Morgunblaðið - 25.08.1988, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1988
Þingflokksfundur Sjálfstæðismanna:
Niðurfærsla krefst
samstöðu sérstaklega
- segir Ólafur G. Einarsson
Á FUNDI þingflokks sjálfstæðismanna, sem haldinn var á Akureyri
í gær, var samstaða um að ríkisstjómin ætti að verða við tillögum
ráðgjafamefndar um að reyna niðurfærsluleið. Bæði Þorsteinn
Pálsson, forsætisráðherra og formaður flokksins, og Ólafur G. Ein-
arsson, þingflokksformaður, lögðu mikla áherslu á að það væri
forsenda fyrir þvi að leiðin heppnaðist að samráð yrði haft við
samtök launþega um launalækkun og að samstaða næðist með laun-
þegum um leiðina.
„Það er forsenda þess að leið
þessi lánist að samráð og samstaða
náist við samtök vinnumarkaðar-
ins,“ sagði Ólafur G. Einarsson.
„Við gerum okkur ljóst að það er
ekki á vísan að róa um að sam-
komulag verði um efnahagsráð-
stafanir yfirleitt, en þessi leið krefst
þess sérstaklega."
Ólafur sagði að ef niðurfærslu-
leiðin yrði farin, teldi hann eðlilegt
að fiysta kauphækkanimar, sem
koma eiga til framkvæmda um
mánaðamótin, og létta þannig
byrðum af launagreiðendum, sem
þeir hefðu þegar gengist undir.
„Það gæti hins vegar leitt af sér
uppsögn samninga, og launagreið-
endur verða þá að standa frammi
fyrir nýrri samningalotu. Atvinnu-
lífið hefur ekki staðið undir þeim
launahækkunum, sem um hefur
verið samið, og það gera menn sér
vonandi ljóst í næstu samningum,"
sagði hann.
Ólafur var spurður hvort orð
Ásmundar Stefánssonar, forseta
ASÍ, um að niðurfærsluleiðin sé óðs
manns æði og að uni hana geti
ekki tekist þjóðarsátt, útilokuðu
ekki í raun samkomulag við verka-
lýðshreyfinguna. „Við getum ekki
fyrirfram litið svo á að orð Ás-
mundar séu lög í landinu, þótt við
gerum okkur stöðu hans auðvitað
ljósa," sagði hann. „Við viljum
kanna málin með formlegum hætti;
þar á meðal viðræðum við aðila
vinnumarkaðarins."
Þorsteinn og ólafur sögðu báðir
að á fundi sjálfstæðismanna hefði
aðeins verið gert ráð fyrir lög-
bindingu launa, en ekki verðlags
eða vaxta með beinum ákvörðun-
um, heldur muni það lækka sjálf-
krafa með hjöðnun verðbólgu. „Ef
niðurfærsluleiðin verður farin
hrapar verðbólgan mjög hratt,“
sagði Þorsteinn. „Þá kemur það
af sjálfu sér að vextimir lækka
jafnharðan. Verðlag á vörum og
þjónustu verður jafiiframt að lækka
að svo miklu leyti sem launin hafa
áhrif á verðmjmdun. Menn verða
hins vegar að gera sér grein fyrir
því að verðlagið lækkar ekki um
sama hundraðshluta og launin.
Lækkun á vörum og þjónustu yrði
afar misjöfn eftir tegundum og því
ekki hægt að tala um eina pró-
sentutölu sem gengi yfir línuna þar
sem launakostnaður við einstakar
vörur og þjónustu er afar misjafn."
Ólafur G. sagði að ekki hefði
verið tekin afstaða sérstaklega til
ýmissa hliðarráðstafana, sem ráð-
gjafamefpdin leggur til að verði
famar, og að ljóst væri að þær
yrðu að skoðast vandlega, þar sem
til dæmis niðurskurður ríkisút-
gjalda og fækkun ríkisstarfsmanna
væm ekki létt verk. Ákveðin and-
staða hefði ekki komið fram á fund-
inum gegn neinum af tillögum
nefndarinnar. „Þessi mál verður
að skoða. Ef niðurfærsluleiðin
gengur ekki upp munu sjálfstæðis-
menn að stjálfeögðu íhuga aðrar
leiðir og hafa nýjar tillögur á tak-
teinum," sagði Ólafur.
Alþýðuflokkurinn:
Ráðherrar fá umboð til að
vinna að niðurfærsluleið
ÞINGFLOKKUR Alþýðuflokks-
ins hefur veltt formanni og ráð-
herrum flokksins fullt umboð tíl
að vinna að framkvæmd niður-
færsluleiðar innan ríkisstjómar-
innar. Á fundi í gær lýsti flokk-
urinn sig reiðubúinn til að láta
reyna á það til hins ýtrasta að
skapa samstöðu um þessa leið
og gerði um það sérstaka álykt-
un sem verður afhent forsætis-
ráðherra og ríkisstjóminni á
ríkisstjóraarfundi i dag. Form-
aður Alþýðuflokksins segir að
það verði væntanlega ákveðið á
þeim fundi hvort frestað verði
2,5% launahækkun, hækkun á
tryggingaiðgjöldum og 18% bú-
vöruverðshækkun, sem koma
eiga til framkvæmda 1. septem-
ber.
