Morgunblaðið - 25.08.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.08.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1988 íslenzk óskhyggja eftirSighvat Björgvinsson Á örfáum árum hafa tvær mjög veigamiklar breytingar orðið á eftia- hagsumhverfí á íslandi. Þessar „um- hverfísbreytingar" hafa orðið annars vegar á lánamarkaðinum og hins vegar á launamarkaðinum. Þessar breytingar gera það m.a. að verkum, að stórlega heftir dregið úr öllum möguleikum til miðstýringar á þess- um sviðum efnahagslífsins. Sú niður- staða leiðir svo aftur til þess, að úrræði og tilskipanir, sem stjómvöld gátu áður beitt til miðstýrðrar stefnumótunar í launa- og lánamál- um, duga einfaldlega ekki lengur. Fijáls launamarkaður Sú mikla breyting hefur orðið á íslenzka launamarkaðinum, að launagreiðslur ákveðast ekki nema að takmörkuðu leyti af formlegum og opinberum samningum verkalýðs- hreyfíngar við vinnuveitendur. Heild- arsamtök launþega, ASÍ, BSRB og BHM svo þau stærstu séu talin, skipta ekki lengur jafn miklu máli við lq'araákvarðanir og þau gerðu fyrrum. Með samningum þeirra við vinnuveitendur — svokölluðum heild- arlqarasamningum — er ekki nema hálf sagan sögð. Annars vegar kem- ur þar tii viðbótar launaskriðið svo- kallaða, þ.e.a.s. beinir samningar á vinnustað milli launþega og vinnu- veitenda án afskipta stéttarfélaga. Hins vegar koma svo sérkjarasamn- ingar, þ.e.a.s. lítt áberandi samning- ar einstakra stéttarfélaga við fyrir- tæki og félög um starfskjör tiltekinna starfshópa eða á tilteknum vinnu- stöðum. Hvorirtveggju síðarnefndu "samningamir — beinir samningar starfsmanna við launagreiðendur fyfirborganir) og sérkjarasamningar stéttarfélaga um launagreiðslur til tiltekinna starfshópa (viðbótarlauna- samningar) — má heita að séu í gangi daglega. Þannig hefst t.d. ekki hin eiginlega samningatöm margra stéttarfélagaforingja fyrr en hinni opinberu heildarsamningagerð er lokið og samningamir, sem þeir gera þá (sérkjarasamningamir) ásamt samningum sem launþegar gera sjálfír beint við launagreiðendur 1 fyfirborganimar), skipta meiru máli fyrir stóra hópa launafólks en þeir opinbem heildarlqarasamningar, sem gerðir eru af samtökum vinnu- markaðarins. Með þessu móti hefur verið byggt upp þrefalt launakerfí á íslandi. Hið opinbera launakerfí, sem samið er um í heildarsamningum. Sérkjara- samningalaunakerfið, sem stéttarfé- lögin semja um „í hljóði" fyrir til- tekna starfshópa og sjaldnast fæst birt opinberlega, og loks yfírborg- analaunakerfið, sem telst vera einka- mál viðkomandi. Eftir fyrstnefnda kerfínu fær greitt hluti opinberra starfsmanna svo og margir hópar ófaglærðs ' starfsfólks; sem sé láglaunafólkið og er það kerfí ráðandi á landsbyggð- inpi. Eftir síðartöldu kerfunum er greitt í viðskiptum og þjónustu, mannvirkjagerð og víðar þar sem krafíst er sérhæfðrar þekkingár eða verkkunnáttu. Þessi launakerfí eru ráðandi á höfuðborgarsvæðinu. Því meiri sem þenslan er í efnahagslífinu þeim mun meira skilur á milli opin- bera launakérfísins og þess óopin- bera. Er mér nær að halda, að um 2/3 hlutar launþega, jafnvel enn stærri hópur, hafí tekið laun sín sam- kvæmt hinum óopinberu launakerf- um á því þensluskeiði, sem nú er að taka enda. Veik staða heildarsam- • taka launafólks skýrist að sjálfsögðu af þessu. Þegar stór hluti þaunþega telur sig ná betri árangri kjaralega ýmiist með beinum samningum við vinnuveitanda sinn eða með hliðar- samningum fram hjá heildarsamtök- um launafólks þá er auðvitað ljóst að sá hinn sami hluti launþega ber hvórki mikið traust til né mikla virð- ingu fyrir heildarsamtökunum sem missa þá bæði álit og völd. Áekki lengur við Með sama