Morgunblaðið - 01.09.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988
nokkkurs konar útibú hlutaðeigandi
skóla á heimili kennarans. Stundum
er það eingöngu þessi starfsaðstaða
kennarans, sem er í góðu lagi, því
að aðbúnaður í ýmsum skólum hef-
ur verið ófullnægjandi.
Þrátt fyrir þau störf, sem hér
hefur verið lýst, má oft heyra næsta
undarlega lýsingu á störfum kenn-
ara. Menn segja jafnvel að kennar-
ar vinni kannski frá 8—14, þe. hálf-
an daginn, hálft árið og hristi svo
af prófin. Þetta sé lítið verk og álag
ekki mikið miðað við raunverulega
vinnandi stéttir. En af hveiju fara
menn þá unnvörpum úr þessum
„léttu og þægilegu" störfum? Marg-
ir félagar þess er þetta ritar sinna
nú allt öðrum störfum í samfélag-
inu. Eg hef spurt þá suma um or-
sakir þess og svörin eru oft á þessa
lund: Vanmat á störfum kennara,
vanþekking á hinu mikla starfsálagi
og beinlínis fjandsamleg afstaða
sumra ráðamanna til starfsins. Ekki
skal á það lagður dómur hér.
Þá verður vikið að næsta undar-
legri lýsingu fulltrúa íslenska ríkis-
ins á störfum kennara í HÍK: Hann
segir í grein í Mbl. 29.3.’88, bls. 26:
„Hvað er gegndarlaus yfirvinna?
Kennari með meðaltekjur og fulla
kennsluskyldu nær þeim með því
að kenna um 35 kennslustundir á
viku í 26 vikur á ári og sjá um að
prófa nemendur sína. Með bærilegu
skipulagi er hægt að ljúka skóla-
deginum með yfirvinnunni um kl.
14 að jafnaði. Hætt er við að þetta
vinnuálag sé taiið mismikið eftir
því hver metur, t.d. kennarinn sjálf-
ur eða sá sem stendur við færiband
í fiskverkunarhúsi í 48 vikur á ári.“
heimilisástæðum. Væri þó æski-
legra að hið opinbera styddi náms-
menn við þær aðstæður. — Sá sem
þetta ritar hefur unnið flest algeng-
ustu störf til sjávar og sveita. Hann
kynntist þá sjálfur þessum mikil-
vægu og erfiðu störfum og fólkinu
sem vinnur þau. Þetta var dýrmæt
reynsla og hún fékkst með vinnu á
sumrin og í leyfum á vetrum. Það
er mjög æskilegt að ungmenni
kynnist þannig kjörum þeirrar þjóð-
ar sem þau tilheyra. En vinnan á
að vera í leyfum frá skólanum því
að nám í skóla er fullt starf og
meira en það.
Störf í skólum landsins eru einn
gildasti þátturinn í ævarandi sjálf-
stæðisbaráttu þjóðarinnar. Þetta
eru viðkvæm störf með miklu álagi.
Þeir sem gera lítið úr þessum
störfum og gera þau erfiðari við-
fangs vinna óþarft verk. Ráða-
mönnum og þeim sem hafa áhrif á
almenningsálit ber auðvitað sérstök
skylda til að styðja störf í íslenskum
skólum og styrkja þannig þennan
þátt í velferð þjóðarinnar.
Höfundur er islenskufræðingur
ogkennari í MR.