Jón Baldvin Hannibalsson flár-
málaráðherra og formaður Al-
þýðuflokksins sagði við Morgun-
blaðið eftir þingflokksfundinn að
ráðherrar Alþýðuflokksins hefðu
skýrt aðalatriðin í því sem flokkur-
inn teldi nauðsynlega útfærslu á
niðurfærsluleiðinni á síðasta ríkis-
stjómarfundi, og á viðræðufundum
flokkanna. Þingfiokkurinn hefði
síðan áréttað það i ályktuninni.
Hann vildi ekki upplýsa nánar hver
þessi atriði væru fyrr en ályktun-
inni hefði verið komið á framfæri,
en þar mun m.a. vera krafa um
að Reykjavíkurborg dragi úr fram-
kvæmdum sínum.
Þegar bomar voru undir Jón
Baldvin almennar efasemdir um
framkvæmd niðurfærsluleiðarinn-
ar, m.a. um að laun og verðlag
lækki almennt, sagði hann að auð-
vitað væri fullt af efasemdarmönn-
um út um allt. Hins vegar væri
niðurfærslan ekki fullunnin, þótt
menn kæmu sér saman um for-
sendur, og menn yrðu að leggja á
sig þá vinnu að skoða það til þraut-
ar hvort hægt væri að eyða þessum
efasemdum og tryggja fram-
kvæmdina þannig að hún skilaði
árangri. Aðspurður um afstöðu
Ásmundar Stefánssonar forseta
ASÍ, sem hefur algerlega hafnað
niðurfærsluleiðinni, sagði Jón Bald-
vin að allir vildu samstöðu og þjóð-
arsátt, „en ef einhver segir nei, á
það að ráða úrslitum?"
Niðurfærslan gangi gegnum allt efnahagslífið:
Lít svo á að verið sé að
selja frelsið undir stjóm
- segir Steingrímur Hennaimsson formaður Framsóknarflokksins
RÁÐHERRAR Framsóknarflokksins fengu umboð þingflokksins til
að ná samstöðu í rfldsstjóminni um niðurfærsluleiðina, enda verði
hún látin ganga jafnt yfir alla í þjóðféiaginu. Steingrímur Hermanns-
son utanrikisráðherra og formaður flokksins segir að framsóknar-
menn séu tiibúnir að fresta öllum hækkunum, sem koma eiga til
framkvæmda 1. september en viiji að nafnvextir iækld samfara
þvi. Steingrimur segist alls ekki hafna því að rætt verði við laun-
þegasamtökin um framkvæmd niðurfærsiuleiðar en vilji þá gjaraan
fá það fram frá þeim hvaða skilyrði þau seija.
Steingrímur Hermannsson sagði
við Morgunblaðið eftir þingflokks-
fund Framsóknarflokksins í gær,
að flokkurinn hefði farið yfir tals-
vert langan lista yfir þær aðgerðir
sem hann teldi að ætti að fylgja
niðurfærsluleiðinni. Heildarlýsing-
in á því væri að hún næði gegnum
allt efnahagskerfið, opinberar
gjaldskrár lækkuðu allar skilyrðis-
laust og verðlag lækkaði eins og
hægt væri að ráða við, fjármagns-
kostnaður yrði að lækka mjög mik-
ið og draga yrði úr þenslunni. Ríkis-
sjóður yrði að vera rekinn halla-
laus, helst með greiðsluafgangi.
Þá mætti samdráttur ekki vera
minni á vegum sveitarfélaganna,
sérstaklega þar sem þensla sé mik-
il.
Þegar bomar voru undir
Steingrím efasemdir um að verðlag
lækki í kjölfar launalækkunar sagði
hann að enginn { þjóðfélaginu
ímyndi sér að slíkt verði auðvelt.
Hins vegar væri hálfur vandinn
yfírunninn ef menn gerðu sér grein
fyrir því og gripu þá til allra mögu-
legra ráðstafana. Hann nefndi sem
dæmi að f Noregi væri bannað með
lögum að hækka laun meira en 1%.
Aðspurður sagðist Steingrímur
ekki hafa kynnt sér viðurlögin en
nefndi sviptingu verslunarleyfis
sem dæmi.
„Sumir eru að tala um höft í
þessu sambandi en við erum á tíma-
mótum. Það er gríðarleg kreppa
að skella yfir okkur, atvinnuvegir
að stöðvast, og ég Ht svo á að við
séum fremur að setja frelsið undir
stjóm. Síðan getum við slakað
smám saman á því, eftir því sem
efnahagslífið - leyfir," sagði
Steingrímur.
Aðspurður um tillögur ráðgjaf-
amefndar ríkisstjómarinnar sagði
Steingrímur að ekki hefði verið
farið yfir hvem einasta lið á þing-
flokksfundinum. Einstökum þátt-
um hefði hvorki verið hafnað, né
þeir samþykktir, en þó hefðu verið
efasemdir um ýmsa liði, eins og
að hægt sé að fækka ríkisstarfe-
mönnum um 1.000.
