Morgunblaðið - 01.09.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.09.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988 27 Genfar-viðræðurnar: Bandaríkjamenn segja Kras- nojarsk hamla samningum NYT Hluti ratsjárkerfisins, sem tengt verður Krasnojarsk-ratsjánni. Gert er ráð fyrir að Sovétmenn ljúki byggingu kerfisins i upphafi næsta árs, en þá er þeim fátt að vanbúnaði til þess að geta stýrt gagnflaugakerfi. SAMNINGAMENN Bandaríkja- stjórnar vöruðu við því í gær, að endurtekin höfnun Sovétmanna á þeirri kröfu að umdeild ratsjár- stöð í Krasnojarsk i Síberiu verði lögð niður, myndi koma i veg fyr- ir að samningar næðust um fækk- un langdrægra kjarnavopna [START] og vopnakerfa í geimn- um. í yfirlýsingu frá samninga- nefnd Bandarikjamanna, sem gef- in var út eftir vikulangar viðræð- ur við Sovétmenn um sáttmála frá 1973 um takmarkanir á gagn- flaugakerfum (ABM-sáttmálinn), sgaði að Bandarikjamenn áskildu sér enn þann rétt að skilgreina ratsjárstöðina sem „efnislegt brot“ á sáttmálanum. Samkvæmt alþjóðalögum myndi slik yfirlýs- ing veita Bandarikjamönnum rétt til þess að ógilda ABM-sáttmálann. Bandaríkjastjóm hefur einnig látið þá afstöðu sína afdráttarlaust í ljós, að tilvist ratsjárstöðvarinnar í Krasnojarsk gerir það ómögulegt að ná frekari afvopnunarsamningum í START-viðræðunum eða hvað varð- ar önnur vamar- og geimvopna- kerfi," sagði meðal annars í yfirlýs- ingunni, sem undirrituð var af Terry Shroeder, talsmanni smaninga- nefnda Bandaríkjastjómar í Genf. í yfirlýsingunni sagði ennfremur að ratsjárstöðin í Krasnojarsk væri ósvífið brot á ABM-sáttmálanum, en hann kveður á um að aðeins megi koma upp vamarkerfi gegn lang- drægum kjamaflaugum á einum stað í aðildarríkjum sáttmálans. Opin- berlega hafa Sovétmenn slíkt vopna- kerfí einungis við Moskvu, en Banda- ríkjamenn gáfust fljótlega upp á að starfrækja sitt kerfi, þar sem það var bæði óhemjukostnaðarsamt og ólíklegt að það skipti sköpum í kjam- orkuárás. „Krasnojarsk-brotið er mjög alvar- legt, sérstaklega þegar litið er til þess að ratsjárstöðin er hiuti víðtæks ratsjárkerfis, sem nota má til þess að meta kjarnorkuárás til stuðnings gagnflaugakerfis." Bandaríkjamenn em þó ekki einir um að telja brot á ABM-sáttmálanum hafa átt sér stað. Sovétmenn segja að geimvamaáætlun Bandaríkja- manna bijóti í bága við hann og segja ratsjárstöðvar Bandaríkjamanna í Thule á Grænlandi og í Fylingdale á Norður-Englandi. START-viðræðumar um takmörk- un langdrægra kjamorkuflauga hóf- ust í Genf árið 1981 að tillögu Ron- alds Reagans Bandaríkjaforseta. Árið 1985 féllust Sovétmenn á þá uppástungu Bandaríkjastjómar að viðræðumar skyldu miða að því að fækka langdrægum kjamorkuflaug- um svo um munaði, en ekki einungis að því að draga úr fjölgun þeirra. A leiðtogafundi risaveldanna í Genf árið 1985 féllust þeir Reagan og Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi á að gmndvöllur viðræðnanna skyldi vera helmingsfækkun langdrægra kj amorkuflauga. Við undirritun Washington-sátt- málans um upprætingu skamm- og meðaldrægra kjamorkuflauga í des- ember á síðasta ári urðu leiðtogamir ásáttir um að START-sáttmálinn skyldi gmndvallaður á 50% fækkun langdrægra kjamorkuflauga, en auk þess sömdu þeir ýmsar takmarkanir aðrar. Þær snemst meðal annars um 1.600 flauga hámark og mega þær ekki bera fleiri en 6.000 kjamaodda. Þá var samið um þak á burðarmestu flaugamar og mega 154 slíkar ekki bera meira en 1.540 kjamaodda alls. VERÐIAGSSTOFNUN Liður í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar er bann við hækkun vöru og þjónustu út september. Nú reynir á, að neytendur haldi vöku sinni og fylgist grannt með verðlagi. Verðgæsla almennings er öflugasta vopnið. Ef fólk verður vart við, að verð vöru og þjón- ustu hækki í september getur það snúið sér til Verðlagsstofnunar. Vegna VERÐSTÖÐVUNARINNAR hefur Verðlagsstofnun opnað sérstakan verð- gæslusíma: 62 21 01
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.