Morgunblaðið - 01.09.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.09.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988 25 Aðalheiður Lilja Maguúsdóttir og Hannes Jónsson. Morgunbiaðíð/óiafur Stúlkan sem sökk með kranabílnum: Sparkaði af öllum kröftum í rúðuna Skagaströnd „ÞAÐ sem ég held að hafi bjargað mér fyrst og fremst var að við Hannes höfðum nokkrum dögum fyrr verið að ræða um hvað maður ætti að gera ef maður lenti úti í vatni í bU. Hannes sagði að frumskilyrði væri að vera rólegur og átta sig og reyna siðan að gera rétta hluti,“ sagði Aðalheiður Lilja Magnúsdóttir sem var í kranabíl sem fór í höfnina á Skagströnd sl. laugardag. Fréttaritari spjallaði við Lilju og Hannes Jónsson unnusta henn- ar á heimili þeirra á Blönduósi en Hannes stjórnaði krananum er hann fór í sjóinn. „Ég mundi eftir þessu er bíllinn var kominn á botninn. Ég reyndi að beija í topplúguna á bílnum af öllum kröftum. Það var ekkert loft í bílnum því rúðan var opin bílstjóramegin og þess vegna fylltist húsið strax af sjó er bíllinn sökk. Bíllinn lenti á þeirri hlið svo ég komst ekki þar út. Þegar ég áttaði mig á að gagnslaust væri að berja í lúguna tók ég með báð- um höndum um karminn sem lúg- an er fest í og sparkaðj af öllum kröfum í framrúðuna. Ég hélt að hún ætlaði aldrei að láta sig en loksins fann ég að hún gerði það því ég sá ekki neitt að hún hafði opnast. Þá var innilokunarkennd- in að ná yfirtökunum en mér tókst að synda út um gatið og komst upp á yfirborðið. Einhvem veginn tókst mér að vera róleg allan tímann og gerði mér fulla grein fyrir hvað hafði gerst. Það skrýtna er að yfirleitt fer ég ekki með Hannesi þegar hann er í svona vinnu. í þetta sinn bað ég um að fá að koma með. Ég kom litla stráknum okkar í pössun hjá tengdamömmu og fór með Hannesi í það sem átti að vera klukkutíma laugardagsrúntur. Meðan Hannes hífði bátinn að flutningavagninum datt mér augnablik í hug að ef bílinn ylti mundi ég lenda í sjónum. Þessu skaut í gegnum hugann en síðan hélt ég áfram að lesa í bókinni sem ég var með. Allt í einu fann ég að bíllinn lyftist og ég reyndi að opna hurðina en gat það ekki því hún var svo þung sökum hall- ans á bflnum. Augnabliki síðar var ég komin á bólakaf en hafði samt gripið andann á lofti áður. Ég reyndi að láta frá mér lítið loft í einu þarna niðri meðan eg var að beijast um. Ég var alveg að springa er ég komst út úr bílnum. Ég man að ég hugsaði er ég var að beija í topplúguna: „ Nei, andskotinn, ég get ekki átt að fara að deyja núna.“ Þegar ég kom upp á yfirborðið sá ég Hann- es hvergi á bryggjunni. Datt ekki í hug að ég sæi hann nokkum tímann aftur því bíllinn hlaut að hafa oltið yfir hann. Mér tókst ekki að synda nema tvö sundtök í átt að bryggjunni. Eftir það tróð ég marvaðann og hrópaði á Hann- es því mér fannst ég heyra í hon- um þótt ég sæi hann ekki. Ég varð ekki hrædd fyrr en ég komst upp á yfirborðið og var þá hrædd- ari um Hannes en sjálfa mig. Hannes kom svo svamlandi með spotta sem ég greip um. Síðan dró hann og annar maður mig upp í bát sem þama var og þaðan upp á bryggju og í bfl sem flutti mig á sjúkrahúsið á Blöndósi. Mig