hætti er það auðvitað , augljóst að um leið og heildarsam- tök launafólks missa getuna til þess að marka samræmda launastefnu í Iqarakröfum og kjarasamningum végna þess að stór hópur launþega, jafnvel þorri þeirra, sækir laun sín ýmist með beinum samningum eða . sérkjarasamningum sem ekki upp- lýsast þá missa stjómvöld um leið getuna til þess að marka heildar- launastefnu með tilskipunum eða lagasetningúm. Þannig er því auð- vitað farið bæði um stjórnvöld og um heildarsamtök vinnumarkaðar- ins að eínhver „opinber" samþykkt um launastefnu hefur ekkert að segja ef launagreiðendur eru fúsir til þess að ganga lengra. Heildar- kjarasamningar um að launahækk- Sighvatur Björgvinsson „í bréfi, sem mér barst nýlega, var m.a. sagt eitthvað á þá leið, að þegar aðrar þjóðir fylgdu ýmist félags- hyggju eða skipulags- hyggju aðhylltust Is- lendingar einna helst óskhyggju.“ anir fari ekki yfír 5% eða lög frá Alþingi um sama efhi hafa auðvitað ekkert að s.egja ef launagreiðendur eru viljugir til að borga meira. Þeg- ar skynsamleg stefna í heildar- kjarasamningum er að engu gerð eða lög um sama efni eru brotin á bak aftúr er það vegna þess, að atvinnurekendumir virða ekki hvort heldur er samningana eða lögin. Dæmigerðast um þetta eru atburðir frá síðasta vori. Þá setti ríkisstjóm- in bráðabirgðalög um launamál undir þrýstingi frá forráðamönnum ÍSAL sem töldu að rekstrarstöðvun og stórfellt tap blasti við fyrirtæk- inu ef ekkj yrði gripið í taumana. Fyrgtir til þess að bijóta umrædd lög voru síðan þeir ISAL-menn sjálfír — eða svo segir ríkislögmað- ur. Bæði þessi reynsla svo og reynslan frá 1983 af tilraun ríkis- valdsins til þess að marka launa- stefnu með lögum, sem væri hag- stæð láglaunafólki, segja okkur, að slíkar aðgerðir eiga ekki lengur við. Launamarkaðurinn er ekki lengur miðstýrður og það er ekki hægt að miðstýra bonum. Allar slíkar að- gerðir eru gagnslausar og verða það svo lengi sem heildarsamtökum launafólks tekst ekki að ráða við það viðfangsefni að marka eina, sarhræmda og opinbera launastefnu um þau laun sem raunverulega eru greidd. Fijáls lánamarkaður í forystugrein Morgunblaðsins 'sunnudaginn 14. þ.m. er fjallað um þær breytingar, sem orðið hafa á efnahagsumhverfi okkar íslendinga eftir að farið var að gera kröfur um verðtryggingu inn- og útlána. Sá tímí er liðinn þegar heimili eða fyrirtæki gátu lagt út í fram- kvæmdir án þess að leggja fram eigið fé í trausti þess, að verð- bólgan gerði að engu það lánsfé, sem framkvæmt var fyrir. Fyrir- tæki eða heimili, sem ekki getur lagt fyrír — sparað — getur ekki tekið lán. Sé það gert fer sá hinn sami einfaldlega á hausinn. Sá, sem ekki getur sparað af tekjum sínum getur ekki borgað af lánum. Svo einfalt ér það. í forystugrein Morgunblaðsins er líka réttilega á það bent, að sá tími er liðinn og kemur aldrei aftur þegar fyrirtæki, sem áttu orðið ekki lengur nægilegt eigið fé til þess að geta staðið undir áfram- haldandi rekstri, voru endurfjár- mögnuð með útvegun lánsfjár á néikvæðum vöxtum. Þetta var hægt og var gert hér áður og fyrr en nú búum vjð í öðru umhverfi. Slíkt fjár- , magn er einfaldlega ekki lengur 'til. Fyrirtæki, sem skortir eigið fé, Verður að afla sér þess með því að leita til þeirra sem fjármuni eiga og vilja leggja þá fram gegn sam- svarandi hlutafjáreign og rekstrar- ítökum. Neikvæð eiginíjárstaða verður ekki lagfærð með lánveiting- um því lán eru ekki lengur gjafír eins og var. Fljótlegasta leiðin til þess að senda fyrirtæki með nei- kvæða eiginfjárstöðu lóðbeint til andskotans, svo vitnað sé í orð Sverris Hermannssonar, er að út- vega því lán til þess „að rétta sig af“. Þá fyrst er