Morgunblaðið - 25.08.1988, Blaðsíða 47
>.lj íUfOAÍf lTMIjílW
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1988
Endurfæðing andans
Til Velvakanda.
Hópur Dana sem vinnur við þró-
unarhjálp í Nepal, vildi semja sig
að siðum þjóðarinnar og slátraði
geit, hellti blóði hennar yfir hjól og
bíla, eins og hindúar gera. „Þessi
siður þeirra er alveg eins góður og
margir siðir kristinna manna“, seg-
ir Jörgen Nörgár Petersen í grein
sem birtist í Kristilegt Dagblad í
Danmörku 2. 1. 1988 og endursagt
í Morgunblaðinu sunnudaginn 22.
máí undir heitinu „Á drottins degi“.
Þessi siður er ekki kristnum
mönnum samboðinn og vekur varla
traust á trúboðum sem geta þannig
hlaupið frá trú þeirri sem þeir eru
að boða. Þessi siður er hindurvitni
og ber vott um óhugnanlegt sið-
leysi, þar sem fómarlambið er kval-
ið til dauða með því að láta því
blæða út lifandi. Þetta eykur jafn-
framt hættu á sjúkdómum. Þetta
sýnir virðingarleysi fyrir lífinu og
er ekki Guði þóknanlegt og síður
en svo mannkyninu gæfa eða sálu-
bót.
Indveijar hafa jafnframt þann
sið að brenna fólk á báli. Brúðar-
brennur kallast hann víst og eru
þær með því svívirðilegasta sem
þekkist. Þær eru átakanlegt virð-
ingarleysi fyrir mannréttindum og
lífinu sjálfu.
Þessir Danir, sem þykjast vera
trúboðar, valda ekki verkefni sínu
ef þeir sýna trúarboðskap Krists
ekki meiri virðingu en það, að fá
sig til að framkvæma heiðna siði.
Hitt er svo annað mál að því, sem
kallast kristið samfélag er oft ekki
stætt á þeirri nafngift vegna breytni
sinnar þegar boða á kristnina með-
al ókunnra og heiðinna þjóða. Því
síður verður aldagamalli hjátrú,
sem þá um leið er orðin þjóðtrú
breytt á svipstundu nema með trú-
arvissu sem fólk getur næstum þvi
þreifað á, samanber Tómas læri-
svein.
Hin andlegu trúarsannindi
kristninnar vinna sig ekki inn í
hjörtu vantrúaðra nema boðskapn-
um sé réttilega framfylgt. Búdda
má líkja við Jesú Krist í okkar kenn-
ingu, samkvæmt hugmyndum þessa
fólks. Búdda er þó miklu fremur
dauður hlutur, líkneski af honum
er tilbeðið og blóði ausið. Við okkar
Guð væri það hneyksli að steypa
Hann í líkneski og tilbiðja það í
stað Guðs, anda friðar og kærleika.
Stríð milli trúflokka verða æ al-
gengari þar sem aðilar eru á önd-
verðum meiði hvað varðar sálar-
heill. Sálarheill er metin eftir trú,
þar sem margar leiðir skiljast. Lík
hindúa eru brennd og ösku þeirra
dreift yfir ár og gróin lönd til að
andi þeirra og líkami endurvinni sig
í gróðri og fæðuöflun fólksins og
skapi þar tengsl í lífskeðjunni sem
endumæring, endurfæðing.
Þetta er merkileg trú í sjálfu
sér, mjög áþekk trú Indíána sem
trúðu því, bg gera það enn að ég
best veit, að þeim öðlaðist kraftur
frá þeim sem þeir drápu og þá helst
ef sá fallni var mikill stríðsmaður
eða höfðingi. Andi þeirra var hinn
mikli andi skóganna og sólarinnar
sem þeir dýrka. Það er ekki að
ástæðulausu þar sem fullyrt er að
ef skógamir eyðist, eyðist smám
saman allt líf á jörðinni. Þetta er
táknrænt.
