannske spyija með sama rétti: Því ekki að láta ríkissjóð fara á hausinn vegna greiðsluerfíðleika? Væri það ekki í samræmi við kenn- ingu fjármálaráðherra? Fólkið á líka hlut að máli Þessi óraunsæja yfirlýsingagleði um gjaldþrot einstakra fyrirtækja er nefnd hér vegna þess að menn skulu gera sér grein fyrir því að mörg þessara fyrirtækja era aðalat- vinnufyrirtækin í velflestum sjávar- útvegsplássum á landsbyggðinni. Þama eiga ekki einungis fyrir- tækin sem slík og forstjóramir hlut að máli. Fólkið — þ.e. launþegamir — á þessum stöðum á allt sitt und- ir því að fyrirtækin séu rekin með sómasamlegum hætti. Það er þeirra réttur. Hundrað heimila byggja af- komu sína á þessum fyrirtækjum, og ríkið einnig. Þessir yfírlýsingaglöðu menn ættu líka að muna það, að heimilin — mörg hver — eiga í miklum INNHVERFIHUGUN Kynnistþessari einföldu slökunartækni Maharishl, innhverf íhugun (Transcend- ental Meditation), með því að hlýða á al- mennan kynningarfyririestur í kvöld fimmtudagí Garðastræti 17 (3. hæð) kl. 20.30. Aðgangurókeypis. íslenska íhugunarfélagið, 1.16662.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.