Morgunblaöið/Ámi Sæberg
Skaftárhlaup írénun
Hlaup, sem hófst í Skaftá á
mánudag, náði hámarki sinu I
gærmorgun og síðdegis i gær var
farið að sjatna í ánni. Ekki er
vitað til að skemmdir eða vand-
ræði hafi hlotist af hlaupinu í
þetta sinn. Vatnið náði upp að
vegum, en flæddi ekki yfir þá.
Myndin er tekin skömmu eftir
að hvað mest var í ánni í gær-
morgun.
Ársbyqun 1987 til fyrsta ársfjórðungs 1988:
Kaupmáttur
jókst um 5,3%
Á FUNDI kjararannsóknar-
nefndar í vikunni kom fram að
kaupmáttur launa hækkaði að
meðaltali um 5,3% frá fyrsta árs-
fjóðungi 1987 til fjrrsta ársfjórð-
ungs 1988. Aukning kaupmáttar
er mjög mismunandi eftir starfs-
stéttum. Þannig jókst kaupmátt-
ur launa skrifstofukarla um
14,3% á þessu tímabili en kaup-
máttur verkamanna aðeins um
0,6%.
Á fyrrgreindu timabili hækkaði
kaup þeirra stétta sem athuganir
Kjararannsóknamefndar ná til um
31,7% að meðaltali. Á sama tíma
hækkaði framfærsiuvísitalan um
25,1%. Tfmakaup skrifstofukarla
hækkaði á þessu tímabili um 43%
en verkamanna um 25,9%.
Næst á eftir skrifstofukörlum
jókst kaupmáttur launa mest hjá
iðnaðarmönnum eða um 10,4% og
laun þeirra hækkuðu um 38,1% á
tímabilinu. Kaupmáttur karla í af-
greiðslustörfum hækkaði um 9,3%
en kvenna um 2,2%. Kaupmáttur
skrifetofukvenna hækkaði mun
minna en karla í sömu störfum eða
um 3,4%. Kaupmáttur verkakvenna
hækkaði hinsvegar mun meira en
karla í þeim störfum eða um 2,3%.
Þegar skoðaðar eru tölur um
breytingar á vinnutíma milli fyrr-
greindra ársQórðunga kemur í ljós
að hann hefur minnkað nokkuð hjá
verkafólki og iðnaðarmönnum en
aukist lítillega hjá öðrum starfs-
stéttum. Minnkunin er mest hjá
iðnaðarmönnum eða 3,8%. Meðal-
fjöldi vinnustunda iðnaðarmanna
fór úr 50,8 stundum í 47 stundir á
viku. Hjá verkamönnum varð
minnkunin svipuð eða 3,4% og
vinnustundir fóru úr 53,1 í 49,7 að
meðaltali á viku. Skrifetofukarlar
juku aðeins við vinnu sína eða 0,6%,
fóru úr 41,6 stundum á viku í 42,2
stundir.
Niðurstöður Kjararannsóknar-
nefndar fyrir 1. ársfjórðung 1988
byggja á úrtaki 11.917 einstaklinga
hjá 131 fyrirtæki. Af þessum fjölda
voru 3.740 einstaklingar einnig í
úrtakinu á 1. ársflórðungi 1987. í
frétt frá nefndinni segir að saman-
burður úrtaka hafi verið erfiður
vegna þess að mörg fyrirtæki skiptu
um merkingarkerfi á einstaklingum
úr naftinúmerum yfir í kennitölu.
Skákþing íslands:
Einvígi stór-
meistaranna
MARGEIR Pétursson og Jón L.
Árnason hafa tekið forystuna f
landsliðsflokki á Skákþingi ís-
lands. Þeir unnu báðir sinar skák-
ir í gærkvöldi.
Þremur skákum af sex var lokið
þegar síðast fréttist í gærkvöldi.
Ifyrstir til að Ijúka sinni skák voru
þeir Karl Þorsteins og Hannes Hlífar
Stefánsson. Hannes gerði sig sekan
um gróf mistök f byijuninni sem
Karl notfærði sér og vann í fáum
leikjum. Margeir vann síðan Róbert
Harðarson og Jón L. vann Ágúst
Karisson. Staða efetu manna er þá
sú, að loknum níu umferðum, að
Margeir er efetur með átta vinninga,
Jón L. hefur sjö og hálfan, Karl sex
og hálfan og Hannes Hlífar sex vinn-
inga. Enginn hinna getur náð þessum
fjórum að vinningafjölda í þessari
umferð. Það stefnir því í að stór-
meistaramir Margeir og Jón L. keppi
um íslandsmeistaratitilinn f skák að
þessu sinni. Tíunda og næstsíðasta
umferðin verður tefld í kvöld og hefst
kl. 18.00. Ellefta og síðasta um-
ferðin verður síðan tefld á laugardag
og hefst hún kl. 14.00.