Jörgen Nörgárd segir ungt fólk
víkja frá kristinni trú vegna þess
að kirkjan standi sig ekki í kristni-
boði sínu, og það leiti því til ann-
arra trúarbragða.
Sé kirkjan ekki sá boðberi sem
hún ætti að vera, þá er það vegna
vantrúar þeirra sem á hana hlusta,
hlusta ekki, misskilja hana eða vill-
ast á vegi villutrúar sem em svo
auðveldir yfirferðar. Guði og frels-
ara okkar, Jesú Kristi má ekki
breyta eftir-geðþótta eða hagræða
eftir hugdettum valdhafa efnis-
hyggju. Vafasamar em hugmyndir
um tilgang lífsins sem em ótrúverð-
ugar og geta ekki fært mannkyninu
trúna á anda Guðs sem bústað á í
hveijum þeim manni sem vill taka
á móti Honum og efla í fögm
mannlífi.
„Vitið þér ekki að líkami yðar
er musteri heilags anda sem í yður
er og þér hafið frá Guði?“(l. Kor-
intubréf 6. - 19.)
í upphafi var Guð. Trúin varð til
fyrir hann og vegna sögulegra stað-
reynda. Önnur trúarbrögð hafa því
orðið til af völdum ættflokka sem
flakkað hafa vítt og breitt um jörð-
ina og mótað trú sína af umhverf-
inu og hugdettum höfðingjanna,
enda em trúarbrögð heims samkr-
ull særinga og galdra; tilraunir með
að ná valdi á andstæðingnum með
valdi óþekkts anda sem hægt er
að öðlast vald yfir og beita fyrir sig
í vöm og sókn. Sama er hvort
maðurinn er heiðingi eða fylgir ein-
hveijum trúarbrögðum, allir leita
að einhverri staðfestingu yfírnátt-
úrulegrar vem sem öllum er hulin.
Endurholdgunin, sem sögur
ganga af frá manni til manns og
fær ekki staðist fyrir margra hluta
sakir, er ef til vill komin vegna
misskilinna orða frelsarans um að
enginn komist inn í himnaríki nema
hann endurfæðist. Kristur átti við
endurfæðingu andans. Andi mann-
kynsins er enn svo óralangt frá
andlegri velferð þess, sem felst í
breytni mannanna hvers við annan.
Endurfæðingin inn í Guðsríki er
fólgin í því að breyta líferni sínu
til betri vegar. Hitt er óskiljanlegt,
að komast ekki inn í Guðsríki nema
fæðast í nýrri persónu. Ef einn
endurfæðist, hljóta allir að gera
það. Endurfæðingarkenningin, sepi
kemur fram í svo mörgum myndum,
að hún tmflar dómgreind fólks,
stenst ekki. Að tala um að fólk
hafi verið af allt öðmm ættstofni í
fyrra lífí er fásinna.
Þegar talað er um að einn sé svo
líkur öðmm, að hann sé hinn endur-
fæddur, þá er það fyrir ættartengsl
sem koma fram, kannski mörgum
ámm seinna. Því stjóma litningar
sem móta ættir og erfast mann
fram af manni. Ættarmót getur það
með góðu móti kallast, en aldrei
endurfæðing.
Það er af nógu að taka í þessu
efni, ‘ en nú verður að láta staðar
numið.
Þorleifur Kr. Guðlaugsson.
Ferðamannagos o g Heklusveit
LESANDI Morgunblaðsins hafði
nýlega samband við Velvakanda
vegna tveggja fyrirsagna í blaðinu,
sem komu honum undarlega fyrir
sjónir. I annarri var talað um „Hek-
lusveit", en hins vegar um „ferða-
mannagos" í Krýsuvík. Fer bréf
lesandans hér á eftir:
„Ein úr Heklusveit, sem þráir
ferðamannagos, heyrði þetta
langlínusamtal í sveitasímanum:
Hvað er að frétta úr Heklusveit?
Heldurðu’ að þar sé eitthvert los?
Ja, jörðin hér eystra er orðin svo heit,
að efiaust brýst þar út ferðamannagos.