málið orðið álger- lega vonlaust. Þetta gengur mörg- um hins vegar afskaplega erfíðlega að skilja. Tilskipanir duga ekki Sú sama breyting hefur einnig ' orðið hvað varðar lánamarkaðinn og þær, sem orðið hafa á launa- markaðk Kjaminn í þeim er sá, að opinberar tilskipanir duga þar ekki heldur. íslendingar eru sennilega eina þjóðin í veröldinni þar sem háar ávöxtunarkröfur á fjármagni hafa ekki áhrif á framkvæmda- áform fyrirtækja og heimila. Fólk kaupir sér bfla á kaupleigu þó það geti ekkj greitt íbúðalánin og það slær sér fyrir utanlandsferð þó það getf ekki borgað af bílnum. At- vinnufyrirtæki selja skuldlausan vélbúnað og leigja hann síðan aftur til þess að skapa sér greiðslulegt svigrúm fyrir fyrstu útborgun af nýjum búnaði, sem líka er keyptur upp á krít. í slíku umhverfi gagnar harla lítið að ætla að lækka vexti með .handafli. Svo lengi sem eftir- spumin eftir lánsfé er gegndarlaus og fólk og fyrirtæki em reiðubúin að borga hvað svo sem upp er sett þá fínnur fjármagnið sér einfaldlega þá farvegi, sem tryggja hæstu ávöxtun, Menn geta svo sem sett tilskipun um vexti en þá breytist ávöxtunarkrafan einfaldlega í kröfu um svo og svo mikil afföll í skulda- bréfaviðskiptum — og hvemig ætla menn að stöðva það? Kjami málsins er þvért á móti sá, að fyrr kemst ekki jáfnvægi á fjármagnsmarkað en jafnvægi næst í öðmm þáttum efnahagsmála og einn liður í því er að ekki síður en gerðar em kröf- ur tii lánastofnana verða menn að gera kröfur til lántakenda. Blekking eða sjálfsblekking í umræddri forystugrein Morg- unblaðsins frá 14. ágúst sl. er þvi m.a. haldið fram, að stjómmála- menn hafí ástundað blekkingar með því að telja fólki trú um að hægt sé að greiða úr vandkvæðum eins og þeim, sem hér hefur verið vikið að, með „hókus-pókusaðgerðum" og þannig komið í veg fyrir að fólk horfíst í augu við staðreyndir. Sjálf- sagt eíga stjómmálamenn hér ein- hverja Sök en staðreynd er það líka, að í þessum efnum er ákaflega auðveit að blekkja íslendinga af þeirri einföldu ástæðu að þeir vilja láta blekkja sig. Fólk upp til hópa er auðvitað það greint, að það veit vel að þjóðin lifir um efni fram, að gjafafé íiggur ekki á lausu, að lán verður að borga, að laun verða ekki bundin með lögum, að gengisfelling’ hlýtuf að valda verðhækkunum og verðhækkanir aftur vaxtahækkun- um o.sírv. Fólk veit þetta allt sam- an mætavel — en það vill ekki vita það. Hitt er svo miklu einfaldara að telja sér trú um töfrabrögð og trikk — og geta svo skammað þessa helv. pólitíkusa þegar þeir geta ekki dregið gullhringina úr nefi manna og kanínur úr höttum þeirra. Menn tala oft mikið um isma og hyggjur. I bréfí, sem mér barst nýlega, var m.a. sagt eitthvað á þá Ieið, að þegar aðrar þjóðir fylgdu ýmist félagshyggju eða skipulags- hyggju aðhylltust íslendingar einna helst óskhyggju. Það hefur margt vitlausara verið sagt en þetta. Höfundur er alþingismaður. LANGAR ÞiG I SPORTBÍL OG SPÍTTBÁT ? VERZLUNARSKÓLIÍSLANDS ÖLD UNGADEILD Innritun á haustönn öldungadeildar Verzlunarskóla íslands fer fram dagana 25., 26., 29. og 30. ágúst frá kl. 09.00-18.30. Kenndar verða eftirfarandi námsgreinar: Auglýsingasálfræði Reksturshagfræði Bókfærsla Ritvinnsla Bókmenntir Saga Danska Stærðfræði Efna- og eðlisfræði Tölvubókhald Enska Tölvufræði Farseðlaútgáfa Vélritun Ferðaþjónusta Verslunarréttur Franska Þýska fslenska Áföngum ofangreindra námsgreina er hægt að safna saman og láta mynda eftirtalin prófstig: Prófafbókhaldsbraut. Prófafferðamálabraut. Prófafskrífstofubraut. Verslunarpróf. Stúdentspróf. Umsóknareyðublöð og námslýsingar fást á skrifstofu skólans, Ofanleiti 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.