Þessi ummæli um meðaltekju-
kennarann vöktu mikla athygli. Þau
voru fest upp (og greinin í heild) á
kennarastofum víða um land og
vöktu mikla gremju. Einnig vöktu
meðaltalsútreikningar í greininni
reiði margra kennara, sem kennt
höfðu mun meira en þeir sjálfir
vildu, og gátu með góðu móti, vegna
óska frá yfírmönnum skólanna, er
voru í vandræðum. Þá urðu einnig
gramir ýmsir kennarar í hlutastörf-
um, einkum konur er kenndu tæp-
lega fulla kennslu. „Við erum bara
ekki taldar með“, sögðu þær sum-
ar. Ég hygg að það sé ekki skyn-
samlegt fyrir þá, sem hafa fólk í
þjónustu sinni, að vekja með því
gremju og sárindi að óþörfu, þótt
auðvitað verði að vera góð regla á
hlutunum. Hagkvæmara er að laða
fólkið til góðrar vinnu og reyna
þannig að fá hvem og einn til að
leggja sem mest af mörkum. Þetta
er nefnt hér tii íhugunar en ekki
til að gagnrýna. Mér er ekki í nöp
við þennan fulltrúa ríkisins og vil
ekki skamma hann. Það er allt of
algengt að menn séu með skammir
og órökstuddar árásir á ráðamenn.
Hann studdi og kennara í við-
kvæmri deilu hér um árið og ber
að meta það. En ofangreind um-
mæli (og sumt í greininni í heild)
em harla undarleg enda ekki í sam-
ræmi við undirskrifaða samninga.
Ég á ekki von á því að þau verði
útskýrð eða einfaldlega tekin aftur,
sem þó væri við hæfi þar sem þau
eru ekki ríkinu til sóma. En ég vil
ekki sem kennari í þjónustu ríkisins
una við þessi ummæli athuga-
semdalaust, því að þau eru einfald-
lega ekki boðleg fólki.
Og enn eitt atriði undir lokin er
snertir mjög störf kennara og gerir
þau erfiðari viðfangs. Margt er nú
andsnúið íslenskri menningarvið-
leitni og svalir vindar efnishyggju
og tískutildurs blása um sali. Ymsir
menn reyna nú að tæla ungmennin
í framhaldsskólunum til fástrar
vinnu með námi og margir láta
glepjast, oft vegna gerviþarfa.
Þetta er eitt það heimskulegasta
sem gerst hefur í skólamálum hér
á landi á seinni tímum. Námið sjálft
er full vinna eins manns og ríflega
það. Ef einhver tími er afgangs er
ráðlegt að stunda útivist, íþróttir,
félagslíf o.fl. þ.h. Nám margra
þeirra, er stunda með því fasta
vinnu, er fánýtt, þótt þeir kunni
e.t.v. að „skríða". Margir falla þó
■ af þessum sökum. Unglingar ættu
ekki að vinna með námi nema það
sé óumflýjanlegt af sérstökum
i.U.hl i
Viltu lengja
sumarið?
Beint áætlunarflug til
Orlando þrisvar í viku
Dæmi: 12 daga dvöl, 14/9 - 26/9.
4 nætur á Econolodge í Orlando og 8 nætur á Coral
Reef. Meðalverð 28.920 kr. fyrir manninn (miðað við
2 fullorðna og 2 börn 2-11 ára saman í herbergi eða íbúð).
Meðalverð 44.820 kr. fyrir manninn (miðað við
2 fullorðna saman í herbergi eða íbúð). Innifalið í verði:
Gisting og morgunverður á Econolodge í Orlando og
Coral Reef á St. Petersburg ströndinni við Mexíkóflóann.
Sértilboð!
Gildir í ákveðnar ferðir í september og október og er
brottför sem hér segir:
Keflavík-Orlando: 9/9, 14/9, 21/9, 23/9, 25/9, 28/9 og 12/10.
Orlando-Keflavík: 26/9, 29/9, 3/10, 6/10, 10/10, 17/10 og
27/10.
Þú færð allar nánari upplýsingar hjá umboðsmönnur
og ferðaskrifstofum og auk þess á söluskrifstofum
Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju, Kringlunni og
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Upplýsingasími 25100.
Ath. Við bókum bílaleigubíla á góðu verði.
P.S. Þú gengur að sólinni vísri en farðu ekki á mis við
DISNEY WORLD - CYPRESS GARDENS - SEA WORLD
og CAPE CANAVERAL.
FLUGLEIDIR
-fyrír þíg-
VISA
lij X»JiiJ JÍth
1.1. L
Al IV'ClA h