Þ»essir hringdu . . .
Úlpa týndist á Klepps-
holtinu
Úlpa af 7 ára dreng týndist á
Kleppsholtinu fyrir um það bil
hálfum mánuði. Bolur hennar er
blár, en ermamar grænar. Úlpan
er merkt Gísla í hálsmálinu innan-
verðu. Finnandi vinsamlegast
hringi í síma 82647.
Bjóða á almenningi í
opinberar móttökur
Borgari hringdi:
„Ég vil taka undir það sem
Auðunn Bragi sagði í Velvakanda
á þriðjudaginn varðandi veisluna
í Viðey. Ég tel, að setja ætti lög
um það, að 15% gesta í opinberum
móttökum og veislum skuli vera
valdir samkvæmt tilviljanakenndu
úrtaki. Það ætti að búa til lista
yfir alla íslendinga á aldrinum 20
til 70 ára og láta tölvu sjá um
að velja þennan hluta veislugesta.
Þannig væri þeim sem kosta þess-
ar veislur gefinn möguleiki á því
að koma í þær. Þetta er að mfnu
mati vel framkvæmanlegt og væri
til vel til þess fallið að styrkja
lýðræðið í landinu. Um leið væri
hér á ferðinni góð landkynning,
enda yrðum við brautryðjendur í
þessu á Vesturlöndum."
Föt týndust á Laugar-
vatni
Grænn krumpugalli týndist á
Laugarvatni á tímabilinu 29. júlí
til fimmta ágúst, meðan á dvöl
hjá íþróttasambandi fatlaðra stóð.
Gallinn er kyrfílega merktur J.T.
Finnandi hringi í síma 37284.
Seðlaveski týndist fyrir
utan Kringluna
Brúnt seðlaveski týndist fyrir
utan Kringluna fyrir rúmri viku.
í því voru m.a. skilríki eigandans.
Finnandi hringi í síma 38042.
Hjóli stolið frá Lyng-
haga
Svörtu og gulu BMW hjóli var
stolið frá Lynghaga í síðustu viku.
Stór hengilás er undir sætinu.
Finnandi hringi í síma 27949. í
boði eru fundarlaun.
Hjól fannst í Hvassaleiti
Lítið, bleikt reiðhjól fannst inn
í garði við Hvassaleiti. Því hefur
líklega verið kastað inn í háa
runna í garðinum, og gæti hafa
verið þar lengi. Upplýsingar í síma
31023.
Peningaveski týndist á
föstudaginn
Lftið brúnt peningaveski týnd-
ist síðastliðinn föstudag, annað
hvort við sundlaugina á Seltjam-
amesi eða á ESSO-stöðinni við
Ægisíðu. Finnandi hringi f síma
16105.
Kœru vinir!
Sendi ykkur hér með alúðar þakkir fyrir vina-
hug og hamingjuóskir í tilefni af 70 ára
afmceli mínu þann 17. ágúst sl.
Guð veri meÖ ykkur öllum.
, Stefán Þ. Gunnlaugsson,
Vesturbergi 6,
108 Reykjavík.
TIL ÚTLANDA ?
SPORTBÍLL OG SPÍTTBÁTUR
^o-seðill
0939607
l°0kr.
9relttinnan
otnfí..
noikUn t
‘‘"'■Oilðói.-,
irott Qn ^
'(öd“gjaias
Þots ot<V
’fé ffíagn'U
ÚTSALA
Afsláttur af öllum karlmannafötum, jökkum,
terylenebuxum og ýmsum öðrum vörum.
+ Karlmannaföt kr. 3.995 - 5.500 -
8.900 og 9.900.
* Jakkar kr. 4.995.
•k Terylenebuxur kr. 1.195- 1.595 og 1.795.
Andrés, Skólavörðustíg 22,
sími 18250.
BEST
ER
að borga strax
Losnum við óþægindi
og kostnað vegna
aukastöðugjalda.
Bílastæðasjóður
Reykjavíkurborgar