Morgunblaðið - 25.08.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.08.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1988 i Jón Ragnarsson sonur þeirra hjóna Ragnars Sverrissonar og Guðnýar Jónsdóttur í nýja garðinum, sem ekki er ennþá fullfrágenginn. Garðyrkjufélag Akureyrar: Kotárgerði valin feg- ursta gata Akureyrar Aðalstræti 30 fékk viðurkenningu fyrir snyrtilegar og stílhreinar endurbætur bæði á húsi og lóð. Dómnefnd segir lóðir mjög vel hirtar við raðhúsið á Arnarsíðu 6. Kotárgerði var að þessu sinni valin fegursta gata Akureyrar. í áliti dómnefndar segir að allir garðar séu gróskumiklir, snyrti- legir og vel hirtir. Gatan er fjöl- breytileg, en um leið er þar ríkjandi falleg heildarmynd. Það er Garðyrkjufélag Akureyrar, sem stendur fyrir vali á fegurstu götu bæjarins ár hvert auk þess sem félagið veitir viðurkenningar fyrir snyrtilegar og stílhreinar lóðir. Viðurkenningarnar verða veittar nk. sunnudag kl. 15.00 í Eyrarlandsstofu, sem er í Lysti- garðinum. Fegrunarfélag Akureyrar stóð lengi vel fyrir viðurkenningunum, en eftir að félagið lagðist af, tók Garð- yrkjufélag Akureyrar upp þennan góða sið og hefur undanfarin ár stað- ið fyrir valinu. Dómnefnd skipuðu að þessu sinni dr. Elín Gunnlaugs- dóttir grasafræðingur, Ingólfur 01- afsson áhugamaður um gróður og Björgvin Steindórsson garðyrkju- maður. Einbýlishúsið í Aðalstræti 30 fær viðurkenningu fyrir snyrtilegar og stílhreinar endurbætur bæði á húsi og lóð. Sérstaklega telur dómnefnd lofsvert að garðurinn sé svo gott sem fullfrágenginn áður en flutt er í hús- ið. Eigandi þess er Stefán Jóhannes- son. Hjónin Ragnar Sverrisson og Guðný Jónsdóttir, Áshlíð 11, fá við- urkenningu fyrir glæsilegt og fjöl- breytt garðskipulag. Eftirtektarverð er sú lausn, sem fundin er á þeim vanda er fylgir miklum halla lands. Frágangur er allur snyrtilegur, sam- spil gróðurs og vatns er smekklegt og garðlýsing og fleira í þeim dúr gera garðinn sértaklega eftirtektar- verðan. Smári Sigurðsson garðyrkju- maður hefur undanfarin tvö sumur unnið að gerð garðsins eftir hug- myndum Halldórs Jóhannssonar landslagsarkitekte. Smári sagði að vinnu við garðinn væri varla lokið og þyrfti gróðurinn þar að minnsta kosti eitt til tvö ár í viðbót til að njóta sín til fulls. „Við komum engum vinnuvélum þama að svo þetta er allt handavinna. Garðurinn er óven- justór og við unnum hann mest úr gijóti og timbri. Það sem gerði lóðina óvenju erfíða var mikill hæðarmun- ur, sem er átta til níu metrar," sagði Smári. Lóðin við einbýlið Skálagerði 3 fær síðan viðurkenningu fyrir ein- staklega góða hirðingu. Fjölbreytt notkun gróðurs er til staðar þar sem tegundum er raðað upp á mjög smekklegan hátt og hver og ein planta fær að njóta sín til fulls. Eig- andi Skálagerðis 3 er Jónína Jó- hannsdóttir. Raðhúsið Amarsíða 6, sem í em fímm íbúðir, fær viðurkenningu fyrir mjög vel hirtar lóðir. Góð samstaða er greinilega á meðal eigenda um framkvæmdir allar og kemur það fram í stílhreinu útliti, bæði á fram- lóðum og á baklóðum. Merkingar íbúða eru til fyrirmyndar, segir í áliti dómnefndar. Eigendur em: Randver K. Karlsson og Sigurlaug Stefáns- dóttir, Oddur Oskarsson og Sólrún Ingimarsdóttir, Ámi Jónsson og Steinunn Benediktsdóttir, Fjóla Björgvinsdóttir og Ásgeir í. Jónsson og Jóhanna M. Friðriksdóttir og Gunnar Vigfússon. Ofnasmiðja Norðurlands fær við- urkenningu fyrir smekklegan og stílhreinan frágang á húsi og lóð, en miklar endurbætur hafa verið gerðar á skömmum tíma í tíð núver- andi eiganda, Hauks Adolfssonar. Þá verða á sunnudaginn veittar svokallaðar endurviðurkenningar, sem er nýmæli. Um er að ræða lóðir sem fengið hafa viðurkenningar fyrir 10 til 15 ámm síðan og hafa hvergi slakað á í snyrtimennsku og við- haldi. Þijár endurviðurkenningar verða veittar að þessu sinni og fá þær garðeigendur í Hamragerði 27, Löngumýri 25 og Kringlumýri 2. Ofnasmiðja Norðurlands, Frostagötu 3c. Morgunblaðið/Rúnar Þór Kotárgerði var valin fegursta gata Akureyrar 1988.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.