langar að koma þakklæti til mannanna á bryggjunni sem hjálpuðu mér. Sérstaklega þeirra tveggja er keyrðu mig á sjúkahú- sið og bám mig þar inn. Ekki viss um að ég hefði komist það sjálf skjálfandi úr kulda og sjokki." Hannes segir að þegar hann hafí fundið að bíllinn lyftist reyndi hann auðvitað að slaka hraðar en það tókst ekki: „Jarðvegurinn undir löppinni að aftan gaf sig og hún fór á kaf. Við það reis bíllinn að framan og þá varð þung- inn of mikill á framlöppinni. Hún kengbognaði og bíllinn valt í sjó- inn. Ég stóð sjávarmegin við bílinn og ég held að ég hafi beygt mig um leið og bíllinn valt yfir mig. Annars er ég hreint ekki viss því mér er óskiljanlegt hvernig ég slapp svona vel. Það sér hvergi á mér utan smámarblettur á ann- arri öxlinni. Það er auðvitað ekki gaman að horfa á eftir kær- ustunni fara á kaf og það fyrsta sem ég gerði var að hoppa út í bát sem var þarna og róa af stað þangað sem bíllinn hvarf. Ég ætl- aði að reyna að stinga mér niður að bílnum til að hjálpa henni út. í fátinu hafði ég gleymt að losa bátinn og meðan ég var að bjástra við það kom Lilja upp. Þá stakk ég mér í sjóinn með kaðal sem strákur hélt í endann á um borð í bátnum. ÓB Ferðafélag Islands: Kort af Þórsmörk FERÐAFÉLAG íslands hefur gefið út kort af Þórsmörk og nágrenni. Á kortinu eru merktar gönguleiðir út frá Skagfjörðs- skála, sæluhúsi Ferðafélagsins í Langadal. Landkostir sf. á Sel- fossi sáu um að teikna kortið. Jon Böðvarsson fyrrverandi skólameistari skrifar ágrip af sögu Þórsmerkur á bakhlið kortsins og lýsingu á gönguleiðum sem merktar eru á kortinu. Einnig sá Jón um að setja örnefni inn á kortið, sam- kvæmt öruggustu heimildum, og koma fram nokkrar leiðréttingar frá eldri kortum af svæðinu. Kortið er í litlu broti svo það fari vel í vasa, enda til þess gert að fólk hafi það með í gönguferðir um Mörkina. Kortið er einnig gefið út með enskum texta, og annaðist Terry G. Lacy þýðinguna. (Fréttatilkynning) Titilsíða kortsins með mynd af Skagfjörðsskála. ÞÓRSMÖRK Skagfjördsskáli HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ Næsta hraðlestrarnámskeið hefst 14. september nk. Viljir þú margfalda lestrarhraða þinn í hvers kyns lesefni skaltu skrá þig tímanlega á námskeiðið. Nemendur HRAÐLESTRARSKÓLANS þrefalda að meðaltali lestrarhraða sinn með betri eftirtekt en þeir hafa áður vanist. Skráning öll kvöld kl. 20:00-22:00 í síma 641091. HRAÐLESTRARSKÓUNN Nýr opnunartími Eftir 1. sept. veröa verslanir HAGKAUPS opnar sem hér segir: Skeifan Mánud. -fimmtud. 900-l830 Föstud. 900-2030 Laugard. 1000-1630 Knnglan sérvörudeild Mánud.-fimmtud. 1000-1900 Föstud. 1000-1900 Laugard. 1000-1600 Knnglan matvörudeild Mánud. -fimmtud. 1000-1900 Föstud. 1000-1930 Laugard. 1000-1600 Kjörgarður Mánud. -fimmtud. 9°0_1800 Föstud. 900-1900 Laugard. 1000-1300 Seltjarnarnes Mánud. -fimmtud. 900-1830 Föstud. 900-2000 Laugard. 1000-1600 Njarðvík Mánud. -fimmtud. 1000-1830 Föstud. 1000-2000 Laugard. 10°°-1400 Akureyri Mánud. -miðvikud. 900-1800 Fimmtud. -föstud. 900-1900 Laugard. 1000-1600 HAGKAUP Reykjavik Akureyri Njarðvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.